Dagblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980. 9 Benko, sem sjálfur er þekktur skákdæmahöfundur, segir um þessi dæmi að þau sýni svo ekki verði um villst, að páfi hafi verið langt kominn í þessari íþrótt sinni. Og eins og fyrr sagði er Jóhannes Páll páfi II. einnig liðtækur skák- maður. 1 bandaríska skáktímaritinu gat að líta eina æsispennandi baráttu- skák, teflda í Cracovic árið 1946, þar sem páfi á i höggi við sendiherrafrú Möltu. Skákin er kannski ekki sér- lega vel tefld, en engu að síður býsna athyglisverð. Stuðst er við skýringar Benko í Chess Life& Review. Hvítt: Wanda Tartobliwy Svart: Karol Wojtyla (Jóhannes Páll II.) Drottningarpeðsleikur. 1. d4 dS 2. Rc3 Rf6 3. Bg5 Sjaldséð byrjun, en þó alls ekki slæm. 3. — Rbd7 4. Rf3e6 5.e4h6! Leikið á réttu augnabliki. Hvítur verður að velja á milli þess að gefa biskupaparið eða fórna peði. 6. Bh4!?g5 7. Bg3Rxe4 8. Rxe4dxe4 9. Rd2 Bg7 10. h4! Hvitur féll ekki í gildruna 10. Rxe4? f5! ásamt 11. — f4 og svartur vinnur mann. 10. — Bxd4 11. Rxe4?! Öruggara var að skjóta inn 11. c3 Bg7 og leika þá 12. Rxe4. Hvítur hefur þá frumkvæðið i skiptum fyrir peðið, og staðan er óljós. 11. — Rf6? 26 árum siðar endurbætti austur- þýski stórmeistarinn Uhlmann taflmennsku páfa og lék 11. — Bxb2! Eftir 12. Hbl (betra er 12. hxg5!) Rf6! 13. Dxd8 + Kxd8 14. Hxb2 Rxe4 stóð svatur betur að vígi (Neu- kirch — llhlmann, A-Þýskaland 1972). 12. hxg5 Bxg5 Ekki 12. — hxg5? vegna 13. Bxc7! og hvítur vinnur. 13. Rxg5 Dxg5 14. Bxc7 Dc5 15. Bd6 Svartur hefur tapað peðinu aftur og stendur nú mun lakar að vígi. 15. — Da5 + 16. c3 Db6 17. Dd2 Rf6 18. Df4 Drottningin leggur upp í ævintýra- lega langferð en sterkara er 18. Be5! Hins vegar ekki 18. Hxh6 Hxh6 19. Dxh6 Dxf2+! 20. Kxf2 Rg4+ og svartur þvingar fram endatafl, sem þó er ögn lakara. 18. — Rd5 19. De5 f6 20. Dh5+ Kd7 21. Ba3 Kc7 22. Df7 + Bd7 23. 0-0-0 Had8 24. c4 Rb4 25. Dxf6 Rxa2 + 26. Kbl Db3? Svartur hefði mátt reyna 26. — Ba4, en staða hans er engu að síður erfið. Textaleikurinn leiðir til manns- taps, og það sama verður uppi á ten- ingnum eftir 26. — Rb4 27. c5! Da5 28. Df4 + . 27.Be2?! Skilar ágóðanum hið snarasta. Einfaldlega 27. Hd3 er sterkara, því riddarinn á a2 fellur. 27. — Bc6 28. Hxd8+ Hxd8 29. Dxe6? Gefur kost á þráskák. 29. De5 + og síðan 30. Hh3! vinnur, þvi enn er riddarinn á a2 dauðans matur. 29, —Rc3+ 30. Kcl Rxe2 + Páfi teflir ótrauður til vinnings, en jafntefli var að fá með 30. — Ra2 + o.s.frv. 31. Dxe2 Hd3 32. De7+ Kb6 33. Dc5 + Ka6 34. Db4 Da2?! En nú ofmetur svartur stöðu sína og stefnir hraðbyri til glötunar. Eftir 34. — Dxb4 35. Bxb4 hefur svartur allgóða jafnteflismöguleika, þökk sé mislitum biskupum. Textaleikurinn er þó ekki alvitlaus, því hann felur í sér gildru, senr hvítur fellur beint i. 35. Hxh6?? Að sögn Benko á hvítur þvingaðan vinning í stöðunni: 35. Kc2! Hd4 36. Kc3! Hf4 37. Hxh6 (hótar 38. Db5 mát) Hf5 38. Da4+ Ha5 (ef 38. — Kb6, þá 39. Bc5 + ! og drottningin fellur). 39. Hxc6+! bxc6 40. Dxc6 mát. 35. — Dal + 36. Kc2 Ddl mát. Barðstrendinga- félagið í Reykjavík Staðan eftir 4 umferðir í aðalsveita- keppninni er þessi: stig 1. Sveil SigurAar ísakssonar 75 (Auk Sigurðar eru í sveilinni Edda Thorlacius, ísak Sigurðsson og Ámi Bjamason). 2. Sveit Ragnars Þorsleinssonar 60 3. Sveit Viðars Guðmundssonar 56 4. Sveit Baldurs Guðmundssonar 53 5. Sveil Ásgeirs Sigurðssonar 45 6. Sveil Ágúslu Jónsdóttur 41 Frá Ásunum Sl. mánudag var á dagskrá félagsins eins kvölds tvímenningur, með léttu ivaft. 18 pör mættu til leiks. Úrslit urðu þessi: NIS: Hróifur Hjallason-Jón Páll Sigurjónsson 271 Bjom Gíslnson-Jens Gíslason 251 Kagnar Björnsson-Sævin Bjamason 239 AA/: Óli Már Guðmundss.