Dagblaðið - 16.02.1979, Síða 14

Dagblaðið - 16.02.1979, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979. 19 $ Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D Skíðatrimmið nú af stað — um allt land um helgina Að tilhlutan Skiðasambands íslands verður almenn- ur trimm-dagur eða útivistardagur haldinn um allt land 18. febrúar 1979. Tilgangurinn með sérstökum útivistardegi er að hvetja fólk til útivistar og skiðaferða og vekja athygli á skiða-trímmi fyrir almenning, sem nú er að hefja göngu sina og hefur verið kynnt i blööum áður. Benda má á að tilvalið er fyrir alla fjölskylduna að stunda skiöa-trimm. Helztu atriði þess eru að almenningur getur nú tekið þátt í skiðagöngu og svigi eftir ákveðnum reglum og unnið sér rétt til kaupa á trimm-merkjum SKÍ. Hver og einn á að geta tekið þátt i þessu skiða-trimmi, þar sem reglur eru sniðnar við aldurshópa og getu. Ef menn vilja ekki taka þátt I þessu sérstaka skiða-trimmi eru þeir þó hvattir til að stunda skiða-trimm og að sjálfsögðu standa skiðabrautir öllum opnar sem ætlað- ar cru fyrir skíöa-trimmið. Á sldðastöðum um allt land liggja frammi upplýs- ingar um skiðatrimmið og þar er hægt að fá skiðakort, sem hægt er að nota sem trimm-dagbók, færa inn þá kflómetra sem gengnir eru á skiðum eða vegalengd sem maður rennir sér niður brekkur. SKÍ-stjarnan, sem er litið barmmerki snjókristall með SKÍ stöfunum i miðju, verður til sölu hjá fram- kvæmdaaðilum trimmdagsins um allt land og á skiða- stöðunum. Allir sem byrja skiða-trimm hafa rétt til að kaupa merkið. Norðmenn biðja um landsleik í sumar Norðmenn hafa beðið KSÍ um landsleik I sumar I knattspyrnu — og hafa þeir nefnt 5. júlí. Þá hins vcgar fara fram 16-liða úrslit i bikarkeppni KSÍ og sendi KSÍ I gær bréf tii Norðmanna þar sem bent er á dag- inn 12. júlí — þar sé mögulciki. Bætist þessi landsleikur á prógram KSÍ þá leikur ísland 7 landsleiki I sumar auk þess að væntanlega far.i leikinenn til Bandarikjanna og lcika þar 3 landsieiki nokkurs konar „bónus”. Fyrsti landsleikur tslands verður 22. maf i Bern, gegn Sviss I Evrópu- keppni landsliða. Síðan koma V-Þjóðverjar hingað og leika 26. mal. 9. júni lcikur ísland viö Sviss I Rcykja- vík. Síöan cr langt hlé, til 5. september, en þá leikur ísland við Holland i Reykjavík, 12. september við A- Þýzkaland og loks i Póliandi, 10. október. Allir leik- irnir utan viðureignarinnar við V-Þjóðvcrja eru liðir í Evrópukeppni landsliða. Real Madrid sigraði Bosna, Júgóslavíu Real Madrid sigraði I gærkvöld Bosna Sarajevo I Evrópukeppni meistaraliða, 95—89 í Madrid. Hörku- leikur og Júgóslavarnir veittu harðvituga mótspyrnu en með sigri sfnum tókst Real Madrid að komast i efsta sætið I undanúrslitum. Staðan er: Real Madrid, Spáni Maccabi, ísrael Varese, Ítalíu Bosna, Júgóslavíu Juventus, Spáni Olympiakos, Grikklandi 6 4 2 610-536 10 6 4 2 498-438 10 6 4 2 508-456 10 6 3 3 503-512 9 6 2 4 489-512 8 6 1 5 492-542 2 — sagði Jóhann Ingi Gunnarsson en íslenzka landsliöið Svona voru taktar Ómars Ragnarssonar i Höllinni á stjörnukvöldi KKt — skyldi hann ná þessari sveiflu á sunnudag. „Við stefnum markvisst að þvi að sigra tsrael og komast þannig I milliriðil á Spáni. Ég tel