Dagblaðið - 31.07.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 31.07.1979, Blaðsíða 7
7 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1579. Erlendar fréttir Annar höf rungur í LochNess Leiðangur sá sem ætiar að nota höfr- unga til að Ijósmynda skrýmslið í Loch Ness vatni í Skotlandi er nú að reyna að safna meiri peningum til að kaupa ann- anhöfrung. Á sá að koma í stað hins fyrsta, sem gaf upp andann, þegar búið var að flytja hann frá Florida til Boston. Hafði hann verið þjálfaður í að bera litlar myndavélar og átti að komast að skrýmslinu margumtalaða, sem enginn hefur þó með fullu sannað aðsétil. Spánn: Madríd vfgbúin gegn mikilvæg atvinnugrein. Skæruliðar ETA hreyfmgarinnar hafa krafizt betri skilyrða fyrir félaga sína í fangelsum á Spáni. Einnig er talið víst að með þessu vilji hreyt- ingin leggja áherzlu á andstöðu sína gegn hinum nýju tillögum að aukinni heimastjórn Baskahéraðanna á Norður-Spáni. Rikisstjómin í Mad- rid hefur fallizt á þær fyrir sitt leyti og einnig margir foringjar aðskiln- aðarhreyftngar Baska. Ætlunin er að allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram um tillögurnar í Baskahéruðunum í haust. skæruliðum Spánska ríkisstjómin hefur nú að því er virðist tekið fullt mark á full- yrðingum ETA, skæruliðahreyfmgar Baska, og aukið mjög fjölda lögreglu og hermanna í Madrid. í sprenging- um þar um helgina féllu fimm manns og rúmlega níutíu særðust. Hefur eftirlit verið hert og varðsveitir efldar mjög, við mikilvægar byggingar í borginni. Borgarstjórinn í Madrid tilkynnti í gærkvöldi að lögreglan hefði hlotið mikinn liðsauka til gæzlu en mikill ótti greip um sig er sprengjur Baska sprungu á tveim stómm járnbrautar- stöðvum og flugvelli borgarinnar á sunnudaginn var. Komu þær í kjölfar sams konar sprenginga sem urðu fyrir nokkru á sólarströndum Spán- ar. Hafa þær sprengingar þegar haft þær afleiðingar að margt ferðafólk erlent hefur snúið aftur til síns heima. Þykja það slæm tiðindi á Spáni þar sem ferðamannaiðnaður er mjög ■ I Ulla Kúrdar brjóta stöðugt áfeng- isbann Khomeinis Létt göngutjöld Lausar stöður Þrátt fyrir algjört áfengisbann í íran hafa Kúrdar það að engu og á land- svæðum þar sem þeir ráða er bæði boðið upp á bjór og whisky. Verðlagið er að vísu hærra en svo að sæmandi þætti annars staðar í heiminum, jafn- vel ekki á íslandi. Whiskyflaskan er seld á 53 dollara sem samsvarar rúmlega tuttugu þúsundum íslenzkra króna og bjórinn á jafnvirði átján hundruð króna dósin. Kúrdar sem notuðu tækifæri og náðu völdum í héruðum sínum í vestur- hluta Irans ráða þar lögum og lofum og virðist stjórn Kohmeinis og Bazargans í Teheran ekki gera neitt til að ná tökum á þessu svæði. Að sögn kunnugra er bærinn Kamyraran, sem er á takmörkum yfir- ráðasvæðis Kúrda táknrænn fyrir þetta ástand. Þykir Kúrdum hann orðinn nokkurs konar merki um frelsi sitt. Ekki er fyrr komið inn i bæinn en sjá má sölupall þar sem boðið er upp á inn- fluttan þýzkan bjór fyrir jafnvirði átján hundruð króna. Kúrdar hafa að vísu frá alda öðli þótt heldur slakir í að halda áfengis- bann það sem gilda á meðal múhameðstrúarmanna. Athygli vekur þó áð um þessar mundir er strangur föstutími hjá áhangendum múhameðs- trúarmanna. Má samkvæmt trú- reglum ekki neita neins matar, drykkjar, reykja eða hafa kynferðis- legar samfarir frá dögun þar til sól gengur til viðar. Undanfarna daga hafa íbúar Kamyaran komið í veg fyrir að nokkrir skriðdrekar stjórnarinnar í Teheran hafi getað haldið inn í bæinn og að sögn hafa þeir fullan hug á að halda því frelsi, sem fékkst við byltinguna gegn keisaranum í febrúar síðastliðnum. París: Baktiarfymim forsætisráð- herra kemur afturfram í dagsl jósið Shapur Baktiar síðasti forsætisráð- herrann sem var við völd í íran áður en keisarinn fór úr landi kom óvænt til Parisar i gær. Ekki er vitað hvar Baktiar hefur haldið sig siðan hann flúði frá Teheran en Khomeini og fylgismenn hans vildu ákæra hann fyrir að taka að sér embætti forsætisráð- herra á sínum tíma. Baktiar mun væntanlega gefa frá sér yfirlýsingu um framtíðina í dag að sögn talsmanns hans. Sá sagðist einnig reikna með að forsætisráðherrann fyrrverandi