Dagblaðið - 12.01.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 12.01.1979, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1979. Svargrein til Guðmundar íBæ, Trékyllisvík Sem alltaf fór að gráta þegar ég var búin að tala á aðalfundum Kaupfélags Strandamanna Ég var hissa þegar ég las í Tímanum 8. og 13. des. sl. greinar eftir Guð mund í Bæ, fréttaritara Tímans, vegna fréttabréfs i DB 31/10, sem ég lét DB hafa er ég kom af Ströndum sl. haust. Guðmundur segir að góðvinur sinn hafi sent sér fréttapistilinn. Ég er ekki viss um að hann sé mikill góðvinur þinn. Honum leiðist sennilega lifið í Reykjavík og veit að þú gleypir við öllu eins og þorskur tálbeitu. En ég minntist einmitt á kaupfélagið, að það hefði stækkað við sig verslunarhúsið - og ibúðarhús en að það hafi orðið að byggja i sjó fram, þar sem framsýni hafi ekki ráðið ferðinni hjá framá- mönnum sem stofnuðu kaupfélagið fyrir 70 árum. Ég hefði nú haldið að nóg landrými væri á Ströndum. Vinur þinn vill nú etja okkur saman í blaða- skrif, því honum þótti svo gaman á aðalfundum kaupfélagsins eftir að stjórn þess bauð mér á fundi þess. gegn því aðskrifa ekki um kaupfélagið í Morgunblaðið. Sennilega hefur þú líka verið bundinn slíkum þagnareiði. En gott og vel, nú virðist þú telja þig færan í flestan sjó og ekki skal standa á mér. Ég álykta að það sé enginn heiður fyrir þig þvi margt kemst upp er hjúin deila og segja allan sannleik- ann og það mun ég hiklaust gera ef ég fæ fleiri svona greinar frá þér. Þá munt þú sjá þína sæng útbreidda. Samvinnumanneskju tel ég mig vera en harma hve hún er komin langt frá sinni upprunalegu stefnu. Ég vil að kaupfélögin hafi Johnson og Kaaber kaffi, Akrasmjörliki o.fl. en ekki ein göngu sambandsvörur. Jónas frá Hriflu sagði að verslunarmál yrðu aldrei heilbrigð nema samkeppnin væri fyrir hendi. SÍS mætti ekki ná einræði hér. Víkjum aftur að fréttapistlinum í DB. Ég var svo ánægð að Árnes- hreppsbúar væru búnir að byggja upp fullkomin peningshús og að rafmagnið væri komið á hvert heimili og þakkaði það Þorvaldi G. Kristjánssyni. En þú hefur aldrei þolað að heyra sannleik- ann um Sambandið, Framsóknar- flokkinn og síst Kaupfélag Stranda- manna. Ég fór á hvern aðalfund þess frá 1954 til 1962 og auðvitað Guð- mundur í Bæ líka, þvi við vorum einu bannaði mér að tala. Stjórnin sagði að Regína mætti tala eins lengi og hún vildi. Þá fór Guðmundur að hágráta og hljóp út. Þannig gekk þetta fyrir sig á öllum fundunum sem ég var á, Guð- mundur hágrátandi yfir því að ég skyldi fá orðið. Ungur maður af Á sama tlma og verið var að byggja vegi upp i óbyggðir til handa sportfólki, þá var ekki hægt að gera vegarspotta handa Árneshreppsbúum svo þeir kæmust í samband við höfuðstað Strandanna, Hólmavík,” segir Regina Thorarensen i bréfi sínu. Myndin er frá Hólmavík. fréttaritararnir i hreppnum. Guð- mundur er vcl pennafær maður og hefur fallega rithönd. Enda var hann alltaf kosinn ritari á fundunum. Nú, nú, fundirnir hófust með því að kosið var i nefndir og kaupfélagsstjór inn las upp reikninga fyrra árs. Siðan var fundarfólki boðið að tala. Ég tók alltaf til máls á fundunum og fljótlega fór Guðmundur að ókyrrast og slá hnefanum í fundarborðið svo vatns glös og pennar duttu á gólfið. Svo heimtaði hann aðstjórn kaupfélagsins Ströndum, sem nú er búsettur á Eski- firði sagðist einu sinni hafa farið með móður sinni á einn aðalfund og verið að leika sér með öðrum börnum i íbúð- argangi kaupfélagsins. Þá hafi Guð- mundur komið eins og mannillt naut, hágrátandi, bölvandi og ragnandi út úr fundarsalnum og sagt að nú ætlaði hann að drepa þessa helvítis kerlingu sem alltaf væri að finna að verkum kaupfélagsins. Ungi maðurinn sagði mér aðsiðan þetta skeði hafi hannallt af verið hræddur viðGuðmund. Grísku leðurstígvélin komin LEÐUR - LEÐURFOÐRUÐ - LEÐURSOLAR Laugavegi 69 simiiböbU M lAbæiarmarkadi simi 19494 Opiðtil . 