Dagblaðið - 16.02.1980, Qupperneq 10
BIADIÐ
frfálst, óháð dagblað
Utgefandi: Dagblaflið hf.
Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Holgason. Fróttastjóri: Ómar Vaidimarsson.
■ Skrrfstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal.
(þróttir: Hallur Sfmonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrlmur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson.
Blaflamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir TómassoflTBragi
Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elfn Albortsdóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur
Geirsson, Sigurflur Sverrisson.
Ljósmyndir: Ami Páll Jóhannsson, Bjarnlaifur Bjamlarfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sígurðs
son, Sveinn Þormóflsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson.
Skrífstofustjóri: Ólafur EyjóMsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorloifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjórí: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjórn Siflumúía 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11.
Aðalsimi blaösins er 27022 (10 línur).
Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Sfðumúla 12. Mynda- og plötugorfl: Hilmir hf., Sfflumúla 12. Prentun
Árvakur hf., Skoifunni 10.
Askríftarverfl á mánufli kr. 4500. Verfl f lausasölu kr. 230 eintakifl.
Steingrímur gerði rétt
Ákvörðun Steingríms Hermanns-
sonar sjávarútvegsráðherra um
stöðvun loðnuveiða nú var rétt. Vitan-
lega hlýtur sérhver slík ákvörðun um
verndun fiskistofna að koma einhverj-
um illa, þegar til skamms tíma er litið.
En Steingrímur verður ekki sakaður um
að hafa að nauðsynjalausú skert hagsmuni fólks á
sunnanverðum Austfjörðum eða í Eyjum.
Steingrímur ætti ekki að reyna að skella ábyrgðinni á
fyrirrennara sinn, Kjartan Jóhannsson, heldur axla þá
byrði sjálfur, sem á herðar hans hefur verið lögð.
Augljóst er, að sú takmörkun loðnuveiði, sem við er
miðað, byggist á því, sem fiskifræðingar geta bezt lagt
til mála. Raunar stefnir í, að loðnuaflinn verði töluvert
meiri en fiskifræðilegar niðurstöður gáfu til kynna, að
æskilegast væri.
Viðurkennt er í vaxandi mæli, að fiskveiðum þurfi
að stjórna. Við slika stjórn verður að sjálfsögðu að
byggja á niðurstöðum fískifræðinga en ekki beinna
hagsmunaaðila, þótt hinir síðarnefndu búi auðvitað
yfir mikilli þekkingu og geti lagt margt nytsamlegt til
mála. Yrði farið eftir hugmyndum hagsmunaaðila í
slíkum efnum, má telja víst, að fiskveiðin brygðist
innan tíðar, sem yrði hagsmunaaðilum sjálfum til
mests tjóns.
Tillögur um að fara ekki eftir fyrirmælum stjórn-
valda í fiskverndunarmálum eru ógæfulegar og hljóta
að valda þjóðarbúinu tjóni, ef þær ganga fram.
í þessum efnum hljóta hagsmunir þjóðarbúsins sem
heildar, þegar til langs tíma er litið, að ráða ferðinni.
Hagsmunum þeirra plássa, sem ákvörðun Steingríms
bitnar á í bili, er einnig bezt borgið með því að líta á
hagsmuni þjóðarinnar allrar. Fiskurinn í sjónum er
auðlind, sem skerðist, ef of mikið er á hana gengið. Á
þeirri forsendu byggjast tillögur, sem njóta vaxandi
fylgis, um takmörkun veiða með sölu veiðileyfa.
Það er rökrétt, að menn þurfi eitthvað að greiða
fyrir að ganga á þessa auðlind, af því að hún er tak-
mörkuð og fiskurinn ekki óþrjótandi.
Það er misskilningur, að slík ,,skattlagning” mundi
leiða til taprekstrar útgerðar, þegar til lengri tíma er
litið. Aukinn tilkostnaður yrði að sjálfsögðu bættur
með hæfilegum gengisbreytingum, þannig að sú út-
gerð geti borið sig, sem grundvöllur er fyrir, þegar tillit
er tekið til nauðsynlegrar fiskverndunar. Með sölu
veiðileyfa yrði bezt unnt að dreifa sókn á einstök mið,
þannig að hagsmuna þjóðarheildarinnar yrði bezt
gætt.
