Dagblaðið - 26.05.1979, Page 2

Dagblaðið - 26.05.1979, Page 2
2 / Sinubrennarar —fáránleg grein húsmóður Dóra Ingólfsdóttir, Hverfisgötu 41 Hafnarfirði, hringdi: Þriðjudaginn 22. maí las ég bréf á lesendasíðunni um fjárhagslega ábyrgð foreldra sinubrennara. Þessi grein fannst mér hreint fárán- leg og mjög harðorð. Þykir mér auð- séð að þessi húsmóðir í Bústaða- hverfinu eigi engin börn því ef svo væri vissu hún að ekki er hægt að fylgjast með hverju skrefi og hverri athöfn 10 ára gamalla barna. Ég á sjálf dóttur sem lenti í þvi óláni að kveikja i stóru svæði skógræktar Hafnarfjarðar fyrir stuttu eins og ef- laust flestir muna. Þetta var hræði- legt en jafnvel þótt ég sé heimavinn- andi húsmóðir allan daginn get ég ekki frekar en aðrir foreldrar fylgzt með hverju spori barna minna og eld- spýtur eru^seldar í hverri verzlun og auðvelt að ná í þær. En vonandi á þessi kona eftir að eignat sjálf börn og geri ég þá ráð fyrir að viðhorf hennar til þessara hluta breytist. Umferðarplága —utanbæjarbflar Ökumaður skrifar: Um þetta leyti árs birtist ökumönn- um á höfuðborgarsvæðinu árviss plága, það er að nú streyma til borg- arinnar bilar með Norður, Vestur- og Austurlandsnúmerum. Margir þessara ökumanna aka ágætlega en þó er það svo að ólrúlega margir þeirra aka hreint eins og naut í glervöruverzlun. j dag, þriðjudag 22. mai, varð ég vitni að þvi á innan við tíu minútum að þrír A-bílar sýndu ótrúlegustu lislir hér í borginni. Sá fyrsti, hvitur Volvo station, stóð á gatnamótum Fellsmúla og Háaleitisbrautar. Fyrir aftan hann var löng röð af bilum. Margoft sleppti þessi ökuntaður tækifærum til að halda áfram för sinni og leit einna helzt út fyrir að hann ætlaði að bíða þess aðallir aðrir ökumenn í borginni væru búnir að stöðva bíla sina og yfirgefa þá áður en hann héldi áfram. Annar var gulur SAAB. Hann ók á ofsahraða eftir Miklubrautinni frá Háaleitisbraut i átl að Kringlumýrarbraut. Skipti hann i sifellu um akreinar og þræddi milli bila á vægast sagt ruddalegan hált. Og allan timann logaði stcfnu- Ijós hans í sömu átt, til hægri, en hann beygði siðan til vinstri inn á Kringlumýrarbraut og enn logaði hægra stefnuljós. Sá þriðji var blágrár Mercedes Benz fólksbill. Hann kom akandi norður Kringluntýrarbraut, frá Kópavogi. Rétt norðan við Nesti er ekið af Kringlumýrarbraut yfir á Reykjanesbraut. Þar beygði þessi ökumaður, tók U-beygju og sneri nú aftur i átt til Kópavogs. Þetta gerði hann án þess að gæta þess að eftir Kringlumýrarbrautinni komu þó nokkrir bilar akandi suður úr. Þeir urðu náttúrlega að snarhemla og ckki var það ökumanni A-bílsins að þakka að ekki varð þarna unitals- verður árekstur margra bíla. Enginn ætlast til að ökumenn, sem óvanir eru akstri i umferðaröngþveiti höfuðborgarsvæðisins, geti allt i einu ekið eins og þeir sem vanir eru cn þetta er þó einum of mikið af þvi góða. Vlörgum utanbæjarmanninum veitist erfitt að átta sig á umferðinni i Reykjavik og getur hún vafalaust gert margan ruglaðan. GOTT POPP 4 FÖSTUDÖGUM Silla, Liija og inga skrii'a: Aftur og aftur ciuin við að rcka augun í jvað að fólk kvartar yllr föstudagspoppinu. En sú eigingirni. Getur þetta blcssaða fólk ekki hugsað um annað en sjálfl