Dagblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 12
John Chang McCurdy, Halldór Laxness, Magnús Magnússon — tceland, Almenna bókafélagið, 140 bb. ftvers konar bækur vilja útlend- ingar sjá um ísland? Það fer sjálfsagt eftir menntun þeirra, metnaði og löndum — t.d. er Þjóðverjum tamt að skoða okkur gegnum goðsagna- legt sjóngler en Bandaríkjamenn sækja meir í náttúruna. En séu hinir erlendu menn ekki sérfræðilega sinn- aðir og í hópi þeirra sem kallast „venjulegir ferðalangar” (sem okkur finnst meira og minna óvenjulegir), þá held ég að þeir mundu hafa áhuga á að eignast bók um ísland sem inni- héldi hvort tveggja, rækilegar og vel framreiddar upplýsingar um land og þjóð og fjölda vel tekinna litljós- mynda. Því stærra sem brot slíkrar bókar er og því fleiri sem ljósmynd- irnar eru, því eigulegri myndi hún vera. Svo er bara að vita hvort út- lendingarnir treysta sér til aðjpand- era u.þ.b. 50 dollurum í slíkt verk, því á því verði verður sennilega að seljagripinn. Úttekt á landinu Á siðustu árum hafa verið gefnar út margar fallegar bækur um landið, þ.á m. ágætar bækur í handhægu broti frá Iceland Review. Ferðaskrif- stofa ríkisins gaf að mig minnir út bók sem mér er sagt og sé uppseld, Hjálmar Bárðarson gaf út „Jce and Fire” og Almenna bókafélagið stóð fyrir því að hér komst á markað bók eftir tvo Þjóðverja árið 1974, Franz Karl von Linden og ljósmyndara, Weyer að nafni. Sú bók var lengi vel einhver fallegasta úttektin á landinu frá sjónarhóli ferðalangs. En margar þessara bóka eru nánast uppseldar og tími til að gefa út eitthvað nýtt — m.a. vegna þess að miklar framfarir hafa orðið i litprentun síðustu fimm ár eða svo. Ég heid að ekki sé hallað á ofangreindar bækur þótt haldið sé fram að hin nýja bók Almenna bóka- félagsins Iceland sé nú einhver fallegasta bók af þessu tagi sem nú er ámarkaðinum. Sænsk-amerískur Kóreumaður Fer þar saman næm og oft innblás- in myndataka, mjög læsilegur texti Magnúsar Magnússonar og svo uppsetning efnisins, pappír o.fl. Ljósmyndarinn er John Chang McCurdy, amerískur Kóreumaður með aðsetur í Uppsölum í Svíþjóð og hefur hann undir belti ljósmynda og listnám bæði i Bandaríkjunum og Svíþjóð, sýningu í San Francisco nútímalistasafninu, svo og mynda- bækur fyrir McGraw-Hill og Time- Life. Mér er kunnugt um að þessar myndir McCurdys lágu hér í ein þrjú ár þar sem höfundur vildi sæta lagi og sýna þær opinberlega við útkomu bókarinnar. Ekki hefur orðið úr því en myndirnar eru biðinnar virði. Þó er McCurdy mistækur. Portrett- myndir hans eru t.d. meira og minna misheppnaðar, sennilega vegna þess að hann þekkir ekki fólk það sem HaUdór Laxness — skrifar formála. hann ljósmyndar og nokkrar aðrar myndir af fólki skilja ekki mikið eftir hjá manni. En það er hins vegar i landslagsmyndunum sem McCurdy er í essinu sínu. Skerpa og mýkt Hann skoðar landið út frá öðrum sjónarhornum en við erum vön og í myndum hans er einkennilegur blendingur skerpu og mýktar. McCurdy tekst einnig að hafa hendur á þeirri undarlegu birtu sem einkenn- ir hálendi fslands á vori og úthall- andi sumri — hann ljósmyndar dala- læðu, mistur og rigningarsudda, en dregur fram í öllu þessu litrófið. Bók menntir Magnús Magnússon, höfundur megintexta. Hann fínnur meira að segja liti í landinu sem ég hef aldrei séð fyrr. Þeim hefur svo Mondadori prent- fabrikkan á Ítalíu komið til skUa með þeim ágætum sem hún er þekkt fyrir. Formáli HaUdórs Laxness er bæði stuttur og kyndugur. Chang McCurdy virðist hafa töfrað hann upp úr skónum með því að skríða undir mublumar heima hjá honum og taka af honum mynd. Halldór viðurkennir fúslega að hann hafi lítið um ljósmyndun að segja og endar á því að bera McCurdy saman við Rembrandt — sem er kannski óþarf- lega langsótt. Leikni En texti Magnúsar Magnússonar er hreint afbragð — fróðlegur, skrifaður af leikni og kryddaður með’ persónulegum athugasemdum og kímni. Lipurð málsins ber vott um að hér sé upprunalegur enskur texti á ferðinni en ekki þýðing af íslensku — en í mörgum tilfellum eru hinir síðar- nefndu uppfullir af sérvisku. Hér