Dagblaðið - 16.02.1980, Side 20
20
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980.
Guðsþjónustur i Rcykjavikurprófastsdæmi
sunnudaginn 17. fcbrúar 1980.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: . Barnasamkoma í
safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd. Guös
þjónusta í safnaöarheimilinu kl. 2. Kirkjukaffi
Kvenfélags Árbæjarsóknar eftir messu. Sr.
Guðmundur Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL: MeSsa kl. 2 að Norðurbrún I. Sr.
GrímurGrimsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnastarf i
ölduselsskóla og Breiðholtsskóla kl. 10.30 árd.
Guðsþjónusta i Breiðholtsskóla kl. 14. Sr. Jón
Bjarman.
BÖSTAÐAKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Guðjón
St. Garðarsson. Guðsþjónusta kl. 2. Miðvikudagur:
Félagsstarf aldraðra milli kl. 2 og 5. Kl. 20.3Ö
Ki'rkjukvöld á föstu”. Dr. Gunnar Kristjánsson
Reynivöllum fjallar um föstuna í listum og siðum
kirkjunnar. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Sr.
ólafur Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma ij
safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. II.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. II. Sr. Þorberguri
Kristjánsson.
DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa, altarisganga. Sr.
Hjalti Guðmundsson. Kl. 2 messa. Magnús Jónsson
óperusöngvari syngur einsöng og einnig með.
Dómkórnum. Organleikari Marteinn H. Friðriksson.
Sr. ÞówrSteþhensen.
Landakotssþitali: Kl. 10 messa. Organleikari Birgir
ÁsGuðmundsson. Sr. Þórir Stephensen.
FELLA OG HÓLAPRESTAKALL: Laugard:
Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2. Sunnudagur:
Bamasamkoma i Fellaskóla kj. 11. Guðsþjónusta i
safnaðarheimilinu að Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Sr. Hreinn
Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. II.
Guðsþjónusta kl. 2. Organleikari Jón G. Þórarinsson.
Almenn samkoma nk. fimmtudag kl. 20.30. Sr.
Halldór S. Gröndal.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. II. Sr.
Tómas Sveinsson. Messa kl. 2. Sr. Guðmundur óskar
Ólafsson messar. Kirkjukór Neskirkju syngur.
organleikari Reynir Jónasson. Sr. Arngrímur Jónsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasamkoma í
Kársnesskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta i Kópavogs
kirkju kl. 2 (altarisganga). Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma kl
11. Um þessa stund sjá Jón Stefánsson, Kristján og
Sigurður Sigurgeirsson og sóknarpresturinn.
Guðsþjónusta kl. 2 flutt eftir tillögum helgisiðanefnd
ar þjóðkirkjunnar. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjóns
son, organleikari Jón Stefánsson. Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. II.
Messa kl. 14. Þriðjudagur 19. febr.: Bæna
guðsþjónusta kl. 18 og kl. 20 fer Æskulýðsfélagið i
heimsókn til Æskulýðsfélagsins í Neskirkju. Föstud.
22. febr: Húsmæðrakaffi i kjallarasal kl. 14.30.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30. Messa kl. 2.
Prestur sr. Arngrímur Jónsson. Kirkjukór Háteigs
kirkju syngur, orgel og kórstjórn dr. Orthulf Prunner.
Kirkjukaffi. Séra Guðmundur ólafsson.
SELTJARNARNESSÓKN: Barnasamkoma kl. II
árd. í Félagsheimilinu. Sr. Frank M. Halldórsson.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa kl. 2, altaris
ganga. Organleikari Sigurður ísólfsson, prestur sr.
Kristján Róbertsson. 20. febr.: Föstumessa kl. 20.30.
Litania sungin. Safnaðarprestur.
FRÍKIRKJAN Í HAFNARFIRÐI: Barnastarfið
hefst kl. 10.30. öll börn og aðstandendur þeirra eru
vclkomin. Guðsþjónusta kl. 14, ræðumaður Helga
Steinunn Hróbjartsdóttir kennari. Jón Mýrdal við
orgelið. Kirkjukaffi. Safnaðarstjórn.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Séra Karl
Sigurbjörnsson. Messa kl. 2. Séra Ragnar Fjalar
Lárusson. Fyrirbænamessa á þriðjudag kl. 10.30.
