Dagblaðið - 04.07.1980, Side 9

Dagblaðið - 04.07.1980, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1980. 9 Svína- og fuglabændur reiðir yf ir 50% fóðurbætisskatti: KJÚKUNGAVERD TIL NEYTENDA GÆTIROKIÐ UPP í4000 KRÓNUR —en verðið hækkar þó ekki strax, segir Garðar Jóhannesson á Ásmundarstöðum „Við munum ekki hækka verðið strax. Við lifum enn í von um að fóður- bætisskatturinn verði alveg felldur niður'. Ég hélt að hann hefði verið settur á fyrst og fremst til þess að minnka offramleiðslu á mjólk yfir sumarið,” sagði Garðar Jóhannsson bóndi á Ásmundarstöðum, sem rekur eitt stærsta kjúklinga- og eggjabú á landinu. Garðar sagðist ekki skilja af hverju kjúklinga- eggja- og svinaframleið- endur ættu að borga 50% fóðurbætis- skatt, t.d. þyrftu búgreinar eins og minkarækt og fiskeldi ekki að borga skattinn. „Bændasamtökin aðstoða sína bú- grein en vilja sýnilega ekki telja okkur með,” sagði Garðar og bætti við að enginn hlypi undir bagga með þeim. Verð á þeirra vörum væri ekki niður- greitt og ef um offramleiðslu væri að ræða eins og nú jaðraði við þá þyrfti að lækka verð á eggjum kjúklingum og svínakjöti eða minnka framleiðsluna. Garðar sagðist þegar vera byrjaður á að gefa kjúklingum sínum þennan dýra fóðurbæti. sem þýddi 100—200 milljóna aukakostnað á ári. „Það gefur augaleið að ef við fáum þetta ekki leiðrétt fer þelta beint út i verðlagið og kjúklingaverð til neytenda gæti rokið upp í 4 þús. krónur kilóið,’ ’ sagði Garðar. Hann sagðist þó ekki geta sagl nákvæmlega hver hækkunin yrði. Hann væri ekki búinn að reikna hana út. -EVI. Skrif stofutækni hf. Tryggvagötu — 111 Reykjavik — Box 272 — Slmi 28511 — til að fá skattinn felldan niður, segir stjómarmaður í hagsmunafélagi kjúklingabænda „Fóðurbætisskatturinn er með af- brigðum ósanngjarn. Hann kemur þegar sízt skyldi, þegar markaðurinn er i góðu jafnvægi,” sagði Njáll Sigurjónsson kjúklingabóndi, eigandi Flóa — kjúklingabúsins, í viðtali við DB. Njáll er í stjórn hagsmunafélags kjúklingabænda. „Til þess að við þurfum ekki að hækka vöruna verðum við að fá neyt- endur til þess að styðja við bakið á okkur framleiðendunum og fá skattinn felldan niður. Það eru geysilega undarleg vinnu- brögð af landbúnaðarráðherra að stökkva úr landi og Gunnar Guðbjarts- son, formaður Stéttarsambands bænda er einnig stunginn af til útlanda. Við stöndum uppi ráðþrota þrátt fyrir miklar tilraunir til þess að fá skýr svör í málinu.” Njáll sagði að ef þetta lagaðist ekki yrði að gripa til kröftugra aðgerða. „Það væri fjári hart fyrir neytendur að þurfa að kaupa kjúklinga á 4 þús. kr. kílóið út af þessum skatti sem við álitum að við eigum alls ekki að greiða”. Njáll kvað framleiðendur vera á suðupunkti og væru þegar farnir í geysimikinn niðurskurð á hænsna- stofni sínum. -EVI. Dráttarvextir í lánsviðskiptum utan innlánsstofnana V0NUM AÐ SKATTUR- INN VERDIAFNUMINN —jaðrar við offramleiðslu á svínakjöti, segir formaður félags svínabúseigenda Verzlunarráð Islands vill vekja sérstaka athygli á nýjum ítarlegri reglum um hámark dráttarvaxta, sem tóku gildi þann l. júní 1980. 