Dagblaðið - 26.05.1979, Síða 7

Dagblaðið - 26.05.1979, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. MAÍ1979. 7 Elnn keppendanna f kassabflarallinu. Fyrsta kassabíla- rall á íslandi Kópavogshælinu Um helgina halda skátar fyrsta kassabílarall á islandi. Rallið er haldið til að vekja athygli á fjársöfnuninni Gleymt—Gleymdara—Gleymdast sem haldin er til styrktar Kópavogshælinu. Fjárins verður aflað með sölu styrktar- miða, sem jafnframt eru happdrættis- miðar. Keppnin hefst kl. 16 í dag og mun Magnús Magnússon heilbrigðis- ráðherra setja keppnina og ræsa fyrsta bílinn. Ekið verður sem leið liggur frá Hveragerði, upp Kamba, yfir Hellis- heiði og verður áð í Hveradölum í skála Dalbúa, Dalakoti, (gegnt skíðaskálan- um í Hveradölum). Þar verður haldin kvöldvaka og er hún öllum opin. Fyrsti bíll verður síðan ræstur frá Dalakoti kl. 4 á sunnudagsmorgni og verður haldið áleiðis að Kópavogshælinu. Verða bíl- stjóramir að leysa ýmsar þrautir á leið- inni, meðal annars að fara yfir vatns- föll. Fyrsti bíll mun svo koma að Kópa- vogshælinu um kl. 14 á sunnudag. Þar verður kaffisala, hlaðborð og ýmis skemmtiatriði. Styrktarmiðar verða seldir á Stór-Reykjavíkursvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og Hveragerði. Söfnunin stendur til 1. júní og verður þádregið í happdrætti keppninnar. -GAJ- SparaksturBÍKR: Dísilknúinn VW Golf sparneytnastur DísUknúinn Volkswagen Golf skaut öllum bensínbílum ref fyrir rass í sparaksturskeppni Bifreiðaíþrótta- klúbbs Reykjavíkur á sunnudag. Dísilgolfinn komst 111,26 km á 5 lítr- um af olíu og er eyðslan á hverja 100 km samkvæmt því 4,49 lítrar. Sá bensínbíll sem lengst komst var Citroén 2 CV en hann ók 104,69 km og eyddi 4,78 1 á hundraðið. Citroén- inn keppti í 1. flokki, bUa með vélar- stærð innan við 1000 cc. Tveir næstu bílar vom af gerðinni Daihatsu Char- ade og eyddu þeir 4.90 og 4.98 á hundraðið. í 2. flokki, b'Ua með vélarstærð 1001-1200 cc, sigraði Austin Mini og eyddi 5.11 á hundraðið. í 3. flokki bUa með vélarstærðina 1201 —1300 sigraði Chrysler Horizon og eyddi 6.191ítrum. í 4. flokki bUa með vélarstærð 1301 —1600 cc sigraði Volvo 343 og eyddi 6.48 lítrum. í 5. flokki bUa með vélarstærðina 1601—1800 cc sigraði Renault 20 GTL og eyddi 7.06 1. í 6. flokki 1801—2000 cc sigraði Audi 100 og eyddi 8,491.1 7. flokki 2001 — 3000 sigraði Volvo 244 og eyddi 8.06 1. í áttunda flokki bila með yfir 3001 cc sigraði Chevrolet Malibu og eyddi 12.16 lítrum. -JH. Áhrif mataræðis á áfengissjúklinga „Áfengissjúklingar geta margir ingarefnafræðilegum áhrifavöldum hverjir fengið verulega bót með sálrænna og geðrænna erfiðleika. breyttu mataræði og næringarefna- Beitir hann meðal annars nákvæm- fræðilegri meðhöndlun,” segir dr. um mælingum á vítamín- og stein- H.L. Newbold. Hann er læknir og efnastöðu þeirra sem til hans leita, geðlæknir að mennt. Flytur hann er- prófunum fyrir ofnæmi gegn al- indi fyrir sérfræðinga og almenning gengum fæðutegundum og fleiri líf- næstkomandi mánudagskvöld í efnafræðilegum rannsóknum. Sam- Árnagarði, stofu 201. Hefst erindið kvæmt reynslu hans og raunar kl. 20.15. margra annarra vísindamanna, geta Dr. Newbold er hér á vegum ný- stórir skammtar af næringarefnum, stofnaðra samtaka áhugafólks um einkum vítamínum og ákveðnum velferð þeirra sem glíma við andlega, næringarefnum öðrum, svo sem viss- geðræna eða sálræna erfiðleika. um amínósýrum, haft mjög bætandi Fundarstjóri verður Geir Viðar áhrif á andlegt og líkamlegt ástand Vilhjálmsson sálfræðingur. fólks sem glímir við geðræn vanda- Fyrirlesarinn starfar við geðlækn- mál. ingar og sálkönnun og hefur í vax- Fyrirlesturinn verður fluttur á andi mæli beint athúgunum að nær- ensku. BS. Hvað hugsa íslenzk böm? Hvað hugsa börn? Hvemig meta þau það sem fyrir augu og eyru ber? Sænski