Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 26.05.1979, Qupperneq 28

Dagblaðið - 26.05.1979, Qupperneq 28
* ■V. Tómas er laginn við að slá fleira en lán, því eftir því sem við bezt vissum í gær, var hann að hugleiða að taka þátt í golfmóti á Hvaleyrarholti um helgina, enda 1. flokks goifleikari. I DB-mynd Magnús Hjörleifsson Tómas „sló”73 þúsundá mannsbam — reyniraðsláholu íhöggiumhelgina í gær undirriiaði Tómas órnason tjármálaráðherra samning um lántöku upp á 16,8 milljarða króna, eða upp á' liðlega 73 þúsund krónur á hvert mannsbarn í landinu, hjá átta er- lendum bönkum. Var lánið slegið til ýmissa opinberra framkvæmda, svo sem við hitaveitur, rafveitur, vegagerð o.fl. Lánið er til 12 ára og hefjast afborganir eftir sex ár. Að sögn ráðuneytisins eru lánskjör fyllilega sambærileg við beztu lánskjör á erlendum lánamörkuðum nú. Að vanda annaðist Seðlabanki íslands undirbúning lántökunnar fyrir hönd ráðuneytisins. - GS Þingf lokkur Alþýðuf lokks: Sumir vilja úr stjóminni Væringar hafa staðið í þingflokki Alþýðuflokksins undanfarna daga. Ýmsir þar hafa viljað, að flokkurinn drægi sig út úr ríkisstjórninni. Einkum varð hávaði út af þingslitun- um, þegar Ólafur Jóhannesson hafði að engu kröfu alþýðuflokksmanna um, að þingslit yrðu ekki, fyrr en ein- hver lausn hefði fengizt í launamál- unum. Varð andstaðan gegn ríkis- stjórninni þá í hámarki í þingflokkn- um, en stjórnarsinnar héldu enn meirihluta þar. Ekki kom til at- kvæða, en einn þingmaður markaði af ummælum manna á einum fundi, að einir fimm vildu þá þegar úr stjórninni. Fjórtán eru í þingflokkn- um. Annars bera margir kápuna á báðum öxlum og hreyfast nokkuð milli fylkinga, eftir því hvaða mál eru efst á baugi hverju sinni. -HH Áburðarverksmiðjan 25 ára: GÓDA VEIZLU GJÖRA SKAL — þriggja daga veizlu- höld og hundruð gesta Mikið var um dýrðir í Áburðarverk- smiðjunni í gær, er haldið var hátíðlegt 25 ára afmæli verksmiðjunnar. Þar var mikið fyrirmenni samankomið, forseti íslands og frú, ráðherrar, þingmenn, bankastjórar og frammámenn í land- búnaði. Þetta var þó aðeins upphafið, því af- mælisveizla þessi stendur i þrjá daga, eins og gerðist með forn brúðkaup. Telja menn að gestir verði 600—800, þegar yfir lýkur. Eitthvað kosta herlegheitin sjálfsagt og hafa heyrzt þær raddir bænda, að e.t.v. megi vænta þess að greiða verði gleðina með hækkuðu áburðarverði. En tímamót gefa tilefni til gleðskapar og víst er Áburðarverksmiðja rikisins þjóðþrifafyrirtæki. -JH. Kristján Eldjárn forseti íslands var meðal gesta og notaði Ragnar Ijós- myndari DB tækifærið til þess að mynda forsetann er hann kveikti sér i vindli. Hafði forseti á orði að liklega hefði Ijósmyndarinn náð góðri mynd þarna. / ..... „ Landsleikur Islands og V-Þýzkalands í dag: □n BEZTA LANDSUD SEM HÉR HEFURIEKID —f rægir kappar á Laugardalsvellinum í dag kl. 14 «*Siís;?:':sfeí4 . • í« ' - ** m Lvmum, Eitt bezta landslið, sem leikið hefur hér á Laugardalsvellinum, Vestur-Þjóðverjar, verður i sviðsljós- inu í dag, þegar ísland og Vestur- Þýzkaland leika sinn annan landsleik í knattspyrnu. Það eru 19 ár síðan Þjóðverjar voru hér á ferðinni. Sigr- uðu þá með 5—0 — og leikurinn í dag, sem hefst kl. 14.00, verður áreiðanlega mjög erfiður fyrir ís- lenzku landsliðsmennina. Heimsfrægir knattspyrnumenn — fyrrverandi heimsmeistarar — eru í liði Vestur-Þýzkalands en í íslenzka landsliðshópnum eru þessir menn: Þorsteinn Ólafsson, iBK, Jón Pétursson, Jönköping, Árni Sveins- son, ÍA, Jóhannes Eðvaldsson, Celtic, Marteinn Geirsson, Fram, Janus Guðlaugsson, FH , Atli Eðvaldsson, Val, Guðmundur Þor- björnsson, Val, Ottó Guðmundsson, KR.