Dagblaðið - 04.07.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 04.07.1980, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ1980. SkrM>*ofart|Ari Htstjönw; JóhannM RoykdaL Íþ«&Mb. HaBur Stmonarson. Msnnlng: AAalstoinn IngóHsson. AAstoAarf réttastjóri: Jónas Haraidsson. HamMt: Aagrfmur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. ÍWaAamann- Anna Bjamason, AtU Rúnar Halldórsson, Atfl Stoinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi SÍguiAsaon. Dóra Stafánsdóttir, EHn Albertsdóttir, Ema V. IngóHsdóttir, Gunniaugur Á. Jónsson, Ólaflur Gairsson, SigurAur Svarrisson. IjtMwymflr Ami Pál Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, HörAur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Svainn ÞormóAsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Skrifstofustjórfc ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Svainsson. DreHing* arstjón: Már EJM. HaHdórsson. Ritsfljóm SiAumúfo 12. AfgraiAsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrtfstofur ÞverhoHi 11. AAaflslmi MaAsins ar 27022 (10 Hnur). Ssflning og umbrot: DagblaAiA hf., SiAumúla 12. Myndo- og plötugerö: Hilmir hf., SiAumúla 12. Prentun Arvakurhf^ Skalfunni 10. AakriHarvwd á mánuAi kr. 5.000. Verð I lausasölu kr. 250 eintakíÁ. Barátta sjálfstæðismanna Forsetakosningarnar mögnuðu geysi- lega illdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum. Mikið er þessa daga um það rætt manna á meðal, hvort ekki muni fara svo, að flokkurinn klofni endanlega fyrir næstu þingkosningar. í því sambandi er fróð- legt að athuga styrk hinna tveggja arma flokksins. Hversu sigurstrangleg yrði fylking, sem Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, Albert Guðmundsson og nokkrir fleiri forystumenn flokksins gengjust fyrir? Mörg teikn eru á lofti um, að sú sveit fengi mikið fylgi, velji þessir menn þá leið. Albert Guðmundsson stendur sem stjórnmálamaður mun sterkari eftir forsetaframboðið en hann áður var. Hann er í ríkari mæli en fyrr orðinn stjórnmálamaður á landsmælikvarða. Margir hrifust af því, hversu hreinskiptinnög einarður þessi frambjóðandi var, þótt ekki kæmi það allt fram í kjörfylginu. Þjóðviljinn varð fyrstur til að reikna út, að kjörfylgi Alberts Guðmundssonar í forsetakosningunum sam- svaraði tólf þingmönnum, ef það skilaði sér til ein- hverrar fylkingar í þingkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú 22 þingmenn, að Eggert Haukdal meðtöldum. Ef framboð, sem Albert Guðmundsson ætti þátt í, fengi í þingkosningum jafn- mikið fylgi og hann fékk í forsetakosningum, yrði niðurstaðan sennilega sú, að sú sveit yrði sterkari á þingi en sveit Geirs Hallgrímssonar. Þetta er verðugt umhugsunarefni í ljósi þess, að allur þorri forystu flokksins, sem fylgir Geir að málum, gekk gegn Albert í forsetakosningunum. Þetta er þeim mun athyglisverð- ara sem fleira rennir stoðum undir þá staðhæfingu, að meginhluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins fylgi Gunnari Thoroddsen og Albert Guðmundssyni frekar en Geir Hallgrímssyni. í skoðanakönnun, sem Dagblaðið gerði í febrúar síðastliðnum, var spurt: Hvorn stjórnmálamanninn styður þú frekar, Geir Hallgrímsson eða Gunnar Thor- oddsen? Jafnframt var fólk spurt, hvaða stjórnmála- flokki það væri hlynntast. Niðurstöður urðu, að af þeim, sem kváðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, sögðust 20,8 prósent frekar styðja Geir, 66,7 prósent kváðust frekar styðja Gunnar, og 12,5 prósent voru óákveðnir. Þetta þýðir, að af þeim.sem tóku afstöðu, studdu 23,75 prósent Geir og 76,25 prósent Gunnar. Yfir- gnæfandi meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins vildi þannig