Dagblaðið - 02.01.1979, Side 12

Dagblaðið - 02.01.1979, Side 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. JANUAR 1979. Gí Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir WBA hefur nú þokað sér að hlið rísa Liverpool —eftir góða sigra um helgina. WBA sigraði á Old Trafford, 5-3. Liverpool, WBA og Everton öll með 33 stig Mikið óveður geisaði á Bretlands- eyjum yfir jólin, eins og raunar á megin- landi Evrópu. Fjölda leikja varð að fresta og svo slæmt varð ástandið i gær — nýársdag, að aðeins þrir leikir fóru fram. Öllum öðrum leikjum á Englandi og Skotlandi varð að fresta. Liverpool lék ekkert um jólin en heldur þrátt fyrir það forustu í 1. deild. Nú hins vegar hefur WBA skotið sér á milli risanna frá stórborginni við Merseyá, Liverpool og Everton. Ekki nokkur vafi að WBA stefnir hátt og telja margir Ifklegt að WBA hreppi meistaratign á Englandi, svo skemmtilega knattspyrnu leikur WBA ná, og það sem ef til vill er meira um vert. WBA hefur að mestu sloppið við meiðsli leikmanna. WBA lék á Old Trafford á laugardag og hinir 45 þúsund áhorfendur á Old Trafford fengu að sjá mörk, 8 mörk en enn einu sinni varð Manchester Utd. að lúta i lægra haldi — þriðji ósigur United yfir jólin og í þeim fengið á sig 11 mörk. WBA sigraði 5-3 í stórskemmti- legum leik. United náði forustu á 22. mínútu með marki Brian Greenhoff en á tveggja minútna kafla fylgdu 3 mörk. WBA jafnaði með marki Tony Brown, á 28. mín. og Len Cantello bætti við öðru marki WBA, kom Miölandaliðinu í 2—1. En Gordon McQueen jafnaði þegar á næstu mínútu með skalla. Á 34. mínútu kom Sammy Mcllroy United yfir, 3—2 og áhorfendur á Old Trafford beinlinis stóðu á öndinni. Á siðustu mín- útu fyrri hálfeliks var Tony „Bomber” Brown enn á ferðinni, jafnaði, 3—3. Stórkostleg knattspyrna sem liðin sýndu á Old Trafford. Leikurinn dofnaði nokkuð í siðari hálfleik, en WBA sætti sig ekki við jafntefli — og á 78. minútu bætti Laurie Cunningham við fjórða marki WBA. Á siðustu minútu leiksins innsiglaði svo annar svertingi, Cyrille Regis sigur WBA, 5—3. Stórkostlegur sigur, sem fylgdi í kjölfar sigurs á High- bury, gegn Arsenal. 1 gær lék WBA siðan á Hawthorns í West Bromwich, útborg Birmingham og sigraði Bristol City 3—1. Eini leikurinn sem fram fór i 1. deild í gær. Ally Brown náði forustu fyrir WBA á 11. mínútu. En City jafn- aði á 22. mínútu, Peter Cormack úr vítaspyrnu. Á 43. mínútu náði fyrirliði WBA, John Wile forustu aftur, 2—1. Ally Brown innsiglaði síðan sigur WBA með góðu marki og i s. hálfleik og ekkert virtist geta stöðvað sigurgöngu WBA nú, slíka knattspyrnu eru fréttamenn á Englandi sammála um að WBA leiki. En litum á úrslit á laugardag. l.deild Arsenal—Birm ingham 3—1 Bristol City—Manch. City 1—1 Everton—Tottenham 1—1 Ipswich—Chelsea 5-1 Manch. Utd.-WBA 3-5 QPR-Leeds 1—4 Wolves—Coventry 1-1 2. deild Bumley—Cardiff 0-0 Crystal Palace—Orient 1—I Fulham—Luton 1-0 OldhamCharlton 0-3 Preston—Bristol Rovers 1-1 Sheff. Utd.—Cambridge 3-3 Stoke—Notts County 2—0 West Ham—Blackbum 4-0 3. deUd Bury—Mansfield 0-0 Brentford—Carlisle 0—0 Exeter—Lincoln 3-2 Gillingham—Plymouth 2-0 Oxford—Walsall 2-1 Peterborough—Southend 0-1 Swansea—Blackpool 1—0 Watford—Swindon 2-0 4. dcild Bradford—Boumemouth 2-1 Newport—Port Vale 1-0 Óvæntur ósigur DB og Mogginn vann bikarinn —er fjölmiðlarnir háðu keppni í innanhússknattspymu íslenzku fjölmiðlarnir háðu fyrir helgina keppni i innanhússknattspyrnu. Það voru Dagblaðið, Morgunblaðið, Vísir, Tíminn, Þjóðviljinn og Sjónvarpið. Morgunblaðið sigraði eftir að DB tapaði, óvxnt nokkuð, fyrír Sjónvarpinu i lokin. Það stefndi lengst af f úrslitaleik DB og