Dagblaðið - 31.07.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 31.07.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ1979. Nýjar tillögur Bjama Braga Jónssonar hagfræðings Seðlabankans „Sföóvum verðbólguna með gagnkvæmu uppgjöri á kröfum þjóðfélagsaðilanna” „Lg tel, að við ættum að reyna að stöðva verðbólguna með gagnkvæmu uppgjöri á kröfum þjóðfélagsaðil- anna,” sagði Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur Seðlabankans, i viðtali við DB. DB hafði spurnir af, að Bjarni Bragi hefði nokkuð nýtt til málanna að leggja, og tók hann tali um viðhorf hans til þessara mála. „Þegar á heildina er litið, lá nærri, áður en oliuáfallið skall yfir, að jafnvægi væri í heildarstöðu þjóðar- búsins og raunverulegri afkomu helztu þjóðfélagsaðila, það er at- vinnuvega og launþega,” sagði Bjarni Bragi, „þannig að ekki væri að búast við miklum breytingum á því í rás verðbólgunnar. Víst verður að leiða olíuvandann til lykta með því að heimfæra raunverulegan kostnað upp á þá aðila, sem eru ábyrgir fyrir honum, ásamta vissri félagslegri út- jöfnun. Að því loknu má tala um, að svipaðar afstöður og áður greinir milli þjóðfélagsaðilanna liggi fyrir.” „Verðbólgan hefur verið keyrð áf ram" „Núverandi aðferð byggist á því, ð á hverjum tíma eiga einhverjir aðilar óuppgerð hækkunartilefni. frá því að þeir fengu síðast lagt mat á afkomu sína og verðlag. Aðferðin er sú að framreikna þessa aðila, sem eftir sitja, en aðrir aðilar verða þá að sæta þvi, að hinir dragi þá uppi. lnnan tíðar koma þá kröfur frá þeim og svo kollaf kolli. Þetta á bæði við um afstöðuna milli atvinnuvega og launþega, milli einstakra atvinnuvega innbyrðis og milli launþegastétta innbyrðis. I raun og veru er með þessu viðurkennt að leita allra lausna með þvi að keyra verðbólguna áfram. Gifurlegir og mjög góðir starfs- kraftar fara í að reikna verðbólguna áfram. Þessi viðbrögð verða venjubund- in, og við fjarlægjumst það meir og meir að hafa kjark til að finna afger- andi ráð til að höggva verulegt skarð í verðbólguna eða stöðva hana.” „Geta náð sama árangri í kyrrstöðu" „í þessari hugmynd, sem ég legg nú fram um lausn, felst það, að allir aðilar verða að viðurkenna þá stað- reynd, sem reynsla þeirra sýnir, að þeir halda aldrei þeim ávinningi, sem nýtt mat á afkomu og verðlagi ber með sér. Hver þjóðfélagsaðili, at- vinnugrein eða launþegahópur, ætti að geta náð þeim sömu raunverulegu hagsmunum í kyrrstöðu verðlagsins og þeir ná með þeirri aðferð að láta hvern endann elta annan, þegar verð- bólguhjólið spinnur sig áfram. Vandinn er að fá í einu lagi nógu góða yfirsýn yfir heildina til þess að geta mælt afstöðuna innbyrðis milli aðilanna. Einhverja verður að sjálf- sögðu að leiðrétta upp á við en mjög knappt, en aðra og raunar flesta verður að stöðva við það mark, sem þeir hafa nú þegar náð. Þeir hafa þá um leið þá tryggingu, að aðrir séu ekki að draga þá uppi eða fara fram úr þeim. Bjarni Bragi Jónsson. Ráðstafanir af þessu tagi taka nokkurn tíma, og þá verður að tryggja kyrrstöðutímabil að minnsta kosti í kaupgjaldi og tekjum atvinnu- stétta, meðan verið er að gera upp dæmið. Sjálfsagt kemur út úr því dæmi, að sú kyrrstaða verður að framlengjast í til dæmis eitt ár.” „Ekki ný af nálinni' „Þessi hugmynd er engan veginn ný af nálinni í grundvallaratriðum. Sama hugmynd lá til grundvallar