Dagblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1980.
113
foaðerásevðiiimb
Sjónvarp næstavjku...
Sjónvarp
Laugardagur
23. febrúar
16.30 íþróttir. Stórsvip karla á Vctrarólympiu
leikunum. (Evróvision - upptaka Norska sjón-
varpsins).
18.30 Lassie. Fjóröi þáttur. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
18.50 Enska knattspýrnan.
Hlé.
20.00 Fréttirog veður.
20.25 Auglýsingar or dagskrá.
20.30 Reykjavíkurskákmótiö 1980. Meðan á
skákmótinu stendur verða i Sjónvarpi all
margir þættir þar sem skákmeistararnir
Friðrik Ólafsson og Jón Þorsteinsson skýra
skákiraf mótinu.
20.45 Spitalalif. Bandariskur gamanmynda
flokkur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson.
21.10 Vetrarólympiuleikarnir. Listdans á
skautum. (Evróvision — upptaka Norska sjón
varpsins).
22.15 Framliöinn er ei til frásagnar. (Dead Mcn
Tell No Tales). Bandarísk sjónvarpskvikmynd
frá árinu 1971. Aðalhlutverk Judy Carne og
Christopher George. Larry Towers kemur til
Los Angeles. Þar hittir hann stúlku sem villist
á honum og gömlum vini sinum. Flokki
morðingja verða á sömu mistök. og Larry
hefur leit að tvifara sinum til að reyna að
bjarga lifi hans. Þýðandi Kristrún Þórðar
dóttir.
23.25 Dagskrárlok.
Sunnudagur
24. febrúar
16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Þorvaldur Karl
Helgason, sóknarprestur i Njarðvikurpresta
kalli. flytur hugvekjuna.
16.10 Húsiö á sléttunni. Sautjándi þáttur. Langt
að heiman. Efni sextánda þáttar: Karl og
Edwards fara til Springfield og taka Mariu,
Láru og Karl litla með sér. Karl litli fer að fikta
i stjórntækjum hemlavagns sem stendur á.
brautarspori, svo að vagninn rennur af stað.
Ekki tekst að koma honum á annað spor. og
aukalest sem kemur úr gagnstæðri átt skapar
mikla hættu. Á siðustu stundu getur Karl
Ingalls komið stjórnanda aukalestarinnar i
skilning um. hvað er að gerast og börnunum er
borgið. Þýðandi Óskar Ingimarsson.
17.00 Þjóöflokkalist. Nýr heimildamyndaflokk
ur. Þegar evrópskir sæfarar höfðu heim með
sér hagleiksmuni af fjarlægum löndum. svo
sem myndastyttur. málmsmiði og vefnað.
fannst mönnum i fyrstu litið til þeirra koma.
Smám saman rann þó listrænt gildi þeirra upp
fyrir Evrópumönnum, sem af nokkru drjúg-
læti flokkuðu þá undir ..frumstæða list”. Nú á
timum er þessi list mikils metin og lýsingar
orðið „frumstæð” varla talið viðeigandi
lengur. Þættirnir eru sjö talsins, og fjallar sá
fyrsti um Dogon þjóðflokkinn i Afriku. sem
kunnur er af framúrskarandi tréskurðarlist.
Þýöandi Hrafnhildur Schram. Þulur Guö-
mundur Ingi Kristjánsson.
18.00 Stundin okkar. Rætt er við blaðsölubörn í
Reykjavik og fluttur verður brúðuleikur undir
stjórn Arnhildar Jónsdóttur um Litlu gulu
hænuna. Sigga og skessan. Barbapapa og
Binni bankastjóri verða einnig á sínum stað.
Umsjónarmaður Bryndís Schram. Stjórn
upptöku Egill Eðvarðsson.
-18.50 Hlé.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Reykjavlkurskákmótið.
20.50 Þjóöllf. Rætt er við Mariu Guðmunds
dóttur, sem verið hefur Ijósmyndafyrirsæta er-
lendis um árabil. Þá verður Gylfi Gislason
myndlistarmaður sóttur heim. og farið i Mela ‘
skólann en þar fer fram athyglisverð starfsemi
á kvöldin. Farið veröur í heimsókn til Svein-
björns Beinteinssonar allsherjargoða, sem býr
einn I rafmagnsleysi að Draghálsi i Svínadal.
