Dagblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980. 11 \ minnsta einu sinni. Þetta getur haft þau áhrif að sá sem horfir mikið á sjónvarp sé orðinn argur yfir því að sjá auglýsinguna mjög oft á meðan þeir sem lítið eru fyrir sjónvarpsgláp hafa ef til vill aðeins séð hana einu sinni eða tvisvar. í þriðja lagi má nefna að margir i auglýsingaiðnaðinum telja að ákveðin endurtekning auglýsinga sé nauðsynleg til að koma inn hjááhorf- andanum vissum upplýsingum. Meira að segja að því marki er fólk fer að kenna gremju. Þessi hópur segir sem svo: „Aðalatriðið er að fá fólk til að muna eftir auglýsingunni. Ef nauðsynlegt er að angra það til þess, þá gerum við það.” Hvað sannleiksgildi auglýsinganna snertir þá er ekki eins auðvelt að setja augljóslega rangar upplýsingar eða ýkjur í þær og margir halda. Til þess eru of margir aðilar á verði, bæði frá stjórnvöldum og kaupmannasamtök- unum. Mesta aðhaldið kemur þó sennilega frá keppinautunum í sömu greinum. Þeir fylgjast vandlega með auglýsingum hvers annars og kæra umsvifalaust ef þeir telja að auglýs- ing sé villandi á einn eða annan hátt. Hins vegar er ýmsum sálfræðileg- um brögðum beitt til að ná athygli áhorfenda. Frægasta dæmið um sliki er líklega þegar gosdrykkjafyrirtæki skaut örfáum römmum með mynd- um af lokkandi gosflöskum inn á milli annarra mynda á filmu. Þetta voru svo fáir rammar að fæstir tóku eftir þeim. Hins vegar höfðu gos- flöskurammarnir þau áhrif að þeir kölluðu fram þorsta hjá viðkomandi. Aðferð þessi hefur nú verið bönnuð en ýmsum öðrum ráðum er beitt. Til dæmis auka sjónvarpsstöðvarnar ávallt styrk útsendingarinnar er kemur að auglýsingunum. Þær virka Áhrif auglýsinga á börn eru mikil. Hér vestra eyðá börn gTfurlegum tíma fyrir framan sjónvarpstækið, allt að sex klukkustundum á dag. Rann- sóknir hafa leitt i Ijós að börn innan sex ára aldurs geta ekki greint milli ímyndunar og raunveruleika þegar sjónvarpsauglýsingar eru annars vegar. Dæmi um þetta er auglýsing frá framleiðanda jórturgúmmís sem sýndi tyggjóið vaxa á trjánum. Al- gengt varað börn spyrðu foreldra sína hvar þessi tré með tyggjóinu yxu. í Ijósi þessara staðreynda eru for- eldrasamtök í San Francisco að reyna að fá auglýsingar í barnatímum bannaðar. Hvort sem það tekst eður ei, þá er það öruggt að um leið og hlutur auglýsinga í útsendu efni eykst verða auglýsingarnar neytandanum sifelll meiri þyrnir i augum. Helzti kostur svonefndra kapalstöðva er mrrmana Pgy Soving RefrígeroK ,n sove up to SS5 q yeot on your electric bill. lY8MG T*$m$OG00&*0«£ BtUíV RO! / ') einmitt sá að þær sjónvarpa fæstar auglýsingum. í staðinn greiðir fólk af þeim afnotagjald. Þótt auglýsendur sjálfir kvarti einnig yfir háum fram- leiðslukostnaði og dýrum sýningar- lima þá er öruggt að flestir munu þeir halda áfram að auglýsa. Eitt viður- kenna þeir allir; þær virka. - SS, I.os Angeles. y Leitt er til þess að vita hvernig komið er fyrir Sjálfstæðisflokknum, þ.e. hve blindur hann er orðinn. Flokkurinn var stofnaður af dug- miklu fólki, bæði menntuðu og ómenntuðu, sem hugsaði um heill og hag þjóðar. Þá var fátækt hér á landi og fólk fékk ekki að vinna. Margur sjálfstæðismaðurinn setti upp at- vinnurekstur og byrjaði með tvær hendur tómar. Þá treysti enginn á eða gat hlaupið i ríkissjóð eins og nú er. Atvinnurekandinn varð þvi að treysta á sjálfan sig. Það þarf slerk bein til að þola góða daga. Síðastliðin 30—40 ár hefur ávallt verið næg atvinna, enda alltaf hækkandi verð fyrir sjávarafurð- irnar. En