Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.01.1979, Qupperneq 24

Dagblaðið - 02.01.1979, Qupperneq 24
Fyrsta barn ársins fæddist á Akureyri: BARNAÁRD BYRJAR Á KARLMANNLEGAN HÁTT Fyrsta barn ársins fæddist á Akur- eyri á nýársnótt kl. 4.22 eftir þvi sem DB veit bezt. Var þaö drengur sem vó rúmar 15 merkur og var hann 51 cm á lengd. Sveinninn var fyrsta barn þeirra Helgu Mariu Sigurðardóttur og GuA. mundar Egils Más Ivarssonar. Þess má geta að móðirin er aðeins 18 ára og gekk fæðingin mjög vel hjá henni og eru þau mæðgin vel hress. Fyrsta barn ársins i Reykjavík fæddist aðeins þremur mínútum á eftir Akureyrarbarninu á fæðingarheimili Reykjavíkur og var það einnig dreng- ur. Sá litli vó rúmar 16 merkur og var 52 cm að lengd. Foreldrar eru Jóhanna Jóhanns- dóttir starfsstúlka á Timanum. og Hjörtur Egilsson og var þetta þriðji sonurþeirra hjóna. Er DB-menn litu inn á fæðingar- heimiii Reykjavíkur í gær voru þau mæðgin bæði stálslegin og litli sveinn- inn horfði skýrum augum í kring um sig og var aldeilis ófeiminn við mynda-, vél ljósmyndarans, þó ekki væri hann eldri. Samkvæmt upplýsingum sem DB aflaði sér í gær fæddist þriðja barnið á Fæðingardeild Landspitalans um kl. 6. Enn einn sveinninn fæddist síðan á Móðirin Jóhanna Jóhannsdóttir heldur hér stolt og ánægð utan um þriðja son sinn, sem fæddist kl. 4.25 á nýársnótt, Siglufirði um kl. 7.00 og á Sauðárkróki annað barnið sem fæddist á hinu nýbyrjaða barnaári, fyrsta barnið hér í Reykjavik. fæddist einn um kl. 7.59. barnaárið hafi byrjað á karlmannlegan hamingju á hinu nýbyrjaða barnaári. Það má þvi með sanni segja að hátt. DB óskar foreldrum barnanna til . ELA Jóhann enní fremstu víglínu Jóhann Hjartarson vann sænsk- an andstæðing sinn i 4. umferð heimsmeistaramóts unglinga sem nú er teflt i Sas van Gent í Hol landi. I 5. umferð sigraði Jóhann Sequeira frá Portúgal. Eftir 5 umferðir var Skotinn Motwani í efsta sæti með 4 1/2 vinning. í 2.-6. sæti voru Jóhann Hjartarson, Utasi, Korzubov, Short, og Huergo, allir með 4 vinn- inga. 16. umferðinni tefldi Jóhann við Huergo og fór skák þeirra í bið. Skotinn Motwani tefldi við Rúss- ann Korzubov. Gerðu þeir jafn- tefli. Short vann hins vegar Utasi. Jóhann Hjartarson er því í efstu sætunum i þessu móti, sem er teflt eftir Monrad-kerfi. Þátttakendur eru frá 37 löndum. Jóhann er 15 ára gamall, eins og fram hefur komið í fréttum DB. Hann hefur það erfiða hlutskipti í þessu móti að reyna að verja heimsmeistara- titil Jóns L. Árnasonar. BS. INNANLANDSFLUG TEFST Innanlandsflug hefur legið niðri síðan á gamlársdag vegna mikillar fannkomu. I morgun var unnið að þvi að ryðja flugbrautir í Reykjavík, en á áætlun í dag er 21 ferð til flestra staða á landinu. Samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, er Norðurland nú lokað vegna snjókomu, en fyrirhugaðar höfðu verið 8 ferðir til Akureyrar og tvær á Sauðárkrók. Fært er á ísafjörð og Patreksfjörð en á ísafjörð verða farnar fjórar ferðir og ein á Patreksfjörð. Opið er á Egils- stöðum og fyrirhugaðar þrjár ferðir en veðurútlit er ótryggt. Tvær ferðir voru fyrirhugaðar til Húsavikur og ein á: Höfn. Það er því enn óljóst hvort þau hundruð manna sem bíða flugfars komast heima I dag. Utanlandsflug tafðist vegna óveðurs I Evrópu á gamlársdag. Vél frá New York varð að yfirfljúga, en Chicago-vélin gat lent. Millilandaflug