Dagblaðið - 12.01.1980, Síða 24

Dagblaðið - 12.01.1980, Síða 24
„Ekkert hægt að segja...” Veró brezku olíunnar ekki fengizt gefíð upp — segir Vilhjálmur forstjóri Olíufélagsins um samanburð við Rotterdamverðið „Það er ekki hægt að segja neitt um verð sem ekki hefur fengizt gefið upp,” sagði Vilhjálmur Jónsson, for- stjóri Olíufélagsins hf., í viðtali við DB. Fréttamaður spurði hann um innkaupsverð á gasoliunni sem áætlað er að islenzku olíufélögin kaupi af British National Oil Corpo- ration, BNOC, síðar á þessu ári, og þá sérstaklega um samanburð á því verði og Rotterdamverðinu á gasolíu frá Sovétríkjunum. Eins og í frétt DB í gær um senni- leg olíukaup frá BNOC er veikasti hlekkurinn í samningum um þau við- skipti nú sá að i þeim er ekkert ákveðið verð. Er því naumast unnt að tala um viðræðurnar sem samninga enn sem komið er. BNOC hefur ennþá ekki selt neinar fullunnar olíuvörur svo að ekki er unnt að styðjast við eidra verð á gas- olíu frá fyrirtækinu. Enda þótt BNOC eigi kauprétt á 51% af allri Norðursjávarolíunni liggur ekkert með vissu fyrir um það hvaðan sú gasolía verður sem við kaupum, ef úr verður. Hins vegar má gera ráð fyrir því að verðið á gasolíunni verði ekki langt frá því verði sem risaolíufélögin selja dótturfyrirtækjum sínum á. Ennþá mun BNOC ekki hafa samið um hreinsun á þeirri olíu sem fyrirhugað er að selja til íslands. Þó er talið að fyrirtækið hafi tiltölulega góða að- stöðu til að gera hagstæða samninga um hreinsunarkostnað. „Bretar áttu sinn þátt i því að við tókum upp þessi viðskipti við Sovét- menn,” sagði annar kunnáttumaður um millirikjaviðskipti í viðtali við DB. „Það væri ef til vill ekkjofætlun að þeir létu okkur nú njóta hag- stæðra kjara í olíuviðskiptum.” - BS Nýjar hugntyndir um stöðumæla rsddar í borgarráði: Sektir leysi ref singar af hólmi Éngar refsingar skv. refsilögum verði fyrir stöðumælabrot, aukaleigu- gjald, eða öðru nafni stöðumælasektir komi alveg í stað refsinga, ökumaður beri ábyrgð á broti, en með eiganda, séu ökumaður og eigandi ekki sami maðurinn, kröfur um greiðslur i Stöðu- mælasjóð njóti lögtaksréttar með lög- veði í bílnum og lögin nái almennt yfir rangar bílastöður, segir m.a. í tillögum Gunnars Eydal, skrifstofustjóra borgarstjórnar, er hann lagði nýlega fyrir borgarstjóra. Ýmislegt í tillögum Gunnars er nokkuð samhljóða tveggja ára gömlu lagafrumvarpi sem sofnaði á Alþingi þrátt fyrir. mjög jákvæðar umsagnir hagsmunasamtaka. í greinargerð með tillögum sínum segir Gunnar ástand þessara mála al- gjörlega ófullnægjandi og mikilvægt sé að bætt verði úr. Bendir hann á að aðeins liðlega helmingur stöðumæla- sekta (iægra gjaldið með viku gjald- fresti) innheimtist eðlilega. Svipaða sögu sé að segja um sektarbréfin. - GS Engin loðna austur fyrir land í vetur? Fiskifræðingar um borð í tveim haf- rannsóknaskipum, sem nú eru að kanna loðnugönguna, óttast nú að svo kunni að fara að engin loðna gangi austur fyrir land á vetrarvertíðinni nú eins og vant hefur verið. Hefur hún yfirleitt veiðzt fyrst vestur af Vestfjörðum, síðan færzt austur með Norðurlandinu, suður með Austurlandinu