í málefnasamningi nýju ríkisstjórnarinnar er fjallað
um nauðsyn á að marka fiskveiðistefnu til langs tíma í
samstarfi við hagsmunaaðila.
Á þetta hefur vissulega skort. Kjartan Jóhannsson,
fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, var í ýmsu á réttri
leið í fiskverndunarmálum, þótt stefnan rynni að
mörgu leyti út í sandinn. Steingrímur Hermannsson
hefur byrjað feril sinn í embættinu á þann veg, að
tilefni er til að vona gott eitt um framhaldið.
Meginvandi sjávarútvegsráðherra er og verður sá
þrýstingur, sem hann verður fyrir frá „háttvirtum
kjósendum” sínum og flokks síns, sem horfa til
skemmri tíma en æskilegt er. Þessi þrýstingur er stað-
bundinn. Skoðanakönnun, sem Dagblaðið gerði um
fiskverndunarmál, gaf til kynna, að meirihluti lands-
manna hefði góðan skilning á nauðsyn harðra aðgerða
í fiskverndunarmálum.
Steingrímur verður helzt sakaður um að hafa ekki
nægilega víkkað grundvöll ákvörðunar sinnar með
samráði við þingmenn annarra flokka.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1980.
Litlar vonir um
sættir á milli
KinaogVíetnam
Eitl ár er liðið síðan Kina réðst
það að gera innrás í Vietnam. Enn er
staðan þannig að þessi tvö ríki standa
gagnvart hvort öðru grá fyrir járnum
og litlar líkur taldar á að lausn finnist
í bráð á landamæradeilum rikjanna.
Kínverskir ráðamenn eru í það
minnsta mjög svartsýnir á að svo
verði. Það var hinn 17. febrúar í
fyrra sem kínverskur her réðst inn í
Vietnam. Ástæðurnar að sögn ráða-
manna i Peking voru stöðugar
ögranir af hálfu Vietnama, sem hvað
eftir annað hefðu ráðizt inn fyrir
landamæri Kína.
Einum mánuði síðar eða hinn I6.
marz tilkynnti Huang Hua utanrikis-
ráðherra Kína að kínverskar her-
sveitir hefðu dregið sig til baka og
væru nú allar komnar aftur innfyrir
eigin landamæri. Utanríkisráð-
herrann kinverski sagði að Vietnöm-
um bæri einnig að draga herlið sitt
frá Kampútseu. Hafa Kínverjar síðan
stöðugt haldið áfram að krefjast
þessa.
Kinverjar segjast áskilja sér allan
rélt til að taka aflur i lurginn á
nágrönnum sínum, Vietnömum, ef
þeir telji þör.f á því. Ekki eru þess þó
talin nein merki að Kinverjar hafi
slíkt i huga. Deilur og smáskærur eru
þó daglegt brauð við landamæri rikj-
anna. Telja ýmsir vestrænir sendi-
mcnn i Peking, að mörg merki séu
um það að afstaða Kinverja til
Vietnama sé mjög að harðna.
Að sögn heimildarmanna frétta-
stofa við suðurlandamærin er kin-
verskur her þar fullbúinn til orustu.
Ekki telja þessir heimildarmenn þó
nein merki þess að Kinverjar hyggist
hefja innrás aftur í Vietnam en stjórn
völd þar halda hins vegar öðru fram.
Engir miklir liðsflutningar hafa farið
l'ram nýlega Kinamegin landamær-
anna. En um slíkt var einmitt mikið
rétt áður en innrásin var hafin í fyrra.
Stórskotasveitir hafa haft hægt um
sig. Kínverskar stórskotasveitir létu
hríðina bylja á mikilvægum stöðum
Vielnammegin landamæranna i
fyrra áður en innrásin hófst.
