Dagblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 4
4 Ferð til sölu Miði sem gildir í hópferð í leiguflugi sumarið 79. Uppl. hjá auglþj. DB í síma 27022. H-665 Lúðrasveitin Svanur auglýsir: Starfrækt- verður á komandi hausti unglingasveit í Svaninum. — Þeim sem áhuga hafa á þátttöku i sveitinni er bent á að láta innrita sig í Vonarstræti 1, mánudaginn 21. maí milli kl. 18 og 20. Uppl. i síma 33867 og 83084 sunnudaginn 20. maí kl. 18—20. Skagaströnd Til sölu einbýlishús á tveimur hæðum, 6 her- bergi og eldhús, kjallari, bílskúr, 950 ferm lóð. Nýlegur bíll kemur til greina upp í greiðslu. Uppl. í síma 95-4673 eftir kl. 7 á kvöldin. Enn aukin þjónusta Höfumopnaó Snxurstöð í Garðábæ Við hliðina á SHELL bensínstöðinni við Vífilsstaðaveg Þar bjóöum við bifreiðaeigendum fjöibreytta þjónustu, meðal annars: • alhiiða smurningsvinnu • loft-og oliusluskipti Smurstöð Garðabæjar • endurnýjun rafgeyma og tilheyrandi hluta Por.t.lnninglKr.gh • viftureimaskipti, rafgeymahleðsla, ofl. ofl. simi: «oh Verið velkomin og reynið þjónustuna hjá liprum og vönum mönnum. VÉLSKÓLI ÍSLANDS Inntökuskilyrði 1. stig: a) Umsækjandi hafi náð 17 ára aldri, b) Umsækj- andi sé ekki haldinn næmum sjúkdómi eða hafi líkams- galla sem geti orðið honum til tálmunar við starf hans. b) Umsækjandi kunni sund. 2. stig: a) Umsækjandi hafi náð 18 ára aldri, b) sama og fyrir 1. stig, c) sama og fyrir 1. stig, d) Umsækjandi hafi lokið miðskólaprófi eða hlotið hliðstæða menntun, e) Umsækjandi hafi eitt af þrennu: 1. Lokið vélstjóranámi 1. stigs með framhaldseinkunn, 2. Öðlast a.m.k. tveggja ára reynslu í meðferð véla eða í vélaviðgerðum og stað- ist inntökupróf við skólann. 3. Lokið eins vetrar námi í verknámsskóla iðnaðar i málmiðnaðargreinum og hlotið a.m.k. 6 mánaða reynslu að auki í meðferð véla eða vélaviðgerðum og staðist sérstakt inntökupróf. Umsóknir Umsóknareyðublöð liggja frammi í skrifstofu skólans í Sjómannaskólanum, 2. hæð. Umsóknir berist skólanum fyrir 10. júní 1979. JCennsla hefst í byrjun september. Skólastjóri. Oliufélaglö Skeljungur hf. V—' DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979. DB á neytendamarkaði Sérstakt hreinsiefni leysir upp hárið: Vrtissótinn stórhættuter Pípulagningamaöur hringdi: Til er á markaðinum sérstakt efni, Drain pipe cleaner (fæst hjá J. Þorláksson & Norðmann), sem er sérstaklega ætlað til að leysa stíflur sem myndast m.a. af hári sem sezt í niðurföll. Ein matskeið af efninu er látin ofan í vatnslásinn og síðan cinum bolla af vatni hellt niður í lásinn. Þetta leysir upp lífrænu efnin en alls ekki þau efni sem eru í pakkning- unni. Stórhættulegt er að nota vítissóta til þess að losa um stífluð niðurföll því smám saman myndar sótinn steinefnasambönd sem setjast eins og sement inn í leiðslurnar. Þið skuluð alls ekki ráðleggja fólki að nota vítissóta — nema hann sé blandaður vatni og blandan soðin áður en henni er hellt í niðurfallið. Við tökum undir orð píparans. Vítissóti er stórhættulegt efni og langbezt að vera ekki með slíkt á heimilinu. Það getur haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar ef börn og óvitar komast í vítissóta, auk þess sem fullorðið fólk getur hæglega slasazt við ógætilega meðferð hans. Ef grannt er skoðað i hillur stór-, verzlana og sérverzlana, i það minnsta i höfuðborginni, má sjálf- sagt finna hreinsiefni fyrir hvaðeina sem hugsanlegt er. Efni þessi eru sum hver mjög dýr í innkaupi en i flestum tilfellum þarf ekki nema mjög litið af efninu hverju sinni þannig að þegar til lengdar lætur er það kannski ekki eins