Kirkjuskóli barnanna laugardag kl. 2.
LANDSPÍTALI: Messa kl. 10. Séra Ragnar Fjalar
Lárusson.
FÍLADELFÍUKIRKJAN: Safnaðarguðsþjónusta kl.
14. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður
Samúel Ingimarsson. Fjölbreyttur söngur. Einar J.
Gíslason.
MOSFELLSPRESTAKALL: Barnasamkoma i
Brúarlandskjallara I dag, föstudag, kl. 17. Messa að
Mosfelli kl. 14 á sunnudag. Altarisganga. Sera Birgir
Ásgeirsson.
NÝJA POSTULAKIRKJAN HÁALEITISBRAUT
58: Messa sunnudag kl. 11 og 17. Kaffi á eftir. Séra
Lenard talar.
DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa
kl. 8.30 árdegis. Hámessa kl. 10.30 árdegis. Lágmessa
kl. 2.
FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árdegis.
KAPELLA ST. JÓSEPSSYSTRA Hafnarflrði:
Hámessa kl. 2.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl
10.30. Messað kl. 2 í lok kristniboðsviku. Ástráður
Sigursteindórsson predikar.
List íslenzkra kvenna a Kjar-
valsstöðum á morgun
Listaverk milli þrjátíu og fjörutíu íslenzkra kvenna
verða á sýningu er nefnist Listiðn íslenzkra kvenna,
sem opnuð verður á morgun kl. 3 að Kjarvalsstöðum.
Er það Bandalag kvenna sem gengst fyrir þessari
sýningu. Þar má sjá leirkerasmíð og keramík, gull- og
silfursmið auk þess sem margs konar handavinna
verður til sýnis, vefnaður og frumleg ullar- og tóvinna.
Þarna verða einnig sýndir handprjónaðir kjólar og
kápur, batik kjólar. Sýning á þjóðbúningum verður á
vegum Þjóðdansafélags Reykjavikur auk þess sem
tizkusýningar verða öðru hvoru meðan á sýningunni
stendur. Þá kynnir Heimilisiðnaðarfélag Islands vörur
sinar i anddyri Kjarvalsstaða á meðan á sýningunni
stendur. Blómaskreytingar á sýningunni eru i höndum
Blómavals en uppsetningu sýningarmuna annaðist
Gunnar Bjarnason.
Sýningin stendur til sunnudagsins 24. febrúar.
Dagskráin á morgun er á þessa leið:
Unnur Ágústsdóttir, formaður Bandalags kvenna
setur sýninguna. Hamrahlíðarkórinn syngur undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Spunakonur (rokkur
og snældaj knipplingakona og vefari sýna i sýningar-
sal. Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavikur ganga um
í þjóðbúningum.
LAUGARDAGUR
GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glæsir.
HOLLYWOOD: Sammy Southall í diskótekinu.
IIÓTEL BORG: Diskótek.
HÓTEL SAG A: Ragnar Bjarnason og hljómsveil.
IIREYFILSHÓSIÐ: Gömlu dansarnir.
INGÓLFSCAFÉ: Gömlu dansarnir.
KLÍIBBIJRINN: Hljómsveitin Goögá.
LEIKHÚSKJALLARINN: Hljómsveitin Thalía.
LINDARBÆR: Gömlu dansarnir.
ÓÐAL: Ebony Eisse i diskótekinu.
SIGTÍJN:Strengjasveitin leikur. Bingókl. 15j00.
SNEKKJAN: Hljómsveitin Meyland, diskótek og
skemmtiatriði.
ÞÓRSCAFÍ!: Galdrakarlar og sjónhverfinga
maðurinn Johnny Hay.
SUNNUDAGUR
GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glæsir.
HOLLÝWOOD: Gísli Sveinn Loftsson i diskótekinu
og með spurningakeppni. Módel '79 með
tízkusýningu.
HÓTEL BORG: Gömlu dansarnir.
HÓTEL SAGA: Útsýnarkvöld.