samt sem áður hafa skuld- irnar við útlönd aldrei verið meiri. Er þetta ekki stjórnleysi hjá alþingis- mönnum og öðrum ráðandi mönnum þjóðarinar, að eyða meir en þjóðin aflar? Ég kenni menntamönnunum alveg um þetta stjórnleysi. Síðan þeir komust á alþingi fór að halla á þá ógæfuhlið, sem enn sést ekki fyrir endann á. Þegar forysta Sjálfstæðis- flokksins lætur verkin tala svo að þeir hafi ekki einu sinni hálft skepnu- vit þá er ekki von á góðu. T.d. við síðustu kosnignar í Rvik voru 7 efstu menn D-listans lögfræðingar og I heildsali. Sjálfstæðisflokkurinn hefur, þar til fyrir nokkrum árum, veriö flokkur allra stétta. En nú tala verkin svo að hann sé einungis fyrir lögfræðinga og embættisfólk í vel launuðum störfum. Birgir j. G., heldur þú að þinn flokkur héfði ekki fengið glæsilegri útkomu ef þið hefðuð haft D-listann skipaðan eitt- hvað þessu likt: 2 verkamenn, 1 sjómaður, 1 bóndi, I iðnaðarmaður, 1 kaupmaður og 1 lögfræðingur? Niðurröðunin á lista ykkar í Rvik var hryllileg, og þar töluðu verk þin og þeirra sem stjórna flokknum. Og þess vegna fór nú eins og fór. En þú harmar í þinni grein hvernig kosning- arnar fóru. Kjallarinn Regína Thorarensen Hugsjónamenn reknir Sannleikurinn er sá að góðir veiði- kettir eru ekki ráðandi menn í flokknum. Sennilega búið að klippa öll veiðihárin af þeim, svo getulausir eru þeir. Það hefði orðið glæsilegri sigur hjá Sjálftæðisflokknum ef hann hefði ekki verið svona sigurviss, og menn eins og þið, þessir blessaðir súkkulaðidrengir, hefðu ekki ráðið ferðinni, með ykkar leiftursókn og Haukdal og Sólnes. Og ljúga síðan í þjóðina að það hefði ekki verið hægt að hafa prófkjör. Þá voruð þið hátt uppi í skýjunum að bola Jóni frá, til að koma einum súkkulaðidrengn- um enn á þing. Er leitt til þess að vita að kjósendur Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra skuli vera svona máttfarnir að treysta sér ekki i próf- kjör og það í sláturtiðinni þegar allir hafa nóg að borða. Nei, þið vilduð ekki Sólnes á þing þvi hann er dug- legur og fyrirhyggjusamur maður. En ég þykist vita það að hann er ykkur ekki alltaf sammála. Ef þeir Sólnes og Haukdal og fleiri eldri menn hefðu fengið að ráða undirbúningi síðustu kosninga stæðu málin öðru- vísi i dag. En ráðamennirnir höfðu enga biðlund og gátu ekki hugsað rökrélt. Auðvitað álti að lofa vinstri stjórninni að blæða út. En þess í stað fóruð þið að vingast við Alþýðu- flokkinn og biðja hann að hlaupa úr rikisst jórninni. Nei, leiftursóknin varð ykkur dýr. Ef rétt hefði verið haldið á spilunum hefði Sjálfstæðis- flokkurinn alltaf átt að fá 32—35 þingmenn. Birgir minn, farðu nú á sjó í 5 ár samfleytt og vertu 3 ár vinnumaður í sveit. Eftir þann tíma getur þú orðið góður til að stjórna flokknum okkar. Og þá fyrst gæli þjóðin trúað þér til að skipta þjóðarkökunni jafnt á milli okkar litlu þjóðar, fyrr ekki. Taktu Friðrik Sophusson og fleiri af ykkar kynbræðrum, sem hafa ótakmarkað sjálfsálit, á sjóinn með þér. Einnig vil ég benda þér á að hætta að skrifa svona ábyrgðarlaust um borgar- stjórnina eins og þú hefur gert síðan þú hættir sem borgarstjóri. Þú þoldir ekki að falla og heldur að það geti enginn stjórnað nema þú. Ég vil spyrja þig einnar spurningar að lok- um, Birgir. Af hverju fluttu svona margir atvinnurekendur úr Reykja- vik (einmitt eftir að þú komsl i borgarstjórn) í Kópavog og Garðabæ og fleiri nærliggjandi slaði til að losna við hin háu gjöld Reykjavikur- borgar? Þú kvartaðir um, i áður- greindum sjónvarpsþætti