Dagblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980. 5 „ Vil ekki hafa dómsmálaráðu neytiö galopið og aðhyllist íhaldssemi í kirkjumáium" — segir Friðjón Þórðarson, dóms-og kirkju- málaráðherra, sem nú sezt í fyrsta sinn í ráðherrastól „Ég nánast datt inn í pólitíkina 1953 og fór beint í framboð í Dala- sýslu, sem þá var einmennings- kjördæmi. Þetta „fall” mitt inn í pólitíkina varð fyrir einróma áskorun forráðamanna Sjálfstæðisflokksins þar í sýslunni en þá var Þorsteinn Þor- steinsson sýslumaður að láta af stjórnmála- og þingstörfum.” Þannig komst Friðjón Þórðarson, hinn nýi dóms- og kirkjumálaráðherra landsins, að orði er DB hitti hann við breitt skrifborð í stórri skrifstofu dómsmálaráðherra, þar sem út og/eða inngönguleiðir eru tvær, mörg listaverk prýða veggi, Alþingistíðindi fylla hillur, en hvergi sést mappa, hvorki í hillu eða á borðum. Friðjón Þórðarson sezt nú í ráðherrastól í fyrsta sinn. Hann er innfæddur Dalamaður, fæddur á Breiðabólstað á Fellaströnd 5. febrúar 1923 og er því nýlega 57 ára gamall. Faðir Friðjóns, Þórður Kristjánsson, var hreppstjóri á Fellsströnd og þar hafði afi hans áður búið. Móðír hans var Steinunn Þorgilsdóttir barna- kennara frá Knarrarhöfn Friðriks- sonar. Friðjón varð stúdent frá MR 1941 og lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1947. „Þegar ég kom út úr skólanum hóf ég fljótlega störf hjá borgardómara og leysti Benedikt Sigurjónsson af í frii hans vetrarlangt. Síðan lá leiðin í stól fulltrúa lög- reglustjóra. Það var 1. maí 1948 og gegndi ég því fulltrúastarfi til 1955. Á þvi tímabili kom það fyrir að ég var settur lögreglustjóri í Reykjavík í fjar- veru Sigurjóns Sigurðssonar,” sagði Friðjón. „Haustið 1949 fór ég á námskeið Sameinuðu þjóðanna um lögreglumál og upp úr því lá leiðin í lögregluskóla í Connecticut um rúmlega 3ja mánaða skeið. , Ég hafði mikinn áhuga og gaman af lögreglumálum og því fagnaði ég því tækifæri sem ég fékk til að kynnast S.Þ. og þá sérstaklega varðliði þeirra Þessi áhugi minn hafði einhver áhrif á Iögreglustjóra varðliðsins hjá S.Þ. Hann spurði mig hvort ég vildi ekki sjá það bezta sem gerðist í lögreglumálum. Hafði hann sambönd frá fyrri störfum sínum við mikinn og vel þekktan lög- regluskóla í Hartford í Connecticut. Kom hann á tveggja daga heimsókn minni til skólans. En sú stutta heimsókn dró dilk á eftir sér, því í lok tveggja daga heimsóknarinnar var ég spurður hvort ég vildi fara í lög- regluskólann. Tilboðið var stórt i sniðum, þvi fylgdi algjörlega fri dvöl innan landamæra Connecticutríkis,” sagði Friðjón. „Auðvitað sló ég til og lærði mikið.” Friðjón hélt áfram hjá lög- reglustjóra eftir heimkomuna en veturinn 1951—52 var hann settur bæjarfógeti á Siglufirði. „Þó ég hefði lært mikið áður, lærði ég heilmikið af verunni með Siglfirðingum.” Heim í Dalasýslu sem sýslumaður 1955 varð Friðjón sýslumaður i Dalasýslu og gegndi því embætti í ára- tug, með setu í Búðardal, en 1965 fluttist hann til Stykkishólms og varð sýslumaður Snæfellinga. Því embætti gegndi hann í annan áratug, en 1975 voru stjórnmálastörfin orðin svo umfangsmikil, að Friðjón lét af embætti og hvarf til stjórnmálanna óskiptur. Þá beindum við talinu aftur að þvi hvernig Friðjón „datt” inn í pólitíkina. „Ég hafði ekkert skipt mér af stjórn- eru Ijósin í lagi? UMFERÐARRÁÐ LJOSMYNDIR: B JARNLEIFUR BJARNLEIFSSON ATLI STEINARSSON setan hefur verið óslitin siðan,” sagði Friðjón. — Og nú fékkstu góðan stuðning heiman úr hcruðum lil stuðnings við stjórnarmyndun Gunnarsfhoroddsens? „Sá stuðningur hefur verið meira en góður, hann er einróma. Ég hef ekki orðið var við einn einasta mann sem ekki