Dagblaðið - 16.02.1980, Side 11

Dagblaðið - 16.02.1980, Side 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980. 11 EF ÞEIR HANDTÆKJU SJALF- AN UTANRÍKISRÁÐHERRANN Bandaríkin eru meðal þeirra landa þar sem lög gera ráð fyrir þvi að fólk sé nánast réttdræpt fari það i óleyfi, eða af misgáningi, inn á einkalóð annarra. Þar er gjarnan skotið fyrsl og spurt á eftir. Skotvopn eru seld hverjum sem hafa vill til þess að hann geti verndað eigur sínar, eins og það heitir. Það þarf því ekki að koma okkur mörlöndum á óvart þótt ofbeldi sé landlægt þar vestra og ekki þurfum við að hafa áhyggjur af því þótt kanarnir lógi hver öðrum sér til dægrastyttingar — það er þeirra mál. Þegar bandarísk lög og lögreglu- atferli er allt i einu farið að gilda fyrir friðsamt fólk á Íslandi, fólk sem ferðast um á sýsluvegum sem byggðir eru fyrir islenzka skattpeninga, á leið til og frá vinnu—vinnu sem ekki er í neinum tengslum við hersetu i landinu, þá þykir án efa fleirum en mér sem skörin sé farin að færast upp i bekkinn. * Tilefni þess að minnzt er á þetta hér og nú er atburður sem átti sér stað á Hafnavegi á Reykjanesi rétt fyrir siðustu jól. Þar var fólk á ferð i bil og lá leiðin úr Höfnum og til Keflavikur. Ekið var á vegi nr 44 sem er þáttur í þjóðvegakerfi landsins og er að öllu leyti utan girðingar banda- risku herstöðvarinnar á Keflavikur- flugvelli. Engu að síður var þetta fólk stöðvað af vopnuðum bandarískum hermönnum. í blaðaskrifum um málið stuttu síðar var þvi ákveðið haldið fram að hermennirnir hefðu l'arið út fyrir sitt yfirráðasvæði og skipt sér af þessum vegfarendum án þess að hafa nokkra heimild til þess. Hafa víst fáir átt von á öðru en að sú ályktun dagblaða væri laukrétt. Annað kemur í Ijós Nú, rúmurn mánuði síðar, upplýsir deildarstjóri i utanríkisráðuneytinu að umræddur atburður hafi átt sér stað á varnarsvæðinu, þótl það hafi verið utan girðingar. Fólkið sem ekur frá Höfnum og til vinnu í Keflavík Njarðvík, Reykjavík eða annars staðar má því eiga von á þvi að verða stöðvað af hermönnum með alvæpni hvenær sem er og hvar sem er á íslenzkum vegi nr. 44. Sá vegur er einfaldlega innan varnarsvæðis sem hefur bæði gleymzt að girða og ekki Kjallarinn Leó M. Jónsson verið hirt um að merkja en er gætt af þeirri þjóð sem fræg er fyrir að skjóta fyrst og spyrja siðan. Þó er þvi gaukað að fólki, sem á erindi i eða úr Höfnum, svona til sárabóta, að hermennirnir séu aldrei með hlaðnar byssur. Margur teldi að skotfæra- laust varnarlið gæti varla átt rétt á sér, hvorki innan né utan girðingar, þótt það sé svo önnur saga og meiri. Smámál — en engu að síður óþolandi Það eru einungis örfáar hræður á íslandi sem þurfa að búa við þetla ástand þótt þær hafi ekki unnið til þess á annan hátt en að hafa setzt að í Höfnum á Reykjanesi löngu áður en herlið var sett niður i landinu. Það fólk var aldrei spurt hvernig það færi á milli heimilis og vinnustaðar þegar hernunt var úthlutað varnarsvæði. Herinn getur skekið vopn sín framan í það þegar honum sýnist eins og raunar aðra saklausa vegfarendur unt veg nr. 44. Sama gildir raunar unt þá sem vinna við Saltverksmiðjuna á Reykjanesi, t.d. Keflvíkinga og aðra sem yrðu að fara um Grindavík lil þess að komast að verksmiðjunni ef þeir ættu að krækja fyrir varnar- svæðið sem islenzka u tanrikisráðu- neylið hefur úthlutað Nato án tillits lil samgangna við Hafnir. Hver einasti heilvita maður hlýtur að sjá að þetta fyrirkomulag er óþol- andi. Enginn islendingar, hvort sem hann býr i Höfnunt eða i Grimsey, og hefur ekkert með varnarliðið að gera, á nokkru sinni að geta átt það á hættu að vera stöðvaður á þjóðvegi og rekinn út úr bil sinunt með vopna- valdi af erlendum hermönnum, án þess að styrjöld standi yfir eða annað hernaðarástand. Hvort sem fólk telur sig’ hlynnt vestrænni samvinnu i