KLÚBBURINN: Diskótek.
LEIKHÚSKJALLARINN: Hljómsveitin Thalía.
ÓÐAL: Ebony Eisse í diskótekinu.
SIGTÚN: Lokað.
SNEKKJAN: Lokað.
ÞÓRSCAFÉ: Hljómsveitin Galdrakarlar og
sjónhverfingamaðurinn Johny Hay.
Leiklist
Sýning íslenzka
dansflokksins
Á sunnudagr verður frumsýning hjá íslenzka
dansflokknum i Þjóðleikhúsinu. Dagskráin að þessu
sinni skiptist í þrjá hiuta og er miðað við að veita
áhorfendum sem fjölbreyttasta skemmtun.
1 fyrsta lagi verður sýnd dansasyrpa meðatriðum úr
hinum ýmsu ballettum rússneska tónskáldsins TsjaL
kovskis eins og t.d. Svanavatninu, Hnotubrjótnum
og Þyrnirósu. Dansar þessir eru samdir af ballett-
meistara Þjóðleikhússins. Kenneth Tillson, sem
áhorfendum er kunnur af uppsetningunni á óperunni
Orfeifur og Evridís eftir Cristoph Gluck.
Þá verður og fluttur ballettinn Kerran eftir Tillson
við tónlist eftir Sergej Prokofjev; þessi ballett var
frumfluttur hér á Listahátíð 1976.
Loks er á dagskrá Danskokkteill, syrpa af ýmsum
skemmtidönsum þessarar aldar sem Sveinbjörg
Alexanders hefur samið fyrir lslenska dansflokkinn og
stjórnar einnig flutningi á. Þetta eru dansar allt frá
Can-can til Disco-jazz. Sveinbjörg Alexanders var hér
síðast á ferð á Listahátíð 1978 og dansaði þá sólódans í
sýningu dansflokksins. Leikmynd sýningarinnar er
cftir Birgi Engilberts.
Leikiistarklúbbur
Samvinnuskólans
með Kertalog
eftir Jökul Jakobsson. Leikritið.verður sýnt i Félags-
heimili Seltjarnarness á sunnudagskvöld kl. 20.30.
Leikendur eru alls 11 en aðalhlutverkin eru í höndum
Guðrúnar Guðmundsdóttur og Ólafs J. Straumland.
Myndin er af Ólafi og Öldu Sigriði Gunnarsdóttur i
hlutvcrkum sinum.
Sýnf ngar
;:;a;sss-4;-ais;■■■:új
Skólasýning opnuð
í Ásgrímssaf ni
Opnuð hefur verið hin árlega skólasýning Ásgríms
safns og er hún 16. sýningin sem safnið efnir til fyrir
skólanemendur.
Eins og á fyrri sýningum safnsins var leilazt við aðl
hún yrði sem fjölþættust og sýnir hún meöal annarsi
ýmsar hliðar á list Ásgríms Jónssonar á 50 ára tima
bili.
I heimili listamannsins er komiö fyrir teikningum úr
þjóðsögum, ásamt nokkrum aldamóta-olíuverkum.l
í hluta af vinnustofu Ásgrims má sjá nokkrar vatns-|
litamyndir af breytilegu veðurfari. Meðal þeirra eru
tvær myndir frá Þingvöllum, útsýn yfir vatnið.
málaðar á nákvæmlega sama stað, önnur i skúraveðri
en hin þegar upp stytti. 1 mörgum myndum Ásgríms
Jónssonar sérstaklega í vatnslitamyndunum. er áber j
andi sá þáttur i list hans að nota veðrabrigðin i
náttúrunni scm viðfangsefni.
Guðmundur Benediktsson myndhöggvari
aðstoðaði við val mynda og annaðist upphengingu
þeirra.
Skólasýningar Ásgrímssafns virðast njóta vaxandi
vinsælda en nemendur úr hinum ýmsu skólum borg
arinnar. og utan hennar, hafa heimsótt hús Ásgríms.
en heimili hans er i sömu skorðum og var þegar hann A
kvaddi það í hinzta sinn.
