Dagblaðið - 12.01.1979, Side 14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1979.
Fréttabréf frá Los Angeles
Rokklandslið
Bandankjanna 78
Varamenn
Listahalir:
Aðallið
Listahalir:
Listasprund:
Hljómsveitir:
Lagahöfundur:
Diskótónlist:
Soul tónlist:
Country tónlist:
Nýbylgjutónlist:
Gáfu ekki kost á
Bruce Springsteen,
Elvis Costello
Linda Ronstadt,
Donna Summer
Rolling Stones,
Cars
Bob Dylan
Bee Gees
A1 Green
Waylon Jennings
Willie Nelson
Listasprund:
Hljómsveitir:
Lagahöfundur:
Diskótónlist:
Soul tónlist:
Country tónlist:
Bob Seger
Tom Petty
Patti Smith
Emmylou Harris
Queen
Talking Heads
John Prine
Village People
George Clinton
Joe Ely
Nýbylgjutónlist: The Clash
John Lydon
sér: Eagles, Fleetwood Mac, Steely Dan, Stevie Wonder,
og Paul Simon mætti illa á æfíngar á árinu.
BRUCE SPRINGSTEEN — Að dömi sérfræðinga Los Angeles Times átti hann
titilinn Listahálur 1978 skilið ásamt Elvis Costello, nýbylgjurokkaranum frá Eng-
landi.
þessar söngkonur mikið fylgi og horfa
til breiðari áheyrendahóps. Á nýjustu
plötu sinni, Living In The USA,
heldur Linda Ronstadt sig við fyrri
formúlu; að taka gömul rokklög og
dubba þau upp í nýjan búning. Það
sem fyrst og fremst gerir hana að verð-
ugum fulltrúa kvenpeningsins er það
að söngur hennar fer sífellt batnandi.
Donna Summer, sem var kölluð
kyngyðja rokksins og drottning diskó-
tektónlistarinnar hefur tekið miklum
framförum og sannað rækilega að hún
getur sungið. Haldi hún áfram á þess-
Lagasmiður:
Bob Dylan
Hið skemmtilega við hljómleika-
ferðalag Dylans á árinu var að hann
gerði ýmsar tilraunir. Að sjálfsögðu
báru þær ekki allar góðan árangur.
Þrátt fyrir það heldur Dylan áfram að
vera leitandi listamaður og mest krefj-
andi lagasmiður Bandaríkjanna.
Diskótónlist:
Bee Gees.
Gibb bræður eru ekki eingöngu
— hljómsveit ársins 1978 ásamt hljómsveitinm Cars frá Boston.
ASTRAL FRA KEFLAVIK
HEIMSÆKIR HÖFUÐSTAÐINN
Hið árlega uppgjör bandariskra
timarita, er gera popptónlistarmarkað-
inum skil, er I algleymingi. Nýlega
birti Los Angeles Times lista sinn yfir
landslið bandarískra rokkara. Að visu
slæðist einn og einn tjalli með vegna
þess að ekki er hægt að loka augunum
fyrir áhrifum þeirra I Bandaríkjunum.
Venjulega hefur blaðið látið nægja
að tilnefna tíu beztu hljómplötur árs-
ins, en breytir nú út af venjunni vegna
þess að poppskrifarar þess telja að
plötur einar saman gefi ekki rétta
mynd af hæfileikum listamanns; tón-
leikahald, sviðsframkoma, hljóm-
burður, samband við áheyrendur og
fleira eru nauðsynlegir þættir ef meta
á listamann til fulls. Það er þvi engin
furða, þótt margir af þeim listamönn-
um, sem útnefningu hljóta í ár, byggi
ekki siður á hljómleikahaldi en hljóm-
plötuútgáfu.
Listahalir:
Bruce Springsteen,
Elvis Costello.
Fyrirliði liðsins 1978 er Bruce
Springsteen. Eftir alllanga hvild, sem
stafaði af málaferlum hans við útgáfu-
fyrirtæki nokkurt, kom hann aftur
fram á sjónarsviðið og sannaði að
hann er annað og meira en fjölmiðla
fígúra. Gróf rödd hans og hinn óhreini
hljómur, sem hann framleiðir eru ef til
vill heldur hrá til aðsannfæra þá, sem
einungis heyra plötur hans. En sá, sem
á annað borð hefur tilfinningu fyrir
rokktónlist kemst ekki hjá því að hríf-
ast af lónleikum hans.
Bruce Springsteen hefur þróazt frá
hinni uppreisnargjörnu tónlist fimmta
áratugarins í gegnum bjartsýni hins
sjötta. Á nýjustu plötu sinni, Darkness
On The End Of Town, skoðar hann
ameríska drauminn eins og hann
kemur honum fyrir sjónir nú i lok sjö-
unda áratugarins. Og svör hans eru
ekki alltaf falleg. Blekking og örvænt-
ing er megintemað, þó að lokaorð plöt-
unnar séu bjartsýn: „I believe in the
hope that can save me” (ég trúi á þá
von, sem getur bjargað mér).
Elvis Costello slær á svipaða strengi
og Springsteen. Hann krefst þess að
hlustandinn sýni viðbrögð og taki af-
stöðu. Aftur á móti deilir hann ekki
bjartsýninni með Springsteen. Tónlist
hans er myrkari og baráttufyllri. Samt
sem áður hefur Springsteen yfirburði.
