Dagblaðið - 21.03.1980, Page 1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1980.
Evaðerásevðiumhi
Sjónvarp næstuviku
• ••
Sjónvarp
Laugardagur
22. mars
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson.
18.30 Lassie. Áttundi þáttur. Þýðandi Jóhanna,
Jóhannsdóttir.
18.50 Enska knattspyrnan.
Hlé.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Lööur. Bandarískur gamanmyndaflokkur.
Þriðji þáttur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson.
21.00 Jassþáttur. Tríó Guðmundar Ingólfssonar
leikur ásamt Viðari Alfreðssyni. Stjórn upp-
töku Egill Eðvarðsson.
21.30 Hinrik áttundi og eiginkonurnar sex.
Bresk bíómynd frá árinu 1972. Leikstjóri
Waris Hussein. Aðalhlutverk Keith Mitchell,
Frances Cuka, Charlotte Rampling og Jane
Asher. Hinrik áttundi (1491—1547) er einhver
eftirminnilegasti konungur í sögu Englands.
Hann kemst til valda ungur og glæsilegur og
var vinsæll meðal þegna sinna. ! konungstíö
hans efldist breska ríkið mjög, en fáir syrgðu
fráfall hans. Myndin greinir frá hinum fjöl-
' mörgu hjónaböndum konungs. Þýðandi Jón
O. Edwald.
• 23.30 Dagskrárlok.
Sunnudagur
23. mars
i 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Árelíus Níels- .
) son flytur hugvekjuna. *
16.10 Hósiö á sléttunni. 21. þáttur. Stríöshetjan.
Efni tuttugasta þáttar: Auðug ekkja, frú Thur-
mond, kemur til Hnetulundar. Hún á m.a. for-'-
láta postulínssteli, sem Karl fær augastað á
handa Karólínu. Hann tekur að sér að vinna
? að endurbótum í húsi ekkjunnar gegn því að fá
stellið sem borgun. En þessu verður að halda
vandlega leyndu, og það veldur mestu vand-
ræðum. Frú Oleson er ekki lengi að álykta, að
Karl hafi fengið sér hjákonu. Þegar Karl.
kemur loks heim með stellið, fæst skýring á
öllu. Þýðandi óskar Ingimarsson.
'17.00 ÞjóöflokkalisL Fimmti þáttur. Fjallað er
um vefnað suöur-íranskra hirðingja. Þýðandi
Hrafnhildur Schram. Þulur Guðmundur Ingi
Kristjánsson.
., 18.00 Stundin okkar. Meðal efnis: Farið verður í
heimsókn 1 svínabú. Söngflokkurinn Þjóðþríf
frá Akureyri syngur um svín, sem vildi verða
alþingismaður. Ragnar Lár myndskreytti. Les-
inn verður kafli úr Félaga Napóleon við teikn-
ingar eftir Hörpu Karlsdóttur og flutt þjóðsag-
an Gilitrutt. Leikstjóri er Þórunn Sigurðar-
dóttir og leikendur Glsli Rúnar Jónsson, Edda
Björgvinsdóttir og Bjarni Ingvarsson. Um-
sjónarmaður Bryndls Schram. Stjórn upptöku
Egill Eðvarðsson.
. 18.50 Hlé.
, 20.00 Fréttir og veður.
^20.25 Auglýsingar og dagskrá.
' ^20.35 Islenskt mál. Þessi þáttur byggist einvörð-
ungú á orðtökum úr skákmáli, enda eru þau
, mörg á hvers manns vörum í daglegu tali.
. ‘ Menn tala um að eiga næsta leik, tefla djarft
:. og skáka i þvi skjóli. Kunnir skákmenn,
' Gunnar Kr. Gunnarsson og Jón Friðjónsson,,
, bjuggu til skákdæmi og sýna þau I þættinum.
Textahöfundur og þulur Helgi J. Halldórsson.
Myndstjórnandi Guðbjartur Gunnarsson.
20.45 Þjóðlif. Farið er I heimsókn til Jóns G.
Sólness á Akureyri. Karlakór Reykjavíkur
syngur og sr. Gunnar Kristjánsson prestur að
Reynivöllum í Kjós útskýrir ýmislcgt í kirkj-
unni, sem forvitnilegt er að heyra um. Aðal-
björg Jónsdóttir prjónakona er heimsótt, en,
prjónakjólar hennar vekja athygli. Fjallað (
verður um ull og fatnað sem vinna má úr
henni, og loks verður sýnt það sem nýjast er I
ullarframleiðslu hér á landi. Umsjónarmaður
Sigrún Stefánsdóttir. Stjórn upptöku Valdimar.