Heimildarmenn á þessum slóðum
benda einnig á að skipt hafi verið um
tvo æðstu yfirmenn kínverska
herliðsins við suðurlandamærin
nýlega. Allt þetta þykir benda til þess
að ekki séu neinar beinar áætlanir
uppi um að hefja innrás inn í
Vietnam í það minnsta næstu vikur.
Þrátt fyrir þetta eru veður öll
válynd í landamærahéruðunum og
ásakanir ganga á vixl um ofbeldis-
verk andstæðinganna.
Friðarviðræður hófust í Hanoi í
april siðastliðnum og héldu siðan
áfram í Peking um mitt sumar. Að
sögn Kinverja er lítil von um sam-
komulag í bráð og engan veginn hægt
að geta sé til um hvernig komast
megi fyrir stöðugar deilur þessara
tveggja þjóða.
Ráðamenn i Peking hafa verið
fastir fyrir með það að Vietnamar
hætti afskiptum sinum af innan-
landsmálum í Kampútseu og Laos.
Þeir hafi engan rétt til að troða stefnu
sinni inn á þessar þjóðir. Telja þeir
að Vietnamar stefni að þvi að tryggja
sér fylgi ríkjanna beggja gegn Kina
og stefnu þess. Vilja Kínverjar ekki
una þvi.
Vietnamar hafa hins vegar mót-
mælt þessum skoðunum Kínverja. í
fyrsta lagi viðurkenna þeir engin af-
skipti af málefnum Kampútseu og
Laos og í öðru lagi segja þeir að ekki
sé annað til umræðu á milli Vietnam
og Kína en la lamæraþrætur þeirra
á milli og um þær eigi friðarviðræð-
urnar að fjalla.
Siðasti fundur var haldinn i Peking
hinn I9. desember og vietnamska
sendinefndin undir forustu aðstoðar-
utanrikisráðherra hélt frá Peking 8.
þessa mánaðar.
Vietnamar tilkynntu að ráðherrann
mundi brátt koma aftur til áfram-
haldandi viðræðna en skyndilega var
tilkynnt í Hanoi að skipt hefði verið
um formann i sendinefndinni og
annar maður, sem reyndar hefur
sama starfstitil — aðstoðarutanríkis-
ráðherra— hefði tekið við af hinum
fyrri.
Kinverjar telja litlar líkur á þvi að
skipti á formanni i sendinefndinni
hafi einhverja þýðingu í átt til aukins
friðarvilja af hálfuVietnama. Ekkerl
hefur verið ákveðið um það hvenær
næstu viðræður eiga að fara fram á
milli ríkjanna. Haldið verður áfram
að halda fundina i Peking og ekki er
neitt sem bendir til þess að annar
hvor aðilinn vilji slíta viðræðunum.
Sérfræðingar i hópi fjölmiðla-
manna eru ekki sammála um hve
mikill raunverulegur árangur innrás
kinverska hersins i fyrra hafi verið.
Rétt eftir að tilkynnt hafði verið um
að Kínverjar hefðu kvatt her sinn á
brott frá Vietnam hinn I6. ntarz
síðastliðinn, lýsti Huang Hua utan-
rikisráðherra Kina þvi yfir að
nokkrar borgir rétt innan landamæra
Vietnam hefðu verið teknar. Kin-
verski herinn hefði veitt Vietnömum
verðuga ráðningu og svipt hulunni
af þeirri staðreynd að afl þeirra væri
mun minna en þeir vildu sjálfir viður-
kenna.
Fregnir hafa hins vegar verið á
lofti um að Kinverjar sjálfir hafi
orðið fyrir verulegu mannljóni við
innrásina. Hafa verið nefndar tölur
um allt að tuttugu þúsund fallna her-
menn. Er það mikið að sögn sérfræð-
inga, einkunr þar sem andstæðing-
arnir voru ekki beztu hersveitir
Vietnama heldur aðeins annars
flokks landamæraverðir. Einnig mis-
tókst Kínverjum að fá Vietnama til
að draga her sinn út úr Kampúlseu
eins og þeir hafa mikinn hug á.
(Reuler)