Dagblaðið - 21.09.1979, Side 1

Dagblaðið - 21.09.1979, Side 1
Laugardagur 22. september 16.30 íþróttir. Umsjónarmaðyr Bjarni Felixson. 18.30 Heiða. Tuttugasti og fyrsti þáttur. Þýð andi Eiríkur Haraldsson. 18.55 F.nska knattspvrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Leyndardómur prófessorsins. Norskur gamanmyndaflokkur. Þriðji þáttur. Þýðandi Jón O. Edwald. (Nordvision — Norska sjón varpið). 20.45 Þú spyrð mig, koparlokka. Kór Mennta skólans við Hamrahlið syngur islensk og er lend lög. Söngstjóri Þorgerður Ingólfsdóttir. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.15 Að tjaldabaki. Fræðsluþáttur um gerð James Bond kvikmyndar. Að þessu sinni er lýst verksviði kvikmyndaframleiðandans. Þýð andi Kristmann Eiðsson. 21.40 Lokaður hringur (Circuito Chiuso). Ný. itölsk sjónvarpsmynd. Aðalhlutverk Flavio Bucci og Giuliano Gemma. í kvikmyndahúsi er að Ijúka sýningu á „vestra”. Þegar hetjan i myndinni skýtur skúrkinn. kveður við mikið óp í húsinu og Ijósin kvikna. Einn gesta kvik- myndahússins liggur á gólfinu. Hann hefur verið skotinn til bana. Þýðandi Óskar Ingi marsson. 23.20 Dagskrárlok. Sunnudagur 23. september 18.00 Barbapapa. 18.05 Bekkjarskemmtunin. Leikin, dönsk mynd um tvær tólf ára stúlkur, sem efna til skemmt unar fyrir bekkjarfélaga sina. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision — Danska sjón- varpið). 18.25 Suðurhafseyjar. Annar þáttur. Kapp- róðurinn. Þessi þáttur er um daglegt lif og þjóðlega siði á Samóa-eyjum. Þýðandi Björn Baldursson. Þulur Katrin Árnadóttir. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Til umhugsunar I óbyggðum. Um þetta leyti árs er mikil umferð fólks og fénaðar á af- réttum landsins, og vaxandi fjöldi fólks ferðast um óbyggðir á öllum árstímum. í stuttri ferð á jeppa með Guðmundi Jónassyni i Þórsmörk og Landmannalaugar ber ýmislegt fyrir augu, sem leiðir hugann að umgengni og ferðamáta á fjöllum. Kvikmyndun Sigmundur Arthurs son. Hljóð Oddur Gústafsson. Klipping ísidór Hermannsson. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 21.05 Seðlaspil. Nýr, bandariskur framhalds- myndaflokkur i fjórum þáttum, byggður á skáldsögunni „The Moneychangers” eftir Arthur Hailey. Aðalhlutverk leika Kirk Douglas og Christopher Plummer, en auk þeirra kemur fjöldi kunnra leikara við sögu. m.a. Timothy Bottoms, Anne Baxter, Lorne Greene, Helen Hayes, Joan Collins og Jean Peters. Fyrsti þáttur. Þegar fréttist að forstjóri stórbanka sé að dauða kominn, hefst gifurleg barátta meðal þeirra. sem telja sig kallaða til að taka við starfi hans. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. Fyrsti þáttur er um einn og hálfur timi að lengd, en hinir eru um 20 minútum styftri. 22.40 Að kvöldi dags. Séra Bjartmar Kristjáns- son, sóknarprestur að Laugalandi i Eyjafirði, flytur hugvekju. 22.50 Dagskrárlok. Mánudagur 24. september 20.00 Fréttir. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 íþrpttir. Umsjónarmaður Bj?rni Felixson. 21.05 Sérvitringar I sumarleyfi. Breskt sjón varpsleikrit, gert af Mike Leigh. Aðalhlutverk Roger Sloman og Alison Steadman. Maður nokkur, heldur sérvitur, fer í tjaldútilegu ásamt eiginkonu sinni. Á tjaldsvæðinu, þar sem þau koma sér fyrir, gilda mjög strangar reglur. Þýðandi Heba Júlíusdóttir. 