Dagblaðið - 20.07.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 20.07.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1979. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1979. 17 [ íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir )J - Var det Island. Jag trodde de kom frán Israel! Kalmar FF:s ordför- ande Kurt Carlén ver- kar inte alltför skakad nar han f&r reda pá lott- ningen i UEFA-cupen. Kalmar ska möta Keflavik i den första omgángen. HélduaðKeflavík væri frá ísrael! Þelr eru greinilega ekkert allt of sterkir í landa- fræðinni frændur okkar, Svíar, ef marka má úrklippu, sem okkur barst frá Svíþjóð fyrir stuttu. Þjálfari Kalmar, sem dróst gegn Keflavik, hélt nefni- lega að Keflavik væri frá Israel en var hins vegar himinlifandi er hann frétti að Keflavík væri á íslandi. ,,Þá eigum við góða möguleika á að komast áfram.” Fer Þorsteinn til Landskrona? Nokkuð hefur veriö rætt um hugsanlega brottför Þorsteins Ólafssonar, ÍBK, af landinu og þá helzt til Malmö í Svíþjóð. í samtali við Teit Þórðarson í morgun taldi hann líklegt aö Þorsteinn gæti allt eins farið til Landskrona, þar sem liðið væri í geysilegu markmannshallæri um þessar mundir. Sem dæmi um það nefndi Teitur að markvörður liðsins fyrir skömmu var 47 ára gamall kappi og er það elzti leikmaður, sem leikið hcfur í Allsvenskan. Hann stóð sig þó mjög vel og hélt markinu hreinu. 1. andskrona er aðcins um 30 mín. akstur frá Malmö þannig að ekki er óliklegt að Þorsteinn gangi til liös viö þá þótt hann myndi e.t.v. búa i Malmö. DaytilOrient Orient keypti í gærkvöld Marwyn Day frá West Ham fyrir 100.000 sterlingspund. Day missti stöðu sina í liöi West Ham er félagið keypti Phil Parkes fyrir 545.000 pund snemma í vor. John Jackson hefur staðið i marki hjá Orient sl. þrjú ár en hyggst nú leggja skóna á hilluna. Framdagurinn erásunnudag Hinn árlegi Fram-dagur verður haldinn sunnu- daginn 22. júlí á félagssvæði Fram v/Safamýri. Að venju fara fram margir kappleikir í ýmsum aldursflokkum. Framarar fá í heimsókn fjölda iþróttafélaga, m.a. danskt knattspyrnulið í 3ja aldursflokkí. Þá koma i heimsókn Harðjaxlamir úr KR og keppa við old-boys Bragðarefi úr Fram. Yngstu knattspyrnumenn Fram, 6. flokkur, stendur í ströngu þennan dag, þar sem fram á að fara hrað- keppni í knattspyrnu á milli fjögurra félaga, Vals, KR, Víkings og Fram. Keppt verður um bikar sem gefinn er i tilefni Fram-dagsins. Þá munu Fram- konur sjá um kaffiveitingar í Félagsheimilinu frá kl. 15.00. Dagskrá Fram-dagsins veröur annars sem hér "gir- knaltspsrna: ki. U.00 IJ.35 6.11. karla. Fram-KR, Valur-Vikingur. Kl. 13.35—14.25 4. fl. karla Fram-Akranes. Kl. 13.35—14.50 3. fl. karla. Fram-Bröndby, Danmörk. Kl. 14.50—15.25 6. fl. karla. Valur-KR, Fram-Vikingur. Kl. 15.25-16.15 Fram, old boys — Bragðarefir-Harðjaxlar KR. Kl. 15.25—16.25 2. fl. karla. Fram-Þróttur. Kl. 16.25-17.00 6. fl. karla. Fram-Valur, Víkingur-KR. Handholti kl. 14.15-14.40 4. II. karla. Fram-Valur. Kl. 15.00—15.25 3. fl. kvenna. Fram-FH. Knattspyrnufélagið Fram vonar að sem flestir velunnarar félagsins sjái sér fært að líta við á Félags- svæðinu v/Safamýri. Kynnizt aðstöðu, fram- k.væmdum og starfsemi félagsins. Fylgist með bæði yngstu