mundi taka þátt í komandi kosningum í íran og þá fyrir hönd stjórnmálaflokks, sem ekki mundi hafa tengsl við trúflokka af neinu tagi. Kína: Skoðanakann- anir teknar uppáný Skoðanakannanir hafa ekki átt upp á pallborðið í Kína hin síðari ár, en voru nokkuð algengar á fyrstu árum kom- múnistastjórnar þar. Fyrsta skoðana- könnun í Kína siðan í menningarbylt- ingu fer nú fram á vegum Frelsis dag- blaðsins i Shanghai. Eru lesendur blaðsins beðnir um að tilnefna tíu beztu íþróttamenn síðasta árs. Atkvæða- seðlar eiga að hafa borizt fyrir lok ágústmánaðar og hinir tíu vinsælustu hljóta einhver verðlaun. Kalífomía: Maður ognaut ómeitt Hvað geturðu setið lengi á bakinu á óðum bolakálfi? Líklega hafa menn litla hugmynd um það. í Kaliforníu er slikt vinsæl íþrótt og leggja menn á sig töluvert erfiði og áhættu til að ná titlinum bezti knapi vestursins á naut- kálfi. Nautin eru að sjálfsögðu ekki spurð álits á þvi hvort þau vilja láta ríða sér um leiksvæðið en þeim gefst aftur á móti stundum kostur á að láta álit sitt í Ijósi á hressilegan hátt. A myndinni hér að ofan sést, er naut eitt í Salinas hnoðar einn keppanda i rodeo undir sig eftir að hann er fallinn af baki. En rodeo nefnist íþróttin þar vestra. Svo furðulegt sem það má teljast þá slapp kappinn ómeiddur að mestu en ákaflega móður. við Heyrnar- og talmeinastöð íslands. Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður: 1. Sérkennara til að annast heyrnartækjameðferð. 2. Ritara. Auk ritarastarfa er starfið fólgið í umsjón með lager o.fl. Stöðurnar veitast frá 1. október 1979, umsóknarfrestur er til 1. september 1979. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Ingimar Sigurðssyni, stjórn- arformanni í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, sem veitir frekari upplýsingar. Um laun fer samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Heyrnar- og talmeinastöð íslands l.ágúst 1979. Munið frímerkjasöfnun Geðverndar Jnnlend og erlend frimerki. Gjarna umslögin heil, einnig vélstimpluð umslög. 'Pósthólf 1308 eða skrifstofa fól. Hafnarstræti 5, sími 13468. Lausarstöður Stödur aðstoöarskólastjóra viö Fjölbrautaskólann á Akranesi, Fjöl- brautaskóla Suöurnesja, Keflavík, og Flensborgarskólann í Hafnarfirði, fjölbrautaskóla, eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Samkvæmt reglugerö er gert ráö fyrir, aö aðstoðarskólastjóri sé ráðinn til fimm ára i senn úr hópi fastra kennara á framhaldsskólastigi. Umsóknir, meö ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 25. ágúst nk. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 25. júli 1979. Rannsóknastyrkir EMBO í sameindalíffræði Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Molecular Biology Organi- zation, EMBO), hafa i hyggju að styrkja visindamenn sem starfa i Evrópu og lsael. Styrkirnir eru veittir bæði til skamms tíma (I til I2 vikna) og lengri dvalar, og er þeim ætlað að efla rannsóknasamvinnu og verklega framhaldsmenntun í sameindalíffræði. Skammtimastyrkjum er ætlað að kosta dvöl manna á erlendum rann- sóknastofum við tilraunasamvinnu, einkum þegar þörf verður fyrir slikt samstarf með litlum fyrirvara. Langdvalarstyrkir eru veittir til allt aðeins árs i senn, en umsóknir um endurnýjun styrks til eins árs i viðbót koma einnig til álita. Umsækjendur um langdvalarstyrki verða að hafa lokið doktorsprófi. Umsóknir um styrki til dvalar utan Evrópu og lsraels koma til álita, en þær njóta minni forgangs. I báðum tilvikum eru auk dvalar- styrkja greidd fargjöld styrkþega milli landa. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Dr. J. Tooze, Exe- cutive Secretary, European Molecular Biology Organization, 69 Heidel- berg 1, Postfach 1022.40, Vestur-Þýskalandi. Umsóknir um skammtímastyrki má senda hvenær sem er, og er ákvörðun um úthlutun tekin fljótlega eftir móttöku umsókna. Langdvalarstyrkjum er úthlutað tvisvar á ári. Fyrri úthlutun fer fram 30. apríl, og verða um- sóknir að hafa borist fyrir 20. febrúar, en síðari úthlutun fer fram 31. október, og verða umsóknir að hafa borist fyrir 31. ágúst. Menntamálaráðuneytið 19. júli 1979.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.