og loks vestur með Suðurlandi. Tæki loðnan upp nýja hegðun þýddi það óhjákvæmilega geysilega atvinnu- röskun í vissum landshlutum þar sem bátarnir leitast ávallt við að landa á næstu höfnum við miðin. Of snemmt er að slá neinu föstu enn, en liklegt er að einhvern tímann áður hafi hún ekki gengið austur fyrir. *GS Hættir Geir á morgun? LtíÐVÍK TILBÚINN AÐ GRÍPA BOLTANN — Seðlabanki gagnrýnir Þjóðhagsstofnun Samningamenn stjórnmálaflokk- helzt ráðleggja forseta íslands að fela anna voru á því i gærkvöld, að Lúðvík Jósepssyni, formanni Al- tilraunir Geirs Hallgrímssonar til að þýðubandalagsins, að gera tilraun. mynda þjóðstjórn hefðu farið út um Lúðvík hefur síðustu daga búið sig og þúfur. Hann mundi skila umboði flokk sinn undir þetta. Alþýðubanda- sínu innan skamms, sennilega á lagsmenn eru að semja tillögur í efna- sunnudaginn. Þá var gert ráð fyrir, hagsmálum. að stjórnmálaforingjarnir mundu Það gerðist helzt í gær, að samn- ingamönnum barst greinargerð frá Seðlabanka um hugmyndir sjálf- stæðismanna og tillögur annarra, þar sem bornar voru brigður á þær for- sendur, sem Þjóðhagsstofnun hafði gefið sér við þá útreikninga, sem birzt hafa siðustu daga! - HH fifálst, áháð dagblað I.AUGARDAGUR 12. JAN. 198(1. Bolle treystir á árangursríkar viðræður um Jan Mayen: Vonandi lokið fyrir 1. apríl — Danir fresta útfærslu við Grænland um ótiltekna framtíð Eivind Bolle, sjávarútvegsráðherra Norðmanna, sagöi í útvarpsviðtali i Noregi í fyrradag að hann vonaðist sterklega til að samningaviðræðum við íslendinga um loðnuveiðar við Jan Mayen yrði lokið fyrir 1. apríl nk. Þetta kom fram í kjölfar þeirrar flugufregnar að Danir hygðust færa fiskveiðilögsögu Grænlands út í 200 milur 1. apr. en 200 mílur Grænlands og Jan Mayen skerast verulega. Sem kunnugt er hafa dönsk stjórnvöld lýst þetta markleysu, slikt sé ekki á prjónunum um ótiltekna framtíð. Ekki tilgreindi Bolle nánar samningsatriði við íslendinga né stað og stund viðræðna enda situr hér stjórn sem sagt hefur af sér. Sjómenn og útgerðarmenn i Noregi hafa þrýst geysilega á stjórnvöld undanfarið að sýna íslendingum fulla hörku í málinu eða færa lögsögu Jan Mayen þegar í stað í 200 mílur, enda eiga þeir a.m.k. helmingi stærri bræðslufiota en íslendingar en veiða álika mikið með honum. -GS. Air Florida færir út kvíarnar Flugfélagið Air Florida, sem tekur á leigu DC-10 flugvél Flugleiða hf., er fremur lítið fyrirtæki, eftir því sem næst verður komizt. Hefur það rekið meðal annars Lockheed Electra-vélar og DC-9 vélar, einkum í farþegaflugi innanlands í Bandaríkjunum og til eyj- anna í Karabiska hafinu. Mun flugfélagið hafa í hyggju að færa út kvíarnar með beinu flugi milli Florida í Bandarikjunum og London og Frankfurt i Evrópu. Er áhugi Air Florida á leigu DC-10 þotu Flugleiða hf. tengdur þessum fyrirætlunum. -BS Dagblaðsbíó á morgun í Dagblaðsbíói á morgun kl. þrjú verður sýnd japanska myndin Stríð í geimnum. Myndin er í litum og með islenzkum texta. LUKKUDAGAR: 12. JANÚAR 8776 KODAK POCKET MYNDAVÉL Vinningshafar hringi í sima 33622.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.