Dagblaðið - 04.07.1980, Side 8

Dagblaðið - 04.07.1980, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1980. Sjórall DBf Snarfara og FR: GÁSKIFRÁ MÓTUN ER NÁNAST/,4? FUÓTANDISUMARBÚSTAÐUR ‘ —hefur sérstöðu meðal rallbátanna sem eini fullsmíðaði báturinn og eini dísilknúði báturinn Einn bátnr hefnr algera sérstöðu í Sjórallinu 1980 en j>að er Gáski, bálurinn sem heldur uppi heiðri Hafnarfjarðar í rallinu. Hann er eini fullsmiðaði báturinn sem í það fer, ji.e.a.s. með fullkomnum innrétt- ingum og hann er eini dísilknúni báturinn í rallinu. í þessari sérstöðu felast bæði kostir og gallar þegar um rall er að ræða. Báturinn er svona út- búinn þyngstur allra í rallinu en hefur jafnframt aflminnstu vélina, eða 145 hestafla Mer Cruiser dísilvél. Þyngd báta hefur mest áhrif á ganghraðann og Gáski gengur „aðeins” 25 mílur við beztu skilyrði. En verði eitthvað að sjó er enginn bátur hæfari til siglinga en hann og í meðalöldugangi siglir hann jarnari ferð cn hinir. Gáski er nánast fljótandi sumarbú- staður. I honum er eldavél og klósett svo eitthvað sé nefnt og vislarvera cr lokuð og teppalögð með borðum og ýmsum þægindum. í bátnum er auk dísilvélarinnar dýptarmælir, tvær talstöðvar og full- kominn áttaviti. Flapsar sem stjórnað er í mælaborði gera kleift að halda bátnum „á plani” á um 12 milna ferð i þvi sem kallað er vont n Gáski kemur að bryggju i Hafnarfirði, Sigfús er fram á en Reginn við stýrið og gægist upp. Þetta er sumarbústað- urinn fljótandi. veður. Halda flapsarnir honum þá niðri að framan og bálnum mjúkum' á siglingu í stórsjó. Eigandi þessa fljótandi sumar- bústaðar er Reginn Grímsson, aðal- eigandi og forstjóri Mótunar, sem, smiðað hefur 25 sams konar báts- skrokka, auk fjölda annarra bála og er eitt stærsta bátasmíðafirma á landinu. Þar starfa að staðaldri um 15 menn við bátasmíðar. Gefa bátar frá Mótun hf., ekki eftir erlendum bátum að frágangi, en eru miklu slerkbyggðari. „Bálurinn er byggður sem fjöl- skyldusnekkja til úthafssiglinga. Þannig fer hann i rallið og þannig á hann að koma al'tur, ef ekkert óvæni slys hendir,” sagði Reginn Grimsson. ,,En keppnisaðstaða hans til hrað- siglingar i góðu veðri er ójöfn við hina, þar sem hann er helntingi þyngri vegna fullkominna innrétt- inga, en hefur aflminni vél, sem þó nægir til 25 rnílna l'erðar i bliðti en vcitir jafnframt öryggi til siglinga i vondti veðri.” sagði Reginn. -A.St. Hann er glaðlegur hann Sigfús Sveinsson og ekki hanginn vió hringferðina sem hefst á laugardaginn. Reginn Grimsson til hægri svarar spurningum DB-manna. „ÞEIR HLÓGU ÞEGAR ÉG KYSSTIVÉLINA” — sagði Sigfús Sveinsson sem stjómar Gáska „Þessi Mer Cruiser dísilvél i Gáska er djásn af dísilvél,” sagði Sigfús Sveinsson sem sigla mun Gáska í Sjóralli ’80. „Þeir hlógu þegar ég lagðist á fjóra fætur og kyssti vélina er hún var komin i bátinn. En það skyldu menn muna að vél erekkert aukaatriði i bát.” Sigfús hefur ekki áður siglt hring- inn en talsvert siglt Gáska á reynslu- ferðum síðustu Iveggja mánaða. Hann sigldi rn.a. langt út úr Faxaflóa í brælti og s, ’ og reyndi Gáska að góðu einu i hvívetna. Þá voru öldtir svo háar að loppar jveirra sánst ekki úr gluggum stýrishúss. í l'yrra elli Sigl'ús Láru II. sem lagði í fyrsta áfanga rallsins þá, en varð að hætta keppni vegna bilunar. Aðstoðaði Sigfús við skiplingu á stýri i Grindavik o.fl. Með Sigfúsi siglir Krislján Magnússon, þaulreyndur vélstjóri, á Gáska umhverfis land nú. -A.St. Stolt ísfirðinga íSjóralli ’80: FR-menn sjá um öryggið i sjórallinu — hafa byggt upp öryggisnet 20 stöðva sem ætíð eru ísambandi við keppnisbátana Félag farstöðvareigenda, FR, sér