Dagblaðið - 25.02.1980, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1980.
(i
Utvarp
31
Sjónvarp
D
Elina Salo f hlutverki hinnar fögru Bellu Chagall.
MARC 0G BELLA—sjónvarp kl. 21.55
MALARINN MARC
CHAGALL OG FAGRA
KONAN
„Þetta leikrit fjallar um ævi
málarans fræga, Marc Chagall. Það
fjallar utn uppvaxtarár hans í Rúss-
landi og allt þangað til hann fer
alfarinn frá Rússlandi,” sagði Óskar
Ingimasson þýðandi um myndina
Marc og Bella.
Marc og Bella er sænskt
sjónvárpsleikrit eftir Hans Axel
Holm. „Fyrri hluti myndarinnar
segir aðallega frá uppvaxtarárum
Marcs og þar til hann fer að læra i
Paris. Leikritið er dálítið sérkenni-
lega uppbyggt. Á milli þess sem eru
leikin atriði eru sýnd málverk hans og
HANS,
gamlar Ijósmyndir og hann segir
sjálfur frá.
Fallega konan hans, Bella, kemur
einnig við sögu og foreldrar hans.
Einnig eru margir frægir listamenn
nefndir í myndinni. Nicholas keisari
kemur við sögu og sést hann i einu at-
riðinu.
Um leið og þetta leikrit segir frá
Marc sjálfum sýnir það sögu Rúss-
lands á þessum tíma. Þau Marc og
Bella voru bæði af gyðingaættum, en
þá var mikið gyðingahatur í
Rússlandi og litið var á þá sem annars
flokks fólks.
BELLA
Fyrri hluti leikritsins endar í Paris
fyrir byltinguna en í seinni hlutanum
er byltingin skollin yfir og Marc
alfarinn frá Rússlandi. Þaðergaman
að þessu leikriti sérstaklega vegna
uppbyggingarinnar. Mörg skemmti-
leg málverk hans koma t.d. við sögu
og sýna hugmyndaflugið sem hann
hafði,” sagði Óskar Ingimarsson
ennfremur um leikritið.
Með aðalhlutverkin fara Asko
Sarkola og Elina Salo. Leikstjóri er
Lena Granhagen. Síðari hluti
leikritsins verður sýndur mánudaginn
3.marz. -ELA.
ÉG HEF VARLA MISST AF
MIKLU UNDANFARIN ÁR
Það er ekki hlaupið að þvi að
gegna starfi íþróttafréttaritara Dag-
blaðsins og eiga einnig að skrifa um
útvarps- og sjónvarpsdagskrána
samhliða. Það fékk ég illilega að
reyna um helgina.
Ég hef aldrei verið mikið fyrir
sjónvarpið geftnn en ætlaði nú að
bæta upp allt það er ég hef farið á
mis við undanfarin ár og sökkva mér
i sjónvarpsgláp.
En fyrst var að sjá hvað upp á var
boðið. Mér brá satt að segja verulega
i brún er ég renndi yfir dagskrá sjón-
varpsins um helgina. Þar fann ég
aðeins tvennt bitastætt og eftir á varð
ég fyrir nokkrum vonbrigðum með
annan dagskrárliðinn.
Ég náði að sjá byrjun fréttanna á
föstudagskvöld áður en síminn
hringdi. Símtalið varð í lengra lagi og
að því loknu þurfti ég að bregða mér
út um stund. Ég kom aftur í miðju
Kastljósi og horfði á þann þátt og
hafði gaman af. Ingvi Hrafn hefur
mjög gott vald á þáttum sinum og þá
er ég viss um að Ingólfur Margeirsson
er efni í góðan sjónvarpsmann með
meiri æfingu.
Á eftir voru sýndar myndir frá
stökkkeppni vetrarólympiuleikanna í
Lake Placid og fór það fyrir ofan
garð og neðan. Það er nefnilega
ekkert sérstaklega gaman að horfa á
hvern og einn einasta stökkvara —
hvort heldur hann er góður eða
slakur — stökkva tvö stökk. Það
hlýtur að hafa verið möguleiki á að
klippa þessa þætti eitthvað niður.
Útvarpið opna ég helzt aldrei og
starfsins vegna missti ég að miklu
leyti af íþróttaþætti sjónvarpsins á
laugardag. Ég settist þó niður og sá
þáttinn um Lassí og mikið ofboðs-
lega fór hann í taugarnar á mér. Eins
væminn og bandarískir þættir geta
nokkurn tíma orðið. Eini plúsinn var
stórgóður leíkur allra dýranna er
komu fram í þættinum. Mislukkað
barnaefni með öllu!
Þá var komið að öðrum bitastæða
þætti helgarinnar. Nefnilega ensku
knattspyrnunni. Ég varð fyrir nokkr-
um vonbrigðum að þessu sinni þar
sem leikirnir voru nokkru slakari en
að undanförnu. Frábært mark Glenn
Hoddle og kostulegt sjálfsmark
negrans Bob Hazell bættu þó veru-
lega úr skák.