Morgunblaðsins, þar sem liðin skildu i upphafi jöfn, 2-2, og markatala var ekki látin ráða. Dagblaðið mætti Þjóðviljanum i fyrsta leik sínum og sigraði DB 42 eftir að hafa komizt í 2-0. Síðan mæ\ti DB Vísi og enn sigur, nú 7-2. Þá var komiö að viðureign Morgunblaðsins og Dag- blaðsins, einum af úrslitaleikjum mótsins. Þar sat öryggið í fyrirrúmi og jafntefli, 2-2. Þaö stefndi þvi í aukaúrslitaleik, að vísu virtust Dagblaðsmenn eiga auðveld- ari leiki þar sem Morgunblaðið átti eftir að glíma við Þjóðviljann, er var með nokkuð sterkt lið. DB átti hins vegar eftir að leika við Sjónvarpið, er aðeins hafði unnið einn sigur, og Timann, einnig með einn sigur. DB byrjaði vel á móti Sjónvarpinu, komst í 3-1, en siðan gekk allt gegn DB-mönnum, og ham- ingjudisirnar brugðu sér i lið með Sjón- Reykjavíkur- mótið i kvöld Reykjavíkurmótið i innanhússknatt- spymu hefst i dag og er leiktími 2X10 mfnútur. Átta lið berjast um meistara- tign f ár og hefur þeim verið skipt i tvo riðla. I A-riðli leika þrjú lið úr 1. deild, Fram, Þróttur og Valur. Ásamt þeim er Fylkir i A-riðli. I B-riðli cru 2 lið úr 1. deild, Víkingur og KR. Með þeim leika 3. deildarlið Leiknis og Ármanns. Leikir hefjast kl. sex i kvöld og leika Fram og Þróttur fyrsta leik i A-riðli en KR og Vfkingur f R-riðli. Úrslitaleikir mótsins hefjast kl. Iiálfell- efu, þá verður leikið um þríðja sætið og úrslitalcikurinn fer væntanlega fram um klukkan ellefu i kvöld. varpsmönnum er sigruðu 8-5. Þar með var vegurinn ruddur fyrir Mbl. sem sigraði Þjóðviljann og loks Vísi. DB sigraði Tímann nokkuð örugglega í síðasta lcik sínum. Lokastaðan varð: Morgunblaðið Dagblaðið Þjóðviljinn Sjónvarpið Tíminn Vísir 5 4 10 9 5 3 117 5 3 0 2 6 5 2 0 3 4 5 I. 0 4 2 5 I 0 4 } Hallur Hallsson skallar að marki Sjónvarpsmanna, en eins og oftar i leiknum, bjargað á Ifnu. DB-mynd Hörður Lið DB, efri röð frá vinstri: Halldór Kristjánsson, Halldór Bragason, Theódór Sigurðsson og Ásgeir Ármannsson, liðsstjóri. Fyrír framan þá: Ólafur Brynjólfsson og Hallur Hallsson. Northampton—Halifax 2—1 Scunthorpe-Rochdale 0—4 •Wigan—Aldershot 3—2 í gær fóru siðan fram þrír leikir: WBA—Bristol City 3—1 . 2. deild Leicestcr—Oldham 2—0 4. deíld Port Vale— Huddersficld I —0 Everton missti af gullnu tækifæri á laugardag að komast á toppinn á 1. deild er Everton gerði aðeins jafntefli við Tottenham á Goodison Park í Liver- pool. Fjórir af lykilmönnum Everton meiddir og sigurinn hefði allt eins getað orðið Tottenham. Mick Lyons náði for- ustu fyrir Everton á 24. mínútu en Colin Lee jafnaði fyrir Tottenham skömmu fyrir leikhlé eftir mjög góðan undirbún- ing Ricardo Villa er lék sinn bezta leik með Tottenham. Everton náði sér aldrei á strik og Wood, i marki Everton bjarg- aði liði sínu frá tapi er hann varði snilld- arlega frá Peter Taylor, sem komst inn fyrir vörn Everton. Everton lék i gær aftur, en aðeins í 45 mínútur. Þá var snjókoman orðin svo mikil í viðureign Bolton og Everton að dómarinn varð að fresta leiknum. Staðan varþájöfn, 1—1, Frank Worthington náði forustu fyrir Bolton en Trevor Ross jafnaði fyrir Everton. Nú, snúum okkur þá aftur að leikjun- um á laugardag. Arsenal sigraði Birm- ingham örugglega á Highbury, 3—1. Frank Stapelton náði forustu fyrir Arsenal en Trevor Francis jafnaði fyrir Birmingham, I — 1. David Price og Alan Sunderland tryggðu Arsenal síðan sigur með mörkum i siðari hálfleik. Leeds United vann öruggan sigur í Lundúnum, sigraði QPR 4—1. Yfir- burðir Leeds, sem enn hefur ekki tapað ■ leik undir stjórn Jimmy Adamson. John Hawley 2, Carl Harris og Eddie Gray skoruðu mörk Leeds en Peter Estoe svaraðifyrirQPR. Fyrir leik Bristol