Dagblaðið - 19.01.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 19.01.1979, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19.JANÚAR 1979. 13 Hvað er á seyði um helgina? Sjónvarp næstavika • M Sjónvarp Dagskrárliðir eru i litum nema annað sé tekið fram. Laugardagur 20. janúar 16.30 fþröttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 18.25 Hvar á Janni að vera? Sænskur mynda-. flokkur. Þriðji þáttur. Þýðandi Hallveig Thorlacius. (Nordvision — Sænska sjón- varpið). 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Lifsglaður lausamaður. StaðgengilUnn. Þýðandi Ellert Sigurbjömsson. 20.55 Hefur snjóað nýlega? Þáttur með blönd- uðu efni. HaUi og Laddi, Björgvin HaU- dórsson, Pálmi Gunnarsson, Ragnhildur Gisladóttir og fleiri skemmta. Stjórn upptöku Tage Ammendmp. 21.45 Leyndardómur Santa Vittoria {The Secret of Santa Vittoria). Bandarisk biómyndfrá árinu 1969. Leikstjóri Stanley Kramer. AttiA- hlutverk Anthony Quinn, Virna Lisi, Anna Magnani og Hardy KrUger. Sagan gerist á stríðsárunum í vínræktarbænum Santa Vittoria á Norður-ítaUu. Vín bæjarbúa er víð- frægt og þeir em stoltir af því. Það verður því grátur og gnístran tanna þegar fréttist, að þýski herinn sé að koma til að taka vínið eignarnámi. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.55 Dagskrárlok. Sunnudagur 21. janúar 16.00 Húsið á sléttunni. Áttundi þáttur. Halta stúlkan. Efni sjöunda þáttar: Tvær gamlar" ekkjur, AmaUa og Margrét, búa saman. Böm AmaUu hafa ekki heimsótt hana í mörg ár, og þegar vinkona hennar deyr, fær hún nýstár- lega hugmynd. Karl IngaUs og læknirinn leggja henni lið og senda börnunum skeyti um aö hún sé dáin. Jafnframt ákveöur hún að erfi skuU dmkkið á áttræðisafmæli hennar. Hún er auðvitað sjálf i veislunni, dulbúin, og það verður heldur betur uppUt á systkinunum, þegar þau sjá móður sína „lifna viö”. Þýðandi óskar Ingimarsson. 17.00 Á óvissum timum. Sjöundi þáttur. Bylting hinna hámenntuðu. Þýðandi GyUi Þ. Gíslason. 18.00 Stundin okkar. Umsjónarmaður Svava Sigurjónsdóttir. Stjórn upptöku Andrés Ind- riðason. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 BUndur er bóklaus maður. Þýski kvik- myndatökumaðurinn Rolf Hðdrich var hér á landi sumarið 1977 og gerði tvo sjónvarps- þætti um islenskar bókmenntir. Fyrri þáttur- inn er aðallega um Halldór Laxness. Skáldið les „Söguna af brauðinu dýra” og segir frá. Sýndur verður kafli úr leikriti Laxness, Straumrofi, og rætt við Vigdísi Finnboga- dóttur. Einnig er viðtal við dr. Jónas Kristjáns- son. Síðari þátturinn er á dagskrá sunnudag- inn 28. janúar. Þýðandi Jón Hilmar Jónsson. 2l.l5 Frá tónUstarhátiðinni i Björgvin 1978. Emil Gilels leikur ásamt hljómsveit konsert í a- moll, op. 24 eftir Grieg. Stjómandi Karsten Andersen. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 21.50 Ég, Kládius. Ellefti þáttur. Glópalán. Efni tíunda þáttar: Kládius, sem kominn er á sex- tugsaldur, býr í fátækrahverfi í Róm, en i keis- . arahöllinni iðka Kaligúla og hyski hans hvers kyns lesti. Féhirslur rikisins em tómar og keis- arinn ákveður að fara með her sinn til Ger- maníu að afla fjár. Eftir sex mánuði snýr hann aftur, og eitt fyrsta verk hans er að gefa saman Kládíus og hina fögm MessaUnu. Mágur keis- arans, Markús Vinicius, og tveir menn aðrir, Kassius og Asprenas, myrða keisarann og ' Kassius banar einnig Kaesoniu konu hans og ungri dóttur. Kládius felur sig. Lífverðirnir finna hann og krýna hann upp á sitt eindæmi, svo að lifvarðasveitin leysist ekki upp. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Þátturinn lýsir grimmd og siðleysi þessa tímabils i sinni verstu mynd. 22.40 Að kvöldi dags. Séra Jón Auðuns, fyrrum dómprófastur, flytur hugvekju. 