Dagblaðið - 04.07.1980, Side 3

Dagblaðið - 04.07.1980, Side 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1980. 3 Kona í biskupsembættið Bréfntari vill fá konu i biskupsembætti og telur það mundi undirstrika jafnrétti kynjanna. Kristinn skrifar: Nú höfum við fengið konu í æðsta embætti þjóðarinnar. Það verður lengi i minnum haft að við íslendingar höfðum forystu i þvi að verða til þess að undirstrika það jafnrétti sem í þvi felst að hafa konu við stjómvöl í svo virtu embætti. Nú mun standa fyrir dyrum kosning um æðsta embætti innan þjóðkirkjunnar, biskupsembættið. Þvi skyldu nú ekki prestar hefja upp merkið innan kirkjunnar og kjósa að þessu sinni konu til æðsta embættis- insinnan hennar? Það yrði þó heldur betur eftir slíku tekið um heim allan. Við eigum ágæta konu sem er vel starfi sínu vax- in innan þjóðkirkjunnar og gegnir prestsstörfum á sama hátt og aðrir kirkjunnar þjónar. Frú Auður Eir Vilhjálmsdóttir myndi sóma sér vel sem biskup yfir islenzku þjóðkirkjunni. Prestar okkar ættu nú að sam- einast um að kjósa frú Auði Eir i biskupsembættið, og virðing þeirra myndi vaxa að miklum mun ef þeir skoruðu á hana allir sem einn að gefa kost á sér i það embætti. Þegar hafa tveir kennimenn gefið kost á sér í embættið og enn kunna fleiri að bætast við. Þá mun líka koma upp hin hvimleiða barátta, sem alls staðar verður til þ'egar kosning er annars vegar. Ekki trúi ég öðru en prestar geti sameinazt um konu í biskupsembætti og það ætti að vera þeim ljúft að losna við þann mannjöfnuð sem óhjákvæmilega fylgir kosningum innan kirkjunnar. Prestar, standið nú saman um. þetta tímanna tákn, konu i virðing- armestu embætti þjóðarinnar. Raddir lesenda Þær vilja verða fáar krónur mánaðarlaunamannsins i veskinu i lok hvers mán- aðar. VIKULAUN FREMUR EN MÁNAÐARLAUN Mánaðarlaunamaður skrifar: Nú standa yfir þær viðamestu við- ræður og lengstu sem um getur um launamál. Allt situr þar fast og minnstu mistök geta leitt til falls ríkisstjómar og langrar stjórnar- kreppu enn einu sinni. Allt snýst um hærri laun, að því er virðist. Enginn hugar að þvi hvemig þau laun, sem nú em greidd, endast hinum almennu launþegum. Einn stór agnúi er sá að fólk sem fær greitt mánaðarlega er miklum mun verr sett en þeir sem fá greidd laun sín vikulega eða hálfsmánaðar- lega. Engir vikukaupsmenn myndu vilja skipta við þá, sem greitt fá mánaðar- lega, enda miklu óhagkvæmara fyrir launþega. Hefur verið reiknað út hve miklum vöxtum menn tapa við það að fá greidd laun mánaðarlega? Er það alfarið óhagstætt atvinnurekendum að greiða út vikulega — eða hálfs- mánaðarlega? Ég held ekki. Allir launagreiðendur, a.m.k. hinir stærri, eru með vikulaunakerfi, hálfsmánaðarkerfi og mánaðarlauna- kerfi í greiðslum sinum. Ef þeir nota mánaðarlegar greiðslur þurfa þeir gifurlegar fúlgur fjármuna til að stand straum af launagreiðslum um hver mánaðamót. Sennilega kæmi þeim betur minni fjárhæðir vikulega til greiðslu launa. Þar sem öll kerfin þrjú eru við lýði hjá launagreiðendum ætti ekkert að vera til fyrirstöðu að nota eitt kerfið fyrir alla, þ.e. vikulaunakerfið. Sá máti tiðkast hvað mest i nálægum löndum svo og i Bandarikj- unum. Gæti þetta ekki orðið til hags- bóta hér til þess að dreifa viðskiptum og verzlun jafnar yfir mánuðinn, i stað þess sem nú er, að allt er i suðu- marki örfáa daga kringum mánaða- mót! Þetta ætti að vera liður i þeim samningaumleitunum sem nú fara, fram. ) Isinn á Skalla frískar ALLSKONAR IS.GAMALDAGS IS, SHAKE OG BANANA-SPLIT.SÆLG/ETI, ÖLOG GOSDRYKKIR. (——----S' Spurning dagsins Hvað ætlarðu að gera í sumarleyfinu? Guðmundur Ragnarsson: Ég býst ekki við að taka neitt sumarleyfi núna. Verð bara að vinna. Þorsteinn Steingrimsson: Ég fer i Munaðarnes nú um helgina. Siðan nota égleyfið til að dytta að ýmsu heima. Skúli Óskarsson: Ég fer til Rimini á Ítalíu með ferðaskrifstofu. Eyrún Óskarsdóttir: Ég kem til með að dvelja i sumarbústað i eina viku. Það verður eina sumarleyfið mitt þetta árið. Hallgrimur Guðmundsson: Eg fer i sumarbústað og dvelsl þar í vikutima. Dóra Bjarnadótlir: Sumarleyfinu eyði ég í sumarbústað á Egilsstöðum i einn og hálfan mánuð.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.