varnarmálunt eða herstöðvaand- stæðinga þá er því Ijósl að það hljlur að vera rétllætis- og öryggismál, að varnarsvæði sé kirfilega girt og mcrkt og að íslendingar þurfi ckki að biðja bandariskt herlið um leyfi til þess að komast að og frá sinum hibýl- tim, cða að þurfa að eiga á hætlu að hal'a nokkur samskipti við vopnaða hermenn án milligöngu innlcndra löggæzlumanna. Ef Óli Jó? Segjum sem svo að nýskipaðúr utanrikisráðherra Ólafur Jóhannes- son færi nteð friðu föruneyti á Suðurnes, einn daginn, að skoða i einni og söntu ferðinni Sorp- cyðingarstöð Suðurnesja og Saltvcrk- smiðjuna á Reykjanesi. Hann kentst ekki þessa leið á enda án þess að fara utn þjóðveg eða sýsluveg nr. 44. El svo illa tækisl lil að óknyttastrákar úr Njarðvíkum hel'ðu skotið nteð baunabyssu i rassinn á bandariskum hermanni á verði við skotfæra- geymslurnar skantml l'rá Sorp- eyðingarstöðinni, unt það leyti sent Ólaf bæri þar að, þá gæti svo farið að herntenn stöðvuðu bilinn hans og rækju hann út, létu hann leggjast i skilinn á gcjtunni og biða cflir því að liðsauki bærisl og tint leið einhver yfirmaður úr hermim sem ef til vill þckkli utanríkisráðherranii i sjón. Engtint dvtti i hug að ekki yrði slór- ntál úr þvi og varla yrði þá langt að biða þar til ráðstafanir yrðu gerðar til þess að létla þessari „óþörl'u hcr- gæ/lu” af fámennum hópi latuls- ntanna. l.eó M. Jónsson tæknifræðingur. • „Segjum aö Ólafur færi með fríðu föru- neyti á Suðurnes.” Um alvöru lífsins að loknum hveitibrauðsdögum Stjarnfræðinga og búhölda hefur að undanförnti greint á unt, hvort áratugurinn sé fyrir bi, eða ekki. Hér verður enginn Salómonsdómur upp kveðinn í þvi deilumáli. Hins vegar virðist óhætt að fullyrða að í pólitískum skilningi er Framsóknar- áratugnum ekki lokið. Þeir stjórn- ntálamenn í 3 flokkum, sem öðrunt fremur bera ábyrgð á þessum áratug óðaverðbólgunnar, hafa á ný náð höndum santan um myndun rikis- stjórnar. Dr. Gunnar Thoroddsen hefur nú léð Alþýðubandalaginu og Framsókn duluna sína til að dansa i. Sá dans verður enginn hálignarlegur menúetl a la Thoroddsen, heldur venjulegur Framsóknarskottís af þvi tagi, sem við höfum kynnzt i ríkisstjórnum Ólafs Jóhannessonar. I bezta falli er hægt að láta í Ijósi þá frómu ósk, að þetta verði siðasta ríkisstjórn Framsóknaráratugarins. Allar rikisstjórnir eiga sína hveitibrauðsdaga i almennings- álitinu. Lika þessi. En þar sem hér er um að ræða pólitískt skyndibrullaup og hagsmunaráðahag, fremur en ást við fyrstu sýn, verða hveitibrauðs- dagarnir að þessu sinni óvenjulega stuttir. Hinn nýi fjármálaráðherra þarf fyrr en varir að leggja fjárlaga- frumvarp sitt fyrir Alþingi. I fjár- lagafrumvarpinu mun birtast skatta- stefna ríkisstjórnarinnar. Þá dugar ekki lengur að breiða yfir raunverulegan pólitískan ágreining, nteð loðmullu og loforðaskrá. Með fjárlagafrumvarpinu verður rikis- stjórnin að leggja spilin á borðið. Það kemur i hlut fyrsta fjármála- ráðherra Alþýðubandalagsins i sögu lýðveldisins að standa við loforð stjórnarsáttmálans. Þau eru tvenns konar, en þvi miður þess eðlis, að þau útiloka hvort annað. Annars vegar er fjármálaráðherra bundinn af því loforði stjórnarsáttmálans að skila fjárlögum með tekjuafgangi, án þess að stofna til meiri skulda- söfnunar og án þess að hækka skatta. Hins vegar ber honum skylda til að standa við langan loforðalista i u.