Dagblaðið - 16.02.1979, Síða 11

Dagblaðið - 16.02.1979, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979. r—~~~——— Nýaronskan á Vestfjörðum Spírur Aronskunnar hafa nú teygt jsig vestur á Firði og skotið rótum i .Karvel Pálmasyni. 1 Dagblaðsgrein 24. janúar fer Karvel á kostum eins og (fyrri daginn. Skrifar kjarnmikið al- þýðumál, klárt og kvitt. Slettulausa ís- lensku, en slettur eru oft ljóður á texta margra höfunda. I grein þessari boðar Karvel merki- leg tiðindi, sumsé þau, að skattáþján alþýðumannsins sé fyrir veru varnar- liðs Bandaríkjamanna i Keflavík syðra. Karvel er hins vegar alls ekki sýnt um rökstuðning að sínu máli, heldur beitir hann mætti endurtekn- ingarinnar eins og einn alræmdur iskúrkur á fjórða áratugnum. Nefnum engin nöfn. Hér eru reyndar á ferð allstór tíð- indi við fyrstu lesningu, fáfróðu fólki um málefni hersetu. Þeir sem betur vita haida að hér séu á ferðinni upp- ljóstranir ríkisleyndarmála.\ Svo ég geri nú örlitla úttekt á hug- myndafræði Karvels varðandi herinn, þá kom það fram á framboðsfundum vestra í vor að afstaða hans var alveg „skýlaus”. Hann vildi þjóðaratkvæði. Síðan ætlaði hann að dratthalast á eftir þeim meirihluta sem skapaðist í málinu. Hér í Dagblaðsgreininni kemur fram að hann álítur meirihluta lands- manna fylgjandi veru herliðsins. Aftur á móti telur hann menn ekki reiðu- búna að sveitast blóðinu til að uppi ! halda dátana í vellystingum pragtug- lega suður í Miðnesheiði. Fé það sem þannig losnar verður svo lagt í sérstak- an dreifbýlissamgöngusjóð svo eðlileg uppbygging geti farið fram í hinum dreifðu byggðum. Þessa rullu endurtekur hann svo I fleirgang, leiti þeir að sem nenna. Upplýsingar varnarmáladeildar Með því að undirrituðum þótti upp- lýsingar Karvels Pálmasonar I hæsta Iagi ótrúlegar hringdi hann upp svo- nefnda varnarmáladeild utanríkis- ráðuneytisins til að fá upplýsingar um málið. Varð þar fyrir greinargóður maður að nafni Hannes Guðmunds- son, titlaður fulltrúi skv. simaskránni. Kvað hann varnarliðsmenn engin þau fríðindi búa við sem kæmu niður á skattpíndum alþýðumönnum. Skv. upplýsingum Hannesar, munu Kanar að heita má alfarið afstiaðir innan vallargirðingar skv. klásúlu I málefna- samningi þeirrar vinstri stjórnar er síðast leið. Bifreiðaskatt greiða þeir ekki né vegaskatt í bensíni, nema ef þeir neyðast til að kaupa Rússabensin utan vallarmúra. Hins vegar greiða Bandaríkjamenn ákveðið gjald árlega vegna hugsanlegs slits á vegum. Er þar höfð í huga Reykjanesbraut, enda við- burður að hitta fyrir Kanabíl annars staðar. Þá kom fram hjá Hannesi, að Varn- arliðið kaupir nokkurt magn landbún- aðarafurða, einkum mjólk og osta. Lambakjöt hefur fengist I sölubúð þeirra á Vellinum, en það leggja dátar sér ekki til munns frekar en hvern ann- an óþverra. Ekki plagsiður í USA að snæða rollur. Eru menn jafnan ekki nema eitt ár þarna í þjónustu, einstakl- ingar. Fjölskyldufólk tvö. Er það of stuttur tími til að kenna þeim átið. (Dettur nokkrum í hug svið og hrúts- pungar?) Kjallarinn Finnbogi Hermannsson Að f orsendum gefnum Að þessu upplýstu er augljóst, að þingmaðurinn fyrrverandi býr sér til forsendur sem eiga ekki minnstu stoð i raunveruleikanum. Kanar