og eldri Frömurum í keppni við jafnaldra sina úr öðrum félögum. Kaffiveitingar frá kl. 15.00. MÚNIÐ SÚNNUDAGINN 22. JÚLÍ. Haukar burstuðu Val á útimótinu í gærkvöld —Höfðu tögl og hagldir og sigruðu 25-19 Haukar úr Hafnarfirði hófu titilvörn sína i utanhússmótinu á heldur betur glæsilegan máta er mótið hófst í gærkvöldi. Þeir mættu íslandsmeistur- um Vals í fyrsta leik og unnu 25—19 eftir að hafa leitt 13—10 í leikhléi. Mótið hófst kl. 18.45 í gær með því að Júlíus Hafstein flutti ávarp í blíðskaparveðri og að því loknu léku FH og Þróttur i meistaraflokki kvenna. Eitthvað mun hafa farið úr böndum hjá Þrótti því stúlkurnar voru aðeins 6 talsins og leikurinn vannst auðveldlega hjá FH enda eitt sterkasta kvennalið landsins. Lokatölur 30—8. Þá léku sömu lið i meistaraflokki karla og þar vann FH einnig örugglega 28—18 og var sá sigur aldrei í hættu. Ef við snúum okkur aftur að leik Hauka og Vals var hann oft mjög vel leikinn og góð skemmtun fyrir hina Enska knattspyrnan, eitt helzta áhugamál fjölda íslendinga á veturna, hefst að nýju eftir mánuð en þá verður fyrsta umferðin leikin — nánar tiltekið þann 18. ágúst, sem er að sjálfsögðu laugardagur. Fyrstu leikirnir í 1. og 2. deildinni eru sem hér segir: Bolton — Aston Villa Brighton — Arsenal Bristol City — Leeds United Everton — Norwich City Ipswich — Nottingham F. Manch. City— Crystal Palace Southampton — Manc. Utd. Stoke City — Coventry Tottenham — Middlesbrough West Bromwich — Derby fjölmörgu áhorfendur sem horfðu á hann. Valsmenn komust i 3—1 en Haukar jöfnuðu 3—3 og sigu siðan framúr og leiddu oftast með 2—3 mörkum í fyrri hálfleiknum. í hálfleik skildu síðan 3 mörk að — 13—10. Valsmenn jöfnuðu metin á nýjan leik í upphaft síðari hálfleiks og komust síðan yfir 15—14. í kjölfarið fylgdi hins vegar bezti leikkafli Haukanna og á skömmum tíma skoruðu þeir 9 mörk gegn 2 Valsmanna og breyttu stöðunni úr 14—15 í 23—17. Á þessum kafla varði Ólafur Guðjónsson frábærlega fyrir Haukana hvað eftir annað. Loka- kaflann var síðan jafnræði með liðun- um en Haukasigur var aldrei i hættu. Bæði liðin hafa æft vel að undan- förnu en i síðari hálfleiknum var hreinlega eins og Valsmenn spryngju. Hjá þeim var Bjarni Guðmundson allt i Wolves — Liverpool 2. deild Birmingham — Fulham Charlton — Preston Chelsea — Sunderland Leicester — Watford Luton — Cambridge Newcastle — Oldham Notts County — Cardiff Orient — Burnley QPR — Bristol Rovers Swansea — Shrewsbury Wrexham — West Ham Leikl Wolves og Liverpool hefur þegar verið frestað sökum þess að völlur Úlfanna, Molineux, verður ekki tilbúinn fyrir leikinn eftir lagfæringu. öllu og kraftur hans og leikni var með ólíkindum oft á tíðum. Hann skoraði upp undir helming marka Vals auk þess sem hann Iagði a.m.k. þrjú upp fyrir Steindór. Óli Ben. var ekki með Val og munar að sjálfsögðu um minna fyrir þá. Hjá Haukunum áttu flestir góðan dag og liðið virkaði mjög jafnt. Hörður Harðarsson var mjög sprækur og skoraði flest mörk Haukanna. Gylfi með vallarmet Meistaramót klúbbanna í golfinu eru nú öll komin á fulla ferð og lýkur þeim um helgina. DB mun verða með fréttir af öllum meistaramótunum um helgina á mánudaginn en eftir 36 holur er Gylti Garðarssonar efstur á meistaramótinu