Dagblaðið - 20.07.1979, Page 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1979.
""
DB á neytendamarkaði
i
Erf itt að fylgjast
með verðlaginu
-------;—;--------\
—segir vinnings-
hafi mánaðar-
úttektarinnar
fyrir maí
l ^
„í raun og veru gefur heimilis-
bókhaldið ykkar ekki alveg rétta
mynd af því hver er raunverulegur
kostnaður við heimilishaldið, á
meðan fjölmargir fá gefms bæði kjöt
og fisk. Þó finnst mér þetta alveg
ágætt og gott að hafa eitthvert
meðaltal til þess að miða sig við,”
sagði Þórunn Hauksdóttir, ung hús-
móðir í Kópavoginum, vinningshafi
mánaðarúttektarinnár okkar fyrir
maimánuð. Áður höfum við farið í
verzlunarleiðangur með vinnings-
höfunum, sem eru alls orðnir tíu
talsins. Að þessu sinni ákváðum við
að spjalla saman á heimili Þórunnar
og láta hana eina um verzlunar-
ferðina. Þórunn kaus að verzla út-
tektina sína í Hagkaup, en í hennar
hlut kom alts 122.976 kr. Það er
meðaltalskostnaður þeirra fjögurra
ntanna fjölskyldna sem sendu inn
upplýsingaseðla fyrir maímánuð.
,,Ég byrjaði á því að halda
heimilisbókhald eftir áramótin og er
mjög ánægð með að gera það. Maður
gerir sér enga grein fyrir því hvað
þetta kostar fyrr en byrjað er á
bókhaldinu.
Mér finnst mjög gott hjá ykkur
þegar þið reiknið út hvað upp-
skriftirnar ykkar kosta á mann. —
Hins vegar finnst mér stundum að
þið fallið í þá gildru að hafa of
flóknar uppskriftir. Nútímafólk
hefur hvorki tíma né löngun til að
búa til flókna rétti — eða nota
einhverjar hálfgerðar miðalda
aðferðir i heimilishaldi. í dag byggist
allt á því að hafa hlutina sem
þægilegasta. — Ef matargerðin er of
flókin verður minna úr fram-
kvæmdum, jafnvel þótt manni lítist
vel á uppskriftina.
Hins vegar finnst mér óhugnanleg
þróun, sem mér virðist að sé á orðin,
að fólk endar oft í einhvers konar
pyslumat, sem ég tel óheppilegt, sér-
lega fyrir fjölskyldur með vaxandi
börn. En ég dett sjálfsagt sjálf
stundum í þessa gildru, sérlega ef
mikið er að gera og tíminn naumur.
Þegar konur vinna utan heimilisins
Þórunn Hauksdóttir og maður hennar Guðmundur Sveinsson búa í nýbyggðu raðhúsi í Kópavoginum með dætrum
sínum tveimur. Þarna er Þórunn með dætrunum Hildi Ýr sem er að verða sjö ára og Svövu Rán sem er að verða níu
DB-mynd: Bjarnleifur.
ára.
og koma kannske ckki heim fyrr en
seinni hluta dags, er tíminn naumur
til að elda mikla máltið — heimilis-
fólkið er kannske heldur ekki tilbúið
að biða lengi eftir máltíðinni.
Margar konur vinna hreit tega
tvöfalda vinnu, bæði utan og innan
heimilisins.
Ég vinn sjálf ekki utan heimilisins
nema að hluta til og þá stundum í
miklum skorpum. Þá kemur það
Náttfatamarkaðurinn Ingólfsstræti 6
Nú er hver síðastur!!
Nokkrir dagar eftir. Búðin hættir. - Allt á að
seljast
Þunnir sloppar it kr. 6.000. Bómullarnáttfót barna á kr. ]
3.000. Bómullarbuxur kvenna á kr. 400. Náttkjólar frá
kr. 3.900. Undirkjólar I yfirstœrðum.
Brjóstahaldarar og bikini - Franska áttan -
50% lækkun opið laugardag
T úlípaninn
__________ Ingólfsstræti 6
fyrir að pylsumáltíðirnar verða ofan
á. Þó reyni ég að forðast þetta eftir
megni, en það getur verið erfitt og
svö er slíkur matur mjög vinsæll hjá
krökkum.”
Borgar sig ekki
að baka
neyzlubrauð
— Bakarðu mikið?
„Ekki mikið af kökum. Ég hef
prófað gerbakstur, en hef komizt að
þeirri niðurstöðu að það borgar sig
engan veginn að baka neyzlubrauðin
sjálfur. Mér finnst gaman að ger-
bakstri og bý stundum til horn og
snúða sem ég frysti og bregð síðan i
heitan ofn. Við erum búin að eiga
frystikistu í mörg ár. Hún er eiginlega
of litil, og við erum að hugsa um að
stækka við okkur. Ég er alltaf að
læra betur og betur hvernig hentugt
er að nota frystikistuna.
Við kaupum bæði kinda- og
nautakjöt, i kistuna, auk þess
kaupum við unghænur, sem eru mjög
góðar, þegar maður hefur komizt
upp á lag með að matreiða þær. Þá
kaupum við alltaf mikið af fiski, sem
við eigum i kistunni.
Einnig kaupi ég brauð í stórum
skömmtum, kannske tíu stykki af
hverri tegund og frysti. Ég læt ekki
.skera brauðin niður áður en ég frysti
þau, því þá finnst mér þau þorna of
mikið .”
— Hvernig kaupir þú inn í
heimilisins?
,,Hér í hverfinu er engin stór-
verzlun, þannig að ég hef mikið
verzlað í Hagkaup í Skeifunni og í
Vörumarkaðinum. Hins vegar hef ég
ýmislegt við stórverzlanirnar hér í
borginni að athuga og finnst að þær
getu gert betur við viðskiptavini sína.
