Dagblaðið - 12.01.1979, Síða 10

Dagblaðið - 12.01.1979, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1979. wbiabib frfálst, úhád dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. Fróttastjórí: Jón Birgir Pótursson. RrtstjómarfuUtrúi: Haukur Heigason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes ReykdaL íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarf róttastjórar Atfi Steinarsson og ómar Vaidi- marsson. Menningarmál: Aöalstoinn Ingótfsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurös- son, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pátursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, BjamleHur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Svoinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞoríeHsson. Sölustjórí: Ingvor Sveinsson. Drorfing- arstjórí: Már E.M. Halldórsson. RKstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aöalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskrift 2500 kr. á mánuði innanlands. i lausasöki 125 kr. eintakið. Sotning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. MyncJa- og plötugorð: Hilmir hf. Siðumúlo 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 10. Smánarsamningar Ástæðulaust er, að landsmenn sætti sig við að þola atvinnu- og tekjumissi til að veita Færeyingum efnahagsaðstoð. Samningarnir, sem að minnsta kosti tveir ráðherranna stóðu að við Færey- inga í fyrrakvöld, geta ekki þýtt annað en þungar byrðar á herðar íslendinga. Meginatriði er, að við höfum af engu að taka. Við þurfum sjálf að þola skerðingu bæði þorsk- og loðnuveiða. Minnkun afla á ís- landsmiðum þyrfti að verða miklu meiri en verið hefur, eigi stoðum að vera rennt undir lífskjör þjóðarinnar í framtíðinni. Því meira sem við gefum útlendingum þeim mun minna höfum við í okkar hlut, sumpart með því að draga úr veiðum okkar, atvinnu og tekjum þegar í stað, sumpart með því að nær verður gengið fiskistofnum og aflinn verður minni í framtíðinni. Því er glapræði hjá íslenzkum ráðamönnum að semja enn við útlendinga um veiðiheimildir hér við land þvert ofan í gefnar yfirlýsingar. Samkvæmt samningnum á þorskafli Færeyinga hér aðeins að minnka um þúsund tonn á ári, úr sjö í sex þús- und, en heildarafli þeirra af bolfiski á samt að verða óbreyttur, sautján þúsund tonn. Þetta samsvarar ársafla fimm íslenzkra skuttogara, sem gæti verið uppistaða lífs- kjara í svo sem fimm íslenzkum sjávarplássum. Meðan við þurfum að skerða loðnuafla á íslands- miðum, er Færeyingum enn gefinn kostur á að veiða sautján þúsund og fimm hundruð tonn af loðnu í stað þrjátíu og fimm þúsund tonna áður. í stað þess sem loðnuafli Færeyinga minnkar, mega þeir nú veiða sautján þúsund og fimm hundruð tonn af kolmunna hér við land. íslendingar eiga að fá að veiða þrjátíu og fimm þúsund tonn af kolmunna við Færeyjar, heimild sem sennilega verður okkur næsta gagnslítil. Eins og DB greindi frá í gær telja margir þingmenn, að ráðherrarnir Benedikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson hafi gert þessa samninga án nauðsynlegs umboðs frá ríkisstjórn og þingflokkum stjórnarinnar, þar sem um svo mikið mál var að ræða. Eins og mál eru vaxin, er grundvöllur til, að þingmenn úr öllum flokkum hafi vit fyrir ráðherrunum og felli þessa smánarsamninga. Yfirlýsingar Kjartans Jóhannssonar sjávarútvegsráð- herra á þingi Landssambands íslenzkra útvegsmanna fyrir skömmu voru aðeins túkaðar á þann veg einn, að ráðherrann mundi beita sér gegn endurnýjun á hvers konar samningum um veiðiheimildir til handa útlending- um hér við land. Við þetta hefur ráðherrann ekki staðið. íslendingum er vel til frænda sinna i Færeyjum. Margt vildum við fyrir þá gera, ef nauðsyn krefði. En nú er ekki tilefni til að veita þeim efnahagsaðstoð. Ekki verður annað séð en Færeyingar séu