likurnar fyrir því að við sigrum ísrael 50% þannig að við förum ekki með þvf hugarfari að leikurinn sé unninn fyrirfram heldur mun hver og einn leggja eins mikið af mörkum og hann mögulega getur. Ég tel að i leikn- um við Tékka eigum við 40% vinnings- möguleika en við munum berjast til þrautar,” sagði Jóhann Ingi Gunnars- son, þjálfari islenzka landsliðsins á blaðamannafundi en islenzka landsliðið heldur utan á þriðjudag og i næstu viku hefst forkeppni Ólympfuleikanna á Spáni. tsland leikur þar í riðli með tsrael og Tékkóslóvakíu í einum sterkasta riðlin- um á Spáni. Allt þjóðir er i dag eiga sterk landslið og tsrael sannaði í Sviss að þá ber að virða í handknattleiknum í dag. Þannig unnu ísraelsmenn athyglisverða sigra í C-keppninni er þeir höfnuðu i öðru sæti. Þeir unnu Finna ótrúlega auðveldlega, 22—11. Og Austurríkis- menn voru þeim ekki hindrun, öruggur sigur ísrael 17—11. En þó er athyglis- verðast að tsraelsmenn unnu næsta auðveldan og öruggan sigur á Norð- mönnum í Sviss, 25—20 og þau úrslit gefa vissulega til kynna að ísrael sé að komast á blað í handknattleiknum og markvisst er unnið að þvi í tsrael að byggja upp handknattleik. Það er lífs- Ómar mætir „lands- liði þjóðarinnar” — á sunnudaginn þegar íslenzka landsliðið kveöur áður en haldið verður til Spánar heldur utan á þriðjudag spursmál á Spáni að sigra tsrael — ef það tekst ekki þá er ísland komið í kjall- ara handknattleiksins, C-riðil og það er ekki auðvelt að vinna sig upp aftur. „tsraelsmenn spila mjög hraðan og léttan handknattleik og byggja mikið upp á hraðaupphlaupum. t liðinu eru þrír Sovétmenn er hafa fengið leyfi til að flytja til tsrael — allt mjög góðir leik- menn er voru við landslið Sovétmanna á sínum tima. Þjálfari tsrael er Tékki og síðan i C-keppninni hafa ísraelsmenn ekkert leikið — aðeins æft og æft eins og atvinnumenn. Þeir ætla sér stóra hluti og æfa og æfa. Það er ljóst að leikurinn gegn ísrael er alls ekki unninn fyrirfram — síður en svo gegn þjóð er stefnir jafn markvisst að uppbyggingu og ísrael,” sagði Jóhann Ingi Gunnarsson. „Ég lít svo á að ísraelsmenn munu ekki sýna neitt gegn Tékkum, að þeir beinlínis muni tapa leiknum. tsrael er þjóð er byggir nú af krafti upp hand- knattleik og það er ekki þeirra markmkið að vinna Tékka og komast þegar til Sovétríkjanna. Þeir gera sér ljóst aðslíkt eru aðeins hugarórar — nei markmið ísraelsmanna á Spáni er að vinna tsland og tryggja sig í sessi í B-riðli. Síðan taka þeir skrefin þaðan,” sagði Jóhann Ingi ennfremur. En hvað um Tékka — hvaða mögu- leika eygja tslendingar gegn Tékkum? „Þeir eru að byggja upp nýtt lið með nýjum þjálfara og hafa þegar náð at- hyglisverðum árangri en eins og ísraels- Það verður stjörnukvöld er islenzka landsliðið kvcður, áður en haldið verður á Spán i erfiða keppni. Á sunnudag verður pressuleikur en það verður lika margt til skemmtunar. Ómar Ragnars- son og félagar hans, þeir Halli og Laddi — ásamt leynivopni, en þrátt fyrir mikla eftirgrennslan hefur ekki tekizt að finna út hver eða hvað leynivopnið er — gefst tækifæri til að fá uppreisn æru eftir ósigurinn gegn FH á dögunum. Þeir félagar mæta landsliði þjóðarinnar — að sjálfsogðu með Alberl