22.25 Rödd kóransins. Kanadlsk heimildamynd. Áhrif klerka í íran koma Vesturlandabúum spánskt fyrir sjónir, en þau eiga sér langa sögu I löndum múhameðstrúarmanna. Nú á dögum hlítir fjórðungur mannkyns forsögn Múham- eðs um leiðina til eilífrar sælu. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 23.15 Dagskrárlok. Þriðjudagur 25. september '20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Dýrlingurinn. Þorp I álögum. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.30 Borg í umsátri: Belfast 1979: Siðari þátt- ur, sem Sjónvarpið lét gera I sumar á Norður- Irlandi. Meðal annars er fjallað um stjórn- málaþróunina þar siðasta áratuginn og rætt við Peter McLachlan, formann Friðarhreyf- ingarinnar, og Michael Alison, ráðherra i bresku stjórninni. Umsjónarmaður Bogi Ágústsson. 22.00 Umheimurinn. í þessum þætti verður rætt um deilumálin á Norður-írlandi i framhaldi af írlandsmyndinni á undan. Umsjónarmaður Bogi Ágústsson. 22.50 Dagskrárlok. Miðvikudagur 26. september 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Barbapapa. Endursýndur þáttur frá síð- astliðnum sunnudegi. 20.40 Sumarstúlkan. Sænskur myndaflokkur. Fjórði þáttur. Efni þriðja þáttar: Evy er orðin ánægð i sumarvistinni ogTicfur náð góðu sam- bandi við drenginn Roger. Hún hefur kynnst ungum manni, Janne, og hann er öðruvísi en unglingarnir, sem hún á i útistöðum við. Janne sækir sparifé gamals frænda síns, og Evy og Roger fara með honum, þegar hann færir gamla manninum peningana. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision—Sænska sjónvarpið). 21.15 Listmunahúsið. Fjórði þáttur.Venus á villigötum. Efni þriðja þáttar: Helena hittir gamlan vin, Bernard Thurston, sem er forstjóri listasafns i Boston og þar á ofan vellauðugur. hann er á leið til Skotlands í sumarfrí. Lionel Caradus finnur latneskt miðaldahandrit hjá ekkju nokkurri, og það reynist afar verðmætt. Helena vill að það lendi á safni en ekki hjá listaverkabröskur- um, sem hugsa um það eitt að græða. Hún fær Thurston til að yfirbjóða fulltrúa braskaranna. í þakkarskyni býður hann henni starf við safn hans í Boston. Þýðandi óskar Ingimarsson. 22.05 Börn með asma. Asma er sjúkdómur í öndunarfærum, sem heftir eðlilega athafnaþrá margra barna. Þessi norska mynd greinir frá eðli sjúkdómsins og ráðstöfunum til að draga úr honum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.30 Viðtalsþáttur um asma-myndina. Sigrún Stefánsdóttir ræðir við Bjöm Árdal. Dag- björlu Jónsdóttur og ívar Einarsson. 22.45 Dagskrárlok. Föstudagur 28. september 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Prúðu leikararnir. Gestur í þessum þætti er leikkonan Lesley Ann Warren. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.05 Andlit kommúnismans. Þriðji og síðasti þáttur. Alþýðulýðveldið Kongó var fyrsta ríkið í Afríku, sem tók upp skipulag kommún- ismans. Síðan hefur gengið á ýmsu, og nú þykir stjórnvöldum sýnt, að ekki verði allur vandi leystur með Marx-Leninisma. Þýðandi Þórhallur Guttormsson. Þulur Friðbjörn Gunnlaugsson. 