Dagblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 28
Kratar káfuðu frum- varpi Steingríms —sem gaf sig ásamt Lúðvík seint í gærkvöldi eftir upplausn á þingi Alþýðuflokksmenn knúðu seint i gærkvöldi fram, að hið umdeilda frumvarp Steingrims Hermannssonar landbúnaðarráðherra um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins og lán vegna útflutningsuppbóta var tekið út af dagskrá og verður ekki afgreitt.. á þessu þingi, að sögn alþýðuflokks- þingmanna i gærkvöldi. Tíndust al- þýðuflokksmenn þá aftur inn í sal neðri deildar, en þeir höfðu gengið út flestir ásamt þorra sjálfstæðismanna til að mótmæla aðferðum forseta deildarinnar, Ingvars Gislasonar (F), við atkvæðagrciðslur, í einu mesta upphlaupi þingsögunnar. Samþykkt hafði verið breytingar- tillaga frá Sighvati Björgvinssyni (A), almennt orðuð um, að Sexmanna- nefnd kynnti sér fjárhagslegan vanda bænda og gerði tillögur til ríkis- stjórnarinnar, „svo timanlega að færi gefist á að taka afstöðu til hugs- anlégrar fjárhagslegrar fyrirgreiðslu” við afgreiðslu næstu fjárlaga. Þessi tillaga var samþykkt með 18 at- kvæðum gegn 15, 3 sátu hjá og 4 voru fjarstaddir. Tillaga Sighvats var um orðalag á _,,ákvæði til bráða- birgða” í frumvarpinu. Þá lá fyrir til- laga frá landbúnaðarnefnd, sem hófst svo: „Við ákvæði til bráða- birgða. Aftan viö ákvæðið bætist ný málsgrein.” Þar var lagt til, að heim- ild yrði veitt til að taka 3ja milljarða lán fyrir útflutningsuppbætur. Þorri alþýðuflokks- og sjálfstæðismanna var andvígur lántökunni og taldi, að þessi tillaga væri úr leik, þar sem orðalag ákvæða til bráðabirgða hefði verið endanlega ákveðið með sam- þykkt á tillögu Sighvats. Garðar og Eðvarð skiluðu sér Forsetinn, Ingvar Gislason, bar til- lögu nefndarinnar samt upp, og var hún samþykkt með 18 atkvæðum gegn 17, einn sat hjá og 4 voru fjar- staddir. Alþýðubandalagsmennirnir' Eðvarð Sigurðsson og Garðar Sig- urðsson greiddu atkvæði með tillög- unni eins og flokksbræður þeirra og framsóknarmenn, en þeir höfðu setið hjá við atkvæðagreiðslu um 3,5 millj- arða lán við 2. umræðu, og vógu at- kvæði þeirra þungt, eins og DB greindi frá i gær. Alþýðuflokks- og sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn þessu nema Finnur Torft Stef- ánsson (A), Eggert Haukdal (S) og Friðjón Þórðarson (S), sem voru með, og Gunnlaugur Stefánsson (A), sem var á móti. Hvert atkvæði hafði að sjálfsögðu úrslitagildi. Bar forseti þá upp ákvæði til bráðabirgða i heild þannig orðað, og var það samþykkt með 17 atkvæðum gegn 16, 3 sátu hjá, Gunnar Thor- oddsen (S), Friðjón Þórðarson (S) og Gunnlaugur Stefánsson (A), 4 voru fjarstaddir. Gekk þorri alþýðu- flokks- og sjálfstæðismanna þá úr þingsal við hávær mótmæli. Ingvar reyndi að gera frumvarpið upp til lokaafgreiðslu í deildinni, en þá voru ekki nógu margir þingmenn mættir, til að lögmæt atkvæðagreiðsla gæti farið fram. Rúmur helmingur þarf að taka þátt í atkvæðagreiðslu. Gerðust nú tíðindi í bakherbergj- um þings, og fór svo, að kratar knúðu sitt fram. -HH Hefnd Framsóknar — stöðvaði eftir- launafrumvarpið