Guðmunds- son sjálfan i broddi fylkingar. Frétzt hefur að þeir Árni Gunnarsson, Finnur Torfi Stefánsson, Ólafur Ragnar Grims- son og sjálfur formaður KSÍ, Ellert B. Schram, leiki með Alberti og að Bessi Bjarnason muni mæta — en hvort hann leikur með „Ómar’s All Star” eða verði leynivopnið í búðum Alberts og compani, er ekki alveg Ijóst. Baldur Brjánsson mun töfra fram eitt- hvað — hvort það verða limasagnir eða eitthvað annað veit enginn enn. Þessi mikla hátið fer fram á sunnudaginn klukkan hálfsex i Laugardalshöll. Landsliðið mun að sjálfsögðu leika — ,við úrvalslið er Ingólfur Óskarsson hefur valið. En það er skipað þessum leik- mönnum. Markverðir: Jón Gunnarsson, Fylki________ Chapman til Bandaríkjanna Sammy Chapman, sá kunni kappi er verið hefur helzta driffjöður Shrewsbury i vetur mun yfirgefa félagið á næstunni og ganga á vit dollaranna I Bandaríkjun- um, fara til Tulsa Roughnecks. Sammy Chapman hefur skorað mörg mörk i vetur, verið driffjöður Shrewsbury en fé- lagið er nú öllum á óvart I öðru sæti I 3. deild. Hann lék lengi með Nottingham Forest en er nú 33 ára. Ragnar Gunnarsson, Árm. Aðrir leikmenn: Geir Hallsteinsson, FH, fyrirliði Ólafur Einarsson, Víking Magnús Teitsson, Stjörnunni Pétur Ingólfsson, Ármanni Jón H. Karlsson, Val ' Viðar Simonarson, FH Andrés Kristjánsson, Haukum Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Atli Hilmarsson, Fram Gústaf Björnsson, Fram. Þeir munu hafa æft og haft var eftir Geir Hallsteinssyni að úrvalsliðið ætlaði sér sigur — ekkert nema sigur. íslenzka landsliðið fær þar lokaverkefni sitt — vonandi að það standi fyrir sínu áður en haldið verður á Spán. TVEIR BRETAR A TROPICANAMÓTIÐ — í badminton um helgina Tropicana-mótið í badminton vcrður háö um næstu hclgi. Mótið er kennt við hinn þjóðkunna drykk „Tropicana”, enda ku hann vera ákjósanlegur fyrir íþróttafólk, sem og auðvitað alla aðra. Davið Sc. Thorsteinsson er einn af helztu áhugamönnunum um badminton i TBR og fyrir tilstuðlan hans cr mótið haldið. Gestir mótsins að þessu sinni eru tveir enskir badmintonleikarar, Mick Yates, 16 ára unglingameistari, og Tim Stokes, 20 ára B-landsliðsmaður Englands. Talið er að gestirnir séu svipaðir að styrkleika og þeir Duncan Bridge og Brian Wall- work, sem komu á „Tropicana-mótið i fyrra. , Badminton í Englandi er i fremstu röð i heiminum, einkum eiga Bretar sterk lið í tvíliða- og tvenndarleik, svo og í ein- liðaleik kvenna. Virtasta badminton- keppnin i heiminum, „All England” er aö jafnaði haldin þar, og hafa heima- menn oft á tíðum unnið stóra sigra. Fremstu badmintonmenn okkar eru í góðri þjálfun um þessar mundir, enda mörg stórmót á næstunni. Landsliðið er nýkomið úr keppnisferð til Austurríkis og hafa sumir úr þeim hópi átt við meiðsli að stríða, en við því er þó að bú- ast að þeim erfiðleikum sé nú lokið. Jóhann Kjartansson og Sigurður Har- aldsson keppa saman í „Tropicana-mót- inu” og verður fróðlegt að fylgjast með viðureign þeirra og Englendinganna. Einnig keppir Jóhann í einliðaleik, svo og allir aðrir sterkustu leikmenn landsins. í kvennaflokki verður keppnin vafalaust hörð að vanda. Lovísa Sigurðardóttir og Hanna Lára Pálsdóttir, íslandsmeistar- arnir