Dagblaðið - 02.01.1979, Side 10

Dagblaðið - 02.01.1979, Side 10
10 frjálst, áháð iagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Rrtstjóri: Jónas Kristjónsson. Fróttastjórí: Jón Birgir Pótursson. Rrtstjómarfulltmi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjómar Jó- hannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aöstoðarfróttastjórar AtJi Steinarsson og Ómar Valdr marsson. Menningarmól: Aöalsteinn IngóHsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stofánsdóttir, EHn Atoerts dóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur HaHsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ari KristJnsson, Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞoríoHsson. Sökistjórí: Ingvor Sveinsson. DreHing- arstjórí: Már E.M. Halldórsson. RKstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skríf stofur Þverholti 11. Aöatsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskríf12500 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 125 kr. ointakið. Sotning og umbrot Dagblaðið hf. Slðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. SkeHunni 10. _________________DAGBLADID. ÞRIDJUDAGUR 2. JANÚAR 1979. Viöskipti Kína og Taiwan hafa aukizt um 75% á liönuári Stutt skrefí friöarátt Nýliðið ár „glasabarnsins” var ár ým- issa fremur stuttra skrefa í friðarátt í deil- um stórveldanna. í þeim tilvikum var byggt á grunni, sem lagður hafði verið á fyrri árum. Vissulega gera menn sér grein fyrir, að svokölluð „þíða” í samskiptum vestrænna ríkja og kommúnistaríkja hefur ekki bundið enda á látlausa bar- áttu þeirra um yfirráð yfir ákveðnum heimshlutum. Hörð átök standa um Afríku, þar sem Sovétmenn hafa hert tökin með aðstoð Kúbumanna. Sú barátta mun standa lengi enn. Sovétmenn horfa einnig vonaraugum á framvindu mála í íran, öðru stærsta olíuríki heims, þar sem stjórn keisara, sem vinveittur er vestrænum ríkjum, stendur höllum fæti. Sovétmenn öfundast yfir þeim árangri, sem náðst hefur í Mið-Austurlöndum fyrir tilstilli Bandaríkjanna. Samkomulag Begins, forsætisráðherra ísraels, og Sadats, forseta Egyptalands, í Camp David í Bandaríkjunum voru mikilsverð tíðindi, þótt enn skorti á, að friðarsamn- ingum hafi verið komið í höfn. Það friðarskref var fram- hald af þróun fyrra árs og leiðir vonandi til endanlegra samninga á nýbyrjuðu ári. Grundvöllur þíðunnar, svonefndir SALT-samningar um takmörkun gereyðingarvopna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, virtust á góðum vegi í lok ársins. Slíkir takmarkaðir samningar tryggja ekki heimsfrið og eyða ekki hættunni á atómstríði, en þeir kunna að halda vopnakapphlaupinu nokkuð í skefjum, svo að það verður ekki jafnþung byrði á almenning í viðkomandi ríkjum og ella væri. Þeir sýna einnig ótta forystumanna risaveldanna við að missa úr höndum sér það eyðingar- afl, sem þeir reyna að nota sem ógnun í valdatafli án þess að vilja beita því. Bandaríkin tilkynnti í lok ársins, að þau mundu nú^ loks taka upp stjórnmálasamband við Kína og slíta stjórnmálasambandi við Formósu. Sá atburður á sér langan aðdraganda. Bætt sambúð við Kína var eitt af því, sem Nixon fyrrum Bandaríkjaforseti og þó einkum Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra, gátu talið sér til ágætis á annars vafasömum stjórnarferli. Áhugi Kín- verja á góðri sambúð við Bandarikin á rætur í