í hefndarskyni fyrir, að kratar stöðv uðu frumvarpið um Framleiðsluráð hafa framsóknarmenn nú stöðvað framgang frumvarps Magnúsar H Magnússonar um eftirlaun aldraðra Frumvarpið kemur ekki á dagskrá í dág samkvæmt þeirri prentuðu dagskrá sem fyrir liggur, og kemst því ekki gegn. Framsóknarmenn standa einnig fyrir þófi í Laxalónsmálinu. - HH Vestfirðir ígær: Fjórtánmanns ogfjögur smábörn f öst íkafaldsbyl Fjórtán manns og fjögur smábörn urðu að halda kyrru fyrir í bílum sínum í stórhrið á Kletthálsi, milli Kolla- fjarðar vestri og Skálmarfjarðar, er skall þar á skömmu eftir hádegi í gær. Fólkið var á leið til Patreksfjarðar og ísafjarðar og losnaði ekki úr prísund- inni fyrr en um miðnætti í nótt. Að sögn Braga Thoroddsen, vega- verkstjóra á Patreksfirði, var tal- stöðvarbíll með„l þessara fimm og var því hægt að hafa samband við fólkið. Leið því eftir atvikum vel, frost var lítiðsem ekkert, en kafaldsbylur. Þá voru tveir bílar fastir á Dynj- andisheiði, en þeir komust leiðar sinnar eftir stutta töf. Að sögn Braga hafa heiðar allar á Vestfjörðum verið mokaðar nánast daglega og sagði hann kostnaðinn vera orðinn gífurlegan. Betra veður var komið á þessum slóðurn í dag og vonast Vestfirðingar til þess að vera sloppnir í bili a.m.k. - HP BLAÐIÐ Móttaka smá- auglýsinga Móttaka smáauglýsinga DB verður opin í dag til kl. 18. Á, morgun verður opið kl. 18—22] fyrir auglýsingar, sem eiga að koma í næsta blaði — á föstudag- inn 25. maí. ur. Galsi hljóp I ýmsa sem ferðuðust I gær á öðru en bilum. Eftir sem áður er svo rikt i mönnum að koma við á einn hestamannanna tölti inn á benslnstöð til að láta kanna hvort oliu vantaði á klárana. Dræm þátttaka í mótmælaaðgerðum FÍB í gær: Þó mesta samstaða til þessa Talsvert meiri fólksflutningar voru með strætisvögnum á borgarsvæðinu í gær, mótmæladag FÍB við bensínverð- jnu, en venjulega daga. Þó skapaðist hvergi það ástand að ástæða væri til að skjóta inn aukavögnum. ( Umferð einkabUa var nokkru minni, en sem kunnugt er hafði FÍB hvatt bíl- eigendur til að skUja þá eftir heima og koma sér til vinnu með öðrum hætti. Hryssingslegt veður mun vafalítið hafa átt sinn þátt í að þátttaka í mót- mælaaðgerðunum varð svo dræm, en hvað um það gripu margir til strætis- vagnanna, reiðhjóla og jafnvel hesta, fyrir utan þá sem gengu til tilbreyt- ingar. Eftir atvikum eru forráðamenn FÍB þó ánægðir með útkomuna enda hafa bíleigendur aldrei sýnt samstöðu sem þessa hingaðtil. -GS Jfi Tómafbúðin: m'i'Klsas:** „Það var ekkert athugavert við at- hæfi leigusala íbúðarinnar við Vita- stíg," sagði tengdasonur eiganda íbúðarinnar í morgun, en DB skýrði frá því í gær að ungur Rcykvikingur hefði komið að ibúð sinni tóntri er hann kom úrleyft. „Með þcssari frétt er aðeins verið áð gera éigendur íbúðarinnar tor- aryggilega. En ióhann iósefsson liafði alls ekki verið leigjandi íbúðar- innar og hafði engan leigusamning. Málavextir voru þeb. að ung kona hafði leigt ibúðina, en hún fór til útlanda fyrir ári. Þá var óljóst hve hún yrði lengi. Hún fór fram á það við eigendur að fá að geyma búslóð sina 1 ibúðinni gegn sama leigugjaldi ogvar þaðsamþykkt.