i tviliðaleik, keppa nú saman á ný, en Lovísa hefur verið erlendis að undan- förnu. Þær Kristín Magnúsdóttir (Islandsmeistarinn i einliðaleik) og Kristín Berglind fá nú tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og verður vafalaust gaman að sjá þær keppa við þær eldri. „Tropicana-mótið” verður eins og áður er sagt haldið um næstu helgi í TBR-húsinu, Gnoðarvogi 1. Hefst keppnin í einliðaleik kl. 15 á laugardag, en síðan verður keppt í tvíliðaleik. Á sunnudag kl. 15 fara fram undanúrslit i einliöaleik, en síðan verða úrslitaleik- irnir I öllum flokkum. Áhugamenn um badminton ættu ekki að láta mót þetta fara fram hjá sér. menn hafa fteir ekki verið í sviðsljósinu heldur undirbúa sig af krafti undir átökin á Spáni. En ljóst er að Tekkar hafa á að skipa sterku liði, það sanna úr- slit í Sovétríkjunum í sumar er þeir tóku þátt í túrneringu, er þeir gerðu jafntefli við Sovétmenn og sigruðu Júgóslava og Rúmena. Ég lít svo á að Tékkar komi til leiks við okkur sem liklegir sigurvegarar — annað er ekki raunhæft en við munum berjast og ég veit að islenzku leikmennirnir ætla sér að leggja Tékka að velli en í raun, ef við lítum raunhæft á hlutina, þá eru möguleikarnir Tékka,” sagði Jóhann Ingi. Og úrslitin i Sovétríkjunum eru vissu- lega athyglisverð. Eftir að hafa tekið þátt í mótinu i Sovétrikjunum þá léku Tékk- ar tvo landsleiki við Sviss — sem sér- fræðingar álita stórveldi á uppleið. Sviss sigraði i fyrri leiknum, 19—17 en í siðari leiknum unnu Tékkar, 22—21. Úrslitin í Sovétríkjunum urðu: Tékkóslóvakía — Georgia 34—22 Tékkóslóvakía, yngra — USSR 24—24 Tékkóslóvakia—Júgóslavia 30—26 Tekkóslóvakía —Sovétrikin 22—22 Tékkóslóvakia — Rúmenía 25—24 Um margt athyglisverð úrslit en þrátt fyrir jafntefli gegn yngra liði Sovétríkj- anna — er ef til vill gefur til kynna að enn hafi Tékkar ekki náð festu — þá er ljóst að Tékkar eru að byggja upp sterkt lið, fyrir framtíðina. „Tékkar leika um margt svipaðan handknattleik og Víkingur, mjög hraðan handknattleik. Þeir eiga góða og stæði- lega markverði er ná upp í þverslárnar,” sagði Jóhann Ingi ennfremur. Pólverjar hafa sem fyrr verið íslendingum ákaf- lega hjálplegir og hefur þjálfari Pólverja sent Jóhanni Inga mikið af upplýsingum um önnur lið. íslenzka liðið fer nú í æfingabúðir á Selfossi og verður leikið bæði við Fram og Hauka áður en haldið verður utan auk þess að pressuleikur verður i Höll- inni — það verður siðasta prófraun ís- lenzka landsliðsins áður en haldið verður utan. Það er erfitt próf en ís- lenzka landsliðið verður að standast — próf er beinlínis ekki má falla á. En þeir 16 leikmenn er halda utan eru: Markverðir: Ólafur Benediktsson JensG. Einarsson Brynjar Kvaran Aðrir leikmenn: Árni Indriðason fyrirliði Páll Björgvinsson Viggó Sigurðsson Erlendur Magnússon Ólafur Jónsson Jón P. Jónsson Bjarni Guðmundsson Stefán Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson Þorbjörn Jensson Steindór Gunnarsson Þarna er ein breyting frá upphaflega hópnum — Ólafur Einarsson sá sér ekki fært að fara. 1 stað hans kemur annar Víkingur, Erlendur Hermannsson. „Er- lendur Hermannsson er leikmaður framtíðarinnar. Hann hefur sýnt lofs- verðan áhuga og i raun þó