er ekki gerð tilraun til að fjaUa á tæm- andi hátt um ísland og eflaust munu margir sakna einhvers í upplýsingum Magnúsar. Þetta er fyrst og fremst| stemmning í bókarformi. Og sem slík er hún í sérflokki. I miðju kafi brems Ný útgáfa á „Kvæðum'’ Þórarins Eldjárn Ein af skemmtilegri Ijóðabókum --------------—-— ársins 1974var tvímælalaust kver það sem Þórarinn Eldjárn sendi frá sér undir þvi hógværa nafni „Kvæði” og sum ljóðin urðu þegar fleyg, t.a.m. Möwekvæðið, Roy og Trigger og Sveinbjöm Egilsson. Upplestrar höfundar á kvæðunum á samkomum Listaskáldanna vondu juku enn á vinsældir þeirra og þrjár prentanir á bókinni ruku út á skömmum tíma. Nú hefur Iðunn sent frá sér nýja út- gáfu af þessum kvæðum Þórarins með nýjum teikningum eftir Sigrúnu Edljárn. Mikið lifandis skelfing er þessi bók enn frískandi, þótt fimm ár séu liðin frá útkomu hennar og enn standa bækur Þórarins einar og sér í íslenskri ljóðagerð því enginn hefur .. lagt út á hála brautina í fótspor hans. Slagarar Mynd úr bókinni Það sem Þórarinn gerir í raun er að sameina gamla góða hagyrðinginn og nútímavitund í sinni víðustu mynd — eins og t.d. MacLuhan lýsir henni. Honum er jafntamt að leggja út af Númarímum sem Disneylandi og í stuttu ljóði um Gretti og Glám má finna tilvísanir í fæðingu Jesú, Grettis sögu, pilluát nútímamanna og e.t.v. kynvillu og loks er klykkt út með nýlegum slagara: Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig / ef þú meinar ekki neitt með því. Við þetta verður hin upphaflega saga að vísu ' hlægileg en hún fær nýja og nútíma- lega merkingu í staðinn — og það eru ekki slæm býtti. AUt er vatn á myllu Þórarins og sérstaklega leitar hann fanga i alls kyns sögum og ævintýr- um og tekur tU endurskoðunar það sem í þeim gerist. Oftast kemst hann að þeirri niðurstöðu að ekki sé aUt sem sýnist í þeim verkum. Katanes- dýrið verður hugarburður þeirra sem ganga með slæma samvisku, Palli sá sem einn var í heiminum er fangi í „dauðum hlutaheimi”, lífsspeki Jónatans Livingstons mávs er bara „blöff” og sagan af Hans og Grétu verður m.a. hugleiðing um stjóm- málamenn og megrun. Ekki má heldur gleyma Tarsan nýlendukúgara og Roy Rogers og hestinum Trigger, sem gerir uppsteyt gegn húsbónda sínum. Mildir tónar Lipur þenni og andleg ærsl setja mikinn svip á þessi kvæði og til þeirra leitar maður aftur og aftur, sér til geðbótar. Þau systkinin Þórarinn og Sigrún hafa hingað tU verið ansi sam- hent og svo er einnig í þessari nýju út- gáfu. Sigrún fylgir eftir hinum skringUegu samskeytingum bróður síns með einföldum en þó hugmynda- ríkum myndum. Enn er dálitla stífni að finna í teikningu hennar, en þó ber meira á notkun mildra tóna en áður og er það allt til bóta. Einna best finnst mér henni takast upp í „Miðju kafi brems”, „f gleraugnavtrslun ísafjarðar” og „Kvæðinu um Tarsan”. SKYNDIMYNMR Vandaðar litmyndir i öll skírteini. barna&f jölskyldu - Ijósmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1979. HOOKfcR OOESTO ^ WflSHIHCTOH l»ey He*tíi<:rt»o NÆTUR- SALA Opin fimmtudaga og sunnudaga frá kl. 24.00—4.00, föstudaga og laugardaga frá kl. 24.00—5.00. Fjölbreyttur matseðill. Njótið veiting- anna i rúmgóðum húsakynnum! Sendum heim ef óskað er! SlMI 72177. Sunday intheCountry smiiljukaítl ** SMIÐJUVEGI 14 Enn aukin þjónusta Höfum opnaó SmurstöÖ i GarÖábæ Við hliðina á SHELL bensínstöðinni við Vífilsstaðaveg Þar bjóðum viö bifreiðaeigendum fjölbreytta þjónustu, meðal annars: • alhliðasmurningsvinnu • loft-og olíusíuskipti • endurnýjun rafgeyma og tilheyrandi hluta • viftureimaskipti, rafgeymahleðsla, ofl. ofl. Olíufélagið Skeljungur hf. Smurstöö Garðabæjar Þorsteinn Ingi Kragh Sími: 42074 Verið velkomin og reynið þjónustuna hjá liprum og vönum mönnum. LITSJOIMVARPSTÆKI 20" Kr. 425.000.- moö 22" Kr. 499.000.- sjálfvirkum 26" Kr. 549.000.- stöövarveljara SJONVARPSBUÐIN BORGARTUNI 18 REYKJAVIK SIMI 27099 Stúdentabréfahnífurinn úrsilfri Magnús E. Baldvinsson s/f Laugavegi 8 — Sími 22804. PÖSTSENDUM. KYNNING LANDS 0G LYÐSC Ný bók um ísland }

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.