Ef til vill er það vegna þess að lög hans
eru fjölbreyttari og betur útfærð en
lög Costello. En báðir eru þeir lista-
menn sem undirstrika kraft og mögu-
leika rokksins til að vera eitthvað ann-
aðen bakgrunnssuð.
Listasprund:
Linda Ronstadt,
Donna Summer.
Ólíkt Costello og Springsteen hafa
ROLLING STONES
ari braut, gæti það allt eins gerzt að
hún yrði að góðri söngkonu.
Hljómsveitir:
Rolling Stones og Cars
Eftir þrjár fremur lakar hljómplötur
voru jafnvel tryggustu aðdáendur
Rolling Stones farnir að örvænta og
ekki bætti það úr skák að hljómleikar
þeirra voru ekki svipur hjá sjón miðað
við það sem þeir voru á sjöunda ára-
tugnum. Some Girls var því ferskur
blær i lognmollu þeirri, sem hvílt hafði
yfir Stones og þó að gagnrýnendur
sökuðu Stones um rasisma og kven-
hatur og tættu í sig hljómleika hljóm-
sveitarinnar, þá sönnuðu Richards og
Co að Stones bera enn með réttu titil-
inn Bezta rokkhljómsveit veraldar.
Frá Boston kom hljómsveitin Cars
með hvað frískustu tónlist ársins. Að
vísu skortir þá ennþá reynslu og per-
sónulegan stíl einkum hvað snertir
sviðsframkomu. En plata þeirra var án
efa ein af betri plötum ársins.
Hljómsveitin Astral frá Keflavik er
þessa dagana í heimsókn í höfuðborg-
inni. í gærkvöld kom Astral fram í
Klúbbnum og verður þar aftur i kvöld.
Þetta er í fyrsta skipti sem hljóm-
sveitin leikur opinberlega í Reykjavík.
„Við höfum áður leikið saman i
Reykjavik, en aðeins á lokuðum dans-
leikjum,” sagði Guðbrandur
Einarsson píanóleikari Astral. Hann
sagði að hljómsveitin hefði starfað um
þriggja mánaða skeið með núverandi
liðsskipan. Auk Guðbrands skipá
Astral Vignir Bergmann gítarleikari,
sem til skamms tíma lék með Geim-
steini frá Keflavík, Hannes Baldursson
diskóhljómsveit og lög þeirra í kvik-
myndinni Saturday Night Fever sönn-
uðu að hægt er að hlusta á diskótónlist
án þess að dansa eftir henni. Lag
hljómsveitarinnar Stayin’ Alive
verður tvímælalaust talið með betri
lögum ársins án tillits til hvaða tónlist-
arstefnu það tilheyrir.
Soul tónlist:
Ai Green.
Þó að Teddy Pendergrass selji flest-
ar plöturnar og fái athygli fjölmiðl-
anna, þá leikur enginn vafi á því að Al
bassaleikari og Sveinn Björgvinsson
trommuleikari. Söngvarar Astrals eru
Guðmundur Hermannsson og Stein-
unn Karlsdóttir.
Astral var upphaflega stofnaA'
siðastliðið vor, að sögn Guðbratlds.
„Þá héldum við okkur við frurrísamda
Green er soulsöngvari áttunda áratug-
arins. Síðustu plötur hans hafa því
miður ekki verið nógu góðar en eftir
að hafa skipt um upptökustjóra gaf
hann út plötuna Truth’nTime. Hún
skipar honum sess á toppnum á nýjan
leik.
Countrytónlist:
Wylon Jennings
ogWillie Nelson.
Það er erfitt að gera upp á milli þess-
ara tveggja kempna og því skiptast
þeir á um að vera fulltrúar dreifbýlis-
tónlistarinnar i landsliðinu.
Nýbylgjutónlist
John Lydon.
Lydon, sem er aðeins tuttugu og
tveggja ára gamall er betur þekktur
undir nafninu, sem hann notaði
meðan hann var söngvari hljómsveit-
arinnar Sex Pistols; Johnny Rotten.
Tónleikar Sex Pistols voru með þeim
kraftmestu sem rokkhljómsveit hefur
haldið fyrr og síðar. Þeir endurspegl-
uðu bæði tilfinningalega og tónlistar-
lega þann anarkisma, sem kom fram í
textum þeirra. Lydon hefur nú stofnað
eigin hljómsveit; Public Image. Sem sú
persóna, sem hvaö skýrast mótaði
stefnu Sex Pistols, heldur Lydon
áfram að vera áreitnasti fulltrúi ný-
bylgjunnar. -SS.
tónlist, enda hljómsveitiij'áérstaklega
stofnuð í þvi augnamiði. En i haust
snerum við okkur að tónlist annarra
og einbeitum okkur nú að því að flytja
•'vandaða danstónlist við sem flestra
hæfi.”
Guðbrandur sagði, að ekki væri þó
Astral aö fullu búið að kveðja frum-
sömdu tónlistina. „Við byrjum á næst-
unni að æfa okkar eigið efni og hljóð-
rita það,” sagði hann. „Við eigum
ágætis upptökutæki, sem við notum.
Þrjú lög, sem við tókum upp voru
reyndar leikin í þættinum á niunda
tímanum, eða alla vega brot af þeim.”
-ÁT-