City og Manch. City á Ashton Gate í Bristol sagði Tony Book, framkvæmdastjóri Manch. City að sneri gæfan aftur hliðinni að City þá myndi liðiö ná sér aftur á strik. City hefur ekki unnið leik frá 14. október en þá var City meðal efstu liða. City sigraði ekki í Bristol en náöi i stig og hamingju- disirnar brostu við City í fyrri hálfleik. Tom Ritchie náði forustu fyrir Bristol í fyrri hálfleik og Bristol City yfirspilaði Manchester liðið. Þrivegis i fyrri hálfleik small knötturinn í stöngum marks Manchesterliðsins. Og i síðari hálfleik náði Manchester City að jafna, með marki Ron Futcher. Úlfarnir náðu for- ustu gegn Coventry með marki Steve Daly en Tommy Hutchinsson jafnaði fyrir Coventry í síðari hálfleik. Stoke City kcypti Paul Randall frá Bristol Rovers á fimmtudag og hann lék sinn fyrsta leik með Stoke gegn Notts County, í 2—0 sigri, var seldur á 175 þúsund pund. Stoke sigraði Notts County á laugardag 2—0 með mörkum Sammy IrvingogO’Callaghan. Brighton hefur þotið upp töfluna i 2. deild undan- farið og á laugardag sigraði Brighton Newcastle 2—0 með mörkum Malcolm Poskett og Peter O’Sullivan. Crystal Palace og Orient skildu jöfn á Shelhurst Park i Lundúnum. Hilarie náði forustu fyrir Palace en Peter Kitchen svaraði fyrir Orient. West Ham vann stórsigur á Blackburn með tveimur sjálfsmörkum John Curtis, þeir Pop Robson og David Cross skoruðu hin 2 mörk West Ham. Mark Robson var hans 18. í vetur, hann er nú markhæstur í 2. deild. Alec Bruce, Preston hefur skorað 16 mörk, Mike Flanagan 15, hann skoraði 2 af mörkum Charlton í Oldham, fyrsti ósigur Old- ham á heimavelli i vetur. Og þriðja mark Charlton í Oldham skoraði Derek Hales, en Charlton seldi Hales fyrir 300 þúsund pund til Derby. Þaðan lá leið Hales til West Ham og í vor til Charlton. Hales hefur litið leikið með i vetur vegna 'meiðsla, hans fyrsti leikur og hann fór sannarlega vel af stað. H.Halls. Sigurður Gunnarsson n SIGURÐUR ILLA Á Al - þegar Víkingur sigrai Hinn ungi landsliðsmaður Vikings, Sig- urður Gunnarsson, meiddist illa á hraðmóti ÍA, islenzka landsliðsins, Vikings og Vals, b- liðs. Liðbönd slitnuðu og gekkst Sigurður undir uppskurð. Hann verður þvi ekki með is- lenzka landsliðinu á Spáni og allt eins vist að Sigurður leiki ekki með meir i vetur. Þetta er mikið áfall fyrir Víking, þvi þar leikur Sigurður stórt hlutverk. Víkingar eru nú í 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. En Víkingar hafa góða menn til að taka við, svo sem Ólaf Einarsson, landsliðsmanninn kunna. Víkingur sigraði í fjögurra liða keppninni á Akranesi. Vikingar, með alla sína landsliðs- menn sigruðu islenzka landsliðið i úrslitaieik, 14—12. Uppistaða íslenzka landsliðsins hefur komið í siðustu leikjum úr Víking, svo úrslitin í sjálfu sér koma ekki á óvart. FJORIR D —16 manna hópi Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðsþjálfarí hefur valið 16 manna landsliðshóp, og þar með lagt drögin að endanlegu landsliði á Spáni. - Fjórir leikmenn detta út. Sigurður Gunnars- son Vfking vegna meiðsla, Jón Gunnarsson markvörður úr Fylki, Erlendur Hermannsson, Viking og Hörður Harðarson, Haukum. Islenzka landsliðið verður því að meginuppistöðu úr Val og Víking, ásamt þeim; félögum úr Dankersen, Ólafi H. Jónssyni og ^xel Axelssyni. Islenzka landsliðið mætir nú Pólverjum, en þeir koma hingað til lands á morgun, fara til Eyja og leika þar við Tý og Þór. Siðan fylgja landsleikir við Pólverja í kjölfarið, en pólska liðið varð i sjötta sæti á HM í Danmörku i vetur. Þeir 16 leikmenn er skipa islenzka liðið eru: Markverðir: Ólafur Benediktsson, Val.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.