7 í kvöld kl Laugardag hádegis Brun og svört kr. 33.460.- Svört kr. 33.400.- Guðmundur segir að honum finnist anda heldur kalt til Árneshreppsbúa í fréttabréfinu. Ég spyr hann: Hvað heita þeir menn sem finnst svo og hver erskýringin? Ég hef alltaf litið upp til Árnes- hreppsbúa og virt þeirra dugnað, oft við slæm vinnuskilyrði, samgöngu- leysi, rafmagnsleysi og hafnarleysi. Hermann Jónasson þingmaður Strandamanna i fjöldamörg ár og allt- af 25—26 ár sem eini þingmaður þeirra, hældi sér af þvi á 20 ára þingaf- mæli sínu að hafa gert 17 km langan vegarspotta frá Gjögri til lngólfsfjarð- ar. Eitt sinn spurði ég hann hvort það- væri hugmynd hans að gera Árnes- hrepp að forngripasafni svo komandi kynslóðir gætu séð hvernig lifið hefði verið á umliðnum öldum. Ég teldi það stolt hvers alþm. að gera sem mest fyrir sitt kjördæmi. Hermann svaraði: Regína min, þingmenn geta ekkert gert þegar engin heiðni kemur frá hreppsnefndinni. Já Guðmundur minn, þið framsóknarmenn tókuð þetta gott og gilt enda var Hermann snjall lögfræðingur. En hvers vegna fóruð þið ekki fram á framkvæmdir? Þess í stað var Hermanni haldin veisla er hann kom og þú slátraðir alikálfi handa honum í mat. Ekki minnist ég þess á framboðsfundum þau 20 ár er ég bjó á Ströndum að þið ráðandi menn færuð fram á við Hermann að fá vegi og rafmagn. Nema einu sinni að Torfi Guðbrandsson, skólastjóri. þá nýfluttur í hreppinn, sagði að sér fynd- ist sárt til þess að vita að á sama tíma og verið væri að byggja vegi upp í óbyggðir til handa sportfólki væri ekki hægt að gera vegarspotta handa Árneshreppsbúum svo þeir kæmust í vegarsamband við höfuðstað Strand- anna, Hólmavík. Árið 1953 var Þverárvirkjun við Hólmavík vígð. Þá töldu margir að stutt yrði þar til við fengjum raf- magn. En við máttum bíða og biða og eftir stækkun virkjunarinnar 1964 var lögð lína yfir Tröllatunguheiði og raf- magn þaðan sent til annarar sýslu, Austur-Barðastrandasýslu. Það var lítið gert fyrir okkur fyrr en Viðreisn- arstjórnin tók við völdum, undir stjóm Bjarna Benediktssonar. Þá komst hreppurinn í vegarsamband við sinn höfuðstað og rafmagnið kom 1977 rétt fyrir jólin þegar Geir Hallgrimsson var forsætisráðherra. Þú verður að viður- kenna Guðmundur minn að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur gert stóru átökin og dýrustu. Enda er ég búin að lesa jólakveðju til þín frá Þorvaldi G. Kristjánssyni vegna árása og lyga er þú barst á hann í annarri greininni til mín, eins og oft vill verða hjá þér ef sjálfstæðismenn eiga i hlut. En þú segir þar m.a. að ef Þorvaldur hefði komið rafmagninu 3 árum fyrr hefðu heimtaugar rafmagnsins orðið mun ódýrari vegna hinna dýru útibygginga er risið hafa sl. 3 ár og hleypt upp fast- eignamatinu. Ég spyr þig Guðmundur og vil fá svar: Hvað hefðu þessar heimtaugar kostað hreppsbúa ef þeir hefðu fengið rafmagnið fljótlega eftir 1953? Nei, það er þannig með þig að enginn má senda fréttir úr Árnes- hreppi nema þú, annars ferðu alveg úr sambandi og færð grátköst eins og klepptækúr maður. Ég var að frétta að þú hefðir verið fyrir sunnan til