hafa engin friðindi sem byggjast á skattpíningu „til dæmis Vestfirðinga” eins og Karvel orðar þetta. Hins vegar hafa menn bent á leið undan þessu ímyndaða skattaerði, sum sé að fleygja þeim her úr landi sem augljóslega stendur eðlilegri byggðaþróun fyrir þrifum og þeim samgöngumannvirkjum sem til heyra., Ekki virðist Karvel koma auga á þessa leið. Formerkin eru mikilvæg Svo vikið sé aftur að reiknislist Karvels Pálmasonar þá mun það sanni nær, að formerki hafi misfarist eins og gerist og gengur og þeir gjörst þekkja sem kenna tossum reikning. Hitt mun sanni nær, að uppbygging íslensks efnahagslífs upp úr eymd kreppunnar hafi verið í beinu sambandi við nær- veru herliðs, þótt skjótt hafi sól brugð- ið sumri þegar draga tók á áttunda áratuginn og ekki skyldi ráðinn nema einn starfsmaður á „beisinn” fyrir hverja fimm sem hurfu á braut. Er fræg þæfa þeirra Gröndals og Carters og minnir á Jón sterka I Skuggasveini. Varð sá armi hnetubóndi að láta I minni pokann fyrir hinum og sam- þykkja þrjá I staðinn fyrir fimm. Að lokum Ég held að þessi greinarstúfur þurfi ekki að vera miklu lengri, það er ekki til annars en að teygja lopann. Þó vil ég ekki láta hjá líða að upplýsa nokkuð um þær kenndir sem fara um kring- lótta vömb margra Vestfirðinga þegar þeir „beina ásjónum sfnum” gegnum fjöllin sjö og allt til Suðurnesja. Sic transit gloria mundi. Svo fallvölt er heimsins gæfa. Suðurnesjamenn hafa nefnilega ekki treyst alfarið á islenska uppbyggingu og íslenska forsjá í at- vinnumálum. Það er að verða strimlað í Kanaspenanum. Hér vestra hefur hins vegar verið treyst á íslenska forsjá og með örlítilli vestfirskri þjóðrembu, vestfirska forsjá. Það ber atvinnulífið á Vestfjörðum gleggstan vott um, en vanmetum ekki ytri skilyrði. Karvel Pálmason er þvi ein furðuleg þversögn hér mitt i gósenlandinu Vest- fjörðum. Að vera upphafsmaður Aronskunnar á þeim stað, þar sem jafnan er talað um her eins og lúsina eða aðrar þekktar plágur. Karvel veit vel, að hann er ekki að fara með staðreyndir í Dagblaðsgrein- inni. Hann sér einfaldlega ofsjónum yfir þeim fjármunum sem runnið hafa í vasa hermangaranna syðra. Hann virðist líta á herstöð eins og hver önnur hlunnindi, líkt og varpið I Æðey ellegar rækjumiðin í ísafjarðardjúpi. Er Karvel kannski að fara fram á herstöðí Vikina? Vei jDeim fýsnum. Dýrafirði 28.1. 1979. Finnbogi Hermannsson. * A „Þeir sem betur vita, halda að hér séu á ^ ferðinni uppljóstranir ríkisleyndar- mála..." • „Karvel Pálmason er því ein furðuleg þversögn hér mitt í gósenlandinu Vest- fjörðum..." Fræðsla er sterkasta vopnið lega úr hættunni. Þá verðum við ls- lendingar sannarlega að gjörbreyta um stefnu, vandamálinu verður ekki lengur slegið á frest, fræðsla verður að hefjast á næstu vikum og stórauka verður löggæslu við fíkniefnarann- sóknir, sem jafnframt verður að vera búin fullkomnustu tækjum til upp- Ijóstrunar slíkra mála. Eiturbyrlara, sem oft eru nefndir fjöldamorðingjar, verður að stöðva með öllum tiltækum ráðum, peningavöntun getur aldrei réttlætt aðgerðaleysi stjórnvalda. Víkjun nánar að afleiðingum cannabisneyslu. Árið 1970 voru fram- kvæmdar kannanir og hafnar lög- reglurannsóknir á