sálfræðingurinn Maj Udman hefur gert á þessu víðtæka rannsókn víða um heim og rannsakar nú ís- lenzk böm í samanburði við önnur börn í heiminum. Maj var hér á nor- rænni ráðstefnu sálfræðinga í síðustu viku og notaði þá tækifærið til þess að rannsaka íslenzk börn. Er hún hélt utan fór hún með niðurstöður sínar með sér og vinnur nú úr þeim. Maj fær börnin til þess að teikna fyrir sig og segja sér á meðan hvað þau eru að hugsa. Hún leggur einnig fyrir þau ýmsar spurningar og ber saman þær niðurstöður sem hún fær í þróuðum löndum og þeim sem skemmra eru á veg komin. Auk barna á Norðurlöndum hefur hún fariðrilSuður-Ameríku og Afríku og rannsakað börn þar. Um þær niður- stöður sem hún þegar hefur fengið hefur hún gert kvikmynd sem sýnd var síðasta dag ráðstefnunnar. DSu Dælumar hárréttar —benzmdælur kannaðar vegna efasemda bfleiganda Bíleigandi nokkur kom að máli við Dagblaðið og sagði sínar farir ekki sléttar af samskiptum við bensíndælu á bensínstöðinni við Nesti í Fossvogi. Taldi bileigandinn að dælan væri ekki rétt og gæfi of lítið, miðað við mælinn. Máli sínu til stuðnings sagði bíleig- andinn, að bíll sinn tæki ekki meira en 83 lítra af bensíni og tankstærðin væri gefin upp 82.6 lítrar. Hann sagðist hafa það fyrir venju að keyra allt út af tanknum, en hafa 5 litra brúsa í bíln- um, sem hann setti þáá tankinn. Hann sagðist siðan varla hafa verið búinn að eyða meira en einum lítra af þessum 5 er hann keypti bensín í Foss- voginum og auk þess á 5 lítra brúsann. Alls voru það 91.4 lítrar sem fóru á bíl- inn og brúsann, þ.e. nokkru meira en komast átti. Hann sagðist og hafa rekið sig á hið sama nokkru áður, er 88.4 lítr- arfóruátankbílsins. Bileigandinn hefur átt bílinn frá upp- hafi og sagðist hann hafa margreynt að ekki kæmust nema 83 lítrar á tankinn. Þarna væri því um skakka mælingu að ræða. Dagblaðið hafði samband við Lög- gildingarstofuna sem sér um reglulegar mælingar á bensíndælum olíufélag- anna. Sigurður Axels, forstöðumaður Löggildingarstofunnar, sagðist ekki kannast við kvartanir vegna þessa, en sagði að þessar dælur yrðu þegar próf- aðar. Strax næsta dag fóru skoðunarmenn Löggildingarstofunnar á bensínstöðina og kom þá í ljós, að allar dælur stöðvarinnar voru hárréttar og í full- komnu lagi. Sigurður sagði að öryggisbúnaður væri á dælunum, sem koma ætti í veg fyrir að þær gæfu frá sér rangt magn. Olíufélögin fylgdust vel með að dæl- urnar væru réttar, því skekkjan gæti allt eins verið á hinn veginn. - JH Sjómenn mótmæla leyfis- sviptingum netaveiðibáta Stjórn skipstjóra- og stýrimanna- félagsins öldunnar lýsir undrun sinni og hneykslun á vinnubrögðum sjávarútvegsráðuneytisins með svipt- ingu veiðileyfa netabáta á síðastliðn- um vetri. Félagið á hér við þær leyfissvipt- ingar þar sem skipstjórnarmenn og áhafnir þeirra eru látnir gjalda fyrir duttlunga náttúruaflanna svo sem miklum afla á skömmum tíma. Alvarlegast við þessi vinnubrögð ráðuneytisins er sá aukni þrýstingur til fastari sjósóknar í misjöfnum veðrum, og þá um leið aukin áhætta fyrir þá sjómenn sem þessar veiðar stunda, þó einkum þá sem eru á minni bátum. Ennfremur gagnrýnir félagið þá vafasömu aðferð að gera fiskmatsmenn ráðandi í þessu máli. Félagið skorar á sjávarútvegsráðu- neytið að endurskoða afstöðu sína i þessum efnum áður en verra gæti hlotizt af. Talsmenn félagsins kváðu mikinn kurr í þeim sjómönnum, sem neta- veiðar stunduðu á síðastliðnum vetri. Telja þeir mjög varhugavert, hvernig staðið er að skilyrðum til netaveiða, þar sem átalið er ef ekki er vitjað um net, hverjar ástæður sem ul þess kunnaaðliggja. -BS Enskir kvenskór úr leðri Bone Póstsendum Stærðir: 37-40 Verðkr. 13.900.- Beige Skóbúðin Snorrabraut 38 — Sími 14190 Lipurtá, Hafnargötu 58 Kefiavík

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.