vill styðja þessa síðustu ákvörðun mina.” Friðjón sagði að ennþá ætti Gunnar Thoroddsen dygga stuðningsmenn í Mýra- og Snæfellsnessýslu og þeir hefðu eindregið hvatt sig til stuðnings við stjórnarmyndun Gunnars. Um samstöðuna og framtið samkomulags Sjálfstæðisllokksins vildi Friðjón sýnilegasem minnstu spá. „Það þarf vissulega samstarf lil að þetta gangi. Báðir aðilar verða að ræða saman. Ef meiningin er hins vegar að hleypa i þetta mál fullri hörku, þá sleppum við ekki okkar rétti,” sagði Friðjón. „Sjálfstæðisflokkurinn á t.d. fjóra fulltrúa í núverandi fjárveitinganefnd og sitjum við Pálmi Jónsson þar báðir. Venjan er að ráðherrar sitji ekki í slíkri samstarfsnefnd. En hlaupi full- komin harka í málin þá munum við hugsa okkur tvisvar um áður en við hættum störfum í þeirri nefnd. Við munum leygja okkur svo langt sem við getum til þess að fara eftir reglum flokksins og vilja. Bezt væri að losna við það sem kallað er flokksagi og i lengstu lög vcrður að vona að slíkt takist,” sagði Friðjón. Friðjón sagði í umræðum um nýju störfin að eðlilegast teldi hann að tiltölulega hljótt væri um dómsmálin og mjög óeðlilegt að þau væru meira I sviðsljósinu en brýnasta nauðsyn krefði. „Ég er ekki á þeirri skoðun að þessi mál eigi að vera opin hverjum sem er og hvenær sem er. Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um breytt viðhorf frá því sem verið hefur. Sjálfsagt er að veita vissar upplýsingar en vegna máls- aðila og þjóðfélagsins í heild verða að vera þar vissar hömlur á. Ég tel sjálfsagt að veita fjölmiðlum upplýsingar um fréttnæma hluli og annað það sem unnt er að segja frá. En i öllum mínum dómarastörfum vildi ég ekki hafa fjölmiðla inni á gafli hjá mér i hverju réttarhaldi. Málefni kirkjunnar í málefnum kirkjunnar þarf að huga að ýmsu. Löggjöf um kirkjuleg málefni er gömul og margt þarf að skoða. Ég er i eðli mínu íhaldssamur um kirkjunnar málefni. Mér finnst ve! fara á um samskipti ríkis og kirkju og þar þurfi ekki að gera byltingu,” sagði Friðjón. -A.St. Friðjón Þórðarson 1 ráðherrastólnum við ráðherraborðið i Arnarhvoli. DB-mynd Bjarnleifur. Friðjón Þórðarson og kona hans Kristin Sigurðardóttir frá Hjallanesi i Rangárvallasýslu eru hér á heimili sinu að Rauðalæk 9 ásamt dóttur sinni, Steinunni Kristinu, sem brátt er tvftug. Fjórir synir þeirra hjóna eru eldri og hafa allir staðfest ráð sitt og eru „flognir úr hreiðrinu”. „tbúðin var tilbúin árið sem ég flutti úr bænum. En hún hefur komið sér vel fyrir okkur allan timann i stjórnmála- störfunum og á námsárum barnanna. Hún mun áfram duga okkur þó embættið sé nýtt.” DB-mynd Bjarnleifur. málum í menntaskóla og lítið sem ekkert í háskóla. Sex árum eftir embættispróf mitt var Þorsteinn Dala- sýslumaður að hætta í stjórnmálunum enda fullorðinn orðinn. Eftirmann þurfti að finna og leitað var til min. Ég fékk hvatningu úr öllum áttum og sló til. í alþingiskosningum 1949 hafði ■ Þorsteinn fallið fyrir Ásgeiri Bjarna- syni, en Þorsteinn komst á þing sem uppbótarmaður. Ég féll líka fyrir Ásgeiri 1953 og komst ekki inn sem uppbótarmaður. Ég kom hins vegar heim i hérað 1955 jsem sýslumaður. í kosningunum 1956 fór á sömu leið, ég féll fyrir Ásgeiri en komst nú inn sem II. landskjörinn þingmaður. 1959 voru tvennar kosningar. í fyrri kosningunum féll ég og sat ekki á sumarþinginu. Um haustið skipaði ég þriðja sæti lista Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi eftir þá nýgerða kjördæmabreytingu. Ég náði ekki kosningu en var varaþingmaður til 1%7. Það ár tók ég annað sæti listans er Sigurður Ágústsson hætti og þing- Ljósmyndaþjónusta

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.