sig? Fimrn daga vikunnar hefur það tækifæri til að hlusta á létta tónlist. Gctur það þá ekki unnt f'ólki sem hlustar á aðeins þyngri tónlist cins dags í viku án þess að þurfa að ksarta og kveina ylir því? Það cr langt Irá þ\ i að við höfunt eitthvað á nióti léttri lónlist cn \ ið og Dóra Jónsdóttir, umsjónarmaður föstudagspopps. Mynd Bj.Bj. ntargir aðrir viljum einnig hlusta á eitthvað þyngra. Við biðjunt þvi þetta fólk vinsamlegast að leyfa okkur að hafa þennan eina klukku- tíma af vikunni (fyrir utan Áfanga). Við bcndum á að mjög auðvelt er að skrúfa niður í útvarpinu. Að endingu viljum við þakka Dóru l'yrir mjög góða poppþætti á föslu- dögum. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1979. Oft og iðulega hefur slökkviliðið verið kallað út til þess að slökkva elda sem börn hafa kveikt á viðavangi. Hárgreiðslukeppnin —ekki sýnd í sjónvarpi 6721—3068 úti á landi hringdi: Mig langar til þess að vita hvers vegna sjónvarpið tók ekki upp ís- landsmeistarakeppnina i hárgreiðslu sem fór fram i Reykjavík fyrir stuttu. Við úti á landi höfum alveg eins mikinn áhuga á þessum málum og Reykvíkingar og er því sjónvarpið eini fjölmiðillinn sem getur gert okkur kleift að vera áhorfcndur lika. DB leitaði til Björns Baldursson- ar, dagskrárritara sjónvarpsins, og sagði hann ástæðuna fyrst og fremst vera þá að sjónvarpið sýndi þált fyrir skömmu, Hár ’79, þar sem helzlu hárgreiðslumeistarar komu fram og sýndu það nýjasta í hárgreiðslu. Fannst þeim því ekki ástæða til þess að taka þetta upp. urost varo enn etnu stnnt stgurvegart I keppninni. Mynd Bj.Bj. Sóðaskapur við Elliðaámar —vegna ólokinna f ramkvæmda Náttúruunnandi skrifar: Oft verður mér og fleirum gengið meðfram Elliðaánum og ekki hvað sizl á vorin. Þar er margt að sjá og ol'tast Iriður og ró þangað til sl. sumar. Þá var byrjað þar á verki scnt cnn er ckki lokið og er Ijótt að sjá allan frágang á því. Þar á ég við endurnýjun þrýstivatnspipunnar frá stíflunni og ofan í stöðina. Þessu átti að ljúka sl. haust en blessaðir menn- irnir máttu ekki vera að þvi og ekki máttu þeir heldur vera að þvi að hreinsa allt járnadraslið og fúnu spýl- urnar úr gamla stokknum sem flæðir þarna yfir allt svo skömm er að. Allt þetta svæði er nú einn svartur niold- arbingur svo að ef vind hreyfir er moldrokið slikt að ekki er nærri komandi. í miðju þessu svínaríi trjónar svo félagsheimili Rafmagns- veitu Reykjavíkur með einhvem þann Ijótasta frágang utanhúss sem unt getur. Er þó mikið sagt því víða er pottur brotinn i þvi efni á okkar kalda landi. Einhverntíma sl. haust var sagl frá þessum framkvæmdum i sjónvarpinu og sýndar myndir og býsnazt yfir öllu saman. Passað var samt að láta ekki subbuskapinn sjást. Fólk ætti að forðast að leggja leið sina inn að Elliðaám i sumar því þar er Ijótt um að litast og vegurinn oftast ófær á þessu svæði. Að lokum skora ég á alla aðila, sem þarna eiga hlut að máli, að hraða þessu verki. Fegrunar- nefnd, Umhverfisverndarráð, Elinu Pálmadóttur og fleiri sem eitthvað geta í málinu gert vil ég skora á að ýta við þessu svo að ég og fleiri náttúru- unnendur getum farið aftur að ganga meðfram Elliðaánum. y V

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.