Dagblaðið - 02.01.1979, Page 8

Dagblaðið - 02.01.1979, Page 8
DAGBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1979. 8 ' ' ' -......... Boðskapur landsfeðranna um áramótin: Hæfir og góðviljaðir forystumenn munu leiða okkur út úr verðbólgunni —sagði forseti íslands — „Höfum ekki ef ni á nýrri Sturlungaöld,” sagði f orsætisráðherra Forystumenn þjóðarinnar eru og hafa löngum verið hæfir menn og góð viljaðir. Margir iðka úr hófi frarn að brúka óheflaðan munnsöfnuð um stjórnmálamenn. Sú stund mun koma, að forystumennirnir leiða okkur út úr verðbólgunni, sagði dr. Kristján Eld járn, forseti íslands, í árantótaboðskap sínum. Þó væru erfiðleikar miklir i efna hagsntálum og örðug glima frantund- an. Forsetinn ræddi unt ungu kynslóð ina, sem hefði að vísu alizt upp við góð lifskjör en einnig við ntiklar óheilla spár um framtið mannkyns. Suntir cf uðust um manngildi þessa unga fólks. en væri þar ekki á ferðinni sama gantla glámskyggnin.semloðirviðokkui eins og erfðasyndin? Ungt fólk virðist lítið hafa skemmzt við óheillaspár og vera fært í allan sjó. Hann ræddi jólahald fyrr og nú og minnti á. að cinnig á fyrri tið hcfðu jólin öðrunt þræði verið vcraldleg há lið. Vafasamt væri, hvort heimsins lystisemdir skyggðu að ráði nteira á jólahátið nú. Forsctinn hvatti íslendinga til að sýna, að sannntæli væri að tala um „stóra sntáþjóð" nteð þátttöku i „ári barnsins 1979". Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til, að nýbyrjað ár verði hclg- að barninu. Þá hvatti forsetinn til auk .............. ins stuðnings við samtök, sem berðust gegn misþyrmingum á föngum og einnig i baráttu gegn dauðarefsingu. „Orka og hugvit hornsteinar iðnaöar," segir Ólafur Jóhannesson. Ólafur Jóhannesson forsætisráð herra sagði i áramótaávarpi í útvarpi, að íslendingar skyldu átta sig til hlítar á þvi, að þeir stæðu í miðri atvinnulifs- byltingu. Frumframleiðsla úr skauti náttúrunnar skilaði naumast auknum afköstum eða arðsemi. Urvinnslustarf- semi væri vaxtarbroddurinn. Menn yrðu að læra að hagnýta sér nteðal- hófið til Iangframa og rækta sjálfs- traust og samstarfsvilja. Margslungin hagkeðja tæknialdar útheimti, að tillit til heildarinnar réði kjaraákvörðun- unt. Annað gæti leitt til stjórnleysis og skipbrots hagkerfisins og harðstjórnar. sent skammtaði kjör úr hnefa. Samráð mismunandi aðila væri öllum fyrir beztu. Sá háttur á meðferð kjarantála væri sameiginlegur þeim lönduni, sem hefðu ntesta fcstu. Til þyrfti þrotlausa 1 viðleitni. þolinmæði og gagnkvæman skilningaðila. Ekki yrði á móti mælt, að þjóðin byggi við velmegun eins og bezt gerðar í heiminum. Okkur hefði farn azt betur en öðrunt þjóðum, sem fengu fullveldi upp úr 1918. 1. febrúar yrðu 75 ár frá þvi að æðsta stjóm í innlendum málum fluttist inn i landið. Þá hefði hafizt framfaraskeið. Forsætisráðherra lagði áherzlu á. að orka og hugvit gætu orðið hornsteinar blómlegs iðnaðar og skortur hráefna- linda þyrfti ekki að standa honum fyrir þrifum. Þá sagði hann, að við hefðunt ekki efni á „nýrri Sturlungaöld”. Öfgar mættu ekki ráða heldur málamiðlun og meðalhóf, enda hefði ofmetnaður verið talinn undirrót lasta. í áramóta pistli i Tímanum sagðist forsætisráð- herra halda, að gnægtarþjóðfélagið væri komið úr á villigötur með mun- aðargræðgi sinni. Hann varaði einnig sterklega við óhóflegum drykkjuskap. Þar þyrfti meira hóf, ella værunt við komnir út í hreina villimennsku. „Sjálfstæðismenn vilja kosningar," sagði Geir Hallgrímsson. Geir Hallgrimsson. formaður Sjálf stæðisflokksins, sagði