fjandskap þéirra við hitt kommúníska stórveldið, Sovétríkin. Kín- verjar vilja ekki berjast við marga féndur í einu. Jafn- framt er ekkert lát á deilum Kínverja og Sovétmanna, svo sem um áhrifavald í Indó-Kína, þar sem enn kann að draga til stórtíðinda í baráttu Víetnama og Kambodíu- manna að undirlagi hinna kommúnísku stórvelda. Árið hlaut sinn skammt af morðum og hryðjuverkum, sem náðu hámarki með ráni og morði á Aldo Moro, fyrr- um forsætisráðherra Ítalíu. Öfgamenn, bæði til vinstri og hægri, láta víða á sér kræla en eru í raun fylgislitlir. Indira Gandhi, sem alræmd var af einræðisstjórn sinni fyrir nokkrum árum, aflar sér aukinna vinsælda undir veikri ríkisstjórn á Indlandi. Baráttan þar mun setja svip á fréttir þessa árs, og miklu skiptir fyrir framvindu heimsmála, hver stendur við stýri í þessu öðru mann- flesta ríki veraldar. Á nýbyrjuðu ári munu menn una sæmilega, að það verði ekki verra hinu liðna og enn verði stigin nokkur lítil skref í friðarátt. Meira geta menn ekki vænzt. — margt þykir benda til að þessir höfuðfjendur í aldarf jórðung rúman geti í f ramtíðinni komið á eðlilegum tengslum sín f milli Þó ótrúlegt sé i ljósi þeirra fregna, sem undanfarið hafa borizt, þá munu viðskipti Taiwan og Kina hafa aukizt um 75% á fyrri hluta ársins, sem var að liða. Talið er að þróunin hafi verið sú sama seinni hluta ársins. Sala Kin- verja til Taiwan mun hafa numið jafn- virði rúmlega átta milljöréwn is- lenzkra króna á fyrri helmingi ársins en vörur seldar frá Taiwan til Kina nántu jafnvirði nálægt tólf milljörð um, í þessum tölum er ekki reiknað með viðskiptum, sem fara á ólöglegan hátt milli þessara nágranna. Smygl frá Kína til Taiwan og öfugt er sagt tölu- vert algengt og hafa verið um langt skeið. Viðskipti þessi eru talin eitt af merkjum þeim, sem sjá má um að möguleikar eru á eðlilegum samskipt- um þessara fjandmanna. Í þessu máli er það eins og svo oft, að orð og at- hafnir fara ekki algjörlega saman. For- seti Taiwan, Chiand Ching-Kuo, hefur margitrekað eftir að tilkynnt var um opinber stjórnmálatengsl á milli stjórnarinnar i Peking og Washington, að ekkert samband geti orðið á milli eyjarhansogKina. Aðrir stjórnmálaforingjar á Taiwan hafa þó sagt i einkaviðræðum að aukin viðskipti við meginlandið væru U437 sannarlega góð búbót. Í dagblaði einu taiwönsku er þarlendum stúdentum ráðlagt að hafa vinsamleg samskipti við stúdenta frá meginlandi Kína. í blaðinu sagði að ekki mætti umgang- ast þá eins og eiturslöngur eða hættu- lega krókódíla. í stað þess ætti að reyna að leiða þá frá villu sins vegar og sýna þeim fram á það sem rangt er i stefnu Pekingstjórnarinnar. Blaðið hvetur siðan taiwanska stúdenta til að sigra Kínverja i öllum keppnum sem fari þeirra á milli. Tilkynning Jimmy Carter Banda- ríkjaforseta um að beint stjómmála samband yrði tekið upp á milli Peking og Washington var mikið áfall fyrir stjórnina í Tapci, höfuðborg Taiwan. Margir áttu bágt nteð að trúa þvi að Bandarikjantenn mundu ganga að þeim skilyrðum Pekingstjórnarinnar að þeir slitu stjórnmálasambandinu við Taiwan. Á þessu hafa Kinverjar verið mjög harðir, en vegna hinna sér- stöku tengsla sem verið hafa á milli Bandaríkjanna og Taiwan var fremur búizt við að reynt yrði að fara öðruvisi að, þegar beint stjórnmálasamband kæmist á við Bandarikin. Ekki þarf að ganga að því