Dagblaðið - 04.07.1980, Side 23

Dagblaðið - 04.07.1980, Side 23
27 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR4. JÚLÍ 1980. Útvarp Sjónvarp I FARARHEILL—útvarp kl. 21,15: Ferðalög ellilffeyris- þega um ísland Á dagskrá útvarpsins kl. 21.15 í kvöld er Fararheill, dagskrárþáttur um útivist og ferðamál, i samantekt Birnu G. Bjarnleifsdóttur. Þátturinn var áður á dagskrá 29. júni sl. Efni þáttarins er af ýmsu tagi. Leitað er upplýsinga um ýmsan ferðaútbúnað og verð hans. Þá er kannað hvers konar ferðir það eru sem íslenzkar ferðaskrifstofur skipu- leggja um landið og sérstaklega athugað hvaða möguleika ellilífeyris- þegar eiga á slíkum ferðum. í því sambandi er rætt við fulltrúa Félags- málastofnunar Reykjavíkur og Kópa- vogs og Orlofsnefndar húsmæðra og Mæðrastyrksnefndar. í þættinum verður bensínverð athugað og upplýst hvað það kostar að aka hringveginn umhverfis landið á meðalstórri bifreið. Verður kostnaður nú borinn saman við kostnað ásamatíma í fyrra. -GM. Birna G. Bjarnleifsdóttir er um- sjónarmaður þáttarins Fararheill sem er á dagskrá útvarps kl. 21.15 i kvöld. DB-mynd RagnarTh. Víðsjá aðeins á föstudögum í sumar Hinn vinsæli fréttaþáttur út- varpsins Víðsjá, sem verið hefur á dagskrá á þriðjudögum og föstu- dögum i vetur, verður nú í sumar aðeins á f östudögum. Margrét Indriðadóttir, fréttastjóri útvarpsins, sagði í samtali við DB að fréttamenn útvarpsins hefðu verið orðnir þreyttir á að vinna þáttinn í aukavinnu tvisvar í viku og aðstoðar- fólk fengist ekki ráðið til starfa. Þess vegna hefði verið ákveðið að hafa hann aðeins einu sinni í viku. Hún kvað enn óafráðið hvort sama skipan yrði höfð á í haust. -GM. Margrét Indriðadóttir, fréttastjóri út- varpsins, að störfum. DB-mynd RagnarTh. I GÆRKVÖLDI Hvar eru „dúndur”leikritin fráígamladaga? íslenzkufræðingurinn Bjarni Einarsson minntist í gærkvöldi á blaðamenn, sem hann sagði fyrtast yfir athugasemdum sínum og skeyta þeim ekki. Slikir menn ættu að skipta um starf, sagði hann. Ætti magister- inn sjálfur ekki að skipta um starf, fyrst hann er svona ergilegur yfir bannsettum blaðamönnunum, sem fara ekki að ráðum hans? Bjarni virðist oft flytja þætti sína í einhvers konar ergelsistón og vill því efnið oft fara fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Persónulega fannst mér bæði Gísli kennari á Akureyri og Árni Böðvarsson með skemmtilegri, íslenzkuþætti. Mig langar til að benda magistern- um á að bæði handrita- og prófarka- lesarar fara yfir greinar blaðamanna áður en þær koma fyrir augu al- mennings. Aldrei heyrist þeim hall- mælt fyrir slaka islenzkukunnáttu. Hvers vegna? Það fer f taugarnar á mér að oft er verið að hnýta í stéttar- systkin mín, án þess að þau beri hönd fyrir höfuð sér. Ég átti góða stund með séra Garðari vini minum Svavarssyni í garðinum í gær. Á meðan hann sagði á sinn hugljúfa hátt frá ferðinni með gamla Gullfossi plantaði ég nokkrum „útsölu” fjólum í garðinn hjá mér. Séra Garðar hefur oft lag á því að gera lítið efni að hugljúfri frásögn, sem maður lifir sig inn i. Hann er ómissandi á sumarvökum og kvöld- vökum vetrarins. Ég var staðráðin í að hlusta á leik- |rit kvöldsins, en lagðist upp i sófa og „tapaði” af fyrri helming þess. Ef- hann var í samræmi við seinni helminginn missti ég ekki af miklu. Bjánalegt leikrit. Mig minnir endilega að leikritin „í gamla daga” hafi alltaf verið svo skemmtileg. Hvað er eigin- lega að gerast? -A.Bj. Fallið frá 7. hæð niður á jörð er rúmlega 20 metrar. en Dick> Beer helur hent sér fram af allt að 30 metra háum húsum. Þetta er ekk- ert hættulegt Þegar Hollendingurinn Dicky Beer er beðinn að lýsa sjálfum sér er hann vanur að segja: „Ég er mjög varkár maður.” Samt sem áður hefur ekkert tryggingafélag þorað að líftryggja Beer. Skýringin er einföld. Dicky Beer er staðgengill leikara í hættulegum kvikmyndaatriðum og lifir af því að hoppa niður af nokkurra hæða húsum, verða fyrir bifreiðum eða springa í loft upp. „Ég er reiðubúinn til að taka að mér hvaða starf sem er, en ég drep mig ekki, þótt ég fái vel greitt fyrir. Því tek ég enga áhættu og þar af leiðir að starf mitt er í raun ekkert hættulegt. Ég veit aðhverjuéggeng.” Rétt áður en Dicky Beer mælti þessi orð hafði hann leikið atriði í kvikmynd þar sem hann steyptir sér fram af sjö hæða fjölbýlishúsi og lendir á loft- púða. Það atriði verður siðan klippt við annaðatriði sem Englendingurinn Paul Weston leikur. Sá lætur sig falla frá annarri hæð ofan á sjúkrabíl og fellnr með miklum látum gegnum þak bílsins sem að vísu er úr plasti en ekki málmi. Ef við fáum síðan einhvern tíma að sjá þessa kvikmynd mun okkur því virðast sem maður falli frá 7. hæð í gegnum bílinn. Satt er það að kvikmyndavélin getur auðveldlega blekkt augað. Málararl Tilboð óskast í þakmálun að Krummahólum 2. Áhugasamir hafi samband við Halldór í síma 72138

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.