Dagblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1979. Hvað er húseigendatrygging? TJONK) VERÐUR AÐ BYRJAINNAN VEGGJA V STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA Stöður félagsráðgjafa og sálfræðings (hálft starf) eru lausar til umsóknar hjá félaginu. Ráðið verður í stöðurnar frá og með 1. sept- ember næstkomandi, laun samkvæmt launa- kerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýs- ingar veittar á skrifstofu félagsins, Laugavegi 11. AUGLÝSING um aðalskoðun bifreiða í Hafnar- firði, Garðakaupstað, á Seltjarn- arnesi og í Kjósarsýslu í júní og júlí 1979. Skodun fer fram sem hér segir: Seltjarnames: Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Skoðun fer fram við íþróttahúsið. Mosfells-, Kjalarnes- og Kjósarhreppur: Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Skoðun fer fram við Hlégarð i Mosfellshreppi. Hafnarfjörður, Garðakaupstaður og Bessastaðahreppur: Mánudagur I8. júni G—5251 til G—5400 Þriðjudagur I9. júní G-5401 tilG-5550 Miðvikudagur 20. júni G-555I tilG-5700 Fimmludagur 21. júni G-5701 tilG-5850 Föstudagur 22. júni G—5851 lilG—6000 Mánudagur 25. júni G—6001 til G—6150 Þriðjudagur 26. júni G—6151 tilG—630C Miðvikudagur 27. júni G—630I tilG-6450 Fimmtudagur 28. júni G—6451 tiiG—6600 Föstudagur 29. júni G—660] tilG—6750 Mánudagur 2. júli G—6751 tilG—6850 Þriðjudagur 3. júli G—6851 tilG—6950 Miðvikudagur 4. júlí G—6951 tilG—7050 Fimmtudagur 5. júli G—7051 tilG-7150 Föstudagur 6. júlí G—7151 tilG—7250 Skoðun fcr fram við Suðurgötu 8, Hafnarfirði. Skoðun fer fram frá kl. 8.15—12.00 og 13.00—16.00 á öllum skoðunarstöðum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bif- reiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið séu í gildi. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum sam- kvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Hlé verður gert á bifreiðaskoðun í þessu umdæmi frá 6. júlí nk. og verður framhald skoðunar auglýst síðar. Þetta tiikynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Seltjarnarnesi. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu, 22. maí 1979. Einar Ingimundarson. wmmmrr.-'-aammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmma^mmmmmmmm^mmmmm 5. júni 6. juní 7. júni 11. júni 12. júní 13. júní 14. júní Þær heimilis- og húseigendairygg- ingar sem boðið er upp á hér á landi eru mjög svipaðar á milli trygginga- félaga og verð þeirra svipað. Þó munar örlitlu þar á. Húseigenda- tryggingar Húseigendatryggingar bæta mönn- um það tjón sem verður á húsi þeirra eða ibúð. Tjónið sem menn verða fyrir á íbúð eða húsi fæst nær aldrei bætt nema það eigi upptök sín innan veggja hússins eða sé af völdum ibú- anna eða húsmuna. Þannig fá menn bætt vatnstjón sem stafar af sprung- inni leiðslu i vegg en ekki ef það stafar af flóði vegna rigningar. Skilmálar tryggingafélaganna Sjóvá, Hagtryggingar, Almennra trygginga, Tryggingar, Samvinnu- t rygginga, Tryggingamiðstöðvarinn- ar og Ábyrgðar eru þeir sömu í hús- eigandatryggingu. Nánar um þá: Tryggingin tryggir sjö tegundir óhappa i stórum dráttum. Það eru óhöpp vegna vatns, foks, innbrots og sótfalls, en auk þess ergler, húsaleiga og verknaður húseigenda tryggðir. Vatnstryggingin bætir fólki þann skaða sem verður af vatni ef það á upptök sin innan veggja heimilisins. Ef eitthvert stykki bilar bætist það ekki þar sem telja má bilunina van- rækslu á viðhaldi en allt það tjón sem bilunin veldur og frágangur nýs tækis þannig að húsið sé ekki síðra en það var er bætt. Glertrygging bætir það tjón sem verður á gleri eftir að því hefur endanlega verið komið fyrir. Þó ekki ef glerið rispast án þess að brotna, ekki ef það þenst, ekki ef tjónið orsakast af eldi eða öðru því sem lög- boðin brunatrygging felur í sér, ekki ef tjónið verður af völdum bygg- ingarframkvæmda, eða af hitun. Foktryggingin bætir það tjón sem ofviðri veldur. Er þá miðað við að vindur sé ll vindstig samkvæmt mælingum Veðurstofu. Einnig er bætt ef rigning með ofsaroki veldur skemmdum. Þó eru ekki bætt loftnet á þökum og fánastengur. Húsaleigutrygging felur i sér að ef húseigandi þarf að flytja úr húsi sínu vegna tryggðs tjóns fái hann greidda leigu i öðru húsi. Þó ekki í lengri tima en hálft ár og ekki fyrir meiri upphæð en nemur 6 0/00 (6 prómillumjaf vátryggingarupphæð. Innbrotstrygging bætir það tjón sem verður vegna innbrots með því að brotnar séu upp dyr eða farið inn um op sem ekki eru ætluð til inn- göngu. Sótfallstrygging bætir það tjón sem verður vegna sótfalls frá kyndi- tækjum eða eldstæðum. Ábyrgflartrygging bætir það tjón sem húseigandi eða fjölskylda hans veldur öðrum og rekja má til húseign- arinnar. Til dæmis ef maður á ibúð í blokk og annar maður í heimsókn dettur i stiganum. Ástæðan fyrir því að hann datt er vanræksla á að skipta um teppi eða eitthvað slíkt. Séu menn með húseigendatryggingu á trygg- ignafélagið rétt á þvi að annast máls- vörn sem upp kann að rísa. Ef fólk hefur ástæðu til að ætla að svo mikið sé ógert i húsum þeirra að meiri hætta sé á óhöppum vegna van- rækslu en almennt gerist verður það að tryggja það sérstaklega. Ábyrgðartryggingin tekur ekki til tjóns sem heimilismenn verða fyrir sjálfir. Til þess verður að tryggja sér- staklega. Ekki er heldur bætt það tjón sem verður i húsum tryggðs manns af völdum elds, mengunar og sprenginga. Heimilistrygging við- komandi manna mundi aftur á móti greiða bætur fyrir slikt tjón. Sameiginleg ákvæði fyrir þessar sjö greinar eru að ef ásetningur eða stórfellt gáleysi tryggðs manns veldur tjóninu á hann engar kröfur á hendur tryggingafélaginu. Þá ekki heldur ef óhöpp eru af völdum náttúruham- fara, viðbygginga eða þess að ekki hafi verið reynt að koma í veg fyrir tjón þótt það hafí verið hægt. Ef tryggingartaki gefur ekki réttar upp- lýsingar glatar hann einnig rétti sín- um. - DS Er betra að lryRRja húsin og fá sumt bætt með þvi og annað ekki en að tryggja þau alls ekki? Þeirri spurningu verður hver að svara fyrir sig. DB-mynd Hörður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.