22.50 Dagskrárlok. Mánudagur 22. janúar 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Reyklaus dagur. Þriðjudaginn 23. janúar gengst Samstarfsnefnd um reykingavamir fyrir svokölluðum „reyklausum degi” um land allt. Er stefnt að þvi, að reykingamenn reyki ekki þennan dag og noti helst tækifærið til að hætta alveg. í þessum þætti verður lýst, hver áhrif reykingar hafa á heilsu manna, og þeim, sem vilja hætta, verða gefin nokkur holl ráð. Meðal þeirra sem koma fram í þættinum eru læknamir Auðólfur Gunnarsson og Sigurður Bjömsson. Umsjónarmaður Sigrún Stefáns- dóttir. 20.50 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 21.20 Leikslok. Breskt sjónvarpsleikrit eftir Bob Baker og Dave Martin. Leikstjóri Don Leaver. Aðalhlutverk Jack Shepherd, Angela Down og Michael O’Hagan. Bankastarfsmaöurinn Mark Hawkins vinnur við tölvu. Þegar litið er að gera og enginn sér til, bregður hann á leik með tölvunni. Fyrirhugað er að taka upp nýtt tölvukerfi í bankanum, og Mark óttast að þá muni komast upp um athæfi hans. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.10 Sjónhending. Umsjónarmaður Bogi Ágústsson. 22.30 Dagskrárlok. Þriðjudagur 23. janúar 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Djásn hafsins. Hveljur og hárstjörnur. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 20.55 Framtíö fiskiðnaðarins. Umræðuþáttur um framtíð fiskiðnaðar, þar sem m.a. er leitast við að svara spumingunni, hvort sjávarút- vegur geti staðið undir batnandi lífskjömm á íslandi. Þátttakendur Ásmundur Stefánsson hagfræðingur og dr. Bjöm Dagbjartsson, for- stjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins. Stjómandi Magnús Bjamfreðsson. '21.45 Keppinautar Sherlock Holmes. Loka- þáttur. Strokumaðurinn. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. !22.35 Dagskrárlok. Miðvikudagur 24. janúar 18.00 Rauður og blár. ítalskir leirkarlar. 18.05 Börnin teikna. Bréf og teikningar frá bömum til Sjónvarpsins. Kynnir Sigriður Ragna Sigurðardóttir. 18.15 Gullgrafararnir. Sjötti þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.40 Heimur dýranna. Fræðslumyndaflokkur um dýralif víða um heim. Fyrsti þáttur er frá Hawaii-eyjum og hafinu umhverfis þær. Þýð- andi og þulur Gylfi Pálsson. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttirogveður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Nýjasta tækni og vísindi. Hagrannsóknir. Umsjónarmaður ömólfur Thorlacius. 21.00 Rætur. Fjórði þáttur. í þriðja þætt- inum var lýst ferðinni yfir hafið. Þræl- amir gera uppreisn, en hún er barin niður. Þrælaskipið kemur til Ameriku. Afríku- mennirnir eru seldir á uppboði, og Kúnta Klnte er fluttur heim á búgarð nýja eigandans. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.50 Fjölþjóðleg fyrirtæki og starfshættir þeirra. Síðari hluti hollenskrar myndar. Þýðandi Ingi Karl Jóhannesson. 22.40 Dagskrárlok. Föstudagur 26. janúar 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 James Taylor. Poppþáttur með söngvar- anum og lagasmiðnum James Taylor. 