Dagblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980.
2
Að gera hreint fyrír sínum dyrum:
Svellbunkar hættu-
legastir öMruðum
Þó nokkur ófærð hefur verið á
götum borgarinnar nú undanfarið og
klakahellur myndazt fyrir framan
verzlanir í bænum, svellbungur heitir
það víst. Þessar klakahellur eru gang-
andi fólki mjög hættulegar svo ekki
sé meira sagt, en mikill misbrestur er
á þvi, að gangstéttir fyrir framan
verzlanir séu hreinsaðar sem skyldi.
Þó eru hér nokkrar undantekningar,
og þökk sé þeim er vel gera.
Á útitröppum húsa vantar oft
handrið fyrir neðstu 3, 4, 5 tröppurn-
ar og þegar tröppurnar eru auk þess
illa hreinsaðar sjá allir hver háski er
hér á ferðinni. Einnig vantar oft
handrið fyrir sömu tölu trappa
innanhúss, og er svo að sjá að álitið
sé að engin hætta sé fyrir fólk ef
tröppurnar eru fáar. í einni verzlun
hér í bæ fer hluti afgreiðslunnar fram
í kjallara, og liggur þangað stigi með
tuttugu tröppum eða svo, auk þess í
boga, en í þessum stiga er ekkert
handrið. Svona mætti lengi telja.
í Fossvogskapellunni var um langt
árabil ekkert handrið á tröppunum
við innganginn, en nú hefur þessu
verið kippt I lag, til mikilla bóta fyrir
þá er fylgja látnum til grafar sem oft
er aldrað fólk, auk þess sem oft er
anzi stormasamt við tröppurnar í SA
átt. Við innganginn upp tröppurnar á
Lágafellskirkju t.d. vantar illilega
slikt handrið og vafalaust í ótal fleiri
byggingar, opinberar og aðrar.
íslendingum hefur fjölgað mikið
síðastliðin 50 ár eða svo; þeim hefur
því miður einnig fjölgað sem á einn
eða annan máta eru fatlaðir, og
meðalaldur manna hefur færzt mikið
til. Því er nauðsynlegt að reikna með
þessu fólki í hönnun ýmissa mann-
virkja til almenningsnota, en ekki
bara með stöðluðum fólkseiningum.
Mér datt þetta (svona) í hug.
Siggi flug, 7877-8083.
Siggi flug talar um að svellbunkar fyrir framan hús sem illa er hreinsað frá geti
verið hættulegar gangandi fólki, fyrir nú utan óþxgindin sem þvi fyigir að klofa
snjóinn.
DB-mynd Bj.Bj.
Lenin hét i rauninni Ulanov
Þátturíim eftir hádegid
r
BEZTIVINUR HUSMÆÐRANNA
Heimavinnandi skrifar:
Ekki alls fyrir löngu birtust í les-
endaþætti blaðsins (raddir lesenda)
tilmæli frá Maríu Kristjánsdóttur,
þess efnis að útvarpið byrjaði aftur
með þættina Eftir hádegið, sem
fluttir voru vikulega árum saman og
mörkuðu að mörgu leyti timamót i
útvarpsútsendingu þar eð þeir voru
fluttir í beinni útsendingu — utan
símviðtala sem stjórnandinn, Jón B.
Gunnlaugsson, átti við hlustendur í
hádeginu, rétt áður en þátturinn
hófst. Má með sanni segja að þetta
hafi verið þáttur okkar húsmæðr-
anna öðrum fremur, bæði vegna þess
að hann var fluttur á þeim hlustunar-
tíma sem „heimavinnandi” hús-
mæður geta bezt fylgzt með og einnig
vegna þess að mikill meirihluti við-
mælenda i þættinum voru konur,
sem ekki er óeðlilegt þar eð hringt var
um hádegisverðarbil og þær því oft-
ast fyrir svörum.
Jón Gunnlaugsson sá um þáttinn
Eftir hádegið. Hér skálar hann í
megrunardrykk í tilefni megrunar
sem hann fór í ásamt Albert Guð-
mundssyni og Kristni Hallssyni.
Þessi þáttur, sem mér er óhætt að
fullyrða að hafi verið eitt vinsælasta
útvarpsefni þessara ára, mun hafa
lokið göngu sinni í lok kvennaársl! —
ef ég man rétt og ekkert hliðstætt efni
hefur komið í staðinn, sízt af öllu á
þeim hlustunartíma þegar við hús-
mæður eigum bezt með að hlusta.
Þetta „uppátæki” Jóns, að hringja
svona í fólk og koma því að óvörum,
var hreint afbragð og mörg voru þau
viðtöl óborganleg. Það hafa marg-
sinnis komið fram áskoranir á út-
varpið i lesendadálkum dagblaðanna
þess efnis að þessi þáttur verði ,,upp-
lifgaður”. Herrar mínir, á hverjum
stendur?
