Dagblaðið - 04.07.1980, Qupperneq 2

Dagblaðið - 04.07.1980, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1980. Ekkert annað en vöruflutningar Blllaus Breiðholtsbúi hringdi: Mig langar til að taka undir orð 5754—2853 sem kvartar yfir strætis- vagnaferðum úr Breiðholti. Ég bý sjálfur í Breiðholtinu og tek vagn þaðan á morgnana og aftur þangað á kvöldin. Vagnarnir eru þá yfirfullir af fólki og í raun eru þetta ekkert annað en vöruflutningar. Fólki er pakkað í vagnana eins og síld í tunnu og svo er silazt áfram en ferðin niður í bæ tekur stundum hálftima á morgnana. Það eru beztu kúnnarnir sem nota strætisvagnana á þessum tíma og ég hef haldið því fram að þetta sé algjört hneyksli. Sjálfur væri ég fús tii að borga helmingi hærra gjald, ef ég fengi sæti i vagninum. SVR svarar: Aukavagnar eru í ferðum ámorgnana Hjá Jakobi Sigurðssyni vaktfor- Þá sagði Jakob að dreifing far- manni fékk DB þær upplýsingar, að þega með Strætisvögnum Reykja- aukavagnar væru í ferðum hjá leið 11 vikur væri mjög jöfn síðdegis og þvi klukkan hálfníu og hálfátta. Þá er væri engin þörf á aukavagni þá. Að aukavagn á leið 12 klukkan hálfátta. lokum benti Jakob á að yfir sumarið Jakob sagði að verið gæti að þörf- ferðuðust færri með strætisvögnum væri á aukavagni á leið 12 klukkan en meðan skólar stæðu yfir, og þvi hálfniu, en það mál ætti eftir að væri þörfin á aukavögnum talin kanna. minni. Fólki er pakkað eins og sild I tunnu I strætisvagna á morgnana, segir lesandi. JC-Vík: Samband var haft við vinningshafa Sigriður Jóna Friðriksdóttir, forseti J. C. Vik skrifar: í DB 27. júní síðastliðinn er Birna Jóhannsdóttir að kvarta yfir því að hafa ekki fengið að vita vinningsr númerin í happdrætti Juniors Chamber, sem dregið var í þann 30. apríl. Þegar miðarnir voru boðnir til sölu var kaupendum tjáð að hver miði væri skráður. Þar sem dregið var 30. apríl, er búið að hafa sam- band við alla vinningshafa, en þau númer sem komu upp voru: 5331, 5885, 5144, 5800, 5688 og 5866. öíf Enn einu sinni minna iesenda- dálkar DB alla þá, er hyggjast senda þœttinum llnu, að láta fylgja fiillt nafiu heimiUsfang, simanúmer (ef um það er að rœða) og nafh- númer. Þetta er lltil fyrirhðfn fyrir brifritara okkar og til mikilla þœgindafyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir á 'að bréf eiga að vera stutt og skýr. Áskilinn er fiillur réttur til að stytta bréf og umorða til að spara rúm og koma efhi betur til skila. Bréf œttu helzt ekki að vera lengri én 200—300 orð. Slmatlmi lesendadálka DB er milli kL 13 og 15 frá mánudögum til föstudaga. t Kvartað er yfir lélegum gangstéttum við Grettisgötuna. DB-mynd Bj. Bj. Gangstéttir vantar við Grettisgötuna 6761—1519 hringdi: Mig langar til að kvarta yfir gang- stéttunum á Grettisgötu við lóðir á húsum númer 21 og 22. Við fyrr- nefndu lóðina er girtur grunnur og í gangstéttarstað hefur verið komið fyrir timburfleka við götuna. Sá er mölbrotinn og er búinn að vera það lengi. Grunnurinn hefur staðið lómur í nokkur ár og er ekki útlit fyrir neinar framkvæmdir þar i bráð. Hinum megin við götuna, við hús númer 22, gróf hitaveitan allt upp i vor og síðan hefur verið mikill sand- bingur þar. Allt er óhellulagt og því ekki hægt að ganga annars staðar en á götunni. En Grettisgatan er mikil umferðargata, svo erfitt er fyrir gangandi vegfarendur að komast leiðar sinnar. Þá er mikill óþrifnaður af sandinum, þvi hann berst með fólki inn í íbúðir þess. Áróður af versta tagi David J. Butl 1579—0342 skrifar: Ég varð ákaflega hissa þegar ég sá og heyröi Wolfe Tones í sjónvarpinu að kvöldi 28. fyrra mánaðar. Söngvarnir, sem þeir sungu í þessum þætti, voru að mínu áliti alls ekki skemmtiatriði, heldur áróður fyrir I.R.A. Mig langar að spyrja útvarpsráð hvers vegna það ákveður að sýna ekki myndina Dauði prinsessu sem er byggð á staðreyndum, en uppgerðar- efni, en sýnir þennan þátt sem felur i sér sannindi sem eru rangfærð til þess að dásama ofbeldismenn og óhæfu- verk þeirra. Wolfe Tones sungu um 18 ára of- beldismann sem brezkir hermenn kvöldu áður en hann var hengdur vegna þess að hann neitaði að gefa upp nöfn glæpafélaga sinna. En þeir sungu ekki um hina fjölmörgu írsku unglinga sem I.R.A.-félagar hafa sjálfir kvalið vegna þess að þeir trúðu á lýðræði, eða þær irsku stelpur sem kvaldar voru fyrir að hafa samneyti við brezka hermenn. Ég heyrði ekki neitt um hina ungu brezku hermenn sem rænt var þegar þeir heimsóttu kunningja sína i fritíma sínum og sem menn í búningi I.R.A. skutu í hnéskelina eða til bana. Hvort björninn fær heilann aftur, eða jafnvel hvort heilinn vill heyra birninum til, á irska þjóðin að ákveða sjálf en ekki lítill hópur hryðjuverkamanna og fjárkúgara sem neyða hinn löghlýðna meirihluta tilað hlýða sér. Ég spyr sjálfan mig þessara spurninga eftir að hafa séð þáttinn. 1) Hversu mikið greiddi íslenzka þjóðin þessum irsku söngvurum fyrir? 2) Hver hluti þessara peninga, sem saklaust fólk hefur greitt, fer beint í kassa I.R.A. til þess að kaupa fleiri byssur og sprengjur til þess að pina, lemstra og drepa saklaust fólk og brezka hermenn? 3) Hvar eru hinir raunverulegu írsku þjóðsöngvarar sem syngja um fegurð lands síns og gestrisni meirihluta íra. Sjálfur er ég fyrrverandi brezkur hermaður, bjó á Suður-írlandi sem táningur og gegndi hluta herþjónustu minnar á Norður-írlandi. Hvers vegna var myndin Dauði prinsessu ekki sýnd en dagskrá Wolfe Tones hins vegar sjónvarpað? spyr bréfritari.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.