þ.b. 35 liðum, um mikilfenglegar opinberar framkvæmdir, félagslegar umbætur og óbreytta landbúnaðar- pólitik, sem að mati dómbærra manna þýða 25—35 milljarða út- gjaldaaukningu á árinu 1980 og 30— 35 milljarða útgjaldaaukningu á þar Dæmið gengur ekki upp Þetta dæmi gengur ekki upp. Ef hann ætlar ekki að hækka skatta, ekki að hafa greiðsluhalla á fjár- lögum og ekki að auka erlendar lán- tökur — þá hefur hann ekkert fé lil svíkja loforðin um enga nýja skatta. Hvorn kostinn sem hann velur, kemur það í hans hlut að afhjúpa* svokallaðan málefnasamning rikis- stjórnar sinnar sem marklaust plagg. Það er vel til fundið að Alþýðubandalagið leggi ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens til þann fjár- ntálasnilling, sem á að láta þetta dæmi ganga upp. Flokkur hans vann sér það til frægðar í fyrrverandi rikis- stjórn að hafa engar tillögur frant að færa gegn verðbólgu. Sljórnaraðild hans snerist um það eitt að koma i veg fyrir að aðhaldsaðgerðir gegn verðbólgu, sem að visu áttu að vera mun markvissari en óljós loforð nú- verandi stjórnarsáttmála næðu fram að ganga. Það vill svo til, að fjár- ntálaráðherrann erdæmigerður fyrir- greiðsluþingmaður úr Framkvæmda- stofnun og Kröflunefnd sem hugsar í bændaatkvæðum frá Framsókn. Pólitískt séð verður hann að teljast forystusauður í Framsóknararmi Alþýðubandalagsins. Því vcrður naumast i móti mæli, að maður með slikan feril að baki er réttur maður á réttum stað á stóli fjármálaráðherra. ráðstöfunar til að standa við lof- orðalislann. Til þess þyrfti hann að hækka tekjuskatt á launþega um þvi sem næst 80%. Annaðhvort efnir hann því ekkert af þeim loforðum, sem ríkisstjórnin hefur gefið um félagslegar umbætur, ellegar hann sér sig tilneyddan að i þvi scm vonandi verður scinasta ríkisstjórn Framsóknaráratugarins. Framrni fyrir þessunt vanda er hinn nýi forsætisráðherra þegar farinn að draga í land. Ýmis ummæli hans i fjölmiðlum gefa til kynna að ntenn megi ekki taka mark á því sem í málefnasamningnum stendur. Til Kjallarinn Jón Baldvin Hannibalsson þess verður vart ætlazt, að aðrir gcri það, ef forsætisráðherrann gerir það ekki sjálfur. En þótl menn séu orðnir ýmsu vanir, i þeint pólitiska hrá- skinnaleik, sern leikinn hefur verið seinustu vikurnar, þykir flestum þó helzt til snernmt að hverfa frá sjálfum stjórnarsáttmálanum strax á öðrum degi sljórnarsamstarfsins. Línur skýrast Fjölmiðlum hefur yfirleitt láðst að gera lesendum sínum grein fyrir þvi, að fyrir Alþingi liggja nú þegar fruntvörp til laga, sem varða skatta- pólitík stjórnvalda og snerta pyngju hvcrs einasta launþega i landinu. Hér cr unt að ræða fjárlagafrumvarp minnihlulastjórnar Alþýðullokksins, ásamt nieð frumvörpum um breytingar á lögunt unt tekj.u- og eignarskatt og um skatlstiga. Skv. þcssum frumvörpunt var að þvi stclnt að lækka hcildart ek juskat t s- upphæðina unt 7,2 ntilljarða króna frá þvi sent ráðgert var i fjárlaga- frttmvarpi Tóntasar Árnasonar. Þessi tekjuskatlslæk kun hcl’ði fyrst og frentsl kontið láglaunafólki og l'ólki með lágar mcðallekjur til góða. Þcssi fyrirhugaða skattalækkun cr sérstaklega hagstæð barnmörgum fjölskyldunt og einslæðum lor- eldrum. Hún hefði t.d. þýtt að fjögurra ntanna fjdlskvlda nteð sjö ntiiljón króna tekjur á sl. ári, þar sent annar aðilinn vinnur aðeins liálfan daginn, fyrir tekjuni á bilinu I—2 ntilljónir, hefði orðið tekjuskatts- latts. Þetta hefði þýtl skaltalækkiin hjá u.þ.b. 600'<> l'jölsk'ldi ■ i ItmliP" Unt 30% al’öðruti'! lólskvTdiini lielðu staðið nokkurn veguín i stað að þvi, skatlbyrði varðar. Þelta eru raunverulegar kjarabætur, án verðbólgu. í kosningabaráltunni kváðusi sjálfstæðismenn vilja beita sér Ivrir al'námi 19 skatta. sem rikissljórn Ólafs Jóhannessonar kont á. á 13 ntánaða stjórnartinta sinunt. Auk þess tóku þeir ntjög undir þann niál- flutning Alþýðuflokksins að létta bæri lekjuskatti af lágtini tékjum og ntiðlungstekjum. Innan skamms mun á það reyna i verki, hvort málaliðar Framsóknar- og Alþýðuhandalags úr Sjálfstæðis- l'lokknum, sem nú hal'a oddaaðstöðu á þingi, hafa með öllu gleyntt þessum kosningaloforðum sinum. Upp úr þvi fara linurnar að skýrasi rnilli stjórnar og stjórnarandstöðu. Jón Baldvin Hannihalsson rilsljóri.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.