Dagblaðið - 16.02.1980, Qupperneq 7
7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980.
Tónlist
(LA TRAVIATA í HÁSKÓLABÍÓI)
Konsertuppfœrsla á óperunni La Traviota, eftir
Giuseppe Vordi, í HáskólabkJi 12. febníer.
Texti: Frencesco Merie Piave, oftir sögu Victor
Hugo.
Hljómsveitarstjóri: Giibert Levine.
Hlutverk og flytjendur
Violetta Valéry sópran, ólöf K. Horöardóttir.
Flora Bervoix, mezzosópran, Anna J. Sveins-
dóttir. Annina, sópran, Elisabet Erlingsdóttir.
Atfredo Germont, tenór, Gorflar Cortes.
G iorgio Germont, barfton, Guflmundur Jóns-
son. Gastono de Letorieres, tenór, Már
Magnússon. Boron Douphol, barftón, Halldór
Vilholmsson. D'Obigny morkgrorfi, bassi,
Hjálmor Kjartansson. Doktor Grenvil, bassi,
Kristinn Hallsson. Giusoppe, þjónn Violettu,
þjónn Floru, sendibofli, bassi, tenór, Kristínn
Sigmundsson. Herror og fnír, vinir Violettu og
Flóru, mottadoror, piccadorar, sigaunastúlkur,
þjónalifl Vioiettu og Floru, gestír á grfanuballi,
oJ.frv.: Söngsveitin Flharmónta.
Kórstíóri: Mortoinn H. Friðriksson.
Aflstoðarmaður kórstjóro: Agnes Löve.
Aflstoðarmaflur hljómsvoitaretjóro: Sue Marie
Peters. Hljómsveit: Sinfóniuhljómsveit (slands.
„Um f lutning
söngleikja"
Meðan Sinfóníuhljómsveitin var
enn í barnæsku réðst hún i það
þrekvirki að flytja Carmen i konsert-
uppfærslu í Austurbæjarbíói. Það
var stórfengleg upplifun, að mér
fannst þá, smápottormi. Líklega var
það vegna söngs nautabanans sem ég
hafði mikið dálæti á um þær mundir
og var líklega eina atriði þeirrar
óperu sem ég vissi haus eða sporð á.
Siðan hefur þetta ekki verið ieikið
eftir fyrr en nú, með flutningi La
Traviata. Er það raunar furðulegt
þegar hugað er að því hversu vel
flutningi Carmen var tekið um árið.
En vera má að menn hafi lengstum
lifað í voninni um það að til þess
iögskipaður aðili, þ.e. Þjóðleikhúsið,
sinnti reglugerðarákvæðinu „Um
flutning söngleikja” betur en raun
varð á. Sú stofnun, er búin að gera
vel í þeim efnum í vetur, með Orfeifi
og Evrídís. Nóg um það í bili og snú-
um okkur að La Traviata.
Þessi uppfærsla tókst ótrúlega vel.
Þar hélst allt i hendur: frábær hljóm-
sveitarstjóri, afbragðs einsöngvarar,
hver öðrum betri, og góður kór og
síðast en ekki síst, alvöru
óperuhljómsveit.
eina sem hana skortir er alþjóðleg
reynsla. Hefði hún hana (og hana
gæti hún hæglega náð sér i ef hún
kærði sig um) þyrftum við líklega að
panta hana með löngum fyrirvara í
uppfærslu eins og þessa, eins og
aðrar stórstjörnur.
Stór kór
1 Engin óperuuppfærsla tekst vel án
góðs kórs. Söngsveitin Fílharmónía
Jafnfætis
öðrum
Einsöngvarateymið var eins og
það gerist við stór óperuhús í út-
landinu. Var þar vart veikan hlekk að
finna. — Gömlu jaxlarnir, Kristinn
og Guðmundur, skiluðu sínum hlut-
verkum með ágætum, sérstaklega
Guðmundur, þegar hann „talaði”
um fyrir Violettu í öðrum þætti og
Stjörnusöngur
Garðar stóð sig eins og hetja í
hlutverki Alfredos. Ég hafði fyrir-
fram dálitla vantrú á að rödd hans
fengi notið sín í þessu hlutverki, í
jafnerfiðu húsi og Háskólabíói, en
þær efasemdir ruku fljótt út í veður
og vind. — En það var Ólöf Kolbrún
Harðardóttir sem án efa var stjarna
kvöldsins. Hún var stórkostleg. Það
einnig Kristinn, i sínum gagnslausu
huggunarorðum undir lokin. —
Hjálmar, þessi svarti, hlýi bassi kom
mjög vel út. — Halldór stóð sig mjög
vel í hlutverki Douphols baróns. —
Kristinn Sigmundsson lét sig ekki
muna um aðhankaþá, starfskraftana
þrjá, upp á eina kippu. Hann var
eilitið tilgerðarlegur en kom sínu
samt vel og skýrt til skila. Már söng
hlutverk Gastone, vísigreifa af
Letorieres, sannfærandi. Það háði
Má greinilega að vera ekki á alvöru
óperusviði. Innkomur hans voru ná-
kvæmar og hann gætti jafnvægisins í
samsöng vel. Hlutverk Anninu var í
góðum höndum Elísabetar og Anna
Júlíana söng hlutverk Floru með
miklum ágætum.