Raddir
lesenda
Lenin hét Ulanov
Ásbjörn Már Jónsson skrifar:
Ég vildi gjarnan gera smá athuga-
semd við Jólagetraun Dagblaðsins,
annan þátt. Lenin hét þegar hann var
barn að aldri Vladimir iljitsj Ulanov
en tók sérnafnið I enin á byltingarár-
unum því hann þurfti að fara huldu
höfði etns og menn kannski vita.
Þetta var nú bara svona útúrdúr hjá
mér. Með þökk fyrir gott blað.
Önnu Murray
íútvarpið
— og húrra fyrír Ásgeiri
Guðrún hringdi:
I Dagblaðinu á mánudag er þýtt úr
Billboard vinsældaval í Bandarikjun-
um. Kemur það meðal annars fram
að næst vinsælasta söngkona þar
vestra er Anne Murray og er þess
getið að hún sé lítið þekkt hér nema
ef til vill meðal þeirra sem hlusta á
Kanaútvarpið.
Nú langar mig til þess að vita hvort
Anne Murray var önnur vinsælasta
söngkona I Bandaríkjunum á liðnu
ári en hún heyrist sjaldan syngja i út-
varpinu hér.
poppþáttamenn útvarpsins eða aðrir
starfsmenn tónlistardeildar hafi
aldrei heyrt talað um þessa ágætu
söngkonu því aðeins einu sinni hef ég
heyrt hana syngja í útvarpi og það í
poppþætti hjá Þorgeiri Ástvaldssyni.
Mig langar mikið til að fá að heyra
meira og vonast eftir því.
Með kæru þakklæti til Ásgeirs
Tómassonar fyrir poppþættina í
Dagblaðinu.
Randver en
ekki Júlíus
Lesendasíðunni urðu á þau mistök í
myndaiexta á þriðjudag að segja
mynd af Randveri Þorlákssyni vera
af Júlíusi Brjánssyni. Er beðizt vel-
virðingar á mistökunum.
Fáir munu nú keppa við Albert:
Albert einn á vítateignum?
Verður Albert einn til þess að reyna að hitta I forsetakörfuna?
DB-mynd: Hörður.
TAKA ÞARF TILUT
TILÆTTINGJA
Hjördis Þorsteinsdóttir, Mávahrauni
9, hringdi:
Er nauðsynlegt fyrir blöð og út-
varp að velta sér svona upp úr ógæfu
manns sem verður fyrir því að verða
sjálfum sér og tveim öðrum að bana?
Maðurinn á konu og börn sem tillit
þyrfti. að taka til. Ég er sannfærð um,
að ef hann hefði verið áhrifamaður í
þjóðfélaginu hefðu vinir hans komið
i veg fyrir að blöðin væru lögð undir
fréttir af málinu þrjá daga í röð eins
og nú hefur veriðgert.
Bessi Bessason (ekki frá Bessastöð-
um) skrifar:
Jæja, þá er að hefjast baráttan
fyrir enn einar kosningarnar. Þetta er
okkur löndunum að skapi. Alltaf að
„berjast” fyrir einhverju. Og nú
þurfa menn að fara að skipta liði,
ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Albert er sá eini, sem enn þorir í
sviðsljósið svona snemma. Allir
aðrir, sem orðaðir hafa verið við
framboð, minna á kjúklinga, sem
hlaupa út á skjön, er þeir verða varir
mannaferða.
Og sennilega verða margir kallaðir,
en aðeins einn verður útvalinn, eins
og stendur þar. En eins og „svarta
höfuð” Visis sagði á dögunum,
verður Albert sennilega kominn inn á
vítateig í baráttunni, áður en nokkur
hinna (ef einhverjir verða) uggir að
sér. Þeir hinir eru að bíða eftir að
þjóðin biðji þá að fara fram.
Það verður þó aldrei, því þjóðin
kýs þann mann einan, sem þorir í
framboð af sjálfsdáðum og hefur
sýnt það i verki, að hann er metinn
fyrir fyrri störf.
Albert Guðmundsson er einn
þeirra, sem hefur þó sýnt hvað i
honum býr. Hann hefur átt formæl-
endur marga, hérlendis og erlendis,
og er þekktur að verðleikum. —
Enginn þeirra manna, sem opinber-
lega hefur birzt viðtal við, hefur gert
neitt annað en það sem þeim bar að
gera, gegn greiðslu frá okkur öllum.
Vera má þó, að ekki séu öll kurl
komin til grafar um það, hverjir gefi
kost á sér til framboðs forseta og
segir mér svo hugur, að enn sé
geymdur sem „reserve” maður eða
menn, sem eiga svipaðan feril og
Albert, þ.e. hafa unnið landi sínu og
þjóð mikið gagn hér heima, en ekki
síður erlendis. Ekki er þó um marga
slíka að ræða og fáir munu þess um-
komnir að etja kappi við Albert, utan
einn eða tveir.