er samkvæmt áætlun i dag. JH. Þúsundum saman tlykktist fólk á stór-Reykjavfkursvæðinu að nálega fjörutfu brennum sem kveikt varf um áramótin. Mikil og góð stemmning var við brennurnar, enda veður gott og stillt. Fólk lét ekki slæma færð aftra sér frá þátttöku. Alls staðar fór allt fram án óhappa og slysa. Myndin er frá brennu f Brciðholti. -DBmynd Hörður. „Kommissarakerfið verður lagt niður” — segir Benedikt Gröndal Átök stjómarliða íFramkvæmda- stofnun: Átök standa milli stjórnarliða i stjórn Framkvæmdastofnunar. Alþýðuflokksmenn vilja, að „kommissarakerfið” verði lagt niður, en þeir hafa mætt andstöðu annarra stjórnarliða. Formann framkvæmdastjórnar stofnunarinnar á að kjósa i dag. „Við höfum frá upphafi verið á móti kommissarakerfinu,” sagði Bene- dikt Gröndal utanríkisráðherra i morgun. „Við studdum frumvarpið um stofnunina 1971 og hugsuðum okkur þetta sem stofnun um áætlana- gerð en vorum á móti þessum pólitisku sjeffum. Þeir voru fyrst þrír en var fækkað í tvo i síðustu stjórn. 1 stjórnarsamningnum nú er fyrirheit um, að löginverði endurskoðuðogbara eigi að setja stofnuninni eðlilega, embættislega stjórn. Þessi stofnun hefur 2—3 milljarða til ráðstöfunar á ári hverju. En ekki er auðvelt i ríkiskerfinu að eiga við fastráðna starfsmenn,” sagði Benedikt, en taldi samt, að frá þessu máli hefði verið gengið og kommissarakerfið yrði lagt niður. HH. fijálst, áháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 2. JAN. 1979. Ráðherra íbílveltu Litlu munaði, að illa færi fyrir félags- mála- og heilbrigðisráðherra vorum í ófærðinni á gamlársdag. Magnús var á leið til Þorlákshafnar til þess að ná þar í Herjólf. í Skógarbrekku, skammt fyrir utan Vindheima, fór bíll Magnúsar út af veg- inum og valt tvær veltur a.m.k. Skemmdist bíllinn töluvert, en Magnús sakaði ekki. Hann var einn i bílnum. HP. Skrflslæti á Sauðárkróki Unglingar á Sauðárkróki efndu til óspekta að venju um þessi áramót. Að sögn lögreglumanna fór að bera á ólátum í bænum upp úr kl. ellefu á gaml- árskvöld er ungmenni fóru I flokki um bæinn með háreysti og skemmdarverk- um. Ollu þeir spjöllum á umferðarmerkj- um, gótuljósum og brutu rúður í nokkr- um verzlunum. Alls voru átta götuljós brotin og er talið aö skemmdirnar nemi tugþúsundum. -HP. Laugavegur: Eldur íkjall- araíbúð Um kl. 17 í gær var slökkviliðinu I Reykjavík tilkynnt um að eldur væri laus i kjallaraíbúð í bakhúsi við Lauga- veg 67A. Þegar slökkviliðið kom á stað- inn logaði eldur út um glugga á húsinu. Greiðlega gekk að slökkva og breiddist eldurinn aldrei út fyrir það herbergi sem hann kom upp í. Talið er að kviknaði hafi útfrá rafmagni. -GAJ- Nokkursmá- innbrot um áramótin Áramótin munu hafa verið með alró- legasta móti hjá lögreglunni. Þó munu hafa verið framin nokkur smáinnbrot á Reykjavikursvæðinu. Áð kvöldi hins 30. desember var brotizt inn í íbúð við Stiga- hlið og stolið skartgripum og úrum. Þá var brotin upp hurð i verzluninni Moons í Bankastræti aðfaranótt hins 31. des. og snemma morguninn eftir var framið inn- brot i Sundlaug Vesturbæjar. Einnig var framið innbrot að Skemmuvegi í Kópa- vogi einhvern tima um áramótin. Rann- sóknarlögreglan gat ekki upplýst í morgun hvort einhverju hafði verið stolið á þrem síðasttöldu stöðunum. -GAJ- XéfÞadV ^Kaupio TÖLVUR 1* QG T.öl BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.