Má þar fyrst og fremst nefna kjötið.
Mér finnst alveg fyrir neðan allar
hellur að ekki skuli vera hægt að fá
nema niðursneitt kjöt í plasti.
Skrokkarnir eru alls ekki skornir eins
og ég kýs helzt að hafa þá. Þegar kjöt
er keypt frosið í umbúðunum er ekki
hægt að sjá hvernig það er. Ég kaupi
eiginlega aldrei svoleiðis kjöt. Komið
hefur þó fyrir að ég hafi þurft að
kaupa t.d. lærisneiðar í pakka og hef
þá oft orðið fyrir því að það er aðeins
efsta sneiðin i pakkanum, sú sem
sézt, sem er hin eiginlega lærissneið.
Hinar sneiðarnar eru bara tómt rusl.
Ég hef meira að segja lent i þrasi við
afgreiðslufólk í kjötverzlun í Kópa-
voginum, vegna þess að ég vildi fá
sneiðar úr miðlæri, en ekki kaupa
niðursagað læri . Ég veit ekki betur
en að tvö verð séu á lærissneiðum,
annað fyrir sneiðar úr miðlæri og hitt
fyrir niðursneitt læri. Afgreiðslu-
fólk er oft á tíðum mjög illa að sér
um rétt viðskiptavinanna.
Ég hef líka tekið eftir því að það
þýðir ekki að senda krakkana út í
búð. Þeir koma oftast aftur með mat-
vöru sem kannski er með útgenginni
dagsetningu.
Eg reyni yfirleitt að kaupa sem
mest inn í einu og fer helzt ekki í búð,
þess á milli, nema bara í lífsnauðsyn.
Hins vegar get ég ekki fengið á einum
stað, allt sem ég þarf til heimilisins.
Mér líkar alls ekki kjötið á þessum
stöðum og heldur ekki hvernig farið er
með brauðin og þar er engan fisk að
fá. Ég kæri mig ekki um brauð sem
eru klesst inni í plastpoka, vegna þess
að þau eru látin sjóðandi heit inn í
umbúðirnar. Það er anzi hart að
þurfa að fara á þrjá staði til að kaupa
lífsnauðsynjar. Kjötið kaupi ég aldrei
nema í viðurkenndri kjötverzlun.”
Verðskynið
— Hvað heldurðu um þetta marg-
umtalaða verðskyn? Telurðu að fólk
hafi þaðalmennt?
,,Ja, það er nú það. Ég hélt satt
að segja að maður gæti fylgzt með
verðlaginu, en ég er stórlega farin að
efast um það. Þetta breytist svo hratt
núna. Þótt ég hafi ekki nema allt
gott um verðkannanir sem gerðar
hafa verið að segja, finnst mér að
þær komi frekar að gagni sem ein-
hvers konar aðhald fyrir kaupmenn,
frekar en hinn almenna kaupanda.
Þeir sjá þá að fylgzt er með verð-
lagi í búðunum. Hins vegar held ég
ekki að fólk í nútímaþjóðfélagi hafi
tíma til að eltast við eitt kg af mola-
sykri út um allan bæ af því að það sé
kannske nokkrum krónum ódýraraá
einum stað en öðrum. Þá geta einnig
aðrar vörur verið dýrari í viðkom-
andi búð. Allt fer eftir þvi hvenær
sendingin kom! Þar að auki er
bensínið orðið svo dýrt að fólk
verður að hugsa sig tvisvar um áður
en það ekur langar leiðir í
„sparnaðarskyni”. Það getur farið
svo að maður hendi krónunni en
geymi eyrinn!
Hins vegar finnst mér sniðugt að
bera saman kílóverð innan tegund-
anna eins og þið hafið stundum gert.
Mér finnst lika sniðugt þegar þið
gerið prófanir t.d. á hamborgurum,
vínarbrauðum og öðru slíku.”
-A.Bj.
SKYNDIIHYNMR
Vandaðar litmyndir
i öll skirteini.
barna&fjölskyldu-
Ijósnpdir
AUSTURSTRÆTI 6
SÍMI 12644
Tugmilljón króna tjón kart-
öflubænda á Norðurlandi
„Bara mold og drulla,” segir Grænmetið og endursendir tíu tonn norður
„Við vorum rétt í þessu að fá tíu
tonn af kartöflum endursend frá
Grænmetisverzluninni, með þeim
ummælum að þetta væri ekki annað
en mold og drulla,” sagði eyfirzkur
kartöflubóndi í samtali við Neyt-
endasíðuna.
„Eins og gefur að skilja er
auðvitað ein og ein skemmd kartafla
innan um í pokunum, enda orðið
langt síðan þessar kartöflur voru
sekkjaðar. Ekki hafa þær heldur haft
gott af suðurferðinni og ferðalaginu
norður aftur,” sagði bóndinn.
„Við erum hér með óseldar
kartöflur upp á 60— 70 milljónir og
okkur þykir svo sannarlea hart að
verða fyrir svona stórfelldu tjóni.
Við erum fullvissir um að ef við
fcngjum að setja okkar kartöflur á
ntarkaðinn í Reykjavík fyrr eða um
leið og kartöflubændur sunnanlands,
væru allar okkar kartöflur löngu
seldar.
Við erum ekki á sama máli og for-
stjóri Grænmetisins að jafnrétti ríki i
kartöflusölumálunum.
Útlitið er svart núna. Ef tið batnar
ekki snarlega, er útlit fyrir að
uppskeran verði engin eða því sem
næst,” sagði þessi vonsvikni kar-
töflubóndi.
-A.Bj.