hann sé hornamaður þá skapar hann betri blöndu. Þetta kom fram í Danmörku og Erlendur skapar Bjarna Guðmundssyni aðhald þó ég sé alls ekki að halda þvi fram að Bjarni hafi ekki átt góðan leik — síður en svo,” sagði Jóhann Ingi að lokum. H.Halls. Hvort svona staða kemur upp I TBR-húsinu um helgina skal ósagt látið en baráttan verður áreiðanlega hörð. ÍSRAEL VERDUR ERF- IÐ HINDRUN Á SPÁNI 'Jóhann Ingi — hans biða nú erfið próf á Spáni. KR NÚ Ein í EFSTA SÆTI2. DEILDAR — eftir sigur á Þrótti í gærkvöld 23-20 KR vann þýðingarmikinn sigur i 2. deild Íslandsmótsins i handknattleik I gærkvöld er vesturbæjarliðið sigraði Þrótt 23-20. Það var ekki fyrr en á loka- mfnútum leiksins að KR tókst að tryggja sér sigur og staða KR nú i efsta sæti 2. deildar er trygg — 1. deildin blasir við KR eftir falli 2. deild siðastliðið vor cftir aðeins eittári l.deild. Ágæt markvarzla setti öðru fremur svip sinn á leikinn. KR hafði yfir 13-8 í leikhléi og virtist stefna í öruggan sigur. En Þróttarar höfðu ekki sagt sitt síðasta orð og með góðri baráttu tókst þeim að vinna upp forskot KR — jöfnuðu 18-18 sex mínútum fyrir leikslok. Spennan var því í algleymingi, og aftur var jafnt, 19-19, en þar með skildi með liðunum. Þrjú mörk KR I röð, 22- 19, og sigurinn féll Vesturbæjarliðinu í skaut, 23-20. Haukur Ottesen var markahæstur KR-inga með 6 mörk en HSÍ er þegar farið að hyggja að fs- landsmótinu i handknattleik utanhúss og auglýsir eftir aðilum er vilja taka mótið að sér. Það vcrður keppt I þremur flokk- um, meistarafiokki, meistaraflokki kvenna og 2. flokki kvenna. Senda skal umsóknir til HSt fyrir 15. marz. hjá Þrótti skoraði Konráð Jónsson flest mörk sem fyrr, 8. Staðan í 2. deild er nú: KR 117 2 2 264-211 16 Ármann 116 2 3 232-208 14 Þór, Eyjum 10 5 2 3 182-189 12 Þór, Ak. 9 5 13 171-159 11 KA 10 5 0 5 185-171 10 Þróttur 9 4 14 211-191 9 Stjarnan 8 3 0 5 173-173 6 Leiknir 9 0 0 9 130-238 0 Unglinga- meistaramót pilta í fimleikum Unglingameistaramót pilta I fim- leikum verður iaugardaginn 17. febr. kl. 14.30 i íþróttahúsi Kennaraháskóla ís- lands. Fyrst keppa 16 ára og yngri í fimleika- stiganum, en að þvi loknu keppa 17 ára og eldri i frjálsum æfingum. Mótið átti áður' að vera bæði laugar- dag og sunnudag, en verður allt haldið á laugardag. Deckarm snjall er Gummers- bach sigraði Göppingen — og Dankersen vann loks og )á stórsigur gegn Hiittenberg Minden 12. febrúar 1979 Sautjánda umferð Bundesligunnar fór fram um helgina. Linur eru alltaf að skýrast og nú má segja að aðeins þrjú fyrstu liðin Gummersbach, Grosswall- stadt og Hofweier eigi möguleika á að vinna meistaratitilinn. Þessi lið sigruðu i sinum leikjum um helgina. Joachim Deckarm var ekki hægt að stöðva i leik Gummersbach við Milberts- hofen. Hann skoraði níu mörk og var langbezti maður vallarins. Milbertshof- en átti aldrei möguleika í þessum leik og tapaði 17—24. Hjá Gummersbach eru Wunderlich og Damann meiddir en það kom ekki að sök því liðið hefur á að skipa mjög jöfnum og góðum leikmönn- um. Aðrir sem skoruðu fyrir Gummers- bach voru Fey, Rauin og Knokovski, þrjú hver, Brand og Westebbe, tvö hvor. Hjá Milbcrtshofen var Weingártner markhæstur með sjö mörk. Boebel 