Þá verða kvæðamenn og fleiri gestir i þættin-
um. Umsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir.
Stjórn upptöku Valdimar Leifsson.
21.50 I Hertogastræti. Breskur myndaflokkur.
Þriðji þáttur. Efni annars þáttar: Lovísa sér
um matseld i veislu, sem prinsinn af Wales
heldur Þýskalandskeisara, og hún hlýtur mikið
hrós. Síðar fær Lovísa að vita að prinsinn ber
ekki aðeins matarást til hennar. heldur vill
hann að hún verði ástkona sin. Það er ófrá-
víkjanleg regla prinsins að stíga ekki i vænginn
við ógiftar stúlkur. Lovisu er sagt. að gifti hún
sig ekki, muni hún ekki annast fleiri veislur
fyrir hefðarfólk. Hún lætur undan fortölum.
giftist Trotter ráðsmanni. þótt hún sé ekki hrif-
in af honum og þau flytja af heimili Hinriks
lávarðar. Hún fær nóg að starfa við veislu
höld, og brátt kemur prinsinn í fyrstu
heimsókn sina. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
22.40 Vetrarólympíuleikarnir. Stórsvig kvenna.
(Evróvision — upptaka Norska sjónvarpsins).
23.25 Dagskrárlok.
Mánudagur
25. febrúar
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Reykjavlkurskákmótiö. Skýringar flytur
Jón Þorsteinsson.
20.45 Tommi og Jenni.Teiknimynd.
20.50 Vetrarólympíuleikarnir. Svig karla. (Evró-
vision — upptaka Norska sjónvarpsins).
21.55 Marc og Bella. Sænskt sjónvarpsleikrit
eftir Hans Axel Holm. Fyrri hluti. Leikstjóri
Lena Granhagen. Aðalhlutverk Asko Sarkola
og Elina Salo. Leikritið gerist í Rússlandi á ár-
unum kringum byltinguna og er um málarann
Marc Chagall og ástir hans og hinnar fögru
Bellu. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Siðari hluti
verður sýndur mánudagskvöldið 3. mars.
(Nordvision — Sænska sjónvarpið).
22.55 Dagskrárlok.
Þriðjudagur
26. febrúar
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Reykjavíkurskákmótið. Skýringar flytur
Friðrik Ólafsson.
20.45 Tommi og Jenni. Teiknimynd.
20.55 Vetrarólympíuleilkarnir. Svig kvenna.
(Evróvision — upptaka Norska sjónvarpsins).
21.40 Dýrlingurinn. Breskur myndaflokkur.
Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
22.30 Umheimurinn. Þáttur um erlenda viðburði
og málefni. Umsjónarmaður Ögmundur
Jónasson.
23.20 Dagskrárlok.
Miðvikudagur
27. febrúar
18.00 Barbapapa. Lokaþátturendursýndur.
18.05 Ég á tígrisdýr. Finnsk teiknimynd um lit-
inn dreng. sem þykist eiga tígrisdýr og dulbýr
það með ýmsu móti svo að aðrir beri ekki
kennsl á það. Þýðandi Kristin Mántylá. Sögu-
maður Helga Thorberg. (Nordvision —
Finnska sjónvarþið).
18.20 Draugarnir I Hryllingsborg. Dönsk
myndasaga um strák sem á að skrifa ritgerð
um bekkjarferð til Hryllingsborgar. Þýðandi
Björn Baldursson. (Nordvision — Danska
«jöhvarpið).
18.40 Einu sinni var. Fransku teiknimyndaflokk
ur. Þýðandi Friðrik Páll Jónsson. Sögumenn
ómar Ragnarsson og Bryndis Schram.
19.05 Hlé.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Reykjavlkurskákmótiö. Friðrik ólafsson
flyturskýringar.
20.45 Vetrarólympluleikarnir. Stökk karla.
(Evróvision — upptaka Norska sjónvarpsins).
