Dagblaðið - 25.04.1980, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1980. 13
Sjónvarp næstu viku
• ••
Sjónvarp
Laugardagur
26. apríl
16.30 tþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson.
18.30 Lassie. Þrettándi og síðasti þáttur.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
I8.S0 F.nska knattspyrnan.
Hlé.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Löður. Gamanmyndaflokkur. Þýðandi
Ellert Sigurbjörnsson.
21.00 Skáld sólar og goósagna. Ný, sænsk
heimildamynd um Odysseus Elytis, griska
Ijóöskáldið, sem hlaut bókmenntaverðlaun
Nóbels á siðasta ári. Einnig er rætt við Mikis
Theodorakis, sem á sinn þátt i lýðhylli
skáldsins. Myndin sýnir sitthvað úr átthögum
skáldsins. Þýðandi Jón Gunnarsson. (Nord-
vision — Sænska sjónvarpið).
21.40 Söngvakeppni sjónvarpsstödva í Evrópu
1980. Keppnin fór að þessu sinni fram i Haag í
Hollandi 19. apríl og voru keppendur frá
nítján löndum. Þýðandi Björn Baldursson.
(Evróvision — Hollenska sjónvarpið).
00.10 Dagskrárlok.
Sunnudagur
27. apríl
18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Kristján
Róbertsson, fríkirkjuprestur i Reykjavik,
flytur hugvekjuna.
18.10 Stundin okkar. Meöal efnis: Lúðrasveit
bama á Selfossi leikur, og rætt verður við
bræður sem eiga heima í sveit. Ellefu ára
drengur leikur á hljóðfæri, og kynnt verður
brúðuleikritið Sálin hans Jóns mins. Binni og
Blámann eru á slnum staö. Umsjónarmaður
Bryndis Schram. Stjórn upptöku Tage
Ammendrup.
19.00 Hlé.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 I dagsins önn. Annar þáttur. Kaupstaðar-
ferö meö hestvagni. Fyrsti þáttur sýndi
kaupstaðarferö meö áburðarhesta, en það varö
mikil framför I samgöngum til sveita. þegar
hestvagnar komu til sögunnar. Vigfús Sigur-
geirsson tók þessa kvikmynd qg aðrar i mynda-
flokknum.
20.55 I Hertogastrseti. Tólfí þáttur. Þýöandi
, Dóra Hafsteinsdóttir.
21.45 Myndir af verkum Eschers. Mynd um
verk hollenska grafiklistamannsins M.C.
Eschers'( 1898—1972). 1 febrúarmánuði slðast
liðnum var sýning á verkum Eschers að
Kjarvalsstöðum. Þýöandi Jón O. Edwald.
22.25 Þrlr gítarleikarar. Jassþáttur meö gítar-
leikurunum Charlie Byrd, Barney Hesscl og
Herb Ellis. Þýðandi. Jón O. Edwald.
22.50 Dagskrárlok.
Mánudagur
28. apríl
20.00 Fréttir og veóur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Tommi og Jenni.
20.40 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson.
21.15 Sólgata 16. Norskt sjónvarpsleikrit eftir
Arnljót Berg, sem einnig er leikstjóri.
Aðalhlutverk Finn Kvalem, Per Gjersöe og
öivind Blunck. Leikurinn gerist í óhrjálegri
leiguibúö. Þar búa gamall maöur, sonur hans
og sonarsonur. Allir hafa þeir orðið undir i lífs-
baráttunni og eru vandræðamenn í augum
samfélagsins, hver á sinn hátt. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision —
Norska sjónvarpið).
22.45 Dagskrárlok.
Þriðjudagur
29. apríl
20.00 Fréttlr og veóur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Tommiog Jenni.
20.40 Þjóóskörungar tuttugustu aldar. Adolf
Hitler — síðari hluti. Sigurdraumar Hitlers
snerust upp i martröð, þegar þýski flugherinn
tapaði orrustunni um Bretland. Áætlunin
Rauðskeggur rann út i sandinn og Bandarikja-
menn gengu í lið með andstæðingum hans. 30.
april 1945 stytti hann sér aldur. og nokkrum
dögum síðar gáfust Þjóðverjar upp. Þýðandi
og þulur Bogi Arnar Finnbogason.
21.05 Staóan i kjaramálum launþega.
Umræðuþáttur undir stjórn Magnúsar Bjarn-
freðssonar.
22.00 óvænt endalok. Myndaflokkur byggður á
smásögum eftir Roald Dahl. Sjöundi þáttur.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.25 Dagskrárlok.