Skólayfirvöld borgarinnar hafa stuðlað að
hcimsóknum nemenda i söfn, enda virðist slík list
kynning sjálfsagður þáttur i námi uppvaxandi
kynslóðar. Fróðlegt er fyrir nemcndur að líta meö
eigin augum hina miklu“listaverkagjöf Ásgríms Jóns
sonar sem hann ánafnaði þjóð sinni og varðveitt er í
húsi hans.
Sýningin er öllum opin sunnudaga, þriðjudaga og
fimmtudaga frá kl. 1.30— 4. Aögangur ókeypis.
Sértíma geta skólar pantað hjá forstöðukonu Ás
grimssafns í sima 14090 og 13644. Ásgrímssafn, Berg
staðastræti 74.
Árshátídir
Félag
farstöðvaeigenda
Tíu ára afmælisárshátið félagsins verður haldin 23.
febr. í Festi Grindavík og hefst kl. 19 með borðhaldi.
Aðgöngumiöar eru seldir á skrifstofu félagsins Siðu-’
múla 2. Verðkr. 11.000.
Sætaferðir verða á árshátíðina og er það ekki innifalið
í miðaverði.
Árshátíð F.Í.A.
verður haldin að Hótel Esju föstudaginn 22. febrúai
1980 og hefst kl. 19.00. Tilkynnið þátttöku á skrif
stofu FÍA sími 35485.
Árshátíð
Átthagafélags
Ingjaldssands
verður haldin laugardaginn 16. febrúar kl. 19.30 i
Ártúni við Vagnhöfða 11.
Óháði söf nuðurinn
Félagsvist verður næstkomandi þriðjudag, 19.
febrúar, kl. 20.30 i Kirkjubæ. Góð verðlaun, kaffi-
veitingar.
Kvenfélag
Bæjarleiða
Félagsfundur verður þriðjudaginn 19. febrúar kl.
10.30 aðSíðumúla 11.
Stofnfundur
samtaka bænda
sem stunda þjónustu viðferðamenn verður haldinn aé
Hótel Sögu (fundarsal á 2. hæð) laugardaginn 23.
febr. kl. 13. Dagskrá: 1. Lögðfram drög að samþykkt
um. 2. Skráning stofnfélaga. 3. Kosning stjórnar. 4.
önnur mál. Bændur sem áhuga hafa á þessu málefni
eru hvattir til aðmæta á fundinum.
Stjórnméiafundir
Ólafur Jóhannesson talar
á Varðbergsfundi
Laugardaginn 16. febrúar gengst Varðberg fyrir fundi
með Ólafi Jóhannessyni utanrikisráðherra.
Fundurinn verður haldinn í Átthagasalnum á Hótel
Sögu og hefst kl. 12.
Umræðuefni fundarins er: Hvað er framundan i
utanrikismálum? Að framsöguerindi
utanríkisráöherra loknu verða fyrirspurnir og frjálsar
umræður.
Fundurinn er opinn félagsmönnum í Varðbergi og
Samtökum um vestræna samvinnu og gestum þeirra.
Aðaifundir
Vestur-
Húnvetningar
Aðalfundur Rauðakrossdeildar Hvammstanga verðui
haidinn 16. febrúar kl. 14 í félagsheimilinu
Hvammstanga. Erindreki R K í kemur á fundinn.
Kvikmyndasýning.
Knattspyrnuþjálfarafélag
íslands — Aðalfundur
Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Islands verður
haldinn mánudaginn 18. febrúar að Hótel Esju og
hefst hann kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Æskilegt er að tillögur um lagabreytingar berist stjórn
félagsins í siðasta lagi sjö dögum fyrir aðalfundinn.
Útivist um helgina
Árshátfð. Á dagskrá hjá Útivist um þesa helgi e[ árs
hátíð félagsins á laugardagskvöldið, en hún verður
haldin i Skiðaskálnum í Hveradölum. Farið verður frá
B.S.l. klukkan 18.00. Hát i ðin hefst meðborðhaldi kl.
19. Farseðlar verða seldir á skrifstofu Útivistar i
Lækjargötu 6, og er fólk beðið að tilkynna þátttöku
sina þar.