i Vestmannaeyjum á 140 höggum eða pari vallarins. Gylfi gerði sér reyndar lítið fyrir í gær og setti nýtt vallarmet og lék á 68 höggum. Hann lék fyrri 9 hol- urnar á 31 höggi, sem er líkast til bezti hringur, sem leikinn hefur verið í Eyjum og þann síðari lék hann á 37 höggum — 68 alls. í öðru til þriðja sæti eru Atli Aðal- steinsson og Haraldur Júliusson á 148 höggum. í meistaraflokki kvenna er Jakobína Guðlaugsdóttir efst með 169 högg en Sigurbjörg Guðnadóttir er á 181. í 1. flokki kvenna er Kristin Einarsdóttir efst með 215 högg. Grímur Magnússon er efstur í 1. flokki karla á 159 höggum, þá kemur Eyþór Harðarson á 166 höggum og i 3. sæti er Sighvatur Árnason á 168. í 2. flokki karla hefur Sigurður Guðmundsson forystu með 164 högg og Arnar lngólfsson er á 165 höggum. Enski boltinn hefst eftir mánuð Það verður glampandi sól við KoMðarhól —útihátíð Víkinga hefst i kvöld Það verður rokk og ról og glampandi sól við Kolviðarhól í kvöld, en þá hefst útihátíð handknattleiksdeildar Víkings, Kol '79 með pompi og pragt. Mikið hefur verið lagt í að gera hátíðina sem allra veglegasta og hafa sjálfboðaliðar unnið afar gott og mikið starf í undir- búningnum. DB brá sér upp að Kolviðarhóli i gærkvöld en þá var verið að leggja siðustu hönd á allan undir- búning fyrir hátiðina. Það verða hljómsveitirnar Picassoog Freeport, sem leika fyrir dansi en auk þess verður diskótek í fullum gangi allan tímann og geta mótsgestir gert ýmislegt sér til dundurs á meðan hátíð- inni stendur og á morgun er skipulögð dagskrá allan daginn. Veðrið í morgun lofaði svo sannar-' lega góðu og veðurspáin hljóðar upp á blíðviðri fram undir sunnudag a.m.k. þannig að veðrið ætti ekki að koma í veg fyrir að fólk geti skemmt sér af hjartans lyst. Sætaferðir eru frá öllum nágrannakaupstöðunum og verðinu á hátiðina er mjög í hóf stillt — aðeins 7.500 krónur, sem þykir ekki mikið nú til dags. Fyrir þá, sem ekki vita það þegar, er rétt að benda á það að Kolviðarhóll er aðeins um 30 km frá höfuðborginni í austurátt og fjarlægðin ætti ekki að verða til trafala. Auk þess verður þetta eina sumarútihátíðin í nágrenni Reykjavíkur að þessu sinni svo það er um að gera að drífa sig uppeftir í kvöld i góða veðrinu. Myndina tók Sveinn Þormóðsson. Teitur iðinn viðkolann „Þetta var nokkuð góður leikur hjá okkur í fyrrakvöld gegn AIK í Stokk- hólmi,” sagði Teitur Þórðarson er við islógum á þráðinn til hans i morgun. !,,Við urðum fyrir þvi óláni að fá á okkur mark strax á 4. minútu en mér tókst að jafna metin snemma í síðari hálfleiknum og við vorum nokkuð ná- lægt sigri í lokin, en tókst ekki að bæta við marki.” Teitur hefur svo sannarlega verið á skotskónum að undanmförnu og skorað mikið af mörkum fyrir öser, sem er nú í sjöunda sæti i AUsvenskan. Halmstad er efst með 21 stig, þá kemur Gautaborg með 18 og Malmö einnig 18, en Malmö vann Djurgarden 1—0 í gærkvöld. Þá kemur Norrköping með 17 stig, Elfsborg með 16 svo og HammarbyogÖstermeð 15 stig. „Við erum enn með 5 menn úr A- liðinu meidda og það er erfitt að vera án þessara manna ekki sízt þegar við höfum bara unga og óreynda stráka til að fylla skörðin. Johnny Gustavsson balvörður hjá okkur brotnaði i yetur, en var síðan að ná sér á strik þegar brotið tók sig upp að nýju, þannig að hann er úr leik. Þáer Björn Andersson |meiddur og Peter Nilsson, landsliðs- maðurinn okkar, var ekki með gegn ÁIK.” Öster er sem kunnugt er þátttakandi i TOTO keppninni og Öster á leik gegn Darnstadt 98 frá V-Þýzkalandi á sunnudaginn. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli 1 — 1 en telja verður sigurlíkur Öster talsverðar í þessum leik. Irwin efstur úpphaf einu almennilegu sóknar KR i fyrri hálfleiknum f gærkvöldi gegn Val. Sverrir Herbertsson hefur leikið á Vilhjálm Kjartansson. Sverrir náði síðan að brjótast upp kantinn og gefa fyrir mark Vals, en þar fylgdi enginn eftir og Valsmenn voru ekki í vandræðum með að bjarga. DB-mynd S. Skallamark Inga Bjöms lagði gmnninn að sigri — þegar Valur vann KR 2-0 eftir f ramlengingu í bikarnum í gærkvöld á British Open eftir 36 holur Skallamark Inga Björns Alberts- sonar á 91. mín. — 1. mín. framlengingarinnar — af markteig lagði grunninn að bikarsigri Vals- manna í 8-liða úrslitunum gegn KR. Ingi Björn fékk knöttinn eftir horn- spyrnu Guðmundar Þorbjörnssonar einn og óvaldaður á markteig og hann þakkaði gott boð og skoraði næsta auðveldlega. Fjórir varnarmenn KR voru á næstu grösum svo og Magnús markvöröur en enginn þeirra hreyfði legg né lið til bjargar. Á 101. mínútu gerði svo Atli Eðvaldsson út um leikinn. Guðmundur átti þá aftur allan heiðurinn af markinu — gaf fallegan Tenniserekki alltaf dans árósum Þeir höfðu ólikt hlutskipti í gær- kvöldi landarnir Björn Borg og P r Hjerdkvist á opna sæn-.ka meistara- mótinu í tennis. Borg \i«í aðeins 34 minútur að afgreiða sinn andstæðing, sem var Antonio Zugarelli frá Italíu er hann vann hann 6-0 og 6-1, en landi hans Hjerdkvist var hins vegar að „strögla” í 5 klukkutíma og 35 mínútur við Ástraliubúann David Carter áöur en honum tókst að sigra, 6-3, 6-7, og 6-2. Leikur þeirra var 5 sinnum stöðvaður vegna úrhellis rign- ingar og kann það að skýra að ein- hverju leyti þessa löngu viðureign þeirra. Mark Edmondson frá Ástralíu vann Andrew Jarett frá Englandi 6-3 og 6-1 og Bob Carmichael, hinn reyndi tennis- kappi frá Ástralíu, vann úngverjann Balazs Taroczy 6-2, 6-7 og 7-5 í hörku- leik. stungubolta inn fyrir vörn KR. Magnús hljóp út á móti en úthlaup hans var ger- samlega misheppnað og knötturinn fór yfir hann. Eftirleikurinn varð því auðveldur fyrir Atla, sem skallaði i mannlaust markiö. Það var sár- grætilegt fyrir KR-inga að fá á sig svona mörk eftir að hafa velgt Vals- mönnum vel undir uggum meðan á venjulegum leiktíma stóð. Lokatölur urðu því 2—0 Val í hag eftir marka- lausan venjulegan leiktíma. Leikurinn í sjálfu sér var afskaplega ómerkilegur knattspyrnulega séð og getur varla hafa verið ýkja mikil skemmtun fyrir þann fjölda áhorfenda, sem lagði leið sina á völlinn. Hvorugt liðanna náði nokkurn tíma að sýna sínar beztu hliðar og einkum og sér í lagi voru KR-ingar hugmyndasnauðir í Spknarleik sínum. Það var undan- tekningarlitið þrumað fram miðjuna með takmörkuðum árangri. Þásjaldan að kantanir voru nýttir komu himinhá- ar fyrirgjaftr og þeir Dýri og Sævar í hjarta Valsvarnarinnar áttu ekki í erfiðleikum með að skalla þær frá marki. Hálfdán Örlygsson var annars sá maður, sem reyndist KR-ingum — sin- um gömlu félögum — erfiðastur. Leikni hans og hraði skapaði iðulega mikla hættu á vinstri kantinum og í fyrri hálfleiknum skapaðist alltaf hætta í kringum hann og hin fáu marktæki- færi Valsmanna komu eftir fyrirgjafir hans utan af kantinum. Einkennandi var fyrir KR-ingana i þessum leik, hve leikmenn voru staðir. Menn hlupu yfirhöfuð ekki án boltans — eyður voru aldrei nýttar. Það gerði hlutverk Valsvarnarinnar mun auðveldara enda átti KR varla umtals- verða sókn nema einu sinni allan fyrri hálfleikinn. Lcikur KR í gærkvöld var eins og nótt rniðað við dag i leiknum gegn Fram fyrir skemmstu. Þar börðust menn grimmilega um hvern bolta og góð hreyfing var i sókninni Þessu var hins vegar ekki fyrir að fara í gærkvöld. Fyrsta kortérið var steindautt og boltinn gekk lengst af mótherja á milli en á 16. mín. lék Hálfdán á tvo KR- inga og renndi síðan knettinum út á Grim Sæmundsen, sem skaut rétt yfir. Á 28. min. lék Jón Einarsson á tvo KR- inga og renndi síðan á Atla, sem skaut hárfínt framhjá marki KR. Þegar KR-ingar höfðu boltann skapaði það meiri vandræði en þegar þeir voru að verjast. Stöðnun leik- manna var oft slík að sá sem boltann hafði fann engan samherja og missti hvað eftir annað boltann í fætur mótherjans og þannig kom siðasta sókn Valsmanna i fyrri hálfleiknum. Henni lauk með góðu skoti Atla en varnarmaður bjargaði. Valsmenn voru fjörugri i byrjun síðari hálfleiks en eftir að Vilhelm, sem annars var afar slakur í þessum leik, hafði átt skot að marki Vals — hið fyrsta frá KR í leiknum — á 52. mínútu var eins og KR-ingar vöknuðu til lifsias og á næstu mín. sóttu þeir stíft. Vilhelm komst í gott færi í erfiðri að- stöðu min. síðar eftir mjög góðan undirbúning Elíasar Guðmundssonar, sem vaknaði eftir því sem á leikinn leið, en skot hans fór vel yfir. Rétt á eftir áttu Valsmenn í vök að verjast eftir lag- legan undirbúning Sigurðar Péturs- sonar og nafna hans lndriðasonar og á 63. mín. misreiknaði Sigurður Haralds- son knöttinn og missti hann aftur fyrir sig eftir aukaspyrnu en vamarmenn björguðu andlitinu. Þar með var þáttur KR-inga að mestu upptalinn í sóknar- leiknum. Valsmenn náðu tökum á leiknum á ný og áttu nokkur góð færi síðustu 10 mín. Óli Dan kiksaði á góðu færi og Magnús Guðmundsson varði vel frá Atla og Inga Birni. Hvorugu liðinu tókst því að skora í venjulegum leik- tima. KR fékk tækifæri til að minnka muninn á 108. minútu er Sæbjörn komst í dauðafæri, en slakt skot hans fór framhjá. Þetta var bezta færi KR í leiknum og síðustu 10 min. fram- lengingarinnar voru tíðindalausar, enda leikmenn orðnir örþreyttir — einkanlega KR-ingar. Valsmenn áttu sigurinn vel skilinn. Þeir voru einfaldlega betri heild en KR. Vörnin var sterk en þeirra bezti maður var Guðmundur Þorbjörnsson. Yfir- ferð hans er með ólíkindum oft á tiðum, og hann býr yfir miklum hraða. Hálfdán var einnig mjög sprækur í annars mjög jöfnu liði Vals. Hjá KR var vörnin eins og oftast betri hluti liðsins en Magnús er áber- andi veikur hlekkur í markinu. Sigurður Pétursson vakti athygli fyrir góðan leik og er i stöðugri framför. Tæklingar hans hnitmiðaðri en áður og um leið löglegar. Miðjumenn KR voru slakir, einkum var Birgir ólikur sjálfum sér lengst