Dagblaðið - 02.01.1979, Page 14

Dagblaðið - 02.01.1979, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1979. Smámistök” og „vaxtar- ff verkir sósíalismans”? Margur rússakommi varö undrandi. |x:gar Krustjeff afhjúpaði ofsóknar- og grimmdaræði Stalinstímans. Það. að öll ..Morgunblaðslygi" var á svip stundu orðin beinharður, nakinn sannleikur. kom i bili lalsverðu róti á sósialfylkinguna hér á landi. Ýmsir háttsettir menn, sem áður höfðu dýrk að hina rússnesku byltingu, ýmist gengu af trúnni eða þóttust gera það, en viss er ég um, að margir þessara rnanna eru í hjarta sinu cnn i dag eins sannfærðir kommúnistar og áður, þótt þcir þori ekki að viðurkenna það af hræðslu við að bíða álitshnekki. En nú á tímurn held ég, að flestir kommúnist- ar og áhangendur þeirra séu komnir á þá skoðun, að það hafi bara verið „smámistök" hjá Stalín að drepa og pina í fangabúðum fleiri nienn en jafn- vel sjálfur Hitler („vaxtarverkir sósial- ismans") og innan skamms muni sælu- riki sósíalista verða að veruleika. Gulag og vitfirringahæli Það er eins og ýmsir menningarvitar og fleiri hrökkvi aðeins upp af velmeg- unarsvefninum, þegar stórglæpir eru framdir í Rússlandi á frægum mönn- um, til dæmis Solsjenitsyn, sem var dæmdur i ævilanga útlegð og fluttur nauðugur úr sínu föðurlandi. En aðað nokkrum tíma liðnum eru þeir fallnir i sama ómenningarsvefninn og kæra sig greinilega kollótta, þótt ..kollcgar" þeirra austan járntjaldsitisséuliundelt ir og píndir. Og aldrci er minnzt einu orði á alla hina. hinn alntenna borg- ara, scm ef til vill verður þaðá aðsegja eitt ógætilegt orð í garð stjórnvalda. Alls staðar eru lítilsigldir augnaþjónar. snuðrarar stjórnarinnar jafnvel innan fjölskyldunnar, i verksmiðjum, félög um og hvarvetna þar sem tveir cða fleiri eru saman. Fjöldi manna, sem hefur ferðazt i austantjaldslöndum. segir ófagrar sögur af öryggisvörðum og hermönnum, sent hvarvctna eru snuðrandi, og ætíð þegar erlendir ferðamenn vilja fræðast um eitthvað i þessum löndum, segir viðmælandinn ekkert markvert, fyrr en hann cr öruggur um, að enginn annar heyri til hans. Í bók Svctlönu Stalinsdóttur er tekið dæmi af hinum fullkomnustu persónu- njósnum, þar sem sagt er, að næstum Gripið simann gerið góð kaup Smáauglýsingar WEBIAÐSINS Þverholtill sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld óhugsandi sé að sameinast til mót- mæla, þvi að njósnarar séu á hverju strái og menn oft handteknir á lciðinni á fundarstað. Og þær eru sannarlega hryllilegar allar pyntinga og hand- tökuaðferðirnar, sem lýst er af eigin sjón og raun eftir langdvöl í fangelsum og vitfirringahælum Rússlands í bók Solsjenitsyns, Gulageyjunum. Tek hér orðréttan kafla úr bókinni á bls. 103: „Leikur með fjölskyldutengsl — vinnur frábært verk á fanganum. Þetta er jafnvel sú sterkasta af öllurn ógnunum. Með þvi aðspila á væntum- þykju í garð ástvina er hægt að koma mönnum á kné. sem ella kunna ekki að hræðast (lengi vitað: „hættan býr heima"). Munið eftir tartaranum. sem þoldi allt, bæði sinar eigin þjáningar og konunnar, en þjáningar dótturinn- ar þoldi hann ekki. Árið I930 notaði ein rannsóknarkvinnan svofellda hótun: „Við handtökum dóttur þina ogsetjum hana i klefa með sýfilissjúkl- ingum”. Og þetta var kona!” Á bls. III: „Barið með gúmmii. einnig með prikum og sandpokum. Sérstaklega eru sárar barsmiðar á bein, til dæmis spörk rannsóknardómar- anna í sköflunginn, þar sem bcinið cr næstum óvarið. Slökkviliðsstjóri var barinn samfleytt i 21 dag. Eftir eigin upprifjun og frásögn annarra telur hann 52 pyntingaraðfcrðir. Eða þá þetta: Hendurnar eru klemmdar með sérstökum útbúnaði. þannig