Dagblaðið - 04.07.1980, Síða 11

Dagblaðið - 04.07.1980, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ1980. 11 borð við Landsímann og Olíumála- ráðuneylið, sem fær ekki lengur hæf- asta fólkið, vegna þess að ýmis einka- fyrirtæki bjóða mun betur. Hann nefnir einnig kennarastéttina sem er afar óánægð með sinn hlut. Ekki má afnema verkfalsréttinn, en... Oddmund Harr mætti í sjónvarps- þættinum Pá sparket, sem er sam- svarandi og Kastljós heima. Þar var einnig „á beinni línu” Gösta Boh- mann, fjármálaráðherra Svia, vegna þess að Svíar eru nýbúnir að ganga í gegnum harða verkfallsöldu þar sem hrikti í stoðum velferðarþjóðfélags- ins. Gösta Bohmann sagði við þetta tækifæri, að hann mætti, þrátt fyrir allt, ekki hugsa til þess að verkfalls- réttur yrði afnuminn og taldi stór- hættulegt að ríkisstjórnir leystu slíkar deilur upp á sitt eindæmi — þá yrði ekki mikið eftir af lýðræðinu, þegar fram liðu stundir. Honum fannst nóg um, hve mikil afskipti norska ríkis- stjórnin hefði haft af vinnudeilum i Noregi og taldi, að hún mætti ekki ganga öllu lengra en orðið er. Hann var aftur á móti sammála meirihluta norsku þátttakendanna um, að það yrði að búa svo um hnútana, að ekki mætti hefja verkföll fyrr en í síðustu lög og að baki verkfallsheimildar yrðu að vera a.m.k. atkvæði 50% félags- manna. Vandamálið væri, að þegar launþegasamtök væru búin að knýja fram kauphækkanir í krafti samtaka- máttarins kæmi oftast f kjölfarið verð- bólga, sem gætí á stuttum tíma þurrkað út ávinninginn. ,,Það er með verkfallsvopnið eins og nútíma hernaðarvopn: notkun þess er beinlínis allt of hættuleg í nútímaþjóðfélagi.” Eitthvað á þessa leið gat að lesa í norska vikuritinu Farmand á dögunum. Athyglisverð og umhugsunarverð fullyrðing. Formaöur AF, Oddmund Harr rektor, hefur orðið að þola mikla gagnrýni í fjölmiðlum. Hann hefur tekið því öllu með ró, því hann vill undirstrika þá hættu, sem er því sam- fara fyrir þjóðfélagið að halda háskólamenntuðu fólki svo niðri, að mönnum finnist ekki taka því að leggja á sig langt og kostnaðarsamt nám. Hann hefur bent á, hvernig komið er fyrir rikisfyrirtækjum á Svipmynd frá 1. maí kröfugöngu — heftiplásturinn merkir aó viðkomandi eigi að þegja og vera góður þegn. (Ljósm. S.J.). byrjunarlaun hækka úr 55 þús. norskum í næstum 70 þús. norskar (eða úr 5.5 milljónum í nærri 7 milljónir ísl.j.Þær fá því að meðaltali 17.2% launahækkun, þegar aðrir samsvarandi hópar fá 9—11% kaup- hækkun. Kennarar hafa verið afar óánægðir og heimta nú margir þeirra landsfund til að velta úr sessi núverandi stjórn kennarasambandsins vegna slælegrar framgöngu í launa- og réttinda- málum kennara. önnur vinnubrögð vorið 1982? Ætla má að vinnufriður ríki nú hér í stórum dráttum fram til vorsins 1982, þegar aftur verður hafist handa við nýja samninga. LO mun á næst- unni ræða stöðu sína eftir samning- ana og hvað megi af þessari lotu læra. Margir spá, að næst verði ekki um sameiginlega samninga að ræða, heldur gangi hvert samband fyrir sig til samninga við atvinnurekendur og ríkisvald. Snúum okkur þá aftur að félags- samtökunum Akademikemes Felles- organisasjon. Félagar eru um 100 þúsund, og innan samtakanna eru u.m.b. þrír fjórðu hlutar háskóla- menntaðra manna landsins, en þó eru með í þessum samtökum tæknifræð- ingar með 2—3 ára nám að baki að loknu stúdentsprófi. Af