- Stúlkunni var gerð grein fyrir þvi að cf eigendur þyrftu að nota Sbúðina, yrði hún að rýma hana. Síðar gerist það að ættingjar stúlk- unnar koma aö máti við cigendur og spyrja hvort Jóhann megi dvelja í íbúðinni og var gefið munnlegt sam- þýkki fyrir því. Jóhanh notaöi búslóð stúlkunnar. Jóhanni var einnig gerð grein fyrir því að hann yrði að fara ef eigendur þyrftu að nota íbúðina. Jóhanni var siðan tilkynnt um síð- ustu mánaðamót þegar greitt var að hann yrði að fara. Þaö voru siðan ættingjar'stúlkunnar sem fjarlægðu búslóð hennar. Engir hlutir Jóhanns hafa „gufað upp”, eins og látið er liggja að.” - JH frýálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ1979. Kappsigling niöur Laxá í Aðaldal Niður flúðir, foss og ýmsar torfær- ur, munu væntanlegir keppendur í fyrirhugaðri siglingakeppni niður Laxá í Aðaldal, þurfa að sigla laugardaginn 2. júní, ef snjóa hefur þá leyst sæmi- lega við ána. Það er nýstofnuð Hjálparsveit skáta í Aðaldal, sem stendur fyrir keppninni í fjáröflunarskyni og er fyrirhugað að hún verði árleg, ef vel tekst til nú, að sögn Péturs Skúlasonar, eins sveitar- manna. Keppt verður í fimm flokkum, eins og tveggja manna kajaka, eins og tveggja manna gúmmíbáta og pramma- flokki. Keppt verður eftir alþjóðaregl- um. Þátttöku þarf að tilkynna í sima 43562 eða 43573, með svæðisnúmerinu 96, í dagogá morgun. Viðri ekki til keppni á tilsettum tíma verður í lengsta lagi hægt að fresta henni til 9. júní, vegna veiðiskaparins í ánni. - GS Útvarpið: Páli Heiðari sagtupp Páli Heiðari Jónssyni, öðrum um- sjónarmanni þáttarins Morgunpóstur- inn í útvarpi hefur verið sagt upp störf- um frá og með 1. nóvember nk. Mun uppsögn hans vera „formsat- riði” þar eð samningur hans við Ríkis- útvarpið endurnýjast sjálfkrafa verði honum ekki sagt upp nú, með sex mán- aða fyrirvara. Páll Heiðar vildi í morg- un ekki tjá sig um hvers vegna honum væri sagt upp störfum nú, en hinn um- sjónarmaður þáttarins, Sigmar B. Hauksson, er lausráðinn starfsmaður við Ríkisútvarpið. Heyrzt hefur, að Páll Heiðar sé ómyrkur í máli um gæði dagskrár og vinnuaðstöðu í útvarpinu og það m.a. eigi þátt í væntanlegri breytingu á hans högum þar. - HP ísbjörn á Ströndum? Svipumst um þegar veðri slotar „Ætli við svipumst ekki um eftir birninum um leið og veðri slotar eitt- hvað — sem stendur gefur ekki til þess, enda blindbylur,” sagði Sævar Guð- mundsson, 17 ára bóndasonur í Mun- aðarnesi í Árneshreppi á Ströndum, i samtali við DB í gær. Nærri bænum Seljanesi á Ströndum fannst um helgina skítur úr bjarndýri ogsporeftir „eigandann”. Rifjaðist þá upp fyrir heimilisfólki í Munaðarnesi, að í vetur taldi það sig hafa heyrt í ís- birni á ísnum á Ingólfsfirði. „Það hefur ekkert sézt til bjarnar-. ins,” sagði Sævar í samtalinu við DB, ,,en það er líklegt að hann sé hér ein- hvers staðar að flækjast. Ingólfs- fjörður er hálffullur af ís, svo hann gæti verið þar úti einhvers staðar.” -ÓV

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.