-Þórarínn Sigþórsson 277 Sveinn Sigurgeirsson-Sigurjón Helgason 225 Gylfi Sigurðsson-Sigurberg Elenlínusson 224 Næsta mánudag hefst tveggja kvölda tvímenningskeppni, sem jafnframt er firmakeppni Ásanna. Keppendur eru hjartanlega velkomnir (með eða án firma). Keppni hefst kl. 19.30. Spilað er i Félagsheimili Kópa- vogs, efri sal. Bridgefélag Kópavogs Starfsemi Bridgefélags Kópavogs hófst að nýju eftir jólafrí sl. fimmtudag með eins kvölds tvímenningi. Spilað var í tveimur tíu para riðlum. Besta árangri náðu: A-riðill slig 1. Ólafur Ingimundarson-Svcrrir Jónsson 132 2. Krístmundur Halldórsson-Gróa Jónalansd. 118 3. Jörundur Þórðarson-Björn Halldórsson 117 B-riðill slig 1. Guðbrandur Sigurbergss.-Snorri Sveinsson 123 2. Guðmundur Þórðarson-Sigurður Steingrimss. 120 3. Sævin Bjarnason-Ragnar Björnsson 116 Meðalskor 108. Nk. fimmtudag hefst aðalsveita- keppni félagsins. Gert er ráð fyrir að spila 2 umferðir á kvöldin, 16 spila leiki. Skráning sveita til þátttöku er hafin. Menn eru beðnir að tilkynna þátttöku sem fyrst i síma 41794 (Krist- mundur) eða 31204 (Þórir). Spilað er i Þinghól Hamraborg 11 og hefst spila- mennskan kl. 20. Tafl- og bridgeklúbburinn Fimmtudaginn 10. janúar 1980 hófst aðalsveitakeppni hjá félaginu. Spilað verður í meistaraflokki. Einnig verður spilað í opnum flokki og er öllum heimil þátttaka. Þátttakendur skrái sig hjá Sigfúsi Erni Árnasyni í sima 71294 eða Orvelle Uthly, sími 77463. Spilað verður í Domus Medica Egilsgötu 3. Árshátíð TBK verður haldin í Snorra- bæ!8.janúar 1980. Sjúkraliðar Sjúkraliðaskóli íslands heldur endurmenntunar- námskeið í mars 1980 ef næg þátttaka fæst. Upp- lýsingar í síma 84476 kl. 10—12. Skólastjóri. Reykjanessmót í sveitakeppni 1980 Undanrásir verða spilaðar helgina 19. og 20. jan. nk. í Félagsheimili Kópavogs (Ásarnir) og hefst keppni kl. 13.00 báða dagana. Spilaðir verða 16 spila leikir eftir Monradkerfi. Átta efstu sveitir úr und- anrásum komast í úrslit, sem verða spiluð í febrúar, skv. nánari auglýsingu síðar. Væntanlegir þátttakendur eru hvattir til að skrá sig til þátttöku hið fyrsta. Keppnisgjald i undanrásum er 15.000 kr. á sveit. Stjórn BRU. Bridge-deild Víkings Aðalsveitakeppnin hefst nk. mánudagskvöld 14. jan. kl. 19.30 í Félagsheimili Víkings v/Hæðargarð. Fjölmennum nú, allir velkomnir. Lögbirtingablað og Stjórnartíóindi hafa flutt skrifstofu sína og afgreiðslu að Lauga- vegi 116, 2. hæð. ......... Doms- og kirkjumalaraðuneytið, 9. janúar 1980. Ný námskeið hefjast mánudaginn 21. janúar 1980 og standa til 30. apríl 1980. 1. Teiknun og málun fyrir börn og unglinga. 2. Teiknun og málun fyrir fullorðna 3. Bókband. 4. Almennur vefnaður. Innritun fer fram daglega á skrifstofu skólans Skipholti 1. Námskeiðsgjöld greiðist við innritun áður en kennsla hefst. Skólastjóri. . *Kennsla á vetrarönn 1980 í Breiðholti Breiðholtsskóli Mánudaga kl. 19.40-21 Enska Barnafatasaumur Spænska III I 21.05—22.25 Enska Barnafatasaumur Spænska IV II Fimmtudaga kl. 19.40-21 EnskaI ÞýskaI 21.05—22.35 EnskaII ÞýzkaII Kennsla hefst 14. jan. Innritun fer fram við upphaf kennslu. Kennslugjald fyrir tungumál kr. 15.000. Kennslugjald fyrir barnafatasaum kr. 29.000. Fellahellir Mánudaga kl. 13.30—14.10 EnskaI 14.10—14.50 EnskaI Leikfimi 15—15.40 EnskaII Leikfimi 15.40-16.20 EnskaII Miðvikudaga kl. 13.30—14.10 Enska III 14.10—14.50 Enska III Leikfimi 15—,15.40 Enska IV Leikfimi 15.40-^6.20 . Enska IV Kennsla hefst mánudaginn 14. jan. Kennslugjald kr. 15.000. Innritun fer fram við upphaf kennslu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.