Gullfoss. Á sunnudagsmorgun verður fyrsta -ferð
vetrarins farin að.Gullfossi. Lagt verður af stað
kl. 10.30 stundvíslega. Nesti til dagsins. Gullfoss
er nú í mikilúölegum vetrarbúningi. Fararstjóri verður
Kristján Baldursson.
Hestfjall I Grimsnesi Á sunnudagsmorguninn
klukkan 10.30 verður einnig farið i Grímsnes og
gengið á Hestfjall og um nágrenni þess. Hér er um að
ræða svæði sem fáförult hefur verið á, en við
Hestvatn og Hestfjall er náttúrufegurð mikil og mjög
víðsýnt af fjallinu. Nesti til dagsins. Fararstjóri verður
Jón I. Bjarnason.
Esjuhliðar. Klukkan eitt á sunnudag verður farið I
Kollafjörð og gengið um hliðar Esjunnar og upp á
fjallið ef aðstæður leyfa. Fararstjóri verður Erlingur
Thoroddsen.
Þcrneyjarsund — Gunnuncs. Klukkan eitt á
sunnudag verður einnig ferð í Gunnunes og að
Þerneyjarsundi. Gengið verður um Leiruvog.
Skoðaðar verða fornar rústir. Böm í fylgd með
fullorðnum fá fritt. Létt ganga og þægileg. Fararstjóri
verður Einar Þ. Guðjohnsen.
Úr öllum þessum ferðum verður komið aftur milli
klukkan sex og sjö, í allar ferðirnar verður lagt af stað
frá Umferðarmiðstöðinni, B.S.I. — bensinsölu.
Sími Útivistar er 14606.
Ferðafélag íslands
Sunnudagur 17. fcbrúar.
1. kl. 10.00 Hrómundartindur. Nokkuð löng og erfið
gönguferð. Fararstjóri: Sturla Jónsson.
2. Skíðaganga á Hcllishciði. Fararstjóri: Hjálmar
Guðmundsson.
Athugandi er að hafa með sér gönguskó ef göngufæri
fyrirskíði erslæmt.
Verð kr. 3000 gr. v/bilinn.
3. kl. 13.00 Hólmarnir — örfirisey — Grótta. Létt og
róleg fjöruganga á stórstraumsfjöru. Fararstjóri: Þor
leifur Guðmundsson. Verðkr. 1500 gr. v/bilinn. Farið
verður frá Umferðarmiðstöðinni, austanverðu. Þórs
merkurferð 29. febrúar.
Tónleikar —
Ungt listafólk
Ung hafnfirzk söngkona, Margrét Pálmadóttir, sem
stundar söngnám viðTónlistarháskólann í Vinarborg.
er stödd h^r um þessar mundir ásamt japanska
pianóleikaranum Machiko Sakurai sem á þessu ári
lýkur námi viðsama háskóla.
Þær stöllur munu halda tónleika i Fjölbrauta
skólanum á Akranesi laugardaginn 16. febrúar kl.
16.00 í Njarðvikurkirkju sunnud. 17. febrúar kl.
17.00 og i Góðtemplarahúsinu i Hafnarfirði fimmtu
daginn 21. febrúar kl. 20.30.
Á efnisskránni verða Ijóð og aríur eftir Schubert.
Schumann, Strauss, Pál ísóifsson, Mozart, Puccini o.
fl.
Auk þess mun Machiko Sakurai leika einleiksverk
á píanó.
Fhnir fætur
Templarahöllin 16. febrúar. Svifum áfram.
Aðstoð við Cap Verde
Ákveðið hefur verið að veita Cap- Verde aðstoð við
eflingu fiskveiða á eyjunum í samræmi við beiðni
stjórnvalda þar um þróunaraðstoð héðan.
Aðstoðin mun felast í því að sent verður fiskiskip
með skipstjóra og vélstjóra til veiðitilrauna og
þjálfunar, auk þess sem kunnáttumaður á sviði út-
gerðar og sjóvinnu mun veita aðstoðarverkefni þessu
forstöðu í landi og stunda ýmis leiðbeiningarstörf.
Munu menn þessir væntanlega dveljast á Cap Verde
í 1 1/2 ár.
