Dagblaðið - 27.04.1979, Síða 1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979.
,15
Sjónvarp næstaviku •••
Sjónvarp
Dagskrárliðir eru i litum nerria
annað sé tekið f ram.
Laugardagur
28. apríl
16.30, Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson.
18.30 Heiöa. Fjórði þáttur. Þýðandi Eirikur
Haraldsson.
18.55 Enska knattspyrnan. Hlé.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Allt er fertugum fært. Lokaþáttur.
Þýðandi Ragna Ragnars.
20.55 Páskaheimsókn í Fjölleikahús Billy
Smarts. Sjónvarpsdagskrá frá páskasýningu i
fjölleikahúsi. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
(Evróvision — ITV Thames).
21.55 Nútímastúlkan Millie. (Thoroughly
Mo&ern Millie) Gamansöm. bandarisk dans
og söngvamynd frá árinu 1967. Leikstjóri
George Roy Hill. Aðalhlutverk Julic
Andrews, James Fox og Mary Tylcr Moore.
Sagan gerist á þriðja áratugnum. Millie er ein
af þessum saklausu sveitastúlkum. sem koma
til stórborgarinnar i leit að rikum eiginmanni.
Hún kemst brátt að þvi, að samkcppnin er
hörð og hættur leynast við hvert fótmál. Þýð-
andi Heba Július«ottir.
00.10 Dagskrárlok.
Sunnudagur
29. apríl
17.00 Húsiö á sléttunni. 22. þáttur. í úlfa-
kreppu. Efni 21. þáttar: Ungur búfræðingur,
Jósef Coulter, kemur til Hnetulundar til að
kenna bændum maísrækt. Hann kveðst geta
fengið sáðkorn á vægu verði og býðst til að
sækja það. Þegar Coulter kemur ekki aftur á
tilteknum tima, telja margir bændurnir að
hann hafi svikiö þá, og þeir láta reiði sina bitna
á konu hans, sem er barnshafandi. Karl Ingalls
fer að leita Coulters og finnur hann ósjálf-
bjarga undir kornvagninum, sem hafði oltið.
Þegar bændurnir frétta hvernig i öllu liggur,
eru þeir boðnir og búnir að hjálpa Coulter-
hjónunum. Þýðandi Óskar Ingimarsson.
18.00 Stundin okkar. Umsjónarmaður Svava
Sigurjónsdóttir. Stjórn upptöku Tage
Ammendrup.
Hlé.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Gagn og gaman. Starfsfræðsluþáttur.
Ingvi Ingvason tæknifræðingur og Olfar
Eysteinsson matsveinn lýsa störfum sinum.
Spyrjendur Gestur Kristinsson og Valgerður
Jónsdóttir ásamt hópi barna. Stjórn upptöku
öm Harðarson.
21.20 Alþýöutónlistin. 10. þáttur. „Rythem &
Blues”. Meðal annars sjást í þessum þætti Bo
Diddley, Jerry Wexler, Wilson Pickett, The
Supremes, Aretha Franklin, Stevie Wonder,
Pat Boone, Ike og Tina Turner. Buddy Holly
o.n.
22.10 Svarti-Björn s/h. Sjónvarpsmyndaflokkur
i fjórum þáttum, gerður i samvinnu Svia.
Norðmanna, Þjóðverja og Finna. Handrit
Lars Löfgren og Ingvar Skogsberg, sem einnig
er leikstjóri. Aðalhlutverk Marit Grönhaug,
Björn Endreson, Kjell Stormoen og Áke
Lindman. Fyrsti þáttur. Sagan gerist um
siðustu aldamót. Veriö er að leggja járnbraut
frá Kiruna í Norður Sviþjóð til hafnarbæjarins
Narvikur í Noregi. Hingað kemur alls konar
fólk úr öllum landshlutum i atvinnuleit. Ung
kona, sem kveðst heita Anna Rebekka, gerist
ráðskona hjá einum vinnuflokknum. Enginn
veit, hvaö hún heitir fullu nafni eða hvaðan
hún kemur, og hún hlýtur brátt viðurnefnið
Svarti Björn. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir
(Nordvision — Sænska sjónvarpið).