21.45 Nýjasta tækni og vfsindi. Umsjónarmaður
Sigurður H. Richter.
22.15 Fólkið við lóniö. Spænskur myndaflokkur.
Þriðji þáttur. Efni annars þáttar: Paloma-
feðgar fiska litið, og Tono fær sér vinnu á
grjónaökrunum til að bæta sér upp aflaleysið.
Föður hans er það mjög á móti skapi, og þegar
Tono íhugar að kaupa land til ræktunar,
verður karl æfur. Tono og Rósa eignast son,
Tonet. Þýðandi Sonja Diego.
23.10 Dagskrárlok.
Föstudagur
29. febrúar
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagsltrá.
20.40 Reykjavfkurskákmótið. Friðrik ólafsson
flytur skákskýringar.
20.55 Prúöu leikararnir. Gestur leikbrúðanna
að þessu sinni er leikkonan Dyan Cannon.
Þýðandi ÞrándurThoroddsen.
21.20 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Um-
sjónarmaður Helgi E. Helgason fréttamaður.
22.20 Hver mun bjarga börnum okkar? Banda
risk sjónvarpskvikmynd. Aðalhlutverk Shirley
Jones og Len Cariou. Foreldrar Marjory og
Tommy eru gersamlega ófærir uppalendur og
þvl er börnunum komiö fyrir hjá barnlausum
hjónum, Söru og Mat{. Þeim þykir brátt afar
vænt um börnin og gera ráðstafanir til að ætt
leiða þau, en þá koma foreldrarnir til sögunnar
og taka börnin frá þeim. Þýðandi Óskar Ingi-
marsson.
23.55 Dagskrárlok.
Elina Salo I hlutverki hinnar fögru Bellu Chagall.
MARC OG BELLA—sjónvarp kl. 21.55 mánudagskvöld:
MÁLARINN MARC
CHAGALL OG FAGRA
KONAN HANS BELLA
„Þetta leikrit fjallat um ævi
málarans I ræga, Marc Chagall. Það
fjallar utn uppvaxtarár httns í Rúss-
landi og allt þangað til hann fer
alfarinn frá Rússlandi,” sagði Óskar
lngimasson þýðandi um myndina
Marc og Bella.
Marc og Bella er sænskt
sjónvarpsleikrit eftir Flans Axel
Holm. „Fyrri hluti myndarinnar
segir aðallega frá uppvaxtarárum
Marcs og þar til hann fer að læra í
París. Leikritið er dálítið sérkenni-
lega uppbyggt. Á milli þess sem eru
leikin atriði eru sýnd málverk hans og
gamlar Ijósmyndir og hann segir
sjálfur frá.
Fallega konan hans, Bella, kemur
einnig við sögu og foreldrar hans.
Einnig eru margir frægir listamenn
nefndir i myndinni. Nicholas keisari
kemur við sögu og sést hann í einu at-
riðinu.
Um leið og þetta leikrit segir frá
Marc sjálfum sýnir það sögu Rúss-
lands á þessum tíma. Þau Marc og
Bella voru bæði af gyðingaættum, en
þá var mikið gyðingahatur í
Rússlandi og litið var á þá sem annars
flokks fólks.
Fyrri hluti leikritsins endar í París
fyrir byltinguna en i seinni hlutanum
er byltingin skollin yfir og Marc
alfarinn frá Rússlandi. Þaðergaman
að þessu leikriti sérstaklega vegna
uppbyggingarinnar. Mörg skemmti-
leg málverk hans koma t.d. við sögu
og sýna hugmyndaflugið sem hann
hafði,” sagði Óskar Ingimarsson
ennfremur um leikritið.
Með aðalhlutverkin fara Asko
Sarkola og Elina Salo. Leikstjóri er
Lena Granhagen. Siðari hluli
leikritsins verður sýndur mánudaginn
3.marz. -EI.A.
Laugardagur
1. mars
16.30 Vetrarólympíuleikarnir. Ganga og norræn
tvíkeppni. (Evróvision — upptaka Norska
sjónvarpsins).