að lófarn ir liggja á borðplötunni, siðan er slegið með rcglustriku upp á rönd á fingur- kögglana — tilhugsunin ein fær nienn til að æpa! Allir vita. að hnefahögg undir bringsmalirnar er algerlega áverkalaust, enda þótt ntenn geti ekki náð andanum eftir það. Sídrov, foringi í Lofortovo, notaði skóhlíf til að slá menn af fullu afli á þann stað, sem karlmennskan hangir veikast við menn. (Knattspyrnumenn, sem fengið hafa boltann í klofið, vita, hvernig slíkt högg er). Það er engum öðrum sársauka likt, og venjulega líður yfir menn.” Pyntingaraðfcrðunum er lýst i sam- tals 27 greinum, likum að lcngd þeim framangreindu, og segja má. að þar sé lýst hverri aðferðinni annarri verri. Algengust aðferð við handtökur er, að vopnaðir menn ráðast inn i ibúðir i skjóli myrkurs. Fórnardýrið er rifið upp úr svefni. og sé nokkur mótstaða sýnd. er gripið til barefla cða skot- vopns. Maðurinn er dreginn út úr ibúðunni að ásjáandi konu og börn um. sem eftir standa grátandi, yfir komin af skelfingu. Stundum á þessi aðferð af einhverjum ástæðum ekki við, og er þá gripið til „fínni” aðferða. Fórnarlambinu er „boðið út” á ein hvern skemmtistað en er i stað þess flutt til yfirheyrslna eða beint i fanga búðir. Austur og vestur Það er sannarlega ægilegur óhugn aður, að fjölmargir íslendingar skuli leggjast hundflatir fyrir þessu blóð- veldi, sem byggir vald sitt á svivirði- Kjallarinn IngjaldurTómasson legum pyntingaraðferðum. Þessir undirlægjumenn halda þvi gjaman fram, að réttarfarið sé engu betra i hinum vestræna heimi. En þaðer jafn- ólíkt og hvítt og svart. þvi að i vest- rænum löndum eru menn yfirleitt ekki dænidir í langa fangavisl nema fyrir glæpsamlegt athæfi (morð, nauðganir og slíkt), og kannski er þar of linlega tekið á ótindum glæpamönnum. Og hér mega allir gagnrýna stjórnvöld óvægilega, hvar sem er og hvenær sem er. Það er stórfurðulegt, að nokkur heilvita maður skuli leggja að jöfnu réttarfarið í sósiallöndunum og hér og þvi undarlegra, hversu margir trúa þessu. Og nú er nýjasta slagorð komrn únista: „Gegn báðum risaveldunum." Þvilik hræsni! Ég ntinni á sjónvarpsþátt um hinn nýkjörna páfa og trúrnál í Póllandi, sem Magnús T. Ólafsson stjórnaði. Þar kom frani. að þar í landi er trúar áhugi mjög mikill, og kirkjusókn svo mikil. að kirkjugestir rúmast ckki inn- an dyra og biða þá gjarnan cftir næstu messu, þvi að messað er tvisvar eða þrisvar á dag. Kirkjur eru mjög marg- ar og yfirleitt stutt á milli. Hvernig getur þetta gerzt þrátt fyrir niikinn áróður stjórnvalda gegn öllu kirkju- legu starfi? Á trúað fólk er litið sem óæðri stétt, og það hefur litla mögu- leika til náms og alls enga til menntun- ar í æðri skólum. Þcir. sem láta presta ferma sig, eru illa séðir. Stjórnvöld hafa líka eigin sósíalfermingu (eins- konar móteitur), þar sem fermingar- börnin afneita auðvaldinu og játast undir ævilangan sósialisma. Einhvern- tima hefði þetta verið talin „Morgun- blaðslygi”. en staðreyndin er, að þess ar stórathyglisverðu upplýsingar eru fluttar almenningi af róttækum sósíal- istum. En hvernig má það verða, að trúar- áhugi eykst undir fargi kommúnism ans, en hér i frelsinu og velmeguninni er aðeins litið brot þjóðarinnar. sem sækir stöðugt. oft hálftómar kirkjur? (Kannski skipar hinn nýi kirkjumála- ráðherra ncfnd sálfræðinga til að rannsaka þetta stórmerka trúarlega mál, einskonar skrautfjöður i öllu nefndafarganinu). Ingjaldur Tómasson, verkamaður. Broyttur opnunartimi OPID KL. 9-9 Amerísku stytturnar frá Lee Borten nýkomnar Noug bilattcaBi a.m.k. ó kvöldln HIOMÍAMMIIl HAFNARSTRÆTI Simi I27I7

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.