23.10 Aö kvöldi dags.
23.20 Dagskrárlok.
*
Mánudagur
30. aprfl
20.00 Fréttirog veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson.
21.00 Larry.- Bandarísk sjónvarpskvikmynd frá
árinu 1974, byggð á sannsögulegum at-
burðum. Aðalhlutverk Frederick Forrest og
Tyne Daly. Larry nefnist ungur maður, sem er
færður á geðsjúkrahús. Hann hefur verið á
hæli fyrir vangefna síðan hann var ungbam. í
ljós kemur, að Larry er sæmilega greindur, og
hann tekur miklum framförum á skömmum
tíma. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
22.15 Skautadans. Frá sýningu, sem haldin var
aö loknu heimsmeistaramótinu í listhlaupi á
skautum i Vinarborg i fyrra mánuði. Kynnir
Bjarni Felixson. (Evróvision — Austurríska
sjónvarpið).
Þriðjudagur
1. maí
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar. og dagskrá.
20.30 Lúðrasveit verkalýösins. Hljómleikar i
sjónvarpssal. Stjómandi Ellert Karlsson.
Stjórnandi upptöku Tage Ammendrup.
20.50 Yfirvinna og fjölskyldulff. Viðtals- og
umræðuþáttur. Meðal annarra er rætt við
Víglund Þorsteinsson framkvæmdastjóra, Jón
Kjartansson, formann Verkalýðsfélags Vest-
mannaeyja, og Þóri Einarsson prófessor.
Umsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir.
21.40 Hulduherinn. Sök bitur sekan. Þýðandi
Ellert Sigurbjörnsson.
22.30 Dagskrárlok.
Miðvikudagur
2. maí
18.00 Barbapapa. Endursýndur þáttur úr Stund-
inni okkar frá siðastliðnum sunnudegi.
18.05 Börnin teikna. £ynnir Sigríður Ragna
Sigurðardóttir.
18.15 Hláturleikar. Bandarískur teiknimynda-
flokkur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.40 Knattleikni. í þriðja þætti lýsir Colin Todd
hlutverki varnarleikmanna. Þýðandi og þulur
Guðni Kolbeinsson.
19.05 Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónarmaður
örnólfur Thorlaciuls.
21.00 Lifi Benovský. Lokaþáttur. Að leiðarlok-
um. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
22.05 Fjallabjörninn. Þýsk mynd um bjarndýrs-
veiðar i Himalajafjöllum. Þýðandi Jón Hilmar
Jónsson.
22.50 Dagskrárlok.
Föstudagur
4. maí
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Prúöu leikararnir. Gestur í þessum þætti
er Alice Cooper. Þýðandi Þrándur Thorodd-
sen.
21.00 Kastljós. Þáttur um innlend málefni.
UmsjónarmaðurGuðjón Einarsson.
22.00 Hugsjónamaðurinn. Ný, kanadísk sjón-
varpskvikmynd. Aðalhlutverk Donald Suther-
land. Myndin er um kanadíska lækninn
Norman Bethune og viðburðaríka ævi hans.
Hann starfaði viða, m.a. í fátækrahverfum
Detroit, á Spáni á dögum borgarastyrjaldar-
innar, og loks í Kína. Þýðandi Bogi Arnar
Finnbogason.
23.30 Dagskrárlok.
Laugardagur
5. maf
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson.
18.30 Heiða. Fimmti þáttur. Þýðandi Eiríkur
Haraldsson.
18.55 Enska knattspyrnan
' Hlé.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Stúlka á réttri leið. Bandariskur gaman-
myndaflokkur með Mary Tyler Moore í aðal-
hlutverki. Áttundi þáttur. Þýðandi Kristrún
Þórðardóttir.
20.55 Fleira þarf í dansinn en fagra skóna. Flytj-
endur Dansstúdió 16. Stjóm upptöku Andrés
Indriðason.
21.30 Pörupiltar (The Jokers). Bresk gaman-,
mynd frá árinu 1967. Handrit og leikstjóri
Michael Winner. Aðalhlutverk MichaelCraw-
ford, Oliver Reed og Harry Andrews.
Bræðrunum Michael og Dayid finnst þeir hafa
verið beittir miklum órétti. Þeir hyggjast ná
sér niðri á stjórnvöldum með þvi að fremja
stórkostlegt rán. Þýðandi Ingi Karl Johannes-
son.