18.30 Lassie. Fimmti þáttur. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
18.50 Enska knattspyrnan.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Reykjavtkurskákmótið. Jón Þorsteinsson
flytur skýringar.
20.45 Spitalalif. Lokaþáttur. Þýðandi Ellert
Sigurbjörnsson.
2I.10 „Vegir liggja til allra átta”. Fjallað um
störf skemmtikrafta hér á landi á ýmsum
tlmum. Umsjónarmaður Hildur Einarsdóttir.
• Stjórn upptöku Tage Ammendrup.
21.50 Lafói Karólina (Lady Caroline Lamb).
■Bresk biómynd frá árinu 1972. Aðalhlutverk
Sarah Miles, Jon Finch og Richard Chamber
lain. Ung kona, sem gift er aöalsmanni, veldur
hneykslun þegar hún gerist ástkona Byrons lá-
varðar. Þýðandi Kristmann Eiðsson.
23.45 Dagskrárlok.
Sunnudagur
2. mars
16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Ingólfur Guð-
mundsson, íeskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar.
i flytur hugvekjuna.
!l6.l0 Húsiö á sléttunni. Átjándi þáttur.
] Hundrað ára hátið. Efni sautjánda þáttar:
Kornverð lækkar skyndilega vegna offram-
, leiðslu, og Ingalls og Edwards sjá fram á
I sultarlif. Þeim tekst þó óvænt að fá vinnu i
> fjarlægu héraði við að flytja sprengiefni. Einn
vinnufélagi þeirra er blökkumaður, sem hefur
| ráð undir rifi hverju, enda þaulvanur slíkum
, flutningum. Þeir komast á leiðarenda eftir
J margs konar erfiðleika og fá greidda hundrað
j dali fyrir tíu daga vinnu. Þýðandi óskar Ingi-
marsson.
117.00 Þjóðflokkalist. Heimildamyndafiokkur I
sjö þáttum. Annar þáttur. Fjallaö er um listir
indiánaættbálka á vesturströnd Norður-
Ameriku. Þýðandi Hrafnhildur Schram. Þulur
Guðmundur Ingi Kristjánsson.
• 18.00 Stundin okkar. Meðal efnis: Fariö veröur
til Akureyrar, þar sem kötturinn er sleginn úr
tunnunni. Flutt verður dagskrá i tilefni æsku-
lýðsdags þjóðkirkjunnar. Lesið veröur kvæðið
„Á afmæli kattarins” eftir Jón Helgason. við
teikningar Ólafar Knudsen. Sigga og skessan
og bankastjórinn veröa á sínum staö.
Umsjónarmaður Bryndís Schram. Stjórn upp-
töku Egill Eðvarðsson.
I8.50 Hlé.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Reykjavikurskákmótió. Skýringar flytur
Friðrik ólafsson.
20.45 Veður. Þriðji þáttur Sjónvarpsins. Lýst er
þáttum, sem móta veðurfar á lslandi, skýrt frá
starfsemi Veðurstofunnar og rætt um hitafar á
} landinu. Umsjónarmaður Markús Á. Einars
son veðurfræðingur. Stjórn upptöku Magnús
[ Bjarnfreðsson.
'2I.I5 í Hertogastræti. Fjórði þáttur: Viðandlát
Viktoríu drottningar slítur prinsinn sambandi
sinu við Lovisu. Hún sér auglýsingu, þar sem
boðið er hótel til sölu. og kaupir það. Trotter
verður framkvæmdastjóri. Nóra, systir hans,
ráöskona en Lovisa annast eldamennskuna.
auk þess sem hún tekur að sér matargerð fyrir
tignarfólk. Drykkjuskapur Trotters vex og
Nóra er ekki starfi sínu vaxin. svo að gestum
hótelsins fækkar. Lovísa er skuldum vafin og
hún sér engin úrræði önnur en losa sig við
systkinin og hefja rekstur hótelsins að nýju.
Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir.
22.05 Vetrarólympfuleikarnir. Listhlaup á
skautum. (Evróvision — upptaka Norska sjón-
varpsins).
23.05 Dagskrárlok.