þessum hópi eru um 40 þús. ríkisstarfsmenn, 12 þúsund bæjarstarfsmenn, 30 þúsund hjá einkafyrirtækjum en um 10 þúsund eru „sjálfstæðir,” þ.e. læknar, tannlæknar og lögmenn. AF telur 9,1% launahækkun þýða minnkun kaupmáttar hjá næstum öllum sínum félögum og telur 15% kauphækkun vera þolanlega lausn, eins og staðan er í dag, þvi ef félags- menn ættu að hafa sama kaupmátt og ríkti árið 1978, yrði kauphækk- unin að nema 24%, og fyrir þá sem hafa hæst laun 35%! Nettólaunin of lág AF hefur sýnt fram á, að þótt félagsmenn þess hafi á pappírunum nokkuð há laun á norskan mæli- kvarða, þá eru nettólaunin lítið eða ekkert hærri en hjá iðnverkamönn- um, ef tekið er tillit til þess, að flestir háskólamenntaðir menn hefja sinn starfsferil með 80—100 þús. kr. námslánabagga (8—10 milljónir isl.), og það þýðir 10—12 þús. króna endurgreiðslur á ári í vexti og afborganir fyrstu starfsárin. Fyrr á árinu voru pipulagningarmenn meðal þeirra sem gerðu verkfall i Osló. (drottningu) sér við hlið! Elskusemi hans eða hennar var svo mikil, að gamlar konur hétu á hana! Og svo koma hin þjóðlegu sagna- minni, þegar sjálfur Guð kom niður á jörðina til að spássera meðal manna eða Kristján IX af Glukkstað fór í spássertúrá Bókhlöðustígnum: „Frambjóðandinn sá ungan pilt sparka bolta. Hann spurði hvert væri nafn hins unga sveins og ritaði það niður (með gullnu letri) í vasabókina, því pilturinn (þegn vor) er bráðefni- legur.” „Litið barn fór og sleit fagra fjólu og rétti frambjóðandanum og þá brosti frambjóðandinn svo skein í gullnar tennur (og allt hirðfólkið buktaði sig og beygði).” „Frambjóðandanum var búin hvíla í barnaherbergi sýlsumannsins. Einhverntímann getur dóttir sýslu- mannsins sagt við dóttur héraðs- læknisins: „forsetinn svaf í rúminu mínu!!” Og það þarf auðvitað ekki að sökum að spyrja að ástin er gagn- kvæm og háyfirtignin opinberar elskusemi á þegnum sínum: íslendingar eru óendanlega skemmtileg þjóð! íslendingar eru hjartanleg þjóð! Við klendingar erum sem einn maður! Við Islend- ingar erum sem ein fjölskylda! íslendingar eru auðug þjóð! (senni- lega andlega og menningarlega). Islendingar eru gæfusöm þjóð! (lik- lega að eiga mig fyrir frambjóðanda). Ég mun flytja öðrum þjóðum stór- brotna menningarauðlegð hinnar gáfuðu islensku þjóðar! Ég mun flytja fisk og opna markaði meðal er- lendra þjóða! Þetta hefur verið mikið ævintýri, smalastúlkan varð að prinsessu. En dokum aðeins við og komum aftur gegnum spegilinn. Sahnleikurinn er sagna bestur. Einhvernveginn hefur það æxlast svo að með því að gera kosningabaráttuna það sem kallað er „drengileg, heiðarleg og tignarleg ” hafa mærðin og slepjuhátturinn hafið innreiðsína og þá er ekki langt í nágrannakonu þeirra hræsnina. Þar sem íslendingar koma saman svo þúsundum skiptir hafa þeir tekið þessari mærðarsúpu sem góðri og gildri vöru. Hvaðan kemur íslending- um slíkur undirlægjuháttur. Áður fyrr þegar við áttum kóng, vildu fæstir kóngsþrælar vera. Nú ganga menn með bros á brá undir jarðar- men skynlausrar persónudýrkunar. Hvað veldur slíkri skynskiptingu. Sumu leyti arfur forneskju. Sam- kvæmt stjórnarskrá er forseti ekkert annað en afsprengi danska kóngsins. Hann er í rauninni bara danskur eða plattþýskur pokahertogi. Svo stofn- uðum við lýðveldi! Æ, hvaða vandræði, þá þurfum við að kjósa kóng og allir ræðumennirnir og frambjóðendurnir