gruflandi að Taiwan- menn gerðu sér grein fyrir að til bcinna stjórnmálasamskipta mundi fyrr eða siðar koma á milli Pcking og Washington. Sárindi (xtirra og reiði hvernig farið var að hlulunum er þó mjög skiljan- lcg. Jimmy Carter eða menn hans munu ekki hafa gefið ráðamönnum á Taiwan neitt til kynna að þetta væri að skella yfir og þeim var raunveru- lcga tilkynnt um að þeirra helzti bandantaður í áratugi væri að slita við þá stjórnmálasambandi með aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Þrátt t'yrir þctta. þá cr nú talið víst að á bak við tjöldin hafi verið gert ein- hvers konar santkomulag um lilveru Taiwan og afstöðu Bandaríkjanna til þeirra. Þcss hefur þótt gæta á siðus(u mán- Þegar kókið hækkaði Sú frásögn sem hér fer á eflir hcyrir kannski sögunni til. En einhvers staðar segir að sagan endurtaki sig og þvi erhúnsettáblað: „Tuttugu og fimm prósent hækkun kemur ekki til greina, en þið getið fengið fimmtán.” Viðskiptaráðherr- ann ungi var nýbúinn að skipta um stól. Elann hafði staðið upp af gagn- rýnum ritstjórastóli til þess að geta framkvæmt þá stefnu á ráðherrastóli, sem boðuð hafði verið úr ritstjórasæt- iinu. Þeir sem fyrstir mættu hinum ein- arða ráðherra voru framleiðendur þeirra nytsömu vörutegunda gos- drykkja og smjörlíkis. Þeir höfðu viljað hækka verð framleiðslu sinnar um 25%, en gengu bónleiðir til búðar. Iðnrekendurnir voru þó ekki af baki dottnir. Þeir töldu sig hafa borðleggj- andi sannanir fyrir þvi, að allur kostn- aður við framleiðsluna hefði hækkað svo mikið, að 25% hækkun væri sann- gjörn krafa. Það stóð i stappi um hrið og almenningur beið spenntur eftir úr- slitum. Yrðu atvinnurekendurnir að láta í minni pokann fyrir hinum ein- beitta ráðherra og loksins að þola sitt „kauprán”? Samtrygging iðnrekendanna Uppi í erminni áttu iðnrekendurnir tromp. Að vísu hefðu þeir aldrei notað það tromp ef þeir hefðu ekki átt hinn góða málstað sinn. En stifni ráðherr- ans gerði þeim nauðugan einn kost, þeir urðu að spila út trompinu — og lokuðu verksmiðjunum. Það var ekk- ert gos framleitt og heldur ekkert smjörliki. Framleiðendumir, margir hverjir háværir talsmenn frjálsrar samkeppni, bundust samtökum um að hætta allri framleiðslu nema þeir fengju að hækka um 25%, en ekki bara I5%. Margir hefðu að óreyndu talið að Kók myndi standa af sér svona storm, þótt ef til vill yrði það Pepsi erfitt. Eins hefðu margir ímyndað sér að hag- kvæmni i rekstri hinna ýmsu verk- smiðja væri misjöfn og hinar sterkustu sæju sér leik á borði og lokuðu ekki. Því að ef keppinauturinn færi á haus- inn yrðu færri um markaðinn og tapið i dag ynnist upp með aukinni sölu á morgun. En nú kom sem sagt í Ijós að hin frjálsa samkeppni á ekki alltaf við — bara stundum. Kók og Pepsi komu fram eins og óaðskiljanlegir bræður, að ekki sé talað um smjörlikisgerðirn ar, og öllu var harðlokað. Deilunni lauk reyndar fyrr en varði. í kröfugerðarþjóðfélaginu kom það líklega fáum á óvart hvor sigraði — það gerðu að sjálfsögðu framleiðend- Kjallarinn Leó E. Löve umir, eftir að þjóðina hafði vantað Kók með Prinsinu sinu i eina viku. Hvorir höfðu rétt fyrir sér? Ýmsar spurningar vakna, þegar um svona mál er hugsað. Áður var það rakið, hversu undarlegt það er, að allir „Kók og Pepsí uröu sem óadskiljanlegir bræöur”.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.