-Jón Oddsson, KR, Pétur Orms- lev, Fram, Ingi Björn Albertsson, Val, Trausti Haraldsson, Fram, Sævar Jónsson, Val, Viðar Halldórs- son, FH, og Bjarni Sigurðsson, ÍA. Myndin er frá Evrópuleik íslands og Sviss á þriðjudag í Bern. Miðherji Sviss, Herbert Hermann, nr. 9 átti skot á íslenzka markið. Knötturinn snerti Jóhannes Eðvaldsson aðeins og breytti stefnunni svo Þorsteinn Ólafsson varð að skipta um takt. Hann hafði hendur á knettinum en hélt honum ekki. Knötturinn trillaði i markið. Jóhannes liggur á myndinni — Janus nr. 2 en þessir leikmenn verða í eldlínunni í dag. -Hsím/DB-mynd Peler Weisshaupt, Bern. frjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 26. MAÍ1979. Hvæsandi angóraköttur amiðn Hellisheiðinni — kl. 3 um nótt ,,Ég get lagt hönd á helga bók upp á það, að þetta var gulur angóraköttur, sem hvæsti framan í mig,” sagði maður einn í samtali við DB 1 gær. Hann var á ferð í fyrrinótt um Hellis- heiðina og var klukkan þá að mannsins sögnumþaðbil þrjú. ,,Ég hélt fyrst að þarna væri minkur á ferðinni, en síðar sá ég að það gat ekki verið og taldi þá líklegast að þetta væri refur. Er ég fór út úr bifreiðinni og gekk að dýrinu kom hið sanna i ljós. Þetta var kafloðinn gulur angórakött- ur.” Viðmælandi DB sagðist minnast þess að fyrir nokkrum árum hefði bóndi einn í Flóanum orðið var við dýrbít í fé sínu og 1 fyrstu talið að þar væri minkur á ferð. Seinna hefði komið í |jós að köttur einn átti sökina. Maðurinn taldi, að kettir gætu auð- veldlega lifað góðu lífi á Hellisheiðinni. Mundu þeir til dæmis geta lifað á haga- músum og smáfuglum. Sagði maður- inn, að hagamýs væru mikið á Hellis- heiðinni og héldu sig mest i hlýjunni i hrauninu nærri Hveradölum. Engin skýring er uppi um hvers vegna hinn grimmlyndi og guli angóraköttur heldur sig á heiðum uppi i stað þess að hvíla á mjúkum sessum í híbýlum manna eins og slíkum hefðardýrum þykir sæma._______________-ÓG Fyrsti laxinn kominn í netin íHvítá „Við lögðum netin í fyrsta skipti á þriðjudaginn 22. en fyrsti laxinn kom daginn eftir og við erum búnir að fá fjóra laxa það sem af er,” sagði Kristján Fjeldsted í Ferjukoti við Hvitá í samtali við DB í gær. „Þetta er heldur tregt ennþá,” sagði Kristján enda bæði kalt og vatnslítið í ánni. Ekki væri von til að laxagengdin ykist fyrr en hlýnaði. ,,Ég man ekki eftir Hvitá svona ,'Vatnslítilli sem núna um þetta leyti árs.” Laxinn sem hefði veiðzt hefði verið svona átta til tólf punda. Væri það venjuleg stærð af fyrstu göngufiskun- um. Stærri og einnig minni lax færi ekki að koma fyrr en um Jónsmessuna siðari hluta júnímánaðar. -ÓG. „Stríðshetj- an” íDB-bíó á morgun Dagblaðsbíóið, sem verið hefur fyrir blaðbera og sölufólk Dagblaðsins í Hafnarbíó kl. 13 á sunnudögum, verður framvegis kl. 15, klukkan þrjú. Á morgun verður sýnd þar kvik- myndin „Stríðshetjan”, sem gerist í lok bandaríska þrælastríðsins. Myndin er með islenzkum texta. Allir blaðberar, sem ekki hafa skír- . teini, fá miðana sína senda heim í dag, en blaðsölubörn fá miða í afgreiðslunni í dag. -ÓV.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.