nú sem fyrr um einn mikilsverðasla þátt Sjóralls ’SO. Hafa FR-félagar byggt upp sérstakt kerfi, sem nú er fullkomnara en nokkru sinni lyrr, til að tryggja stöðugt samband við bátana í Sjóralli ’80. FR-menn eru frægir að verðleikum fyrir þátt sinn i fyrri sjóröllum en nú hafa þeir bætt um enn. Ragnar Magnússon sagði að stjórn félagsins, með formanninn í broddi fylkingar hafi ásamt sérstakri framkvæmda- stjórn skipaðri Páli Hansen, Reyni Einarssyni og Júlíusi Högnasyni, sem er framkvæmdastjóri á skrifstofunni meðan rallið stendur,komið upp 20 kontaktstöðvum með sérstakri vakt. Auk þess geta allir FR meðlimir, á 6. þúsund talsins, gripið inn í ef á þarf að halda. Auk þessara 20 sambands- stöðva eru aðrar 20 til vara. Þá eru 12 stöðvar auk aðalslöðvar- innar i Reykjavík sem kalla bátana upp hálfri til einni klukkustund eftir brotlför frá hverjum stað og er bát- unum þá skylt að svara. „Öll viðskipti við bátana fara fram á rás 12 og er bátunum óheimilt að hafa cnnur viðskipti á þeirri rás en við FR siöðvarnar. Jafnframt eru FR-menn beðnir um að nota ekki 'rás 12, einkanlega þeir sem búa á þeim svæðuni þar sem bátarnir fara hjá hverju sinni,” sagði Ragnar. „Komi í Ijós að lalstöð í rallbát sé i Ragnar Magnússon formaður FR er hér með talstöð við upphaf sjórallsins í fyrra. lagi en báturinn hefur ekki svarað kalli FR-slöðva fær hann refsistig á þeim áfanga, því talstöðvanelið er fyrst og fremst byggt upp með ærinni vinnu og koslnaði til öryggis fyrir bátanaogáhafnir þeirra.” Það hefur áður verið sagt að án FR-manna gæti sjórall vart farið fram og enn hafa þeir lagt sig frani um að allt ntegi vel fara. -A.Sl. Gustur þeysist hrínginn knúinn Chevrolet bfívél Gustur heilir bálurinn sem á að halda uppi heiðri ísafjarðar í Sjóralli DB, Snarfara og FR. Eigandi hans er Daði Hinriksson, 44 ára skrifstofu- maður hjá Samvinnutryggingum á Ísafírði. Hann er skipstjóri um borð en meðreiðarsveinn verður Einar Valur Kristjánsson, 24 ára ísl'irð- ingur. Gustur, bátur Daða, er sá sami og Gunnar Gunnarsson sigldi á í sjóralli 1979, en varð þá að gef'ast upp á Akureyri vegna vélarbilunar. Þetla er 22 feta Flugfiskur. í honum er núna vél sem upphaflega var í Chevrolet bifreið árgerð 1972. Síðan hefur hún drifið bát sem sökk og knýr nú Gust með 40—45 mílna hraða við beztu skilyrði. Vélin er 350 cc og hestöflin hátl á þriðja hundrað. Daði var vélstjóri á sjó við Ísland í 12 ár og síðar bifvélavirki í landi og er þvi undir flesl vel búinn. Hann kvað allt í bátnum nú vera nálægl toppstandi. Frá því hann fékk bátinn í fyrra hefur hann lokað honum alveg, svo það væsir ekki um þá félaga í hringferðinni nú. Fullnaðar- innréltingu var frestað vegna sjóralls- ins nú, þvi betra er að hafa bátinn sem léttastan. „Ég ber fulla virðingu fyrir öllum keppinautum míntim núna,” sagði Daði. „Það er betra að segja það en maður sé eitthvað hræddur við þá.” Siðan tók hann smásprelt á Gusii í hafnarmynninu fyrir Bjarnleif Ijós- myndara. ísfirðingar styðja viðbakiðá Daða i þessari hringferð hans á Gusti. Fyrirtækin Póllinn, Flugl'élagið Ernir, Hamraborg, Kofri h/f, Vesl- firzka fréttablaðið, Reiknistofa Vest- fjarða og Raf h.f. styðja öll ferðina með auglýsingum á báinum — og hugsanlega fleiri þegar Einar Valur kemur í bæinn í dag, sagði Daði. -A.St. Örskömmu eftir að „Gustur” kom með Esju til Reykjavlkur var Daði Hinriksson farinn að prufukeyra. Hér er hann á hálfri ferð á ytri höfninni. Gustur bar sig vel á hafflctinum og bliður var kliður Chevrolet-vélarinnar sem bátinn knýr. DB-myndir Bjarnleifur. * W

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.