Leifsson.
•21.40 í Hertogastræti. Sjöundi þáttur. Efni
sjötta þáttar: Roskinn aðalsmaður sest að á
hóteli Lovísu ásamt ungri eiginkonu sinni,
Daisy. Um líkt leyti kemur þangað svindlari,
sem hyggst hafa fé af aðalsmanninum. Hann
gerir hosur sínar grænar fyrir Daisy, og hún
fellur fyrír honum. Morgun einn gerir ást-
maðurinn sig líklegan til að hnupla forláta
. eyrnalokkum frá Daisy. Hún leitar hjálpar
Lovísu, því að hún óttast að ella frétti eigin-
maður bennar af ástarævintýri hennar. Það
kemur i Ijós að svindlarinn hefur ekki tekið
skartgripinn. Þýðandi Dórá' Hafsteinsdóttir.
22.30 Dagskrárlok.
Mánudagur
24. márs
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Tommiog Jenni.
20.40 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson.
21.10 Börn guöanna. Breskt sjónvarpsleikrit efi-
ir Roy Kendall. Leikstjóri Derek Bennett.
Aðalhlutverk Janet Maw, Peter Jeffrey og
Mary Peach. Leikritið er um tvítuga stúlku,
sem gengur sértrúarsöfnuði á hönd og viðleitni
foreldra hennar til þess að fá hana til að skipta
um skoðun. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
22.25 Þjóöskörungur á eftirlaunum. Dönsk
heimildamynd; Statsmænd pá pension. Einar
Gerhardsen, Noregi, Tage Erlander, Sviþjóð
og Karl August Fagerholm, Finnlandi, voru
um langt skeið oddamenn jafnaðarstefnu á
Norðurlöndum. Þeir beittu sér fyrir samstöðu
norrænna jafnaðarmanna á styrjaldarárunum
og þróun velferðarríkja að striðinu loknu.
Þeir eru nú aldurhnignir og hafa margs að
minnast. Þýðandi Kristmann Eiðsson.
(Nordvision — Danska sjónvarpið).
23.15 Dagskrárlok.
Mér finnst nú ekkert skrýtið þó
nágrannarnir banki í vegginn þegar
mamma þín hrópar svona hátt. . .
Þriðjudagur
25. mars
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Tommiog Jenni.
20.40 Örtölvubyltingin. Fjórði þáttur. Hið
innhverfa þjóðfélag. Bráðum verður unnt að
geyma fróðleik margra bóka í örsmáum
kísilmola. Örtölvan sér um að bregða textan-
um á skjáinn með þeim hraða, sem lesandinn
kýs, og þá verður einkakennarinn ekki lengur
forréttindi hinna vellríku. Þýðandi Bogi Arnar
Finnbogason. ÞulurGylfi Pálsson.
21.10 Óvant endalok. Annar þáttur. Sæt er á-
vinningsvonin. Þýöandi Kristmann Eiðsson.
21.35 Umheimurinn. Þáttur um erlend málefni
og viðburði. Umsjónarmaður Bogi Ágústsson
fréttamaður.
22.25 Dagskrárlok.
Miðvikudagur
26.
». mars
18.00 Börnin á eldfjaliinu. Nýsjálenskur mynda-
flokkur. Annar þáttur. Þýðandi Guðni
Kolbeinsson.
18.25 Einu sinni var. Teiknimyndaflokkur.
Þýðandi Friðrik Páll Jónsson. Sögumenn
ómar Ragnarsson og Bryndís Schram.
18.50 H\é.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
Og þá er komið að sinfóníulónleikun-
um alkunnu . . .
ÓVÆNT END ALOK—sjónvarp kl. 21.10 þnðjudag:
Fjárhættuspila-
mennska um borð
í farþegaskipi
Óvænt endalok, annar þáttur, birt-
ast okkur á þriðjudag kl. 21.10.
Höfundurinn Roald Dahl flytur inn-
gangsorð að þættinum eins og hann
gerði síðast og segir þar frá hversu
mikill fjárhættuspilari hann sé. Ein-
mitt það varð kveikjan að þessum
þætti sem nefnist Sæt er ávinnings-
vonin.