innflutningi, dreif- ingu og notkun fíkniefna hérlendis. Þá þegar var ljóst að verulegur hópur ungmenna hafði neytt cannabisefna og LSD erlendis, sérstaklega þó í Dan- mörku. Á næstu árum varð stöðug og mikil aukning á notkun cannabisefna hér innanlands og nú er svo komið að þúsundir Islendinga nota þessi efni í verulegum mæli. I kjölfar cannabis- neyslunnar varð stórkostleg aukning á notkun örvandi lyfja meðal ungmenna svo og LSD og síðar hefur einnig orðið vart notkunar á mescalin og cocain. Reynslan hér á landi hefur verið í meginatriðum hliðstæð því sem gerst hefur á hinum Norðurlöndunum. Sálrænar breytingar Vmsir spyrja hvaða meginástæðui liggi þvi til grundvallar, að um 80— 90% þeirra sem nota heroin hafi I upp hafi byrjað að neyta cannabisefna Flestum sérfræðingum á þessu sviði ber saman um að meginorsakimar séu sálrænar breytingar sem cannabisefn- is valda, þau brjóti niður eðlilegan viljastyrk, sem síðan valdi flótta frá raunveruleikanum. Þá er vöntun á eðlilegri lifsfyllingu oft um kennt jægar einstaklingar leita á náðir fikni- efna og lyfja. Eins og kunnugt er standa sálrænar þarfir manna alltaf í sambandi við aðra. Því eru vímugjafar eða svonefnd sálræn fíkniefni oftast notuð á félagslegum grundvelli. Öll of- skynjunarlyf valda jteirri breytingu á vitundarástandi manna, að jjau magna upp og breyta ýmsum eðlishvötum og geta því orsakað hömlulaust og stundum óviðráðanlegt ástand. Það er þvi augljóst að meðferð slikra efna og lyfja er neytendum stórhættuleg og getur leitt til hvers konar ógæfu bæði í formi alvarlegustu afbrota og geð- veiki. Sú breyting sem verður á vitund- arástandi manna við notkun ofskynj- unarlyfja eða efna er oft mjög fjöl- breytileg, bæði er tekur til umhverfis og nærstaddra. Sá óraunverulegi heimur sem birtist slíkum neytendum verður fieim oft algjörlega ofviða og joá verða jíað oftast enn hættulegri vana- bindandi lyf eins og t.d. heroin sem taka við. Rannsóknir á sviði svo- nefndra sállyfja eða efna eru mjög skammt á veg komnar og ekki síst þess vegna ber brýna nauðsyn til að sporna við notkun þeirra. Allur áróður um notkun skynvilluefna til að opna veg- inn milli meðvitundar og dulvitundar er háskalegur á meðan ekki liggja fyrir staðfestar vísindalegar rannsóknir. Fjöldamorð og hvers konar meiri hátt- ar slys undir áhrifum ofskynjunarefna ættu að vera nægjanlegar aðvaranir til allra. Víkjun enn nánar að áhrifum og af- leiðingum cannabisneyslu. Við notk- un efnisins brenglast tímaskynjun og einnig stundum fjarlægðarskyn og af- skræming verður á sjón og heym, sem veldur hræðslu og ótta. Cannabisneyt- andi getur því eins og ölvaður maður verið stórhættulegur I umferðinni, bæði fótgangandi og við bifreiðarakst- ur, jsar sem hæfni hans er alvarlega skert. Hann verður andlega háður notkun efnisins og getur sú ánauð orðið svo mikil, að hún orsaki al- menna vanrækslu við nám og i starfi. Þá er talið að stöðug cannabisneysla valdi tímabundinni og stundum varan- legri geðveiki, en rannsóknir hafa sýnt að heilaskemmdir eru margfalt tiðari hjá þeim sem neyta þessara efna. Þá er rétt að benda á þá staðreynd, að cannabisneytendur eiga auðveldan aðgang að jæim sem nota hættulegri lyf, en slíkur samgangur er m.a. einn þáttur, af mörgum, sem veldur því að þeir ánetjast fljótt öðrum lyfjum og efnum eins og heroin, cocain o.fl. Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin hefur í skýrslum sýnt fram á, að cannabisefni valdi ákveðnum eiginleikum, sem leiða til áberandi glæpahneigðar enda gekk hass undir nafninu morðingja- efni fyrir nokkrum árum í Bandarikj- unum. 25% verða háðir heróíni Þá er einnig rétt að benda á jsá mikilvægu staðreynd, að jsar sem efnið veldur ekki fráhvarfseinkennum, þ.e. að ekki myndast þolmyndun í líkam- anum fyrir því, þá geta cannabisneyt- endur mjög auöveldlega gert tilraunir með önnur efni og lyf. Þessu er eins og kunnugt er öðru vísi varið með þá sem neyta alkóhóls, amfetamíns, heroins og barbitúrsýru, jreir verða lík- amlega háðir efnunum vegna hinna sterku fráhvarfseinkenna. Ýmsir telja þetta eina af meginorsökum þess hversu margir cannabisneytendur breyta til I sterkari lyf. Við rannsóknir og skoðanakannanir í ýmsum V- Evrópuríkjum og Bandaríkjunum hefur komið I ljós að meðal heroin- neytenda hafa a.m.k. 80—97% neytt cannabis áður. Talið er að allt að 3% jteirra sem neyta áfengis verði alkóhól- istar, en 25—25% cannabisneytenda verði háðir heroin og öðrum sterkum efnumoglyfjum. 1 þessari grein hef ég fyrst og fremst tekið til umfjöllunar nokkra þætti cannabisneyslu, jtar sem hún er út- breiddust hér á landi, en nauðsynlegt er einnig að taka til meðferðar síðar hin sterkari ofskynjunarefni eins og LSD, psilacybin, dimethylttryptaime (DMT) og mescalin og örvandi lyf eins og amfetamin, cocain, STP (DOM) og methylphenidate. öll framangreind lyf og efni eru notuð í miklum mæli í Bandaríkjunum og V- Evrópu og víðar, ennfremur eytur- lyf eins og heroin, opium, codein, mathadone og morfín. Valkostir jreirra, sem lifa I hinni háskalegu gervi- veröld vímunnar eru þvi fjölbreytileg- ir, enda sjá hinir forhertu glæpamenn dreifikerfisins um að nægjanlegt fram- boð sé ávallt til staðar. Hér á landi stefnir í sömu átt og í nágrannarikjum okkar, þeim glæpamönnum fjölgar stöðugt, sem annast jæssa fíkniefna- dreifingu, enda eykst ráðstöfunarfé þeirra og fjármögnun aö sama skapi. Dóms- og heilbrigðisyfirvöld verða að láta jtessi mál fá algjöran forgang, bæði er tekur til fræðslu og hertra við- urlaga við brotum á ávana- og fíkni- efnalöggjöfinni. Verum þess ávallt minnug, að sú fíkniefna- og ávana- lyfjaneysla, sem nær að festa rætur hérlendis verður ekki rifin upp með rótum né upprætt hér fremur en I ná- grannalöndum okkar. Tiltækasta vörnin til að veita viðnám er eins og áður greinir að hefja reglubundna fræðslu um skaðsemi og afleiðingar fikniefnaneyslu og stórauka lögreglu- aðgerðir á jtessum vettvangi. Að lokum og að gefnu tilefni vil ég eindregið beina þeirri áskorun til allra fjölmiðla í landinu að leyfa aldrei tals- mönnum fíkniefnanotkunar að koma áróðri sínum þar á framfæri. Kristján Pétursson. A „Verum þess minnug, að aðeins nokkrir ™ tugir heróínneytenda myndu valda straumhvörfum í glæpatíðni hér á landi..." A' „Þá er talið, að stöðug cannabisneysla valdi tímabundinni og stundum varan- legri geðveiki"...

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.