dýrt og það virðist. — Geymið slík efni ávallt á stað sem er öruggur fyrir börnum og óvitum. A.Bj. Heklunál leysti vandann Húsmóðir hringdi: Ég var að lesa ums tifluðu niður- föllin og hárlosið. Það var orðið stífl- iað niðurfallið i baðkerinu hjá mér og |ég leysti málið með því að fiska hárin lupp með langri heklunál. Það er sams konar nál og notuð er i rússneskt hekl. Sótinn hreinasta þjóðráð ístífluð niðurföll S.G. hringdi: 2—3 matskeiðar, út í 1 litra af vatni Ég hef sjálfur lent í svipuðum 0g hella í niðurfallið, bíða í svona vandræðum og lýst er í DB þegar hár 10—15 mínútur og þá má láta heitt stíllar niðurfall í baðkerinu. Mér vatn renna í niðurfallið. Ef þetta ber hefur gefizt vel að hræra vítissóta, ekki árangur er hægt að endurtaka það. Sótinn er alveg þjóðráð og virðist leysa upp hárið. Hann er líka góður til þess að losa fitu úr eldhúsvöskum. Borgames: Verðmerkingar í búðargluggum „Við fórum og könnuðum ástand- ið i búðargluggum hér í Borgarnesi og verður að segjast að ekki vorum við of ánægð. Of margar verzlanir merkja ekki allar vörur sem eru í búðargluggum og allar eiga þær það sammerkt að allar verðmerkingar eru alltof smáar og ógreiniiegar. Við vonum að hér verði breyting til batnaðar framvegis.” Þannig segir frá könnun á verðmerkingu i búðar- gluggum átta verzlana í Borgarnesi í Fréttabréfi Borgarfjarðardeildar Neytendasamtakanna. Af þeim átta búðargluggum sem skoðaðir voru reyndust aðeins tveir vera með 100% verðmerkingu, Shelistöðin og útibú KB. Stjarnan var með 78% verð- merkingu, Kaupfélag Borgfirðinga með 62%, Borgarness Apótek með 52%, Júnó með 35%, Hannyrða- búðin með 21% og ísbjörninn með 17%. Samkvæmt íslenzkum lögum er kaupmönnum skylt að verðmerkja vörur í sýningargluggum. Raddir neytenda Félagar í Borgarfjarðardeild Neyt- endasamtakanna eru nú orðnir 152 talsins, þar af 50 utan Borgarness. Deildin fær í ár 100 þúsund kr. styrk frá Borgarneshreppi en það er um 66% hærri styrkur að krónutölu en í fyrra þannig að styrkurinn heldur vel i við verðbólguna. — Frá þessu segir m.a. í nýútkomnu fréttabréfi Borgar- fjarðardeildarinnar. Þar segir einnig að þótt nokkuð langt hafi liðið frá því síðasta fréttabréf kom út, sem var 20. febrúar, hafi deildin ekki lagzt í dvala heldur hafi fjárskortur valdið töfum á útgáfunni. Aðalfundur Borgarfjarðardeildar- innar verður haldinn i Snorrabúð i dag, laugardaginn 19. maí, kl. 14.00. A.Bj. Egendur olíukyntra húsa: Mánuðurínn um 15 þús. dýrari Olíuverðhækkunin sem varð um næst siðustu helgi hefur reynzt fleirum þung í skauti en bíleigendum. Þeir sem ennþá kynda hús sin með olíu stynja einnig þungt undan hækkuninni. En hversu mikil er hækkunin á verði á olíu fyrir sæmi- legt hús? Erling Sigurðsson hjá Olíuverzlun íslands ságði að hús á til dæmis Eyrarbakka og Stokkseyri væru að meðaltali um 130 fermetra stór. Slík hús notuðu að jafnaði 400 til 440 lítra af olíu á mánuði. Væri þá árseyðsl- unni jafnað úr því köldustu mán- uðina er hún mun meiri, upp í 700 lítra, en þá heitustu ereyðslan minni. Miðað við 400 litra eyðslu á mánuði hækkar oliureikningurinn úr 27.560 krónum í 41.220 eða um 13.660. Miðað við 440 lítra hækkar hins vegar verðið úr 30.316 í 45.342 eða um 15.026 krónur. Mismundur- inn einn þætti víst nóg upphæð fyrir hitaveituna á mánuði í henni Reykja- vík. Samt eru eigendur oliukynntra húsa ekki búnir að bíta úr nálinni ennþá. Gert er ráð t'yrir annarri hækkun eftir svona hálfan annan mánuð og treysta sér fáir til að gizka á hversu mikil hún verður. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.