22.00 Saga Selims. Ný, frönsk sjónvarpskvik- mynd. Aðalhlutverk Djelloul Beghoura og Evelyne Didi. Ungur Alsirmaður kemur til Frakklands. Hann fær atvinnu, sem hæfir ekki menntun hans, og býr i vondu húsnæði, en hann kynnist góðri stúlku og er fullur bjart- sýni. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.35 Dagskrárlok. í------------------------------------------- ELSKU CHARITY—sjönvarp kl. 21.15 laugardag 29. sept.: „Sjálfsvöm við nnilirlAÍk” —bandarískdans- UllUlliem Ogssngvamynd „Þetta er söngleikur með Shirley McLaine í aðalhlutverki, mjög fjörug mynd má segja. Það koma mörg falleg dansatriði fram í myndinni m.a. eitt með Sammy Davis. Að öðru leyti fjallar myndin að mestu um líf stúlkunnar, þeirrar sem Shirley leikur. Hún starfar á ódýrum dansstað og aðalstarf hennar er að dansa við karlmann í hálftíma gegn þóknun og kallar hún sjálf starf sitt „sjálfsvörn við undirleik”,” sagði Rannveig Tryggvadóttir þýðandi myndarinnar Elsku Charity (Sweet Charity), sem sjónvarpið sýnir laugardaginn 29. september. „Stúlk.an kynnist mörgum karl- mönnum og verður ævinlega ástfangin upp fyrir haus. Þeir karlmenn sem hún verður ástfangin af hafa þó það eitt í huga að stinga af með peninga hennar. Það kemur þó að þvi að hún kynnist almennilegum manni sem sýnir henni að til eru betri hliðar á lífinu.” Kvikmyndin er gerð eftir mynd Fellinis, Nights of Cabiria. Söng- leikurinn var sýndur á Broadway og naut þá mikilla vinsælda. Myndin varð þó aldrei eins vinsæl, hvernig sem á þvi \________________________________ Shirley McLaine og Ricardo Montalbön í hlutverkum stnutn I bíómyndinni Elsku Charity. stendur. Kvikmyndahandbók okkar gefur myndinni þrjár stjörnur af fjórum mögulegum og segir að leikur Shirley McLaine sé mjög góður. Það beri þó ekki mikið á því vegna þess að leikstjóri myndarinnar, Bob Fosse hafi gert myndina of yfirgripsmikla og kæft með því efni hennar. Myndin er þó vel þess virði að horfa á hana, að minnsta kosti ætti engum að leiðast. Með aðalhlutverk fara Shirley McLaine, eins og áður er getið, John McMartin, Ricardo Montalban og Sammy Davis. Myndin er bandarísk frá árinu 1%9 og er hún 157 min. að lengd. -ELA. ) r----------------------------------------------^ LEIKRIT—sjónvarp kl. 21.05 mánudag: SERVITRINGAR ÍSUMARLEYFI Ur myndinni Sérvitringar i sumarleyfi. Roger Sloman og Alison Steadman i hlutverkum sinum. Sérvitringar í sumarleyfi nefnist brezkt sjónvarpsleikrit, gert af Mike .Leigh, sem sjónvarpið sýnir á mánudagskvöld kl. 21.05. Leikritið fjallar um mann nokkurn sem talinn er mjög sérvitur. Hann fer í tjaldútilegu með konu sinni. Maðurinn er jurtaæta og allt sem hann gerir er V_______________________________________ mjög nákvæmt, og eru hugmyndir hans á allt öðru plani en hjá venjulegu fólki. A tjaldsvæðinu, þar sem hjónin koma sér fyrir, gilda mjög strangar reglur sem koma ekki alveg heim og saman við þær hugmyndir sem maðurinn hafði gert sér. í leikritinu, sem er í léttum dúr, er verið að sýna fram á að sérvitringurinn er smá-> skrýtinn. Með aðalhlutverk fara Roger Sloman og Alison Steadman. Leikritið 'er einnar klukkustundar og tuttugu mínútna langt og er þýðandi Heba Júlíusdóttir. -ELA. __________________________________t

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.