sá um þann þátt mála. Kórinn var
líflegur og söng skýrt með hlýjum,
massífum hljóm. Helst mátti að
kórnum finna að hann væri of fjöl-
mennur og kom það stundum niður á
léttleikanum.
Hljómsveitinni var raðað upp eins
og í venjulegri óperugryfju af löglegri
stærð. Það örlaði á því í forleiknum
að sumir riðlararnir fyndu ekki
samhljóm með félögum sínum, sem
nú sátu annars staðar en venjulega,
en sem betur fór voru þeir leiddir af
villu sinni með góðu slagi hljómsveit-
arstjórans og í heild lék hljómsveitin
eins og óperuhljómsveit af betri
sortinni.
Gilbert Levine hélt allri
hersingunni saman af skörungsskap
og nákvæmni og valdi hraða af
skynsemi. Hans þáttur var bæði
mikill og góður.
Konsertuppfærsla þessi, sem tókst
svona makalaust vel, hlýtur að vekja
með manni vissar kröfur. Jarðvegur
hlýtur að vera fyrir föstum
óperurekstri. Aðeins rekstrar-
aðstöðuna vantar, en eftir svona
glæsiuppfærslu er aðeins eitt að
segja: VIÐ HEIMTUM ÓPERU!
-EM.
„SKATTALÖGIN í HNÚT 0G
TOLLSKRÁIN VÍDA RANGLÁT”
—sagði Tómas Árnason hjá stórkaupmönnum
,,Ég er talsmaður blandaðs hag-
kerfis, þ.e. samkeppni einkareksturs
og samvínnureksturs, en enginn
þjóðnýtingarprédikari,” sagði Tómas
Árnason á ársfundi félags stór-
kaupmanna. Síðar bætti hann við: ,,Ég
er talsmaður aukins frelsis í viðskipta-
málum en legg jafnframt ríka áherzlu á
strangt verðlagseftirlit, því það tel
ég nauðsynlegt til að eyða landlægri
tortryggni um að frelsi í viðskiptum
leiði ávallt til hærra vöruverðs.”
Tómas hafði fátt eitt að segja
stórkaupmönnum um stefnu nýrrar
rikisstjórnar i viðskiptamálum. Las
hann þó stuttan kafla úr stjórnarsátt-
málanum um viðskiptamálin. Hann
kvað óumdeilanlegt að
prósentuálagningarkerfið og
verðbólgan væru þeir þættir sem stæðu
verzluninni mest fyrir þrifum.
Tómas vék sér fimlega undan að
svara spurningum fundarmanna sem
m.a. fjölluðu um lánaheimildir er-
lendis, verðlagseftirlit sem byggðist á
sannanlegum upplýsingum um kostnað
við dreifingu, mat vörubirgða gagnvart
skattyfirvöldum, o. fl. Þá var sýnt
fram á fáránleg dæmi um tollálagningu
nauðsynjavara og munaðarvöry.
Tómas sagði að hann yrði fyrst um
sinn að hlusta og gæti engu lofað um
úrbætur. „Skattalögin væru í algerum
hnút og þörfnuðust endurskoðunar og
því miður úði og grúði af fáránlegum
útkomum dæma þegar litið væri i
tollskrána og niðurstöður kæmu teknar
afhenni,” sagði Tómas.
-A.St.
Sími 39244 Rúðuísetningar & réttingar
Eigum fyrirliggjandi rúður í
flestar tegundir bifreiða.
H.ÓSKARSSON DUGGUVOGI 21.
ÚRVALS
SALTKJÖT
Kaupið þar sem úrvalið er mest
1,
VÉLASTILLING
Framkvæmum
vélastillingar
hjólastillingar.
Ijósastillingar
meö fullkomnum stillitækjum
VÉLASTILLING
AUÐBREKKU 51, KÓPAVOGI. SÍMI43140.
Innilega þakka ég
börnum, tengdabörnum, barnabörnum, systkin-
um, tengdafólki, frœndum og kunningjum mér
sýndan heiöur á 75 ára afmæli mínu.
LIFIÐ HEIL
Sigurður Kristjánsson.
Nýkomnir
ARAUTO GÖTUSKÖR
Skógiugginn hf.
Rauöarárstíg 16. S. 11788. Póstsendum.