Dagblaðið - 04.07.1980, Síða 7

Dagblaðið - 04.07.1980, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1980. 7 Jóhannes Páll annar páfi, sem er á ferð um Brasilíu fordæmdi harðlega kjör verkamanna þar i landi i ræðu sem hann hélt í Sao Paulo í gærkvöldi. Sagði páfi að verkamennimir hefðu fullan rétt til að stofna verkalýðsfélög og reyna að fá sanngjörn laun fyrir vinnu sína. Ræðuna flutti Jóhannes Páll yfir verkamönnum í borginni. I Sao Paulo var fyrir nokkru mikill órói vegna verkfalla stálverkamanna. Stjórnvöld í Brasilíu létu þá handtaka nokkra leiðtoga verkamanna og auk þess voru nokkrir forustumenn verka- lýðsfélaga reknir úr starfi. Erlendar fréttir Brasilía: Páf i styður verkamenn Erlendar fréttir REUTER Spánn: Hóta aö sprengja á Costa del Sol —sex sprengingar og tvær tilraunir í fyrri viku Skæruliðar í ETA-hreyfingu Baska hafa tilkynnt að þeir muni sprengja enn eina sprengju í dag á sólarströnd- um Costa del Sol. Þar með virðast þeir hafa byrjað aftur ógnarverk sín, sem nokkurt lát hefur verið á undan- farna þrjá daga. Fulltrúi ETA hreyfingarinnar, sem berst fyrir sjálf- stæði Baska, hringdi í útvarpsstöð á Norður-Spáni í gærkvöldi og til- kynnti að sprengja mundi springa á Malaga. Ekki var neitt tilgreint nánar hvort átt væri við sjálfa borgina eða héruðin í kring. Þar eru meðal annars hinir fjölsóttu ferðamannastaðir, Marbella og Torremolinos. ETA skæruliðar hafa lýst sig ábyrga fyrir sex sprengjum i fyrri viku. Sprungu sprengjurnar allar á ferðamannastöðvum við Miðjarðar- hafið. Þó virðast skæruliðarnir hafa forðazt að láta þær um of trufla erlenda ferðamenn, sem nú flykkjast til Spánar.' Auk sprenginganna sex fundust tvær sprengjur á Costa del SoL Sérfræðingum tókst að gera þær óvirkar áður en þær ollu neinum skaða. Er nokkurt hlé varð á sprengjutil- ræðunum í byrjun þessarar viku vöknuðu vonir um aö ETA samtökin hefðu ákveðið að hætta þeim í það minnsta um sinn. Svo virðist þó ekki hafaverið. ETA skæruliðar krefjast þess að nítján félögum þeirra verði sleppt úr fangelsi og að fangelsis- stjóri einn verði rekinn frá störfum. Innanríkisráðherra Spánar hefur tilkynnt að ekki verði gengið að neinum kröfum tilræðismannanna. Hefur löggæzla verið hert á ferða- mannastöðum og sprengjusérfræð- ingar sendir þangað. Segir ráðherr- ann að verið geti að sprengjutilræðin eigi eftir að endurtaka sig um nokk- urra vikna skeið. Vitað er að í það minnsta átján manns hafa verið handteknir í Baska héruðum Norður- Spánar grunaðir um að vera félagar í ETA samtökunum. Skæruliðar KTA hreyfingarinnar hal'a hingað til forða/t að setja sprengjur sínar þar sent mikið er af erlendum ferðamönnum. Noregur: VERKFALLí OLÍUVINNSLU Norðmenn munu verða af jafnvirði rúmlega tveggja milljarða islenzkra króna skatttekjum á sólarhring á meðan á verkfalli 2000 starfsmanna í olíuvinnslunni stendur. Ríkisstjórn landsins ákvað i gær að grípa ekki til neinna þvingunaraðgerða til að fá aðila lil að ganga til samninga. Ekki er talið að verkfallið sé í grundvallaraðgerðum háskalegt öryggi ríkisins. Kröfur starfsmannanna, sem gripið hafa til verkfallsvopnsins eru um meiri laun, að eftirlaunaaldur verði lækk- aður og vikulegur vinnutími verði styttur. Verkfallið bitnar á fyrirtækj- unum Phillips Petroleum, Mobil og Elf en þau vinna öll olíu á Norðursjávar- svæði þvi sem er innan efnahagslög- sögu Norðmanna. Samkvæmt norskum lögum þá gætu liðið allt að þrjátíu dagar þar til opin- ber sáttasemjari grípur inn i vinnu- deiluna eða að ríkið komi með tillögu til málamiðlunar. ÞAKREIMNU- OG SPRUNGUVIÐGERÐIR Gerum við steyptar þakrennur, og sprungur í veggjum. SÍMI51715 Fljót, og góð þjónusta <*■ n SÞ- \ >■ 0* .-ah * SELJUM ÍDAG: Saab 96 árg. '71, drapplHur, göð kjör. Saab 96 6rg. '74, btór, göfl kjör. Saab 96 árg. '77, brúnn, ekinn 30 þús. km. Saab 99 árg. '71, grár, ekinn 80 þús. km. Saab 99 árg. '73, drapp. Saab 99 árg. '78, CombJ coupe, brúnn. Saab 900 árg. '79, ekinn afleins 9 þús. km, blár. TÖGGURHF. SAAB UMBOÐIÐ ■MM^HH^HBÍIdshófði 16 110 Reykjavík Sími 81530hh /-oliuelli \ Audit4 RafeindabókhaldsvéHn • Á stærð við ritvél — vinnsluhraði ótrúlegur • Forrit á kasscttum — skipt um á augabragði • Tekur allt að 35 cm breiðar dag- bókarrúllur • Hraðvirkt «g einfalt innsláttarborð • Reiknar út laun, vexti, bónus n.fl. • Vartöluprófun (núllprófun) • Prenthraði 16 stafir á sekúndu • Leturgerð OCR-B, prentar á 6 afrit • Prentar á rúllur, spjöld, eyðublöð og i bækur • Forrit fyrirliggjandi fyrir fjárhags- log viðskiptareikning, nótu- og launaútskrift og fyrir birgðaskrán- Skrifstof utækní hf. Tryggvagötu - 121 Reykajvík - Rox272 - Sími28511 ROADSTAR tader HOADSTCAH finoti powor boosterAjréa;>hic equoli/of JllKIIP t«/M Gæöi á heimsmarkaðs verði. glæsi/egasti kraftmagnari sem völ er á. Við köllum Isetning á staðnum Vegna ofsa hagkvæmra samninga er verð milliliða- laust og því 50% /ægra en bupin SENDUM UM ALLTLAND! Skiphoítí 19 - Sími29800

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.