„Myndin gerist um borð í farþega-
skipi. Skipstjórinn hefur gaman af
fjárhættuspilum og hefur þann sið að
spá fyrir um hve skipið sigli langt
næsta sólarhring,” sagði Kristmann
Eiðsson þýðandi myndarinnar.
„Skipstjórinn setur tölur í pott og
siðan geta aðrir keypt sér tölur líka.
Um borð í farþegaskipinu er Banda-
ríkjamaður sem hefur álíka gaman af
fjárhættuspilum og skipstjórinn. En
kvöld nokkurt skellur á óveður.
Bandaríkjamaðurinn hugsar sér gott
til glóðarinnar og kaupir lægstu töl-
una í pottinum, þar eð hann telur að
nú fari skipið ekki hratt. Vinningur-
inn er allt það fé sem í pottinn er
komið,” sagði Kristmann ennfrem-
ur, en hann neitaði að segja nokkuð
meira um þátt þennan þar sem hann
endar óvænt eins og nafn hans gefur
tilkynna. -F.I.A
Jack Weston fer með aðalhlutverkið f myndaflokknum Óvænt endalok.
20.35 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónarmaður
örnólfur Thorlacius.
121.05 Ballettdansarinn. (I am a Dancer). Bresk
kvikmynd um hinn heimskunna ballett-
dansara Rudolf Nureyev. Fylgst er mcð
honum, m.a. að æfingum og sýndir vinsælir
ballettar. Meðal dansfélaga Nureyevs i
myndinni er Margot Fonteyn. Þýðandi
Kristrún Þórðardóttir.
22.35 Dagskrárlok.
Föstudagur
28. mars
20.00 Fréttirog veöur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Prúöu leikararnir. Leikbrúðumynd.
Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
21.05 Kastljós. Þáttur um innlend málefni.
| Umsjónarmaður Helgi E. Helgason, frétta-
maður.
22.20 Kjarnorkunjósnarar I kröppum dansi.
Bresk sjónvarpskvikmynd, byggð á
sannsögulegum viðburðum. Handrít lan
Curteis. Leikstjóri Alan Gibson. Aðalhlutverk
Michael Craig, Edward Wilson og Andrew
Rey; Árið 1945 varð Ijóst, að Rússum bárust
njósnir af kjarnorkurannsóknum á Bretlandi.
Á miklu reið að hafa sem fyrst hendur í hári,
njósnarans, en leyniþjónustan vissi það eitt
um hann, að hann tók ekki laun fyrir njósna-
störfin. Þýðandi Kristmann Eiðsson.
23.50 Dagskrárlok.
Laugardagur
29.
). mars
16.30 lþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson.
18.30 Lassie. Niundi þáttur. Þýðandi Jóhanna
; Jóhannsdóttir.
18.50 Enska knattspyrnan.
Hlé.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
:20.35 Lööur. Bandarískur gamanmyndaflokkur.
Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson.
21.00 Kóngurinn viöförli. Kóngafiðrildin i
Norður-Ameríku fara byggðum þegar vetrar,
, og lengi vel-var ýmislegt á huldu um ferðalag
| þeirra. Fyrir fáeinum árum tókst bandariskum
' visindamanni að afhjúpa levndarmál
fiðrildanna og um það fjallar þessi breska
heimildamynd. Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
Þulur Friðbjörn Gunnlaugsson.
■21.25 Trúöarnir (The Comedians). Frönsk-
I bandarísk bíómynd frá árinu 1967 byggð á
sögu eftir Graham Greene. Aðalhlutverk
Richard Burton, Elizabeth Taylor, Alec
Guinness og Peter Ustinov. Sagan gerist á
Haiti á ófriðartimum og lýsir högum nokkurra
útlendinga. Þar er m.a. hóteleigandi, sem er i
þingum við suður-ameriska sendiherrafrú, og
enskur herforingi i dularfullum erindagerðum.
Þýðandi Ragna Ragnars. „Trúðarnir" voru út-
varpssaga árið 1967. Magnús Kjartansson
þýddi og las.
23.30 Dagskrárlok.
Sunnudagur
30. mars
16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Árelíus Niels-
son flytur hugvekju.