um margt efnahags- lega betur í stakk búnir en við erum um þessar mundir. Sárast mun íslendingum þó þykja, að með veiðiheim- ildum til handa Færeyingum erum við óbeint að veita Bretum og öðrum þjóðum Efnahagsbandalagsins heim- ildir til veiða á íslandsmiðum. Bretar halda nefnilega áfram veiðum hér gegnum Færeyinga. Meðan Færeyingar bera sig illa í Reykjavík og þrýsta fram veiðiheimildum, láta þeir þjóðir Efnahagsbanda- lagsins halda áfram veiðum í færeyskri landhelgi. Þeir afhenda Bretum og Vestur-Þjóðverjum afla og hirða hluta hans aftur af íslendingum. Alsír: Tekst ráðandi öfíum að fínna eftirmann Houari Boumedienne? — á því getur framtíð landsins og þróun í þessum heimshluta byggst í náinni f ramtíð. Annars er hætta á að öreigar borganna og Marokkómenn muni koma til skjalanna Ekki er ólíklegt að Houari Boumedi- enne forseti Alsír hafi haft Ijóst hug- boð um að hann yrði ekki langlifur. Eftir að hafa stjórnað ríki sínu nær al- gjörlega einráður í rúm tíu ár þá hóf hann að mynda stjórnkerfi sem gæti lifað áfram þó hann hyrfi á braut. Þvi miður fyrir Alsir og Alsirbúa þá dó hann áður en því verki var nærri lokið. Kaldhæðnislegt er það þó að kann- ski kom það sér vel fyrir framtíðar- stjórn -landsins að hann lá lengi á banasænginni. Hann var meðvit- undarlaus síðustu fjörutíu dagana og var ekki hugað lif. Þar með fengu þeir sem ákvörðun verða að taka um hver verður arftaki Boumedienne nokkurt tóm til að átta sig. Einhver á að hafa sagt að forsetinn mundi gefa upp önd- ina, þegar komizt hefði verið að sam- komulagi um eftirmann hans. Svo fór þó ekki og áttmenningarnir sem út- nefndu sjálfa sig sem nokkurs konar forsætisnefnd til bráðabirgða hafa ekki einu sinni komizt að samkomu- lagi um hvernig velja eigi nýjan for- seta. Stjórnskipulagsáform Boumedi- enne sjálfs voru ekki komin svo langt að þau liggi fyrir. Boumedienne, hinn látni forseti, fékk tækifæri til að gera margt fyrir land sitt og notfærði sér það af fremsta megni að því bezt verður séð. Hann var einlægur byltingarmaður i þess ERLEND MÁLEFNI Gwynne Dyeer orðs beztu merkingu. í stjórnartíð sinni fékk alsirska þjóðin að njóta til- tölulega heiðarlegra og góðra stjórnar- hátta. Hann nýtti tekjurnar af oliu og gaslindum landsins til að koma á fót ókeypis heilbrigðis- og fræðslukerfi. Hann hóf einnig iðnbyltingu og hugði í þeim efnum nærri jafn hátt og keisar- inn í íran. I hópi ríkja þriðja heimsins var Alsír siðustu ár talið i forustusveit. Boumedienne var ráðrikur úr hófi fram og hikaði ekki við að ryðja úr vegi hugsanlegum keppinautum um völdin. Þó er talið að flestir þegna hans hafi verið tilbúnir að fyrirgefa honum ýmislegt vegna þess góða sem hann kom til leiðar. Sá tími getur þó komið að þeir eigi eftir að liggja honum á hálsi fyrir að hafa skilið þjóðina eftir i sliku forustulegu tóma- rúmi eins og orðið getur nú á næst- unni. Verið getur að erfiðleikatímar séu framundan. Áttmenningarnir sem nú halda um valdataumana hafa farið sér hægt. Varlega orðaðar yfirlýsingar um að áfram verði haldið á brautinni sem Boumedienne varðaði geta jafnvel verið hið venjulega froðusnakk eftir* lát fyrri leiðtoga. Annars er rétt að undirstrika að byltingarstjórnin i Alsír hefur um nokkurt árabil notið virðing- ar fyrir að hafa ein slíkra stjórna í arabarikjunum haldið sér við upphaf- leg markmið sín. Undir stjórn Bou- medienne forseta var pólitískt frelsi að vísu ekki upp á marga fiska. Aftur á móti var stöðugt stefnt að félagslegu jafnrétti þegnanna, þjóðareiningu og efnahagslegum umbótum. Saga Alsír eru í mörgu ólík annarra Polisarioskæruliðar, sem berjast fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara sem áður var undir stjörn Spánar hafa notið stuðnings Alsir i baráttu sinni við Marokkóstjörn.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.