Stálskipið Víkurberg, 208 rúmlestir, smiðað árið
1965, hefur verið keypt til verkefnis þessa og verður
það á næstunni búið út til fararinnar en stefnt er að
því að það geti lagt af stað til Cap Verde i næsta
mánuði.
Færri slys meira öryggi
Á undanförnum árum hefur Eldvarnanefnd Junior
Chamber Reykjavík beitt sér fyrir áróðri vegna
eldvarna á heimilum — i skólum og annars staðar sem
fólk er að leik og/eða störfum.
Haldnar hafa verið æfingar í skólum — börnunum
kennd meðferð slökkvitækja — gefinn út bæklingur
— birtar myndir og greinar í blöðum og fleira i þá átt.
Það er til marks um þörfina á þessari kynningu og
þessum áróðri að slökkviliðsmenn tóku upp þá
nýbreytni í starfi sinu að gefa út eldvarnablað þar sem
þeir gefa fólki ráð varðandi eldvarnir. Það er alltaf
ánægjulegt þegar félag sem J.C. Reykjavík sér að
árangurinn af starfinu nær tilgangi sínum og lítum
við félagarnir i J.C.R. svo á að tiltæki þeirra
slökkviliðsmana sé bein viðurkenning á starfi okkar og
nauðsyn þess.
Innan skamms mun Eldvarnanefnd J.C.R.
senda bréf til stjórna í fjölbýlishúsum þar sem boðin
verður fram aðstoð nefndarmanna við staðsetningu
og uppsetningu á reykskynjurum og slökkvitækjum
og einnig mun nefndin að sjálfsögðu útvega þau tæki
ef um er beðið.
Einnig mun Tækjanefnd J.C.R. í samstafi við
Eldvarnanefnd bjóða sjúkrakassa en i könnun sem
gerð var á vegum félagsins kom í Ijós að á þeim
heimilum sem slíkir gripir voru yfirleitt vanbúnir til
þess að mæta þeim óhöppum sem alltaf geta átt sér
stað i daglegu lífi okkar.
Með samstilltu átaki mun okkur takast að fækka
slysum á sjálfum okkar og börnum okkar og þá er
tilgangi okkar félaganna i J.C.R. náð.
Viljir þú notfæra þér þessa aðstoð okkar vil ég
biðja þig að hafa samband við einhvern af eftirtöldum
aðilum:
Björn Hafsteinsson, sími 86971
Lúðvik Hraundal, sími 71971 —44144
Hafsteinn Númason.simi 27936
Þórhallur Steingrimsson, simi 34698.
Með von um gott samstarf undir kjörorðinu
„Færri slys meira öryggi".
Flóamarkaður
hjá KR-konum
KR-konur hafa i vetur unniðaf miklum krafti til þess
að efla félagið og ekki láta þær deigan síga því nú er
komiðað hinum stórkostlega flóamarkaði þeirra.
Þar verða á boðstólum margt eigulegra hluta, bæði
gamlir, nýir og eldgamlir munir, t.d. fatnaður, sport ,
fatnaður, ibúsáhöld, skrautmunir o. fl. o. fl.
KR-konur vilja hvetja fólk til að koma við í KR
heimilinu á sunnudaginn og líta á úrvalið. Það getur
orðið skemmtun fyrir alla fjölskylduna að taka þátt i
markaðsstemmningunni og „prúttinu".
Flóamarkaðurinn verður á sunnudaginn 17. febr.
kl. 1 í KR-heimilinu við Frostaskjól.
Líf og Land
með Listaþíng
Landssamtökin Lif og Land halda Listaþing að Kjar
valsstöðum um helgina. Verður blandað saman
annars vegar stuttum erindum (10 minútur) um helztu
greinar lista frá ýmsum sjónarhornum og hins vegar
skemmtiatriðum ýmissa kunnra listamanna.
Þingið hefst klukkan 10 árdegis báða dagana og ,
stendur til um það bil klukkan fimm eftir hádegi. Eftir
hádegi á sunnudeginum verða almennar umræður
með pallborðssniði. Þar verður m.a. rætt um það
helzta, sem kemur fram á þinginu, þ.á m. um stöðu
listar, fjármögnun og listfræðslu.