af. Elías sýndi skemmtilega takta en var allt of lengi í gang. Sverrir lék langt fyrir neðan meðallag og Vilhelm var oft á tíðum ekki með. Slakur dómari var Grétar Norðfjörð. Hale Irwin tók í gærkvöld forystuna á opna brezka meistaramótinu — British Open — er hann lék á 68 högg- um — þremur undir pari. Sá sem leiddi eftir fyrsta daginn, hinn óþekkti Bill Longmuir, lék i gær á 74 höggum, sem verður að teljast mjög gott af algerum áhugamanni, sem þar að auki var undir geysimikilli pressu sem efsti maður mótsins. Irwin lék mjög vel í gær þrátt fyrir rokið, sem enn angraði keppend- ur. Hann lék allar stuttu holurnar á fyrri helmingi vallarins undir pari og hinar 15 holurnar lék hann á parinu. Sveriano Ballesteros tókst að komast í 2. sætið með því að jafna vallarmetið, 65 högg, í gær en Bill Longmuir hafði einnig jafnað það fyrsta daginn. Balle- steros átti mjög góðan lokasprett í gær og lék fjórar af fimm síðustu holunum á „fugli”. Tom Watson, sem vann þessa keppni 1975 og 1977 er á 140 höggum eftir að hafa leikið á 68 i gær. Jack Nicklaus lék á 69 höggum í gær eftir að hafa farið fyrri 9 holurnar á 30 höggum — eða fimm undir pari. Seinni 9 holurnar gekk honum ekki eins vel og fór fimm holur á fimm höggum hverja og aðeins einu sinni tókst honum að leika undir pari, er hann setti niður 5 metra pútt á 17. flöt- inni. Á fyrri 9 holunum var hann með fimm „fugla” (birdie) og tvivegis setti hann niður 8 metra löng pútt. Hale Irwin er nú í góðri aðstöðu til að vinna hið eftirsótta par — þ.e. sigur í British Open og U.S. Open. Til þessa hafa aðeins 4 kylfingar afrekað það. Þeir Bobby Jones, Gene Sarazen, Ben Hogan og Lee Trevino, sem afrekaði þettaárið 1971. Severiano Bailesteros hefur verið bezti golfleikari Evrópu allt frá þvi hann hafnaði í 2. sæti ásamt Jack Nick- (laus á British Open 1976. í ár hefur honum hins vegar gengið afleitlega þar til upp á síðkastið, að honum hefur gengið betur og t.d. varð hann i 2. sæti á Scandinavian Open fyrir skömmu. f gær gekk honum allt í haginn. Hann átti tvö pútt upp á 7 og 8 metra beint ofan í, tvö af fimm metra færi og auk þess „sippaði” hann ofan í af 25 ■metra færi upp úr sandgryfju. Sann- kölluð hundakeppni það! Efstu menn eftir daginn í gær voru þessir: ' högg Hale Irwin (USA) 1 Xfy Severiano Balesteros(Spánn) 138 Bill Longmuir (Englandi) 139 Tom Watson (USA) 140 Dennis Clark (N-Sjálandi) 141 Jack Nicklaus (USA) 141 Graham Marsh (Ástralíu) 142 Ken Brown (Englandi) 143 Bob Byman (USA) 143 Ben Crenshaw (USA) 143 Jerry Pate(USA) 143 Mashasi Ozaki (Japan) 144 Isao Aoki (Japan) 144 Lee Trevino (USA) 144 Dewitt Weaver (USA) 144 Greg Norman (Ástraliu) 144 Tom Kite var á 147, Tony Jacklin einnig, Hubert Green á 148 svo og Nick Faldo og Peter Oosterhuis á 149. -SSv. Myndin hér að ofan var tekin f leik Stjörnunnar og Grindavikur á þriðjudagskvöld, en þá gerðist sá fáheyrði atburður að dómari leiksins varð fyrir árás af hálfu markvarðar Stjörnunnar. Þessi mynd er tekin örfáum augnablikum eftir að atvikið gerðist og sýnir leikmenn beggja liða vera að reyna að stilla til friöar. Dómarinn er einhvers staðar inni f miðri þvögunni. DB-mynd Guðni ölversson, Grindavfk.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.