Ég horfði ekki á þáttinn um
Reykjavíkurskákmótið þar eð ég hef
litinn áhuga á skák og er sennilega
einn fárra landsmanna er ekki kunna
mannganginn.
Bezti punktur helgarinnar var tvi-
ntælalaust Spítalalíf. Einhver sá al-
bezti skemmtiþáttur sem boðið hefur
verið upp á í lengri tíma í sjónvarpinu
og laus við alla bandaríska væmni.
Ég barði laugardagskvikmyndina
augum en hvilík timasóun! Ég hefði
betur skellt mér í Hollywood. Hafi
þetta átt að vera „afskaplega flókin
njósnamynd” eins og gefið var upp í
einu dagblaðanna hefur það ein-
hvern veginn farið framhjá mér.
Afþreyingarmynd langt fyrir neðan
meðallag.
Af dagskrá gærdagsins sá ég
akkúrat ekkert nema brol a(
Brandarabankanum en ég stoppaði
og fékk mér pylsu á „Bæjarins
beztu” á leið minni vestur i íþrótta-
hús Hagaskóla. Binni ber af öllum
bankastjórum.
-SSv.
ANDRÉE-leiðangurinn
— útvarp kl. 17.20:
LEIÐANGURSMENN
FÁ MATAREURUN
Fjórði þáttur útvarpsleikritsins
Andrée-leiðangurinn verður fluttur í
dag kl. 17.20. í þættinum i dag eru leið-
angursmenn að búa sig undir göngu til
lands, en i síðasta þætti var sagt frá því
hvernig ferðin á loftbelgnum endaði
með því að þeir urðu að lenda á ísnum
eftir aðeins 65 klukkutíma loftsiglingu.
Þeir þurfa að ganga yfir þrjú þúsund
kilómetra, hvort sem þeir fara i suð-
vestur eða suðaustur. Á leiðinni skjóta
þeir ísbjörn sér til matar. Það kemur þó
fljótlega i ljós að farið hefði betur,
hefðu þeir ekki þurft hann.
Þeir Andrée, Frænkel og Strindberg
veikjast nú hver af öðrum. Þýðandi
leikritsins er Steinunn Bjarman. Leik-
stjóri er Þórhallur Sigurðsson og með
hlulverkin fara Jón Júlíusson, sem er
sögumaður, Þorsteinn Gunnarsson,
Hákon Waage og Jón Gunnarsson.
Þetta er næstsíðasti þáttur leikritsins
Steinunn Bjarman er þýðandi fram-
haldsleikritsins Andrée-leiðangurinn,
en næstsíðasti þáttur verður fluttur í
dag.
DB-mynd Bjamleifur.
sem er eftir sænska höfundinn Lars
Broling. Nú eru liðin fimmtíu ár
síðan jarðneskar leifar þeirra félaga
Andrées og Strindbergs fundust ásamt
dagbókum, teikningum og fleiru úr
leiðangrinum. Það voru skipverjar af
norsku selveiðiskipi sem fundu leif-
arnar á Hvitey norðaustur af Sval-
barða.
- ELA
VIÐ — útvarp kl. 20.00:
Krakkamir og
sjoppuritin
„Það verður heillangt viðtal i þætt-
inum við krakka úr Breiðholtinu um
Jórunn Sigurðardótlir, annar um-
sjónarmaður unglingaþáttarins Við.
DB-mynd Ragnar Th.
smákafla í sjoppuritum. I framhaldi al'
því leikum við dægurlög sem fjalla um
ást og það sem fyrir kemur i þessum rit-
um,” sagði Jórunn Sigurðardótlir,
annar umsjónarmaður unglingaþáttar-
ins Við, sem er á dagskrá útvarpsins í
kvöldk 1.20.00.
„Þar á eftir flylur ungur strákur frá
Þórshöfn pistil um lífið á staðnum.
Tónlisl verður í þættinum og við
munum lesa úr bréfum. Við höfum
lengið mjög mikið af bréfum upp á sið-
kastið og krakkarnir hafa verið mjög
dugleg að aðstoða okkur við gerð þátt-
arins.”
Með Jórunni er Árni Guðmundsson
umsjónarmaður. Hann hefur unnið
mikið fyrir Æskulýðsráð, fyrir Fella-
helli og á unglingaheimili ríkisins. Árni
er nýr umsjónarmaður en áður var
Andrés Sigurvinsson leiklistarnemi.
Að sögn Jórunnar verður þáltur
þcssi út vetrardagskrána. Hvort hann
verður áfram i sumar er ekki vitað
ennþá. Þátturinn er fjörutíu mínútna
langur.
- EI.A
' /ÉLASTILLING
Framkvæmum
vélastíllingár
hjólastillingar
ljósastillingar
með fullkomnum stillitækjum
VELASTILLING
AUÐBREKKU 51, KÓPAVOGI. SÍMI43140.