Dagblaðið - 02.01.1979, Síða 7

Dagblaðið - 02.01.1979, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1979. .7 Norður-írland: Bankinn algjörlega i rústum Mikil sprengja sprakk i morgun í banka einum í borginni Cookstown á Norður írlandi. Eyðilagðist byggingin gjörsamlega og mikið tjón varð á mið- borginni. Hinn herskái hluti irska lýð- veldishersins svokallaða hefur lýst sig ábyrgan fyrir sprengingunni. Auk þess hafa skæruliðar lýðveldishersins tekið á sig sök varðandi tólf aðrar minni spreng- ingar viðs vegar um Norður-írland. Að sögn Iögreglunnar særðist enginn i sprengingunum en eignatjón er mjög mikið. ítalfa: Þrír féllu fyrír óvæntum byssukúlum ánýársnótt Tvær konur létust á Ítalíu af skotum frá mönnum, sem fögnuðu nýja árinu með því að skjóta af byssum sínum út í loftið. Önnur þeirra hallaði sér fram af svölum ibúðar sinnar og fékk skot i höfuðið frá byssu manns sem fagnaði nýju ári fyrir neðan. Gerðist það í Turin. Skot, sem hljóp úr byssu lögreglumanns er hann var að reyna að losa hana, felldi tuttugu og tveggja ára konu. Þriðji maðurinn, sem lézt af skotsár- um á ítaliu á nýársnótt, hafði sigrað félaga sinn í „sjómanni" á bar einum. Gerðist þetta nánar tiltekið á eyjunni Sardiniu. Virtist sá er tapaði í fyrstunni taka ósigrinum hið bezta og skálaði meðal annars fyrir nýja árinu við sigur- vegarann. Skyndilega sneri hann við blaðinu og skaut keppinautinn fimm kúlum I likamann. íran: Ovissa með keisarann en bjartsýni með nýja stjórn Baktiars Shapur Baktiar, stjórnmálamaður- inn sem keisarinn í íran fékk til að reyna myndun borgaralegrar stjórnar, var i morgun sagður hafa náð góðum árangri. Segist hann ætla að koma á fót stjórn sem virði lýðræði og mann- réttindi. Óvissan um framtíð keisarans er þó enn alveg jafnmikil og undanfarna daga og Íransbúar sjálfir og útlend- ingar í landinu búa við sömu hörm- mngar og fyrr. Samkvæmt opinberum tölum féllu rúmlega hundrað manns í hinni heilögu borg Mashhad en and- stæðingar stjórnarinnar sögðu tölu fallinna vera um sjö hundruð. Gerðist þetta, þegar andstæðingar keisarans fórtt í mótmælagöngu. Hundruð erlendra manna, þar á meðal nokkur fjöldi ungbarna, er tepptur á flugvellinum i Teheran vegna verkfalls flugumferðarstjóra, sem krefjast þess að herlög verði num- in úrgildi. Bjartsýni rikir með tilraunir Baktiar til stjórnarmyndunar og er fremur bú izt við því að báðar þingdeildir stingi upp á honum sem forsætisráðherra formlega, fremur en keisarinn velji- hann sjálfur. Verður þá larið eftir stjórnarskrárákvæðum, sem lengi hafa verið brotin. Ekki er vitað, hvað verður um keis- arann. Orðrómur er um að hann muni yfirgefa landið um tíma samkvæmt leynilegu samkomulagi við Baktiar. Sjálfur hefur hann látið hafa eftir sér að hann hefði hug á að fara úr landi ef til þess gæfist tækifæri vegna emb- ættisanna. 1 ávarpi Baktiar. sem hann flutti í útvarp og sjónvarp, sagði hann að meðal þeirra umbóta, sem hann hygðist standa að, væri frelsun póli- tískra fanga, aukning á almennum mannréttindum og aflétting takmark- ana á ritfrelsi. Hann minntist ekkert á keisarann. Er talið að hann hafi ekki viljað styggja fylgismenn hans né æsa uppqndstæðinga. Unglingar fylla flöskur með benslni og kasta þeim logandi að bifreið í miðborg Teheran. Þetta mun ekki vera óalgeng sjón þar. © 1978 Los Angdw Timos Syndicat* Ekki eru allir Bandarikjamenn ánægðir með stjórnmálasamband Pekingstjórnar- innar og Bandarikjanna jafnhliða stjórnmálaslitum hinna siðarnefndu við stjórn- ina i Taiwan. Þannig litur tciknari einn á máiið. Róm: Pólski páfinn for- dæmir fóstureyð- ingar á Ítalíu ítalskir kardinálar lýstu i gær yfir full- um stuðningi við fordæmingu Jóhannes- ar Páls annars á fósturcyðingum. Er talið líklegt að málið verði mjög umtalað og mikið deiluefni á Ítalíu þetta árið. Páfi hefur rætt þetta mál tvisvar siðan á jóladag og þá fordæmt harðlega þau lög. sem sett voru á Italiu í maí siðastliðnum. Voru fóstureyðingar þá gefnar mun frjálsati en þær voru áður. Stuðningsmenn þessara nýju laga hafa harðlega gagnrýnt hinn nýja páfa fyrir andstöðu hans og hafa meðal ann ars krafizt þess að tengsl italska rikisins og kirkjunnar verði endurskoðuð. Hin nýju lög um fóstureyðingar voru bæði samþykkt á þingi og i þjóðaratkvæða greiðslu. Þó barðist kaþólska kirkjan mjög gegn samþykkt þeirra auk Kristi lega demókrataflokksins, stærsta flokks landsins. Alsír: Faríð að huga að arftaka Boumedienne Erlendar fréttir Forustumenn i stjórnmálum i Alsir virðast nú vera að taka fyrstu skrefin í átt til þess að velja sér nýjan forseta í stað Houari Boumedienne, sem lézt i síðustu viku án þess að Ijóst væri hver tæki við af honum. Sá sem situr í for- setastóli til bráðabirgða í landinu heitir Rabah Bitat. Sagði hann í gær að bylting arráð landsins hefði ákveðið að kalla til ráðstefnu alla þá, sem sæti ættu í frelsis- ráði landsins. Er þá búizt við að forseta- kosningar gætu farið fram fyrir 9. febrúar næstkomandi en þá fellur umboð Rabah Bitat út. Meðal þeirra sem taldir eru líklegir eftirmenn Boumedienne má nefna Mohamed Salah Yahiaoui.liðsforingja. sem talinn er i hópi frjálsly ndari stjórn málamanna í Alsir. Einnig er Abdelaziz, Bouteflika, utanríkisráðherra nefndur en hann var náinn samstarfsmaður Boumedienne forseta.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.