Dagblaðið - 04.07.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 04.07.1980, Blaðsíða 14
18 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. JÚLl 1980 ' AÐ BYRJA UPP A NYTT —Nokkur orð um nýjustu mynd Alan J. Pakula sem ber heitið Starting Over Fyrir ekki ýkja mörgum árum þótti það hið mesta glæfrafyrirtæki í Bandaríkjunum að gera kvikmynd sem ekki fylgdi eftir hinni hefð- bundnu Hollywood framleiðslu. Samfélagsleg og persónuleg vanda- mál voru talin slæmur efniviður, tyrir kvikmyndir þótt evrópskir kvik- myndagerðarmenn notuðu þetta efni með góðum árangri. Það er nú eigin- lega ekki hægt annað en að minnast á. Ingmar Bergman í þessu tilviki því áhrifa hans hefur gætt í ríkara mæli í bandariskum kvikmyndum. En áhugi almennings er að aukast á myndum sem fjalla um vandamál sem fólk verður að glíma við í dag- legu lífi. Þessi þróun hefur verið hæg en bitandi. Segja má að „konumynd- irnar”, þ.e. myndir sem voru unnar út frá sjónarhorni konunnar, hafi hjálpað mikið til. Þær sköpuðu um- tal og aðsóknin var það góð að grundvöllur var fyrir framhaldi á þessu. Gott dæmi um þessar myndir eru Óglft kona (Unmarried Woman, 1978), leikstýrð af Paul Mazursky, og Julla (1978) en henni leikstýrði Fred Zinnemann. En engin þessara mynda náði eins langt og Kramer vs. Kramer sem nældi sér í óskarinn í ár. Hverj- um hefði dottið í hug að mynd sem fjallar um skilnaö og vandkvæði föðurins við að ala upp ungan son sinn yrði svona vinsæl. Þetta er aðeins dæmi um ofangreinda þróun. Hóplœkninga sam- komur f ráskilinna eiginmanna En hvað um Starting Over, eða Byrjað upp á nýtt, sem ætlunin var að ræða um. Þessi mynd fjallar um ung hjón sem eru að skilja. Hún fjallar þó aöallega um baráttu hans llér sjást hjónakornin meðan allt leikur I Ivndi. Burt Reynolds gerir hér hosiir sinar grænar fyrir Jill Clayburg. viö að finna sjálfan sig eftir hjóna- bandið. Einmanaleikinn sækir á því- vinir og kunningjar eru flestir úr röð- um giftra og hafa lítinn tíma aflögu. Hann reynir ýmsa hluti eins og hóp- lækningasamkomur fráskilinna eigin- manna og þess háttar. En bróðir hans, sem reyndar er sálfræðingur, reynist honum best. Síðan kemur rúsínan í pylsuendan- um. í matarboði nokkru hittir hann fráskilda konu. Hún er mjög köld gagnvart honúm enda segist hún ekki hafa áhuga á að stofna til nánari kynna. Hún hafi loksins fundið sjálfa sig og kunni því vel að búa út af fyrir sig. En þetta reyndust innantóm orð því ekki leið á löngu áður en þau voru farin aö búa saman. Burt Reynolds sýnir frábæran leik Myndin fjallar siðan um samband þeirra bæði á- slæmum og góðum augnablikum. Þau eru mjög varfærin gagnvart hvort öðru því skilnaðurinn er þeim báðum enn ferskur í minni. Inn 1 þetta spilar svo fyrrverandi eiginkona sem hann á erfitt með að gleyma. jin eftir mikið sálarstríð verður hann að taka af skarið. Efnisþráðurinn hljómar nú ekkert sérstaklega áhugaverður en ef Burt Reynolds, Jill Clayburgh og Candice Bergen eru í aðalhlutverkum og sjálf- ur Alan J. Pakula við leikstjórn þá veistu að myndin getur ekki verið slæm. Pakula er iíklega einn af vand- virkustu leikstjórum okkar tíma. Hann gerir fáar myndir en þær eru upp til hópa áhugaverðar og mjög góðar. Til að gefa lesendum hug- mynd um myndir hans þá má nefna Klute (1971), Parallax View (1974) og Allir menn forsetans (1976). Hnyttin mynd Eins og áður sagði bregst Pakula ekki fremur en fyrri daginn. Þó er þessi mynd ef til vill frábrugðin öðrum myndum hans að einu leyti. Hún er miklu hnyttnari og kemur æði oft fyrir að áhorfendur skella hressilega upp úr. Þetta er bæði kostur og galli. Það er alltaf hættu- legt að pakka myndum sem fjalla um háalvarleg efni inn í umgjörð gaman- myndar. Það sjá að vísu fleiri mynd- ina en aðeins brot af áhorfendum velta raunverulega vandamálinu fyrir sér ef þeir á annað borð vilja taka eftir því. Það má segja að Pakula og handritahöfundurinn hafi farið milli- veginn, báðir möguleikarnir eru opnir. Það er nú ekki hægt annað en að fara lofsorðum um leikarana og þó sérlega Burt Reynolds. Hann hefur yfirleitt haft yfir sér glaumgosa- og kvennabósaímynd en hér verður hann að leika fráskilinn eiginmann sem er að reyna að feta sig að nýju út í lífið. Jill Clayburg virðist aftur á móti komin í sama hlutverkið og hún hafði í Ógift kona. Candice Bergen sést ekki oft á hvita tjaldinu núorðið en stendur fyrir sínu þótt hlutverkiö sé ekki stórt. Og ekki má gleyma Svíanum Sven Nykvist en hann virð- ist vera orðinn óhemju vinsæll vestan hafs og vera orðinn gæðastimpill á þær myndir sem hann kvikmyndar. Kvikmyndatakan er mjög hlutlaus V Kvik myndir svo áhorfendur gleyma varla efnis- þræðinum yfir aðdáun á snotrum myndhornum. Paramount dreifir myndinni svo Háskólabíó verður sýn- ingarstaðurinn. Laugardagskvöld leikinn sækir á. I hringja? — og einmana- hvern er bezt að Umsóknarfrestur námslána Umsóknarfrestur um haustlán veturinn 1980— 81 er til 15. júlí. Áætlað er að afgreiðsla lánanna hefjist. fyrir námsmenn ertendis 1. okt 1980 fyrir námsmenn á ísiandi 1. nóv. 1980 Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins að Laugavegi 77, afgreiðslutími er frá 1—4 e.h. Sími 25011. Reykjavik 3.7.1980. Lánasjódut ísJ. námsmanna. SELJUMÍDAG: BroncoR árg. '76, ekinn aðeins 40 þús. km. Brúnn og hvítur — með útvarpi og kassettutæki. ToppbíU — Einstakt tækifæri. TÖGGURHF. SAAB UMBOÐIÐ ————— Bíldshofði 16 110 Revkiavík Simi 81530- Þrjár þekktar fyrirsætur Þær spanna tvo áratugi fyrir- börnin foreldra sína. Hver var Jean Shrimpton og Twiggy, í sæturnar þessar. Urðu þær aDar Twiggy? En hver vissi þaö ekki fötum dæmigerðum fyrir þann heimsfrægar á sínum tima þó nú fyrir örfáum árum? tima, er þær sýndu fatnað. séu þær mörgum fallnar í En fyrirsæturnar eru, taldar' gleymsku og dá, jafnvel spyrja frá vinstri Barbara Goalen,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.