Dagblaðið - 19.01.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 19.01.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979. 15 ÞURSAFLOKKURIIMN - Hljómsveit ársins 1978. Flokkurinn sendi einnig frá sár vinsælustu hljómplötu ársins, Hinn íslenzki Þursa- flokkur. DB-mynd: Ragnar Th. Þursaflokkurínn sigraöi Diddú hlaut ótrúlega mörgstigsem söngkona ársins Sigurvegari Vinsældavals Dag- að Sigrún eða Diddú eins og hún er oft- blaðsins og Vikunnar 1978 er Þursa- ast nefnd, á hug og hjörtu þeirra, sem á flokkurinn. Liðsmenn hans voru krýndir annað borð fylgjast með íslenzkri hljómsveitartitli ársins á Stjörnu- dægurtónlist. Hún hefur um árabil messunni að Hótel Sögu í gærkvöld. sungið með Spilverki þjóðanna, en á Einnig veittu þeir viðtöku verðlaunum síðasta ári færði hún nokkuð út fyrir vinsælustu hljómplötu ársins, kvíarnar. Rödd hennar heyrðist meðal Hinn íslenzki Þursaflokkur. Og síðast annars á tveimur Brunaliðsplötum, en ekki sízt hlaut Egill Ólafsson, æðstur revíuplötunni Þegar amma var ung, Þursa, titilinn Söngvari ársins I978. plötunni Ljósin i bœnum og síðast en ekki sízt í sjónvarpsuppfærslunni á Silf- urtunglinu um jólin. Diddú hlaut ótrúlegan _ stigafjölda Gunnar varð. Litlu minni er sigur Sigrúnar Hjálm- Sina tltla..... týsdóttur, Söngkonu ársins I978, sam- Gunnar Þórðarson, guðfaðir íslenzkr- kvæmt vali lesenda Dagblaðsins og ar popptónlistar, heldur titlum sínum frá Vikunnar. Hún hlaut hvorki meira né siðasta vinsældavali. Hann var kosinn minna en 1207 stig af um 2100 lagasmiður ársins og sömuleiðis hljóð- mögulegum. Þetta sýnir það og sannar færaleikari ársins. Gunnar var starf- samur á árinu. Hann sendi frá sér eina Lummuplötu síðastliðið vor. Og fyrir jólin kom á markaðinn tvöföld sólóplata hans með mýgrút af góðum lögum. Með þeirri plötu sannaði Gunnar í eitt skipti fyrir öll að hann er ennþá skapandi tón- skáld og tónlistarmaður. ....og Megas sömuleiðis Annar þekktur músíkant varði titil sinn frá þvi í fyrra. Sá er Megas — Magnús Þór Jónsson — Textahöfundur áranna 1977 og 78. Megas sendi frá sér eina plötu á árinu, Nú er ég klæddur og kominn ó ról. Hún hafði að geyma þekkt barnalög frá fyrri tíð — ein frumlegasta platan á árinu. Þá hljóðritaði hann seint á síðasta ári langt tónverk, Drög að sjólfsmorði, sem kemur út áður en langt um líður. HJÁLMAR ÁRNASON OG GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON ásamt Gulla tæknimanni. Þáttur þeirra, Á tiunda timanum, var valinn útvarpsþáttur ársins 1978. DB-mynd: Ragnar Th. GUNNAR ÞÖRÐARSON — Lagasmiður og hljóðfæraleikari ársins 1978. Hann hlaut báða þá titla á Stjörnumessunni i fyrra DB-mynd: Ragnar Th. Ég er á leiðinni varð lag ársins Brunaliðið — dægurhljómsveitin vinsæla — flutti lag ársins 1978. Engan þarf að undra hvað það lag heitir, — Ég er á leiðinni hefur hljómað í eyrum land^manna frá því er það kom út síðast- liðið vor, allt fram á þennan dag. Höfundur þess er Magnús Eiríksson Mannakornaforingi, en útsetninguna gerði nafni hans Kjartansson. Ég er á leiðinni var langstigahæsta lagið í Vinsældavalinu. Það hlaut 655 stig. Næsta lag á eftir, Eina ósk, hlaut 286 stig. Silfurtunglið sigraði fram- haldsþættina Þar með höfum við lokið upptalningu á tónlistarliðum Vinsældavals Dag- blaðsins og Vikunnar. Eftir er að greina frá Sjónvarps- og útvarpsþáttum ársins. Það var Silfurtunglið sem lagði að velli alla þá vinsælu framhaldsþætti sem sjónvarpið íslenzka sýndi á árinu. Öllum er verkið vafalaust enn i fersku minni. Það var sýnt í sjónvarpinu fyrir aðeins rúmum þremur vikum. Sjónvarpsuppfærslan var byggð á samnpfndu leikriti Halldórs Laxness. Að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.