Miðvikudagur
30. apríl
18.00 Börnin á eldfíallinu. Sjöundi þáttur.
Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
18.25 Sá ég kjóa. Sænsk dýralifsmynd. Þýðandi
og þulur óskar Ingimarsson. (Nordvision —
Sænska sjónvarpið).
18.50 Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Vaka. Litast er um i Þjóðleikhúsinu a 30
ára afmæli þess og m.a. fylgst með æfingum á
nýjum, íslenskum verkum. Umsjónarmaður
Andrés Indriðason.
21.15 Feróir Darwins. Fimmti þáttur. Leyndar-
dómurinn mikli. Efni fjórða þáttar: Meöan
FitzRoy heldur áfram sjómælingum við
strendur Argentínu, kýs Darwin að fara land-
leiðina til Buenos Aires, yfir slétturnar miklu.
Þar berjast indiánar og kúrekar (gauchos)
undir stjóm hörkutólsins Rosas hershöfðingja,
sem ætlar sér að gerast einvaldur. Darwin
sleppur betur frá viðskiptunum við hann en
margir aðrir. Beagle siglir til Valparaiso i
Chile til að taka vistar, og Darwin notar
tækifærið til að fara yfír Andes-fjöll þar sem
hann rekst á enn eitt furðuverk náttúrunnar
og mótar nýja kenningu um myndun fjall-
garða. Þýðandi Óskar Ingimarsson.
22.15 Flóttinn yfir Kjöl. Þriðji þáttur fjallar um
ýmsa atburði, sem gerðust árið 1943, m.a.
ævintýralegan flótta Norðmannsins Jans
Baalsrud yfir Kjöl. Þýðandi Jón Gunnarsson.
(Nordvision — Sænska og Norska sjónvarpið).
23.15 Dagskrárlok.
Föstudagur
2. maí
20.00 Fréttir og veóur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Práóu leikararnir. Gestur að þessu sinni
er söngvarinn John Denver. Þýðandi Þrándur
Thoroddsen.
21.05 Kastljós. Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður Ingvi Hrafn Jónsson.
22.10 Gróóur I gjósti (A Tree Grows in
Brooklyn). Bandarísk sjónvarpsmynd fráárinu
1974. byggö á sögu eftir Betty Smith. Sagan
hefur komið út i islenskri þyðingu. Aðalhlut-
verk Cliff Robertson og Diane Baker.
Myndin lýsir högum fátækrar, irskrar
fjölskyldu í New York árið 1912. Þýðandi
Rannveig T ryggvadóttir.
23.20 Dagskrárlok.
Laugardagur
3. maí
16.30 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson.
18.30 Fred Flintstone I nýjum ævintýrum. Nýr,
bandariskur teiknimyndaflokkur um gamla
kunningja, steinaldarmennina. Fyrsti þáttur.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.55 Enska knattspyrnan.
Hlé.
20.00 Fréttir og veóur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Löóur. Gamanmyndaflokkur. Þýðandi
Ellert Sigurbjörnsson.
21.00 Þrjú lög frá Suóur-Ameriku. Tania Maria
og Niels Henning örsted Pedersen leika.
Stjórn upptöku Tage Ammendrup.
21.20 Blóóugt er hljómfall i dansi. Heimildar-
mynd um skáldið og söngvarann Linton
Kwesi Johnson. Hann er fæddur á Jamaica, en
býr nú i Lundúnum og yrkir gjarnan um hlut-
skipti svartra manna i þeirri borg. Þýðandi
Guðni Kolbeinsson.
22.05 ófullgert tónverk fyrir sjálfspilandi pianó.
Rússnesk bíómynd frá árinu 1977, byggð á
sögu eftir Anton Tsjékov. Það er sumardagur
og gestkvæmt á sveitasetri önnu Petrovnu.
Meðal gestanna eru Platanof og Sofia'
Égerova. Þau höfðu elskast, meðan Platonof
var í háskóla. Þá höfðu allir vænst mikils af
honum, en nú hefur hann sest að i sveitinni.