Fjölmargir innlendir listamenn munu skemmta á
þinginu þar á meðal Manuela Wiesler og Helga
Ingólfsdóttir, Þursaflokkurinn, Nýlistamenn.
leikararnir Þórunn Sigurðardóttir og Arnar Jónsson.
Félagsmálanámskeið
Sjálfsbjargar
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra i Reykjavik, mun halda
félagsmálanámskeið nú á næstunni að Hátúni 12, I.
hæð. Kennd verður framsögn, spuni og almenn
slökun. Kennari verður Guðmundur Magnússon
leikari. Vinsamlega hafið samband við skrifstofuna i
síma 17868. ^
„Brauðaskipti"
Á liðnu ári var tekin upp sú nýbreytni í safnaðarstarfi
Háteigskirkju og Neskirkju að vixl voru höfð á starfs
fólki einn sunnudag. Næstkomandi sunnudag, 17.
febrúar verður þetta endurtekið á þann veg að séra
Arngrímur Jórisson mun messa i Neskirkju kl. 2,
ásamt kirkjukór Háteigskirkju og Orthulf Prunner
organista. en séra Guðmundur óskar Ólafsson mun á
sama tima messa í Háteigskirkju með kirkjukór Nes
kirkju og Reyni Jónassyni organista.Vonazt er til að
slík tilbreytni í starfi mælist vel fyrir í söfnuðunum.
Sólarkaffi
Seyðfirðinga
Seyðfirðingar halda fyrsta sólarkaffi sitt í kvöld i
Fóstbræðraheimilinu. Verður þetta mikil pönnu
köku- og tertuveizla, sem seyðfirzkar konur sjá um.
fjöldasöngur verður með heimatilbúnum ástar
Ijóðum, Grimur Helgason flytur annál frá Seyðisfirði
o.fl. skemmtilegt verður á dagskránni.
• Burtfluttir Seyðfirðingar hafa ekki haft með sér átt
hagafélag en voru hvatamenn að stofnun Aust-
firðingafélagsins sem átti 75 ára afmæli á sl. hausti og
hafa jafnan verið fjölmennir í félaginu Það eru þau
Bryndis Jónsdóttir, forstöðumaður Rauða kross
hótelsins, Ingólfur Þorkelsson, skólameistari i Kópa
vogi, og Guðmundur Jónsson sem eru upphafsmenn
að þessu sólarkaffi Seyðfirðinga.
Ungmenna og íþrótta-
samband Austurlands.
Þórarinspeningur U.Í.A.
Kominn er á markaðinn minnispeningur um Þórarin
Sveinsson fyrrum íþróttakennara og iþróttaleiðtoga á
Eiðum.
Megintilgangur með útgáfu peningsins er að heiðra
minningu látins merkismanns og mikils brautryðjanda
i starfi íþrótta- og ungmennafélags á Austurlandi, og
gefa þeim, sem nutu leiðsagnar og forystu hans kost á
aðeignast minjagrip.
Ef hagnaður verður af útgáfu peningsins verður
honum varið til endurbóta íþróttasvæðisins á Eiðum
Þórarinn Sveinsson var fædddr á Kirkjubóli i Norð-
firði 22. apríl 1907. Hann hóf kennslu við Alþýðu-
skólann á Eiðum árið 1935 og gegndi því starfi
mestalla sína starfsævi. Með komu hans til starfa á
Austurlandi hófst nýtt tímabil i sögu íþróttalifs i
fjórðungnum. Ungmenna- og iþróttasamband
Austurlands var stofnað 1941.
Þórarinn lézt af slysförum snemma árs 1972. Eftir-
lifandi kona hans er Stefanía ósk Jónsdóttir og eign-
.uðust þau átta börn.
Minnispeningurinn hefur verið sleginn i bronsi
silfri. Verð bronspenings er kr. 15.000, en silfur-
peningur kostar nú kr. 50.000.- Sett eru ekki fáanleg
eins og er, og verða þau fáU'Sem gerð hafa verið,
næsta fágætir safngripir.