4/3 og Lechner 2. Gummersbach heldur þvi efsta sætinu á betra markahlutfalli en Grosswallstadt, sem sigraði Göppingen, 11 — 13. Það var fysti tapleikur Göppingen á heimavelli á leiktímabilinu og var Gross- wallstadt heppið að hljóta bæði stigin úr leiknum. Jafntefli var í hálfleik 6—6. Göppingen spilaði vörnina mjög framar- lega og hafði betur framan af. Komst í 4—2 og 8—6 en tókst ekki að hrista meistarana frá í fyrra af sér. Grosswall- stadt náði alltaf að jafna mest fyrir fljót- færni og stundum klaufaskap leikmanna Göppingen. Undir lokin sigldu meistar- arnir svo framúr. Klenk var sá leikmaður Grosswall- iStadt, sem skaut Göppingen niður. Skor- aði sjö mörk meðan aðalskotmenn liðs- ins, Klúhspies og Freisler skoruðu bara eitt mark hvor. Annars var þetta leikur markvarðanna og varla hægt að greina á milli hvor var betri — eða markvörður nr. eitt hér í Vestur-Þýzkalandi þvi Jaschke gaf Hoffmann ekkert eftir. Þeir sem skoruðu fyrir Göppingen voru Salzer 3/2, Bucher 3/1, Weiss 3, Dúmel og Bressmer. Hofwier rótburstaði fallkandídata Leverkusen með 23—9 (12—7). Markmaður Leverkusen Klaus Kader, áður hjá Gummersbach, sá um að mun- urinn var ekki meiri í fyrri hálfleik en tölurnar sýna en í síðari hálfleik var hraðinn keyrður upp og Hofweier skor- aði þá niu mörk gegn tveimur! Fyrir Hofweier skoruðu Leibiger 5/1, Meffle 4, Schienle 3, Schobel 3/2, Ehret 3/1. Zybarth skoraði flest mörk Leverkusen 3/1. Dankersen fékk Húttenberg í heim- sókn og sigraði auðveldlega 21—9. Hjá Húttenberg vantaði þrjá beztu leik- mcnnina Spengler, Phly og Don og var þvi um hálfgert varalið Húttenberg að ræða og það átti aldrei möguleika. Þeir sem skoruðu fyrir GWD voru Busch 7, Waltke 3/1, Axel, Meyer, Schubert og Grund tvö hver. Óvæntustu úrslitin voru að Nettel- ' stedt tapaði í Rheinhausen, fyrir þriðja neðsta liðinu. Þetta var mikið áfall fyrir Nettelstedt en eykur vonir Dankersen því miðvikudaginn 14. febrúar fer fram ein umferð i Bundeslígunni — meðal annars „lokal-derby - milli Nettelstedt og Dankersen. Lið Björgvins Björgvinssonar, Grambke, lék ekki um helgina. THW Kiel rétt marði fallliðið Gensungen 22— 20 og það var eingöngu markmanni Keil, Örtel, að þakka. Rétt fyrir leikslok var staðan 19—19, síðan 20—20 en Örtel bjargaði á síðustu mínútu snilldar- lega og var langbezti maður vallarins. Efstu menn í markaskorun hér í deild- innieru nú: Ehret, Hofweier, 105 Deckarm, Gummersbach, 89 Lavrnic, Rintheim, 77 Frank, Milbertshofen, 74 Keller, Nettelstedt, 73 Axel, Dankersen, 72 Harjes, Grambke, 70 Waltke, Dankersen, 66 Tveir markahæstu leikmennirnir hafa leikið 16 leiki — hinir sautján. Staðan er nú þannig: Gummersbach 16 12 3 1 288-217 27 Grosswallstadtló 12 3 1 278-231 27 Hofweier 16 12 2 2 306-246 26 Grambké 17 5 3 9 256-309 13 Göppingen 17 10 1 6 301-289 21 Rheinhausen 16 3 1 12 244-288 7 Nettelstedt 17 9 2 6 312-277 20 Gensungen 17 3 1 13 269-328 7 Dankersen 17 9 2 6 297-269 20 Leverkusen 17 1 3 13 251-309 5 Milbertshofen 17 7 3 7 280-291 17 Rintheim 17 6 3 8 269-273 15' Kveðja, Kiel 17 6 2 9 268-286 14 Ólafur H. Jónsson, Húttenberg 15 6 1 8 258-264 13 Axel Axelsson.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.