ykka. Guðrúnar Helgadóttur, að i miðbæn- unt í Rvík byggju rnesl gamalmenni og nærliggjandi byggðir sæktu skóla, kirkjur og sundlaugar i Rvik. Þetta var alveg rétt hjá þér. En nú.skrifar þú eina grein i Mbl. 5.1. sl. þar sem þú óskapast yfir háuni gjöldum vinstri flokkanna. En jafnframt segir þú frá Seltjarnarnesi sem ekki leggi á nenta 10% útsvar, Garðabær og Mosfellssveit 11%, en gefi 20—25% afslátt af fasteignaskattinum. Kemur ekki að því sama og þú sagðir í sjón- varpsþættinum að Rvík leggur nær- liggjandi byggðum til svo margvís- lega þjónustu eins og er þú varst borgarstjóri? Þú mátt ekki kasta svona ryki i augu fólks eða halda það svona gleymið og vitlaust að það ntuni ekkerl. Það eru fleiri en þú af sjálfstæðis- mönnunum, sem halda alþýðufólkið svo heimskt. Geir Hallgrimsson sagði i sjónvarpinu fyrir síðustu alþingis- kosningar: Það spurði mig stúlka, sem vinnur í hraðfrystihúsi hér i borg, af hverju islenskar stúlkur hefðu ekki sama kaup og færeyskar stúlkur fá, sem vinna sambærileg störf, þar sem afurðirnar fara á sömu markaði frá báðum þjóðunum. Ég vil spyrja Geir Hallgrimsson, af hverju kom hann ekki samsvarandi kaupi á hér á landi og er í Færeyjum þegar hann var forsætisráðherra? Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lært af reynslu síðustu kosninga og láti aldrei þau ósköp henda sig aftur sem hann gerði fyrir siðustu kosningar. Ég hef aldrei vitað að Sjálfstæðisflokkurinn væri nein gust- ukastofnun, en ég álykta að svo sé nú siðustu árin því verkin tala sv<5. Það eru skipaðir menn í alls konar störf af Sjálfstæðisflokknum, bara ef þeir eru flokksbundnir og þægir þrátl fyrir það að þeir hafi ekkert vit á þeim störfum sem þeir eiga að fram- kvæma. Ungu piltarnir sem keyptu Piparsvcinahöllina eru búnir að fá að kcnna á þvi. Ef sjálfstæðisflokkurinn ætlar að halda fylgi sínu áfram verður flokks- forustan að breyta um stefnu.Taka vinnandi fólk úr atvinnulífi í forystu- iiðið. Lofa dekurdrengjunum, sem hafa fengiðskakkt uppeldi, þeim sem ekki hafa mátt vinna neitt við at- vinnuvegina, að fara á sjóinn og afla þjóðinni gjaldeyris. Einnig held ég að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi misst mikið fylgi rétl áður en alþingi var slitið sl. vor. En þá var borin fram tillaga um það að fá heim- ild til að taka lán handa bændum vegna harðinda. En þá hlupu þing- menn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks út án þess að gera grein fyrir afstöðu sinni. Er hægt að hugsa sér meiri skollaleik og ábyrgðarleysi? Og þar var Geir Hallgrimsson, formaður llokksins, i fararbroddi. Ég hélt alltaf að Geir væri ábyrgur þjóð- félagsþegn. Að lokum þetta. Ég er viss um það að Guðmundur H. Garðarsson hefði ekki skrifað fyrri grein sína í Moggann um Sjálfstæðisflokk- inn, ef hann hefði ekki fallið. Þetta herti Guðmund i að skrifa. Já, mótlætið er alltaf góður lífsskóli og herðir oft litla menn upp, þ.e.a.s. þá menn sem geta tekið mótlæti. Ef ég mætti ráða væri ég búin að reka alla alþingismenn heim til sín, svo ábyrgðarlausir eru þeir, og láta þá borga þjóðarbúinu til baka kaup sitl frá 15.10. sl. ásamt allri þeirri upp- hæð sem kosningarnar kostuðu þjóðarbúið. Þessa upphæð eiga Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkur að borga. Ég óska svo Sjálfstæðisflokknum alls góðs í framtiðinni. „Er Sjáifstæðisflokkurinn aðeins fyrir lögfræðinga og embættisfólk i vel launuð- um störfum?” Regína Thorarensen, F.skifirði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.