Dagblaðið - 10.01.1980, Síða 8

Dagblaðið - 10.01.1980, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980. FÓLK Beöiö eftir ríkisstjóm Þjóðin bíður lengi eftir nýrri ríkisstjórn og hefur beðið lengi. Þykir mörgum orðið nóg um þann drátt sem orðið hefur á að stjórnmála- menn komi sér saman. Stjórnarmyndunartilraunir eru mikill biðtími fyrir frétta- menn. Myndin hér að ofan er tekin í Kringlunni í Alþingis- húsínu fyrir nokkrum dögum. Þá var beðið eftir að einum af mörgum fundum stjórnmála- manna lyki og auðvitað ætlunin að fá einhverjar fregnir af gangi mála. Lengst til vinstri eru þeir að ræða saman Kári Jónasson á Út- varpinu, Gunnar V. Andrés- son, Vísi og Guðjón Einarss., Sjónvarpi. Konan í baksýn er Emilía Björnsdóttir á Morgunblaðinu hugsi mjög og lengst til hægri hefur Sig- mundur Örn Arthúrsson, Sjónvarpinu, komiðsér fyrir í hinni fullkomnu hvildar- stellingu. Nú og svo var það hann Hörður Vilhjálmsson á Dagblaðinu, sem var bak við Ijósmyndavélina. -ÓG. Nýtt diskóstríð Fyrir nokkrum mánuðum var lalað um bleika stríðið milli diskótekanna Óðals og Hollywood. Nú hefur Óðal sagt sig úr leik en Hollywood-stríðið hefur færzt i Klúbbinn. Þar mun nú vera háð mik- ið stríð á milli eigenda um rétt hvors til sýningarsamtaka. Er haft fyrir satt að Ólafur Laufdal, eigandi Hollywood hafi sagt við Hönnu Frímannsdóttur fyrirliða Karonsam- takanna að ef hennar fólk sýndi á nýja Ijósagólfinu í Klúbbnum sýndi það ekki framar á Ijósagólfinu i Hollywood. Hefur nú blossað hinn . mesti eldur á milli þessara tveggja staða. „Hefgmn um h verjir vomþama að verki” % Guðni Guðmundsson rektor: Anza ekki svona röfli. Gjörningsmennirnir sendu mynd af sér ásamt brófinu, sem lagt var hjá skiidinum á leiði Jóns forseta. Trúlega hafa þeir verið fleiri en tveir — að minnsta kosti hefur einhver tekið myndina. DB-myndir: Hörður. Taylor enn fyrir innan „Skjöldurinn er nú ekki enn kominn upp. Það er mikið verk. Við verðum að athuga hvernig hægt verður að festa liann aftur,” sagði Guðni Guðmundsson rektor Mennta- skólans í Reykjavik aðspurður um hvort þjóðfundarskjöldurinn sem stolið var af MR og sem Dagblaðið fann væri kominn á sinn rétta stað. — Var ekki verið að mótmæla þér, Guðni, með þessum þjófnaði? ,,Ég anza ekki svona röfli. Þeir voru að mótmæla ofríki og óreiðu og að öðru leyti stefnuleysi islenzkra stjórnvalda. Ég get nú ekki séð nema stefnuleysi og óreiða sé nánast það’ sama.” — Veiztu hvaða nemendur þarna voru að verki? „Nei, ég veit það nú ekki en ég hef sterkan grun um það. En skjöldurinn Tveir menn eru komnir rækilega af, stað i forsetaframboð, Albert Guðmundsson og Pétur Thorsteins- son sendiherra. Pétur nýtur fylgis traustra manna og hefur að undan- förnu haldið all stór boð heima hjá sér — að minnsta kosti fréttist af flutningum á fimmtíu „long drinks” glösum milli húsa. Ýmsu fólki hefur verið boðið og einskorðast hópurinn ekki við kunningja Péturs og vini. Þá vakti það athygli gesta i nýárs- boði forsetans í Ráðherrabústaðn- um sem heilsað höfðu forsetahjónun- um og sneru til hægri inn i salinn, að þar fyrir innan dyr stóð Albert Guð- mundsson með konunglegt bros og heilsaði öllum með handabandi! kemst fljótlega á sinn stað,” sagði Guðni Guðmundsson. -ELA. *tfér***4p- !**'■»**« -'f 'if w <ítíAlMr»( *íKr*ti íwdtu *> ****** tets Sálma- skáldið og tóbakið ... með annan fótinn Hallgrimur sálugi Pétursson var um margt forspár maður og vissi jafnlangt nefi sinu. Rannsóknir síðustu ára hafa sýnt okkur fram á skaðsemi tóbaks og tóbaksreykinga. En sálmaskáldið þurfti enga vísinda- menn til þess að segja sér þetta. Í upplýsingariti samstarfsnefndar um rcykingavarnir kemur fram að Hallgrímur orti vísu um reyktóbakið fyrir meira en 300 árum. Vísan er svona: Tóbak róm rænir remmu fram kvæmir’ lungu vel tæmir (ár af augum flæmir háls með hósta væmir heilann fordæmir og andlit afskræmir. Brezki togarajaxlinn Richard Taylor, sem er íslendingum kunnur fyrir itrekuð landhelgisbrot hér við land og að hafa setið af sér dóm fyrir i það á Litlahrauni, er ekki hættur iðju sinni, þótt hæltur sé á íslands- miðum. Nýlega greinir brezka blaðið Fish- ing News frá þvi að hann var tekinn á skipi sínu, CS Forester, innan 3 milna markanna út af Cornwall. í fyrstu hundsaði hann afskipti landhelgis- gæzlumanna og í réttinum neitaði hann ásökunum, en allt um það þurfti hann að greiða sem nemur um hálfri milljón króna í sektir og máls- kostnað. * — segir Guðni Guðmundsson rektor MR um hið dularfulla skjaldar- hvarf. Flei»'a »• FOLK Burðarkarl ístað ritstjóra? Hún virðist ætla að gang brösótt, útgáfan á blaðinu Fólk (greinilega eftir þessari siðu í DB), sem Óli Tynes tók að sér að ritstýra fyrir Frjálst framtak. Þegar fyrst var búið að koma saman tuttugu síðna blaði og upplagið var fullprentað fóru aðstandendur blaðsins að skoða það. Þeim brá stórkostlega í brún: Þelta var nú ljóta leiðindablaðið! Þetta var ekki hægt að setja á markað. Ákveðið var að bæta i skyndi 16 síðum í fyrsta eintakið af Fólki og henda öllu upplaginu sem þegar hafði verið prentað. Siðan eru liðnar að minnsta kosti þrjár vikur, og í gær bólaði enn ekkert á öðru eintaki. Ef búið er að henda því upplagi líka þarf Frjáls verzlun ekki ritstjóra að Fólki, heldur burðarkarl með góð sambönd á öskuhaugunum.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.