Dagblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1979. Krossgáta Verður Kasparov arftaki Karpovs? Hinn 16 ára gamli sovéski skák- meistari Garrí Kasparov vakti fyrst verulega athygli árið 1977, er hann varð unglingameistari Sovétríkjanna fyrir skákmenn 20 ára og yngri. Þá var Kasparov aðeins 14 ára gamall og árangur hans því sérlega glæsilegur. Hann var nemandi í hinum fræga Botvinnik-skákskóla og Botvinnik sjálfur hrósaði honum á hvert reipi. Hann taldi hinn unga meistara efni- legasta nemanda sinn, síðan Karpov heimsmeistari „útskrifaðist”. Kasparov var því að vonum spáð miklum frama á skákbrautinni og spekingarnir fullyrtu að hann yrði heimsmeistari árið 1990. Árangur Kasparovs að undanförnu bendir þó til að þessi spádómur eigi ekki eftir að rætast — hann verður áreiðanlega heimsmeistari miklu fyrr! Á síðasta ári vann Kasparov sér rétt til að tefla i úrslitum sovéska meistaramótsins. Fyrirfram var ekki búist við að hann gerði mikla lukku, enda voru allir keppendur þrautþjálf- aðir stórmeistarar. Hinn ungi Kaspa- rov stóð sig þó afburðavel. Hann hafnaði í 9. sæti af 18 keppendum og lagði m.a. að velli góðkunningja okkar íslendinga, þá Polugajevsky og Kuzmin. Næst var komið að Kasparov að gera garðinn frægan á alþjóðavett- vangi. Fyrir skömmu lauk skákmót- inu í Banja Luka í Júgóslaviu, en þar voru ýmsir kunnir garpar meðal þátt- takenda. Frægasta ber að telja fyrr- verandi heimsmeistara, Tigran Pet- rosjan, Walter Browne, Jan Smejkal og Svíann skeinuhætta, Ulf Anders- son. Ekki fór þó mikið fyrir snilli þessara kappa á mótinu. Þegar í upp- hafi stal Kasparov senunni og hélt henni til mótsloka. Sagt er að júgó- slavneskir skákunnendur hafi fjöl- mennt á skákstað til þess eins að fylgjast með honum að tafli. Enginn verður heldur svikinn af skákum hans. Eftirlætisskákmenn hans eru Aljekín og Keres, einhverjir mestu sóknarskákmenn sem uppi hafa verið. Kynni Kasparovs af þessum meisturum sóknarlistarinnar lýsa sér vel í hinum aflræna skákstíl hans. Yfirleitt er konungur andstæðingsins í bráðri lífshættu! Eftir 8 umferðir hafði Kasparov nælt sér í 7 vinninga og hafði gjör- samlega stungið aðra keppendur af. Yfirburðir hans voru slíkir að þegar tvær umferðir voru eftir hafði hann þegar tryggt sér sigurinn! Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Kasparov (Sovétr.) 11 1/2 v. af 15 mögulegum. 2.—3. Andersson (Svíþjóð) og Smejkal (Tékkó- slóvakiu) 9 1/2 v. 4. Petrosjan Óli Már Guðmundsson og Þórarinn Sigþórsson urðu íslandsmeistarar i tví- menningi árið 1979. Voru þeir félagar vel að sigrinum komnir þvi segja má að þeir hafi leitt í krppninni lengst af. Og þó svo að einhver nálgaðist þá lóku þeir óðara kipp upp á við. Röð efstu para í keppninni varð þessi: Slig 1. Óli Már Guðmundsson-Þórarinn Sigþórsson 325 2. Jón Ásbjömsson-Simon Símonarson 270 3. Steinbcrg Ríkarðsson-Tryggvi Bjamason 263 4. Sigurður Sverrisson-Valur Sigurðsson 230 5. Jón Baldursson-Sverrir Ármannsson 190 6. Guðm. Pélursson-Sigtryggur Sigurðsson 153 7. Björn Eysleinsson-Magnús Jóhannsson 113 8. Ásgeir Melhúsalemsson-Þorsleinn Ólafsson 87 9. Logi Þormóðsson-Þorgeir Eyjólfsson 80 10. Þórir Leifsson-Steingrímur Þórisson 77 Alls tóku 44 pör þátt i keppninni og voru þvi spiluð 86 spil. í þættinum í dag verða til að byrja með sýnd tvö spil sem íslandsmeistararnir spiluðu. Þeir Óli Már og Þórarinn dobluðu 4 hjörtu hjá andstæðingunum í þessu spili. Suður spilar 4 hjörtu: VliSTlH + 10 <7 985 OKD92 ♦ 87652 Norðuk * DG743 7DG4 ó 105 ♦ D109 Austuu ♦ K98652 7K7 0 84 ♦ AK4 SUÐUR + A 5? A10632 O AG763 + G3 Sagnirgengu: Suður Vestur 1 hjarta pass 2 tíglar pass 4 hjörtu pass Norður Austur 1 spaði pass 3 hjörtu pass pass dobl Útspil vesturs var spaðatía sem suður drap heima á ás og spilaði litlum tigli sem vestur drap á drottningu. Vestur spilaði þá litlu laufi sem drep- ið var á kóng og tígull kom til baka. Suður drap á ás og spilaði áfram tígli sem trompaður var með hjartafjarka og yfirtrompaður af austri með hjarta- sjöi. Þá var tekinn laufaás og spaða- kóngur sem suður trompar með hjarta-j tíu, leggur siðan niður hjartaás og trompar tígul í blindum með hjarta- drottningu og gaf að lokum tvo slagi á hjarta og varð því þrjá niður. í næsta spili spiluðu þeir þrjú grönd og fengu út spaða. Svona var spilið: Norðub ♦ AD 7 K65 O AD863 ♦ KG4 ÁUvTUR + 94 7 DG932 O K1074 * AD SuflUH + KG87 7 A1087 0 G2 + 1062 Vtstur + 106532 74 0 95 + 98753 Þórarinn spilaði þrjú grönd og spaðaútspilið drap hann á drottningu og spilaði tígli á gosa sem átti slaginn. Þá kom lauf á gosa, sem drepið var á drottningu af austri, og austur spilaði spaða til baka sem drepinn var á ás i blindum. Og út var spilað laufakóng. Austur drap á ás og spilaði hjarta- drottningu sem drepin var á kóng í blindum og hjarta spilað og látin tian sem átti slaginn. Þá kom tvisvar spaði og laufatía og aumingja austur, sem átti bæði tígulinn og hjartað, varð að gefast upp og Þórarinn vann því 5 grönd sem gaf mjög góða skor. í bridge vill það stundum koma fyrir að farið sé aftan að andstæðingunum, íslandsmeistararnir, Óli Már Guömundsson og Þórarinn Sigþórsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.