VINUR MINN TELEJTIN— útvarp á mánudaginn kl. 17,20:
Ævintýri á Kólerudögum
„Höfundinum er ofarlega í huga
hiö mikla misrétti manna á milli en
sagan er svo full af mannlegri hlýju,
nánast að segja mannást að unun er
af,” sagði Guðni Kolbeinsson cand.
mag. um nýja barnasögu sem hann
byrjar að lesa á mánudaginn. Nefnist
sú saga Vinur minn Talejtin og er
eftir Olle Mattson. Guðni hefur
einnig þýtt söguna. Við báðum hann
að segja frá henni og höfundinum:
„Mattson er sænskur, fæddur árið
1923. Hann lauk háskólaprófi árið
1948 og hefur síðan þá unnið fyrir sér
sem óháður blaðamaður og rithöf-
undur. Hann hefur skrifað fjöldann
allan af barnabókum en mér er ekki
kunnugt um að hann hafi skrifað
neinar bækur aðrar. Bækur hans
hafa verið þýddar á fjölda tungu-
mála, ég sá í lista að nefnd voru lönd
eins og Bandaríkin, Sovétríkin og
Suður-Ameríka ásamt með löndum
sem eru miklu nær okkur. Hann er
mjög vinsæll höfundur í Svíþjóð og
fékk til að mynda Nilla Hólmgeirs-
sonar verðlaunin árið 1956. Það var
fyrir bókina Briggskipið Bláliljan
sem ég þýddi og las í morgunstund-
inni í fyrra. Sú saga og önnur sem ég
þýddi eru held ég þær einu sem þýdd-
ar hafa verið af sögum Mattsons á is-
lenzku og ekkert hefur komið út eftir
hann.
Þessi saga gerist í Gautaborg árið
1866. Þar geisar þá kólerufaraldur.
Söguhetjan Sakarías missir móður.
sína úr kólerunni og þar sem faðir
hans hafði dáið þegar Sakarías var
litið barn þykir honum vissara að
flýja til þess að verða ekki settur á
munaðarleysingjahæli. Hann ætlar
að flýja alla leið til Ameríku. Hann
kynnist undarlegum náunga, Talej-
tin, sem segist vera af konungsætt-
um, og jafnöldru sinni, Soffiu.
Soffía ætlar einnig til Ameríku með
drykkfelldum og heldur ömurlegum
frænda sínum. Þau þrjú lenda saman
og sitt í hverju lagi í ýmsum ævintýr-
um, erfiðleikum og basli og er sagan
ákaflega spennandi á köflum. Auk
þess er hún verulega fyndin,” sagði
Guðni Kolbeinsson. Sagan verður
lesin á mánudögum og þriðjudögum í
eftirmiðdaginn líkt og gert hefur
verið með aðrar barnasögur útvarps-
ins í vetur. - DS
Guðni Kolbeinsson cand. mag.
DB-mynd Bj.Bj.
Hvar léztu
sjónvarpsdag-
skrána? Mig Iangar
að vita hvað það er
sem við nennum
ekki að horfa á í kvöld.
gerst barnakennari og kvænst Söshu, sem er af
allt öðru sauöahúsi en hann. Þýðandi Hallveig
Thorlacius.
23.45 Dagskrárlok.
Sunnudagur
4. maí
18.00 Sunnudagshugvekja.
Ingason, sóknarprestur
hugvekju.
18.10 Stundín okkar. Meöal efnis:
Séra Gunnþór
Hafnarfírði, flytur
Dregin
veröur upp mynd af Hfí barna við sjóinn. Ámi
Blandon les sögu og nemendur úr Hólabrekku-
skóla fíytja frumsaminn leikþátt. Rætt er við
börn á förnum vegi um vorprófín og fyrsta
maí og kynnt sýning Leikbrúöulands á Sálinni
hans Jóns míns eftir Davíð Stefánsson. Blá-
mann og Binni eru á sínum stað. Umsjónar-
maður Bryndis Schram. Stjórn upptöku Tage
Ammendrup.
19.00 Hlé.
20.00 Fréttir og vedður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Íslenskt mál. Þetta er síðasti þáttur að
sinni um íslenskt mál. Nú fer að vora og ýmsir
fara að gera hosur sinar grænar og stíga i
vænginn við elskurnar sinar, sem óspart gefa
þeim undir fótinn og flýta sér á stefnumótin.
Textahöfundur og þulur Helgi J. Halldórsson.
Myndstjórnandi Guðbjartur Gunnarsson.
20.45 I dagsins önn. Lýst er vorverkum i
sveitum fyrr á tímum.
21.00 1 Hertogastræti. Þrettándi þáttur.
Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir.
21.50 Gömlu bióorgelin. „Þöglu” myndirnar
voru ekki alltaf þöglar, þvi að á sýningum var
iðulega leikið undir á svonefnd bíóorgel.
Myndin fjallar um þessi sérkennilegu
hljóðfæri og örlög þeirra. Þýðandi Sigmundur
Böðvarsson.
22.20 Dagskrárlok.