heldur Gunnar en Geir. í skoðanakönnun Vísis fyrir mánuði var spurt: Hvern núlifandi íslenzkra stjórnmálamanna telur þú mestan leiðtoga? Flestir nefndu Ólaf Jóhannesson, en næstur kom Gunnar Thoroddsen með 13 prósent spurðra. Lúðvík Jósepsson varð í þriðja sæti, og síðan kom Geir Hallgrímsson, sem 2,7 prósent nefndu. Albert Guðmundsson kom fast á hæla Geirs með 2,1 prósent. Þessi niðurstaða gengur í sömu átt og niðurstaða skoðanakönnunar Dagblaðsins um fylgi Gunnars og Geirs. Gunnar Thoroddsen nýtur s*em leiðtogi miklu meira fylgis meðal þjóðarinnar en Geir Hallgrímsson. Geir Hallgrímsson boðaði í Morgunblaðinu síðast- liðinn vetur harðari stefnu en fyrr gagnvart minni- hlutahópum í flokknum og átti þar við stuðningsmenn Gunnars Thoroddsen. Geir hefur að undanförnu látið að því liggja, að hann muni gefa kost á sér til endurkjörs í formanns- stöðu. Því bendir flest til vaxandi átaka í Sjálfstæðisflokkn- um og tvísýnnar baráttu. .. 11 Svipmyndirfrá langvarandi launabaráttu íNoregi: Naumur meiríhluti samþykkti nýja launasamninga Rflikil óánægja þeirra sem hafa meðallaun vegna stórum minni kaupmáttar síðustu árin Ákaflega flókinni og timafrekri launadeilu er nú aö ljúka hér i Noregi. Þegar atvinnurekendur og launþegar hófu samningaumleitanir skömmu eftir áramót, hafði rikt hér launa- og verðstöðvun hátt á annað ár. Verðlag hafði þó á þessum tíma hækkað nokkuð vegna erlendra verð- hækkana, og Ijóst var að launþegar yrðu að fá umtalsverðar kauphækk- anir, ef þeir ættu að halda sama kaupmætti og fyrir árið 1978. Laun- þegum var þó Ijóst, að þeir mættu ekki spenna bogann of hátt, þar sem norskur útflutningsiðnaður hafði átt í miklum erfiðleikum vegna of hás kostnaðar og of litillar framleiðni miðað við keppinauta á heims- markaðnum. Mikil seinagangur ^ ' * ' Slagunnn stóð fyrst og fremst milli LO (norska alþýðusambandsins) og vinnuveitendasambandsins norska. Samningar gengu i fyrstu ákaflega treglega, en þegar yfir lauk, hafði ríkisstjórnin gripið inn í gang mála og lofað örlítilli skattalækkun og nokk- urri hækkun barnabóta. LO fagnaði úrslitunum mjög vegna þess, að fengist hafði í gegn, að láglaunafólki skyldu tryggð lágmarkslaun sem svaraði minnst 85% af meðallaunum iðnverkamanna. Nú var eftir að ganga til kosninga um samningstil- boðið í hinum ýmsu félögum. Þessar kosningar drógust mjög á langinn, og það er ekki fyrr en nú í júnílok, að samningstilboðið var samþykkt með naumum meirihluta: rúmlega 110 þúsund sögðu já, og rúmlega 104 þúsund sögðu nei. Noregsbréf: Sigurjön Jóhannsson Hvers vegna sögflu svo margir nei? Af hverju reyndust svo margir á móti samningum, sem nefndir voru „sigur láglaunafólksins”? Þessu er ekki svo auðvelt að svara. í ljós kom, að framkvæmd láglaunastefnunnar yrði ákaflega flókin og óvist, að allt láglaunafólk nyti góðs af reglunni um 85% af meðallaunum iðnverkafólks. Mörgu félagsbundnu fólki fannst blóðugt að greiða í sameiginlegan láglaunasjóð, sem ófélagsbundið fólk ætti siðan aðgang að til jafns við félagsbundna, en hér í Noregi eru tiltölulega margir launþegar ófélags- bundnir. Þá kom það fram seint og um síðir, að menn voru ekki á eitt sáttir, hvernig ætti að túlka regluna um 85% trygginguna. Fjölmiðlar hafa nú síðustu daga ásakað LO fyrir klaufagang varðandi útlistun samningstilboðsins og ruglingslega meðhöndlun málsins. í stórum dráttum má segja, að kauphækkanir liggi á bilinu 8.5 til 10%, en ljóst þykir, að verðhækkanir innanlands verði varla undir 10% á árinu, þrátt fyrir mikla aðgætni rikis- valdsins. Ljóst er, að kaupmáttur hins almenna launþega ’ I Noregi verður að samningum loknum verri en hann var fyrir árið 1978. Verkffall „hálauná'mqnna"' — sértilboð til hjúkrunarkvenna Flestir í efri launaflokkum, bæði innan LO og utan, þykjast illa svikn- ir, þar sem þeir hafa undanfarin ár haft minna og minna milli handanna. Flestir bjuggust við, að hinir gall- hörðu félagsmenn innan „Jern og Metall”, sem er LO-samband, myndu spyrna fastast við fótum, en það voru félagssamtökin „Akademi- kernes Fellesorganisasjon” sem riðu á vaðið og efndu til verkfalls, sem m.a. lamaði innanlandsflugsam- göngur í fjóra daga. Ríkisstjórnin greip þá í taumana og AF varð að þola kjaradóm. Kjaradómur mun einnig fjalla um launamál kennara og hjúkrunarkvenna og fleiri aðila, sem ekki vildu samþykkja samningstil- boðið. Hjúkrunarkonur hafa verið skammarlega lágt launaðar, og fengu þær núsértilboðumaðbyrjunarlaun yrðu reiknuð út eftir 12. flokki í stað 9. flokks áður, en það þýðir, að BERGNUMDIR Forsetakosningarnar voru drengi- legar og heiðarlegar svo sómi var að fyrir þjóðina. Allir eru svo glaðir og stoltir og hamingjusamir yfir fegurð málflutningsins, þar hraut varla mis- jafnt orð af vör. íslendingar sýndu hvað þeir eru mikil drengskaparþjóð, að allt fór fram með þeim virðuleika og tign, sem sómir hinu æðsta og göfugasta embætti þjóðarinnar. Bak við þennan fagurgala leynist þó skuggahlið, sem enginn hefur þorað að minnast á. Á síðustu öld vorum við konungs- lenda með öllu því ógeðfellda pompi og prjáli, sem því fylgir. Upp á síðkastið héldum við, að við værum upp úr því vaxnir og orðnir þjóðlegt lýðveldi. Mitt í hinni virðulegu kosningabaráttu sækja að okkur svipir fortíðar, skinin bein þeirra' öðlast hold og fítna á fjósbita fáfengileikans. Nú ríða þessir draugar aftur húsum hjá okkur í nafni misskilins drengileika og tignardóms. Um síðustu aldamót hafði bóndi norður í sveitum þann sið að segja á hverju kvöldi, áður en hann fór að sofa „Guð blessi kónginn” og svo krossaði hann sig, því að kóngurinn er fulltrúi Guðs. Það var hlegið að karli fyrir þetta, en nú er ekki nóg með að forsetinn leiki rullu í hinni guðdómilegu kómidíu, heldur er forsetaframbjóðendunum in spe líka skotið töluvert hátt upp í tignarröð himinsins, svona upp á 6. ský til Föstudags grein hægri og til þeirra mænir allur sauða- hópurinn. Eigum við að finna þessari alvar- legu ásökun stað? Á múgframboðs- fundum í höllum og torgum rignir yfir fólkið tilbeiðsluorðum eins og á samkomu hjá Hjálpræðishernum eða börnum Bahaís. Eini munurinn er, að í stað Guðs gamla eða kóngsins af Glukkstað kemur einhver forseta- frambjóðandi, áður fótboltastjarna, túristagyðja, ambassador eða rector (tek fram, engin landkynningarbók á leiðinni) og honum eða henni er lyft upp á nokkur gullroðin ský morgun- gyðjunnar. Hlustum á jarmið: Hann eða hún hefur höfðinglega reisn umfram aðra menn! Hún eða hann hefur frábæra reynslu, þekkingu og gáfur umfram flesta (þó ekki alla) aðra! Hann eða hún hefur alla þá kosti til að bera, sem prýða mega æðsta þjóð- höfðingja! Húneða hann erkristinn og hefur fengið vitrun! Hann eða hún hefur þekkt íslenskt þjóðlíf frá barnæsku! Hún eða hann er hámenntaður! Hann eða hún hefur aðeins lært i skóla lífsins! Hver sem tekur í höndina á henni eða honum gerir sér strax grein fyrir þvi að hann eða hún er langbesti maðurinn eða konan! Hún eða hann vann hug og hjarta alls fólksins við Hrauneyjar- foss og á Grundartanga! Hún eða hann er fögur eins og fjallkonan með Ijósan hatt og bjarta brá og bláum tindi fjalla! Eiginkona hans eða hennar er hálfur forseti! Hann eða hún gekk i skóla alþýðunnar, skóla vinnandi handa, skóla lífsins! Hann eða hún er foringi í fararbroddi fyrir forystunni með glæsilega eiginkonu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.