23.30 Dagskrárlok.
-..
PORUPILTARNIR—sjónvarp laugardaginn 5. maí:
Ræna skartgrip-
um krúnunnar
Bíómynd sjónvarpsins á laugardags-
kvöldið í næstu viku nefnist Pörupiltar
(The Jokers) og er brezk fráárinu 1967.
Leikstjóri er Michael Winner og samdi
hann einnig handrit. Aðalhlutverkin
leika Oliver Reed, Michael Crawford
og Harry Andrews.
Myndin greinir frá tveim bræðrum
sem hyggjast ræna skartgripum krún-
unnar og skila þeim aftur til þess eins
að láta á sér bera. Eftir miklar ráða-
gerðir láta þeir verða af ráninu en það
fer öðruvísi en þeir ætluðu.
Myndin er mjög fyndin og þeir Reed
og Crawford leika bræðurna sérlega
vel. Kaflinn sem greinir frá ráninu er
einnig spennandi og í heild fær myndin
þrjár og hálfa stjörnu af þeim fjórum
sem kvikmyndahandbók okkar gefur.
Myndin er mjög vel tekin og leikstjórn
er góð að sögn bókarinnar og gefur
höfundur hennar leikstjóranum sin
beztu meðmæli.
Þegar myndin var gerð var Oliver
Reed ekki orðinn eins frægur og hann
er nú. Sem dæmi má taka að í þeim
kvikmyndafræðslubókum sem út
komu fyrir 1970 og eru i eigu Dag-
blaðsins er hans ekki getið að neinu.
Hann var aðallega frægur sviðsleikari
og fróðir menn þóttust sjá að hann ætti
framtíð fyrir sér. En það tók hann ein
tíu ár að slá í gegn. Síðan uppúr 1970
hefur hann verið einn virtasti kvik-
myndaleikari Breta og hefur leikið í
hverri myndinni á fætur annarri. Hann
hefur leikið jafnt skúrka sem blíðlynda
elskhuga og lék einnig í poppmyndinni
Tommy og sýndi þá á sér alveg nýja
hlið. Mótleikkonur hans hafa ekki
verið neinar smástjörnur hin síðari ár.
Má nefna Vanessu Redgrave sem hlaut
óskarsverðlaun i fyrra, Glendu Jackson
Vhmihhhbhí
e1 111 11111111,11
Virðulegur með harðkúluhatt og vindil. Oliver Reed í Tommy.
og Candicc Bergen.Oliver Reed lék eitt
af aðalhluuerkunum í myndinni um
Oliver Twist, sem fékk óskarsverðlaun
sem bezta mynd ársins 1968. DS.
#
%
LARRY—sjónvarp á mánudagskvöldið:
Sá vangefni reyndist heilbrigður
Larry nefnist bandarisk sjónvarps-
kvikmynd frá árinu 1974 sem sýnd
verður í sjónvarpi á mánudagskvöldið.
Aðalhlutverk leika Tyne Daly og Fred-
erick Forrest.
Greint er frá Larry, sem er fullorðinn
maður. Við sjáum hann fyrst þar sem
verið er að koma með hann á geð-
veikrahæli. Larry virðist mjög þroska-
heftur, getur ekki talað og er haltur.
En þegar ein af starfsstúlkum hælis-
ins kemur að honum, þar sem hann
situr og er að lesa í bókaherbergi
hælisins, þykir henni ekki líklegt að
Larry sé í rauninni neitt vangefinn.
Hún fer því fram á það við yfirvöld
hælisins að Larry verði kennt. í ljós
kemur að í rauninni hafði Larry aldrei
verið úrskurðaður vangefinn en þó eru
flestir á hælinu efíns um að takist að
kenna honum nokkuð.
Þeir reynast hins vegar hafa haft
rangt fyrir sér og Larry tekur miklum
og örum framförum.
Myndin er byggð á sannsögulegum um. Þýðandi er Dóra Hafsteinsdóttir.
atburðum sem gerðust í Bandaríkjun- -DS.
Stúlka á hælinu er sannfærð um að hægt sé að kenna Larry en aðrir eru henni eKKi
sammála. Tyne Daly og Frederick Forrest í hlutverkum sínum.
%