vita ekkert hvað þeir eiga að segja. Ekki er hægt að fara að tala um kreppu eða kommún- isma. Þeir grípa því að sumu leyti til kansellístfls háyfirtignunar 18. og 19. aldar, hræra saman við það tveimur matskeiðum af rómantískum ljóðlin- pm frá Jónasi og Steingrími og tveim- ur teskeiðum af Ólafi Kárasyni Ljós- víkingi. Árangurinn verður undar- legur hrærigrautur, þar sem íslenskur álfaprins eða álfaprinsessa er kosin danskur kóngur i amerískri kosninga- baráttu. Öðrum þræði höfðu frambjóð- endurnir sjálfir stjórn með þessu. Væri vikið að þeim nokkrum alvöru- spurningum, voru svörin eins og Holtavörðuþoka eða þeir tóku þann sem spurði til réttar, — þeiia var kvikindisleg spurning, eða þetta var nú högg~undir beltisstað. Og alþjóð dáðist að því, hvernigvbeir tóku þennan kjaftask. ^... _ í allri þessari holtaþoku skynlausr- ar lofgerðarvellu komu aðeins ein- staka birtublettir. Þakka þér fyrir Arnór Hannibalsson að þú varst öðruvísi en allir hinir, og þakka þér fyrir Pétur Thorst, aö þú dirfðist að jmótmæla hugsanamálaráðuneytinu á sjónvarpi og útvarpi. En undarleg tilfinning hefur það verið fyrir þig margra áratuga embættismann, að vera kveðinn niður af embættis- valdinu af Vilhjálmi Hjálmarssyni. Því miður stóð ekki steinn af steini eftir af þér, því að embættisvaldið hefur alltaf rétt fyrir sér, einkum í menningar- og fjölmiðlamálum. Meðan gengi krónunnar krump- aðist, meðan verðbólgan var að brenna húsið, meðan fiskurinn selst ekki, meðan atvinnuleysið breiðist út, meðan allt er á fallandi fæti, hrun og vandræði vofa yfir, höfum við stokkið berfætt út í Jónsmessudögg- ina og valið okkur yndislega huldu- konu, álfakroppinn mjóa fyrir fyrir- sætu. Vonandi situr álfkonan á Bessastöðum fimm kjörtímabil, svo við þurfum ekki að uppræta almenna skynsemi úr hugum okkar, nema á svo sem 20 ára fresti. En hvernig skyldu næstu forsetakosningar verða, ef við reiknum með eðlilegum hagvexti í forheimskuninni eins og öðru. En þaö sem mér ægir mest er, ef þessi sjúkdómur skyldi vera smit- landi, eða höfum við sem þjóð beðið tjón á sálu okkar á öllu þessu oflofi og smjaðri hirðgæðinganna? Verður kannski haldið áfram að fela vanda- málin á bak við álfadansa? Munu pólitískir leiðtogar gerast andlegir huldumenn, fela vandamálin, tala óræðum orðum um fegurð íhimins- ins, meðan gjaldmiðillinn verður einskisvirði? Eða munu þeir aðeins hrósa íslensku þjóðinni fyrir atorku- semi, meðan atvinnuleysið hefur inn- reið sína? Munu þeir kannski aðeins höfða til samvisku sinnar meðan fieyið hrapar niður óminnisfossinn? Ef einhver í hugsanamálaráðuneyt- inu dirfist að spyrja þá, hvað gengi krónunnar hafi hrapað síðasta mánuðinn, munu þeir þá setja í brúnir og kalla það högg undir beltis- stað? Ef einhver nefnir á nafn upp- sagnir í frystihúsum og atvinnuleysi, munu þeir þá setja upp hneykslisstút ■og. kvarta yfir kvikindislegum spurningum? Þetta er alvörumál dagsins í dag, mál er þjóð mín að koma út úr berginu og líta yfir mannheima með öllum þjáningum þeirra, erfiðleikum 'og stríði. Þorsteinn Thorarensen ^ „Verður kannski haldið áfram að fela vandamálin á bak við álfadansa? Munu pólitískir leiðtogar gerast andlegir huldumenn, fela vandamálin, tala óræðum orðum um fegurð himinsins, meðan gjaldmiðillinn verður einskisvirði?”

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.