lækn- inga og fengið bata á þinum slöppu tárakirtlum. Ég hlakka til að sjá þig á sumri komanda ógrátandi. Þú viðurkennir hæfni og dugnað Guðmundar Þ. Guðmundssonar, skólastjóra, sem byggði barnaskólann 1929 fyrir eigið fé því honum ofbauð það hróplega ranglæti að einungis börnin frá riku heimilunum fengju kennslu. En hreppsnefndin og kaupfé- lagið voru alveg á móti þeirri nauðsyn- legu byggingu. Ég hef aldrei lesið eftir þig grein um hinn mikilhæfa nafna þinn sem gerði þetta stórátak gegn vilja ráðandi manna hreppsins. Senni- lega hefur skólastjórinn ekki verið framsóknarmaður, ekki að ég viti það. Já Guðmundur minn svona kem ég þér nú á rétta hillu að þú lætur nú fyrrv. skólastjóra í fyrsta skipti njóta sannmælis. Einnig vil ég benda þér á að vera fjölbreyttur í fréttaflutningi þinum hvar í flokki sem fólkið er. En það sem'einkennt hefur þinn frétta- flutning er að einungis fréttir af trygg- um framsóknarmönnum birtast. T.d. sendir þú fyrir nokkrum árum fréttir af fjárskaða. Þar gastu bara um tjón hjá framsóknarmönnum en margir aðrir misstu sínar kindur en voru ekki í þínum flokki. Guðmundur segir vin sinn hafa sent sér áðurgreindan fréttapistil. Ég vissi það líka að þér þætti gaman að lesa fréttirnar mínar. Þannig var það lika á Ströndum. Þá labbaðir þú á kvöldin, þegar dimma tók, og fórst í hús þar sem ísafold var keypt. Þetta hefur góð- kunningi þinn vitað og sent þér Strandafréttina. Hann veit, eins og við öll sem þig þekkjum, að þú þorir ekk- ert blað að lesa nema Timatuskuna. Mér þykir nú vænt um að lesa það frá þér að þér liki vel við Gunnstein kaupfélagsstjóra. Mér likar einnig vel við hann eins og reyndar alla forvera hans, þó svo að við værum ekki alltaf sammála. í margnefndri Strandafrétt er allt rétt nema með heyskapinn. Ég sagði hann hafa byrjað fyrstu dagana i ágúst en DB segir hann enda. En þú sem elsti fréttaritari landsins ættir að kann- ast við prentvillupúkann. Ég vil ráðleggja þér eitt Guðmund- ur minn, nú ertu búinn að fá raf- magnið og þessi flottu peningshús, sem spara svo mikla vinnu. Farðu á námskeið til Ólafs Jóhannessonar, for- sætisráðherra,. eftir fengitímann og lærðu hjá honum framsóknarfræði! Ólafur er mikill kennimaður. Þú sérð eins og aðrir hve vel hann dansar ÓLA SKANS með súkkulaðidrengjunum ungu i Alþýðuflokknum, sem komust á þing sl. haust. Ég veit vel að það er vont að kenna gömlum hundi að sitja en þrátt fyrir það hef ég trú á að þú getir mikið lært hjá Ólafi og þá myndi þetta taugastress sem einkennir þig í pólitikinni batna. Mest hefur það orðið til vegna mistaka þinna í starfi fyrir Framsóknarflokkinn. Það er allt- af ergilegt er menn telja sig setja niður gott útsæði en uppskeran verður svo engin eins og hjá þér. Ég veit bara að bændur sem eiga land að æðarvarpi væru ánægðir ættu þeir eins góðan varðhund og Framsóknarflokkurinn á þar sem þú ert. Þú fælir alla úr flokknum með þínu einræði, keksni, klíkuskap og ósamvinnuþýðni. Þú varst svo illur eftir kosningarnar í sumar að þú komst svo smekklega að orði að allir hreppsbúar væru orðnir blóðrauðir kommúnistar og bættu svo gráu ofan á svart með því að kjósa helv. hann Þorvald G. Kristjánss og það jafnvel flokksbundnir framsóknar- merm. Ég óska þér svo gleðilegs árs með þökk fyrir gömlu og ógleymanlegu árin. Hittumst „eldhress” á sumri komandi og vonandi verður þér batn- aður gráturinn og mér asminn. Eskifirði 6. jan. 1978. Regina Thorarenscn. Raddir iesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.