16.10 Húsiö á sléttunni. 22. þáttur. Á heimleiö.
Efni 21. þáttar: Granville Whipple kemur
heim til Hnetulundar eftir tólf ára fjarveru. j
Hann hafði særst í þrælastríðinu, þar sem^
hann var lúðurþeytari og fengið heiðursmerki
fyrir hetjudáð. En þegar hann hittir ekkju
Roys, vinar sins, sem hann hefði getað bjargað
i striðinu, verður honum Ijóst, að hann er
engin hetja. Granville hefur vanið sig á
morfinneyslu, og hann brýst inn til Bakers
læknis og stelur þar stórum skammti. Þegar
frú Whipple fer að undrast um hann, tekur
Karl Ingalls aö sér að leita, og hann finnur
Granville látinn. Þýðandi Óskar lngimarsson.
Þetta er siðasti þátturinn um húsið á sléttunni
á þessum vetri.
17.00 Þjóóflokkalist. Sjötti þáttur. Fjallaðer um
listir á Suðurhafseyjum. Þýðandi Hrafnhildur
Schram. ÞulurGuðmundur Ingi Kristjánsson.
18.00 Stundin okkar. Meðal efnis: Fjallaðer um
ferminguna. Nemendur úr Menntaskólanum i
Reykjavik flytja fyrri hluta leikritsins
„Umhvetfis jörðina á 80 dögum”, sem gert er
eftir sögu Jules Verne, og nemendur frá
Hvammstanga koma í heimsókn. Umsjónar-
maður Bryndís Schram. Stjórn upptöku Egill.
Eðvarðsson.
18.55 Hlé.
,20.00 Fréttir og veður.
,20.25 Auglýsingar og agskrá.
20.35 tslenskt mál. Efni i þennan þált er sótt
í hina þjóðlegu íþrótt, íslensku glímuna, þar
sem Ármenningarnir Guðmundur Freyr
Halldórsson og Sigurjón Leifsson leita og
neyta allra bragða og láta óspart koma krók á
móti bragði. Textahöfundur og þulur Helgi J.
Halldórsson. Myndstjórnandi Guðbjartur
Gunnarsson.
20.40 t dagsins önn. Fyrsti þáttur: Kaupstaðar-
ferð meö klakkhesta. Sjónvarpið mun á næstu
mánuðum sýna stuttar heimildarmyndir um
forna búskaparhætti í sunnlenskum sveitum,
gerðar að tilstuðlan ýmissa félagasamtaka á
Suðurlandi. Fyrsti þáttur sýnir kaupstaðarferð
fyrir klakkhesta, áður en hestvagnar komu til
sögunnar. Fólk er á heimleið, slær tjöldum við
Hvltá og hefur þar næturstað. Daginn eftir fer
það á ferju yfir vatnsfallið og heldur
ferðinni áfram.
.,.21.00 ! Hertogastræti. Áttundi þáttur. Efni
sjöunda þáttar: Nýr gestur fær inni á hótelinu,
Diana Shickland. Eiginmaður hennar er fár-
sjúkur og fjárhagurinn slæmur. Diana kynnist
upprennandi stjómmálamanni, Dugdale.
Hann er alræmdur flagari og leggur snörur'
sinar fyrir Diönu með þeim árangri, aö hún er
reiðubúin að fara frá manni sínum. Diana
kemst að lokum á snoðir um hið rétta innræti:
ástmanns sins og snýr heim. En Lovísa er þing-
manninum svo gröm, að hún hugleiðir að
meina honum aðgang að hótelinu. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir.
21.50 Réttað í máli Jesú frá Nazaret. Leikin ■
heimildamynd i fjórum þáttum. Hverjir áttu
sök á dauða Jesu? Voru það Gyðingar? Eða.
kannski Rómverjar? Þessi spurning er ekki;
bara fræðilegs eðlis, þvi að hún hefur leitað á
hugi kristinna manna i nærfellt tvö þúsund ár
og jafnvel blásið að glæðum Gyðingahaturs.
Sjónvarpið sýnir í dymbilvikunni kanadiska
heimildamynd i fjórum þáttum um þetta efni,
og byggir hún að hluta til á sviösetningu
frægra réttarhalda í Frakklandi, þar sem
nafntogaður lögfræðingur og kaþólskur
prestur deila um sakargiftir. Greint er í máli og
mymdum frá síðustu dögum Jesú, og einnig er
brugðið upp svipmyndum frá útrýmingar *|
búðum nasista. Þýðandi dr. Björn Björnsson j
guðfræðiprófessor.
;22.45 Dagskrárlok.