Sölu peningsins annaðist skrifstofa U.Í.A. að Selási
11, Egilsstöðum, simi 19— 1353.
Eftirtaldir aðilar taka einnig við pöntunum i
Þórarinspening:
Myntsafnarafélag íslands, pósthólf 5024 Rvík
Ungmennafélag Islands, Mjölnisholti 14 Reykjavik
Frimerkjahúsið við Lækjargótu, Rvík
Landsbanki lslands. umboðsskrifstofa Reyðarfirði
Landsbanki Islands, Fáskrúðsfirði
Landsbanki Islands, Hornafirði
Elma Guðmundsdóttir, Neskaupstað.
Námskeið í hug- —
myndafræði Prout
Prout-hugmyndafræðin er andsvar við þeim ógnum
sem steðja að mannkyni i dag og birtast m.a. í félags
legri ringulreið; hrapallegri misskiptingu efnislegra
gæða og vannýtingu þeirra, sem er ein helzta orsök
sultar og fátæktar stórs hluta mannkyns; jafnvægis
leysi milli tækniframfara og félagslegrar þróunar og
gengdarlausri efnishyggju. Prout er í raun hagnýting
viðtækrar þekkingar um manninn, alheiminn og>
þjóðfélagið til að hrinda úr vegi núverandi þjóðfélags
legri stöðnun og til að ryðja brautin31 fyrir nýtt gildis-
mat og ný viðhorf til grundvallar háþróaðra og
mannúðlegra þjóðfélagi.
Námskeið i Prout-hugmyndafræðinni hefst laug
ardag 16. febrúarkl. 14.00. En þá verður fjallað um á
itandið í heiminum, getuleysi núverandi stjórnmála-
stefna við að leysa brýnustu vandamál mannkyns og
^runnþætti nýrrar altækrar hugmyndafræði.
Námskeiðið verður haldið i Aðalstræti 16. 2. hæð.
Því verður framhaldið hvem laugardag á sama tíma
næstu sex vikur. Þátttaka er öllum heimil og er þá
ókeypis.
Pressemeddelelse
Den danske konsul i Akureyri, Gísli Konráðsson, er af
Dronning Margrethe blevet udnævnt til ridder af
Dannebrog.
Dekorationen blev den 7. d.m. overgivet konsulen
ved en middag hos den danske ambassadör.
KGL. DANSK AMBASSADE
Reykjavik, den 11. februar 1980.
Skíðafólk — símsvarar
Upplýsinga,- um skiðafæri eru gefnar i símsvörum.
1 Skálafelli er símsvarinn 22195.
I Bláfjöllum er símsvarinn 25582.
Við þökkum
\
þér innilega fyrir aö
nota ökuljósin í
slæmu skyggni
yUMFERÐAR
RÁÐ
GENGIÐ
GENGISSKRÁNING Ferflamanna-
Nr. 30-13. febrúar 1980. gjaWeyrir
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandaríkjadollar 401.70 402.70* 442.97*
1 Sterlingspund 926.55 928.85* 1021.74*
1 Kanadadollar 345.95 346.85* 381.54*
100 Danskar krónur 7402.90 7421.30* 8163.43*
100 Norskar krónur 8260.30 8280.90* 9108.99*
100 Sænskar krónur 9683.00 9707.10* 10677.81*
100 Finnsk mörk 10862.65 10889.65* 11978.62*
100 Fransklr frankar 9875.50 9900.10* 10890.11*
100 Bolg. frankar 1424.75 1428.25* 1571.08*
100 Svissn. frankar 24896.20 24958.20* 27454.02*
100 Gyllini 20982.55 21034.75* 23138.23*
100 V-þýzk mörk 23118.80 23176.30* 25493.93*
100 Lirur 49.87 49.99* 54.99*
100 Austurr. Sch. 3223.95 3231.95* 3555.15*
100 Escudos . 850.20 852.30* 937.53*
100 Pesetar 605.90 607.40* 668.14*
100 Yen 166.14 166.55* 183.21*
1 Sórstök dróttarróttindi 528.94 530.35*
* Breyting frá síðustu skróningu. Símsvari vegna gengisskráningar 22190.