21.20 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson. 22.20 í dögun (s/h. (Dawn Patrol) Bandarisk bíó mynd frá árinu 1938. Aðalhlutverk Errol Flynn, David Niven og Basil Rathbone. Sagan í DÖGUN — sjónvarp á föstudagskvöldið: Hjartaknúsarinn Flynn í aðalhlutverki í dögun nefnist bíómynd sjón- varpsins á föstudagskvöld og er hún svart/hvit. Myndin er bandarísk frá árinu 1938 með Eroll Flynn, David Niven og Basil Rathbone i aðalhlut- verkum. Myndin greinir frá hermönnum, sem berjast 1 fyrri heimsstyrjöldinni. Flug- menn brezka flughersins eru aðalsögu- hetjurnar og eiga þeir við sterkan and- stæðing að etja. Yfirmenn flugsveitanna lenda í miklum erfiðleikum er þeir þurfa að senda félaga sína út i opinn dauðann til þess eins að þjóna markmiðum hershöfðingjanna og stjórnmálamanna. Kvikmyndabókin okkar gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum sem þýðir að kvöld- stund fyrir framan skjáinn ætti ekki að vera svo illa varið. Eroll gamli Flynn leikur eins og áður sagði aðalhlutverkið í myndinni. Myndin var tekin á þeim tíma er Flynn var aðalhjartaknúsarinn I Hollywood og reyndar víðar um heiminn. Þótt gagn- rýnendur væru sammála um það að Flynn gæti ekki leikið var samt eitthvað við hann sem fékk fólk, þó aðallega konur, til þess að fá djúpa samkennd með honum og dá allt sem hann gerði. Flynn var fæddur á eyjunni Tasmania og nam i Ástralíu og Englandi. 1933 lék hann á sviði I London og var þá uppgötvaður af einum forráðamanna Warner kvikmynda- félagsins. Hann fór vestur til Banda- ríkjanna þar sem hann sló í gegn með leik í myndinni Captain Blood. Hann þótti hæfa sérlega vel I hlutverk sögufrægra persóna eins og Hróa Hatt- ar, Don Juans og fíeiri. Olivia de Haviland lék í mörgum Flynn f hlutverki sinu f föstudagsmynd sjónvarpsins. myndum á móti Flynn og sagði hann í ævisögu sinni að enginn einn hefði gert sér betra en hún. Hún hefði gert hann að því sem hann væri. En frægð Flynns byrjaði að dala strax uppúr 1942 er hann lék I mjög umdeildri mynd, Objective Burma, þar sem deilt var á Breta fyrir að berjast ekki í Burma. Myndin var bönnuð í Bretlandi. Á sama tíma hættu þau Olivia að leika saman og Flynn var ákærður fyrir nauðgun. Ákæran reyndist ekki eiga fót fyrir sér en skemmdi samt töluvert fyrir honum. í byrjun sjötta áratugsins reyndi Flynn að stofna eigin kvikmyndafélag en það fór á hausinn og gerði hann nær gjaldþrota. Þá fór hann til Bretlands og endaði leikferil sinn með þvi að leika fyllibyttur I þrem myndum. Reyndar lék hann eftir það i einni áróðursmynd fyrir Kúbu- stjórn, en sú mynd var bönnuð í Banda- ríkjunum og er sjaldan minnst á hana. Flynn dó árið 1959 af hjartaslagi, einn og yfirgefinn af öllum konunum sem vildu eiga hann á árum áður. -DS. STÚLKA Á RÉTTRILÉIÐ — sjónvarp næsta laugardag: Stúlkan úr smábænum Á laugardagskvöldið í næstu viku hefst nýr fram- haldsflokkur í sex þáttum í sjónvarpi. Nefnist flokkurinn Stúlka á réttri leið. Mary Tyler Moore leikur þar aðalhlutverkið. Þýðandi flokksins er Ellert Sigurbjörnsson og var hann spurður um hvað fjallað væri. „Ég er nú bara búinn að sjá einn þátt, en mér sýnist eins og þetta efni sé ekki alveg nýtt af nálinni. Hver þáttur mun vera sjálfstæð heild en þó sömu aðalpersónurnar og fram- hald að því leyti. Fyrsta myndin greinir frá ungri stúlku sem heitir Mary Richards. Hún hefur allt sitt líf búið í litlum há- skólabæ og verið trúlofuð læknanema í mörg ár. Þeg- ar hann loksins útskrifast slitnar þó upp úr þessari trúlofun. Mary fer þá til stórborgarinnar þar sem hún er ákveðin í að byrja nýtt líf. í fyrsta þættinum fylgjumst við með því er hún útvegar sér húsnæði og vinnu. í næstu þáttum verður svo greint frá frekari ævintýrum hennar I borginni,” sagði Ellert. Mary Taylor Moore lék talsvert mikið í Kana- sjónvarpinu hérna I gamla daga. Að minnsta kosti ein kvikmynd hefur veriö sýnd hér í bíói með henni, Thoroughly Moders Millie, sem var dans- og söngva- mynd þar sem Julie Andrews lék stærsta hlutverkið á móti Mary. -DS. Mary Tyler Moore meó Julie Andrews I myndinni Thoroughly Modern Millie. 1»

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.