verðstöðvunum 1959, 1967 og 1970. Þá gerðu menn sér grein fyrir því til dæmis, að launþegar hefðu tapað á hverju verðbótatímabili nokkru aftur' vegna verðhækkana, sem voru í gangi, og gátu afsalað sér að skað- lausu nokkrum verðbótum gegn kyrr- stöðu í verðlagi. Sömuleiðis hefur ætíð fylgt aðgerðum af þessu tagi, að undanlátssemi verður minni og allar úrlausnir fyrir einstaka aðila knappari. Sjálfsagt er í því sambandi að taka upp allar hugmyndir um meira aðhald og ráðdeildarsemi, til dæmis í sókn á fiskimið, kostnaði við of mikla landbúnaðarframleiðslu og óhófleg útgjöld hins opinbera, t.d. í trygginga- og heilbrigðismálum.” „Ný sjálfgengivél verðbólgunnar? „Þjóðfélagið yrði að öllu leyti að vera líkara hörðu samkeppnisþjóð- félagi, og hið opinbera yrði að beita mætti sínum til hins ítrasta til að brjóta niður einokunaraðstöðu at- vinnuvega og stéttarfélaga og vera tU- búið að innleiða enn meiri erlenda samkeppni, ef nauðsynlegt reynist. Taka verður fram, að ég er að stinga upp á nýrri aðkomu að málinu en alls ekki að fullyrða um, hversu auðvelt sé að framkvæma þetta, né hef ég neitt farið gegnum stærðir málsins. Þetta yrði gífurlega vanda- samt, en unnt ætti að verða að slá verulega á verðbólguna með þessum hætti. Ég vil benda á ákveðin atriði, sem hafa ekki verið tekin nema að litlu leyti til úrlausnar. Verðtrygginga- fjármagns og verð- bótaþáttur vaxta er þess eðlis að vera endurmat á skuldum, yfirleitt á móti samsvarandi endurmati eigna. Þetta endumiat þarf að sjálfsögðuað koma á sínum tíma inn í mat rekstrarstærða, svo sem afskrifta, birgðanotkunar o.s.frv., en á alls ekkert erindi sem hækkaður vaxtakostnaður beint inn á rekstrareikninginn. Enn hefur ekkert heyrzt frá verðlagskerfinu, þar á meðal verðdómakerfi helztu at- vinnuveganna, um réttan skilning og meðferð þessa veigamikla þáttar. En verði /tneðferð fjármagnsþáttarins byggð á þeim mesta misskilningi, sem hugsanlegur er, væri þar með búið að koma upp einni áhrifamikilli sjálfgengivél verðbólgunnar til við- bótar. Frekar en að fullyrða, að þessi vandi sé auðveldur viðfangs, er hug- myndin sett fram í miklu trausti á hæfni þeirra sérfræðinga, sérstaklega hjá Þjóðhagsstofnun, sem hafa framar öllum vonum ráðið við að framreikna verðbólguhjólið og koma fram með lausnir eftir þeim leiðum.” Hvað um verka- lýðshreyfinguna? ,,Að sjálfsögðu geri ég mér grein fyrir, að höfuðvandinn í þessu efni lýtur að þjóðfélagslegri og pólitískri forystu. Æskilegast er að fá sam- stöðu þjóðfélagsaðilanna um lausn af þessu tagi. Sú samstaða ætti að geta náðst, ef þeim er sýnt fram á, að sú lausn sé hagstæðari en verðbólgulausnir. Hins vegar verður það að vera háð mati stjórnmálamanna, hve langt þeir geta gengið með lagasetningu og slikar aðgerðir. Liggur ljóst fyrir, að launþegahreyfingin þarf að endur- skoða starfsgrundvöll og aðstöðu sína verulega miðað við það þjóð- félag, sem við lifum i með allri sinni félagslegu ábyrgð. Á heildarvettvangi felur það einkum í sér að endurskoða afstöðu til hins vélgenga og verð- bólguvaldandi verðbótakerfis, á af- markaðra sviði að hindra misbeitingu valds þröngra hagsmunahópa, sem oftar en ekki eru á hinum hærri tekjuþrepum,” sagði Bjarni Bragi að lokum. -HH. Undirbúningur Alþjófllegu vörusýningarinnar er nú í fullum gangi. Verið er að reisa grind að 1000 fermetra sýningar- skála