i áramótagrein i Morgunblaðinu, að sjálfstæðisntenn hlytu að vinna að því, að til kosninga yrði efnt sem fyrst eftir ráðþrot núver andi ríkisstjórnar, svo að þjóðin gæli kveðið upp sinn dóm. Hann hvatti ís- lenzka frjálshyggjumenn til að vera viðbúnir kosningabaráttu á árinu og skapa þá straumhvörf í þjóðmálum. Geir sagði. að „veiklundaðir al þýðuflokksmenn og stefnulausir frani- sóknarmenn”, sem auk þess hefðu of- trú á ríkisforsjá. hefðu hvorki ntann- dóm né kjark til að standast Alþýðu- bandalaginu snúning, ef stjórnarsam starf þessara flokka héldi áfram. „Alþýðuflokkurinn ekki fundið sjálfan sig," segir Lúðvík Jósepsson. Lúðvík Jósepsson. formaður Al- þýðubandalagsins. sagði i áramóta grein í Þjóðviljanum, að samstaða stjórnarflokkanna væri ekki góð. A1 þýðuflokkurinn hefði ekki cnn fundið sjálfan sig. Hann væri sundraður. Orö og gerðir ráðherra flokksins hefðu hvað eftir annað verið gerð ónterk og formaður og annar ráðherra flokksins hefðu orðið að sætta sig við að vcra i minnihluta á flokksstjórnarfundi. „Við erum þó enn reiðubúnir til að gera tilraun. þrátt fyrir það. sem á undan er gengið,” sagði Lúðvík. „Vonir um alls- herjaráætlun," segir Benedikt Gröndal Benedikt Gröndal, formaður Al- þýðuflokksins. sagði i áramótagrein í Alþýðublaðinu, að móttökur hinna stjómarflokkanna. ekki sizt ráðherra framsóknarmanna, gæfu vonir um, að hægt verði að ganga frá allsherjar- áætlun í efnahagsmálum i janúar. áður en kæmi að vandanum I. marz. „Samstarfsyfirlýsing stjómarflokk- anna gefur mörg fyrirheit. sem þörf cr að framkvæma. Ef þeir geta bætt sant búð sina. ættu þeir að geta stýrt land inu enn um sinn og komið mörgu góðu til leiðar,” sagði Benedikt. -HH Blaðsölubörn Dagblaðsins og Vikunn- ar virða fyrir sér nokkra af þeim eigu- legu munum, sem hxgt er að velja úr á afgrciðslu blaðanna, er mörkum hefur verið safnað saman. Ljósm.: Hörður. Nýrogspennandi samkeppnisleikur: Skorið mörk fyrir DAGBLAÐIÐ og VIKUNA \\\ &&& Núna um áramótin hófst nýr og spennandi samkeppnisleikur meðal blaðsölu- og blaðburðarfólks Dag- blaðsins og Vikunnar um land allt. Kentur hann í stað hins hefðbundna söluhappdrættis og stendur fram á vor. Leikurinn er í stuttu máli í því fólg inn. að fyrir að selja 20 blöð af Dag blaðinu skora sölubörn eitt mark, sem þau fá síðan staðfest með sérstökum og sérlega skemmtilegum seðli. Fyrir hver 10 blöð sem seld eru fram yfir það. er skorað eitt mark í viðbót og þar frameftirgötunum. 4C Hér eru sýnishorn af viðurkenningar- seðlununt sem söiu- og dreifingarfólk Dagblaðsins og Vikunnar hlýtur fyrir skoruð mörk i samkeppnisleiknum. Verðlaunapunktum þessum cr síðan safnað saman og hægt er að skipta á þeim ogsérstökum verðlauna gripum. sem til sýnis eru í afgrciðslu Dagblaðsinsað Þverholti 11. Þá skorar blaðburðarfólk 20 ntörk fyrir að bera út blaðið i heilan mánuð án kvörtunar og 10 mörk. ef aðcins berst ein kvörtum. Verðlaunapunktarnir fyrir Vikuna eru allmiklu hressilegri. Fyrir fyrstu fimnt eintök af Vikunni. sem seld eru skora blaðsölubörn tvö mörk og síðan eitt mark fyrir hver tvö eintök eftir það. Sérstakt afbrigði af þessurn sarn- keppnisleik verður kynnt fyrir blað- sölubörn og dreifingarfólk úti á landi fyrir bæði blöðin. en cins og gefur að skilja getur það fólk ekki komið til Reykjavikur og kynnt sér munina í sýningarskápunum. Umboðsmenn beggja blaðanna eru með svör á reiðurn höndunt um það, hvernig þeirri keppni verður háttað. -HP v

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.