1. Þegar samið er um lánskjör eöa viðskiptaskil- málar eru þekktir eru hámarksdráttarvextir þeir sömu og hjá innlánsstofnunum eins og þeir eru á hverjum tíma. Þeir eru nú 4,75% á mánuði eða 57,0% á ári og falla samnings- vextir eða aðrir vextir þá niður frá gjalddaga. 2. Þegar formlegir lánssamningar eða viðskipta- skilmálar eru ekki fyrir hendi niiðast hámark dráttarvaxta hins vegar við innlánsvexti af 12 mánaða vaxtaaukareikningum eins og þeir eru á hverjum tíma. Þeir vextir eru nú 46,0% á ári eða 3,83% á mánuði. Sé þessum vöxtum beitt, falla samningsvextir eða aðrir vextir niður frá eindaga. 3. I lánsviðskiptum í erlendri mynt er hámark dráttarvaxta 6% ársvextir til viðbótar þeim vöxtum, sem greiddir eru af innlendum gjald- eyrisreikningum, en þeir eru nú, miðað við eftirtaldar myntir: BANDARÍKJADOLLAR 7% STERLINGSPUND 9% V-ÞÝZK MÖRK 5% DANSKAR KRÓNUR 7% Er þá miðað við að gengisáhætta haldist af gjaldfallinni fjárhæð. Rétt er að benda á, að ofangreindar reglur gilda jafnt í viðskiptum við opinbera aðila sem einka- Verzlunarrád íslands búnaðarráðherra væri erlendis og þvi væri komin biðstaða í málið. „Við svinabændur erum ekki í sam- keppni við hinar hefðbundnu bú- greinar. Þvert á móti. Við vinnum með þeim. Svínakjöt er orðið ómissandi i unnar kjötvörur, sem oftast eru búnar til úr 1/3 kýrkjöti, 1/3 ærkjöti og 1/3 svínakjöti. Svínakjötsframleiðslan hefur mikið breyzt á undanförnum árum og við teljum að við stöndum ekki langt að baki frændum okkar Dönum í þessum efnum.” Kristinn sagði að það hefði verið kjötiðnaðarstöð Sambandsins sem farið hefði fram á í fyrstu að svínabúin yrðu stækkuð, því að þeir fengju ekkert svínakjöt hjá „hefðbundnum ” bændum. „Það söfnuðust upp birgðir af svína- kjöti í haust en það seldist upp fyrir jólin. Það jaðrar hins vegar aðeins við offramleiðslu nú. Framleiðslan má alls ekki aukast. Ég vil gjarnan geta þess að algengt verð á svínakjöti í heilum skrokkum hefur verið núna undanfarið kr. 2.200 pr. kíló, en 1. verðflokkur á lambakjöti er á kr. 2.197 kílóið. Það er greitt niður um kr. 669 Við fáum vitanlega enga niðurgreiðslu á okkar framleiðslu,” sagði Kristinn og bætti við að enginn hlypi undir bagga með þeim ef fim of- framleiðslu á svínakjöti væri að ræða. -EVI. Ölilfelli Divisumma 32 olilfelli DMsumma 33 oliuelli Logos 7 olivelllz^ 41 olilielllZflvas 43pd „Þótt það sé búið að leggja á okkur kjúklinga- og svínabúseigendur þennan 50% fóðurbætisskatt vonumst við til þess að hann verði endurgreiddur eða afnuminn og að við þurftim þvi ekki að hækka verð,” sagði Kristinn Sveinsson formaður svínabúseigenda. Kristinn sagði að Framleiðsluráð hefði verið skilningsrikt í viðræðum um fóðurbætisskattinn, en land- Reiknivélar sem auóvekia störfín NEYTENDUR STYÐJIVID BAKIÐ Á FRAMLEIDENDUM

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.