vestan hallarinnar. DB-mynd: Sveinn. NYTT HUS RIS VIÐ LAUGARDALSHÖLL —og hýsir sjávarútvegsdeild Alþjóðlegu vörusýningarinnar íReykjavík.1979 „Undirbúningur að Alþjóðlegu vörusýningunni í Reykjavík frá 24. ágúst til 9. september í og við Laugar- dagshöll er nú í fullum gangi og kannski meira en það,” sagði Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar. „Þessa dagana er að rísa grind að 1000 fermetr a sýningar- skála vestan hallarinnar en sá skáli verður helgaður sjávarútvegsdeild sýningarinnar. Grindin verður klædd með Garðastáli en þetta er þó aðeins bráðabirgðahús sem aðeins stendur meðan alþjóða vörusýningin stendur.” Bjarni sagði að austan hallarinnar yrði útisvæði sýningarinnar auk þess sem íþróttahöllin öll yrði fullskipuð sýningardeildum sýningaraðila sem eru um hálft annað hundrað talsins. -ASt. Slysið í hraðbátnum á Þingvallavatni: Drengimir tveir reyndust alvarlega slasaðir —Fyrsta tilkynning um slysið sagði aðeinnhefði slasazt Slysið á Þingvallavatni á laugar- daginn er töluvert alvarlegra en ráða mátti af bókunum lögreglunnar á Selfossi og DB sagði fréttir af í gær. Drengirnir tveir sem fluttir voru slasaðir í slysadeild reyndust alvar- lega meiddir, annar með sprungna höfuðkúpu og hinri skaddaður inn- vortis. Liggur hinn fyrrnefndi á gjör- gæzludeild en í gær mun hafa verið ráðgerð aðgerð á hinum. Fjórir voru í bátnum er honum var siglt á land svo til á fullri ferð, eða líklega 35 mílna hraða og sá 5. dreginn á sjóskíðum. Lenti báturinn í grýttri fjöru og fór á hliðina og mun þá sá drengjanna er höfuðkúpu- brotnaði hafa að einhverju leyti orðið undir bátnum. Hinn er talinn hafa setið við stýrið og skaddaðist hann innvortis. Sumarbústaðaeigendur þarna eystra létu í Ijós við blaðið í gær að þeir væru sniðgengnir með öryggis- þjónustu er slys bæri að höndum og töldu t.d. fráleitt að sjúkrabíll hefði ekkikomiðástaðinn. Starfandi yfirlögregluþjónn á Sel- fossi skýrði DB frá að tilkynning um slys hefði borizt með simhringingu frá Heiðarbæ kl. 13.02á laugardag. Var þá sagt að einn væri slasaður. Lögreglumenn voru að undirbúa ferð á Þingvöll og voru því „í startholun- um” og fóru rakleitt á slysstað. Reyndust þá tveir slasaðir eins og fram er komið. í lögreglubílnum er aðeins ein sjúkrakarfa, en bíllinn að öðru leyti vel út búinn og góður. Töldu lög- reglumenn ráðlegra að koma hinum slösuðu þegar suður til Reykjavíkur og fengu þvi lánaðar tvær dýnur sem. yngri drengurinn var lagður á og komið eins vel fyrir og kostur var á. Hinir slösuðu voru komnir í slysa- deild kl. 14.15 og voru þá liðnar 1 klst. og 13 mín. frá því beiðnin barst til Selfoss. í fyrstu voru drengirnir ekki af sjúkrahúsfólki taldir alvarlega slasaðir og þannig er bókunin i dag- bók lögreglunnar tilkomin. Yfirlögregluþjónninn taldi að brugðizt hafi verið við eins vel og efni stóðu til, þar sem fyrsta tilkynning var ekki með öllu rétt. Selfosslög- reglan dregur í engu af sér í tilfellum sem þessum og bregst eins vel við og kosturerá, hversemíhlutá. -ASt. Villa í grein um skipakaupin „En vist er, að allir, sem vilja manns i Kefiavík, i föstudagsblaði skipta um skip, ætli þar með að ná í DB. Sú meinlega villa slæddist inn, meiri fisk,” átti að standa í kjallara- að í stað „víst” stóð „óvist.” grein Ólafs Björnssonar, útgerðar-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.